Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 19 ^STARF FÓSTRUNNAR 4. GREINJ Skapandi starf Skapandi starf. Öllum börnum er það nauðsynlegt að tjá sig á einn eða annan hátt. Rannsóknarhvöt og starfsþrá leiðir barnið til þess að kanna umhverfi sitt og afla sér þekkingar á hlutum og fólki. Fjöl- breytt og örvandi um- hverfi eykur þroskamögu- leika barnsins en fábreytt og einhæft umhverfi dregur úr þeim. Þess vegna þarf að búa svo í haginn fyrir barnið að það öðlist sem fjöl- breyttasta reynslu. Barn- ið þarfnast ástúðar, festu og reglu. Foreldrar og aðrir uppalendur verða að þekkja þarfir barnsins og stuðla að því að það fái athafnaþörf sinni full- nægt. Hrósið barninu fyrir verk sín. Nauðsynlegt er að barn- ið fái uppörvun og stuðn- ing t.d. með því að hrósa því fyrir myndina sem það var að lita eða eitt- hvað sem það yill sýna að það geti. Við slíka jákvæða afstöðu vex öryggistilfinning barnsins. Það öðlast fremur trú á getu sína og verður sjálfstæðara. Barnið er ávallt að skapa. Á dagvistarheimilum er reynt að sjá til þess að barnið þroskist á jákvæð- an hátt í leik og skapandi starfi. Þegar talað er um skapandi starf, er erfitt að draga mörk. Barnið er ávallt að skapa eitthvað, einungis á mismunandi hátt. Þegar barnið byggir úr kubbum, myndar ný orð og leyfir ímyndunar- aflinu að leika þá er það að skapa. Þegar það teikn- ar, málar, mótar í leir eða saumar er það einnig að skapa. Fyrir barn undir skóla- aldri er það athöfnin sjálf sem hefur gildi en ekki árangurinn. Barnið þroskar með sér ýmsa eiginleika og öðlast nýja reynslu. Hugkvæmni þess .og ímyndunarafl eykst. Skapandi starf hjálpar barninu við að þroska hugsun og tilfinningar. Barnið öðlast meiri þekkingu og upplifir gleði og ánægju í félagsskap annara. Það fær tilfinningalega útrás og losnar við innri spennu. Frumkvæði og sjálfs- traust eykst. Smá saman vex einnig skilningur þess á orsök og afleiðingu. Heftið ekki sköpunar- gleði barnsins. Virðið rétt barnsins til þess að skapa af eigin vild Foreldrar og aðrir uppalendur ættu að sjá um að barnið hafi nógan efnivið til skapandi starfs og varast að eyðileggja sköpunargleði þess/(barnsins) með því að gagnrýna verk þess með því að tala um hvern- ig þetta „eigi“ að vera. Hestar eru ekki bláir, fólk hefur ekki margar fætur o.s.frv. Slík gagnrýni getur dregið úr kjarki barnsins og trúnni á eigin getu. Sem dæmi um efni sem veita barninu mikla möguleika á að tjá sig í skapandi starfi má nefna: sand, leir, vatn og ýmis konar liti. Þessi efniviður er aðgengilegur og barnið uppgötvar eiginleika hans. Það vinnur einnig með pappír, garn efnisaf- ganga, deig, og pappa- massa. Barnið fær að sauma, vefa, klippa, líma, smíða og mála. Ymislegt má nota sem hægt er að finna úti í náttúrunni t.d. skeljar, steina, lauf, fræ og ber. Þá er mjög mismunandi hvernig hinir ýmsu aldurshópar nota efnivið- inn. Yngstu börnin eru ánægð að fá að kynnast honum, koma við, þreifa á, kreista, klípa og smakka. Snertingin við efnið er aðalatriðið. Stærri börnin ráða yfir fíngerðari hreyfingum, meiri einbeitingu og út- haldi. Þau nota ímyndun- araflið og hafa oft ákveðið markmið í huga í sköpun- arstarfi sínu. Uppalendur verða að reyna að skilja og virða athafnaþrá barnsins og beina henni á þá leið sem vænlegust er til þess að það vaxi upp sem sjálfstæður ein- staklingur með jákvætt viðhorf til lífsins. 20 þús. gest- ir á Kjarvals- sýningunni 20 ÞÚSUND gestir hafa séð Kjarvalssýninguna í Kjarvalsstöð- um, en alls hafa 19 barna- og unglingaskólar heimsótt sýning- una sem opnuð var fyrr í vetur, samkvæmt upplýsingum Alfreðs Guðmundssonar forstöðumanns hússins. Stjórnin sjálf- kjörin í Lögregiu- félagi Reykjavikui STJÓRNARKJÖR hefur farið fram í Lögreglufélagi Reykja- víkur. Einn listi kom fram, listi uppstillingarnefndar, og var hann sjálfkjörinn. Hin nýja stjórn hefur komið saman og skipt með sér störfum, skipa hana eftirtaldir menn. Björn Sigurðsson, formaður, Guðmundur Guðbergsson, vara- formaður, Jóhann Löve, gjaldkeri, Jóhann Jóhannsson, ritari; með- stjórnendur Egill Bjarnason, Hrafn Marinósson, Þorgrímur Guðmundsson. Stjórn Lögreglufélagsins er nú kosin til tveggja ára, og er það nýmæli, en áður hafa stjórnir félagsins verið kjörnar til eins árs. Klaeðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807, Ein heild á lækkudu verði. Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö. Hringdu og spurðu um verð á helgarferð. FLUCFÉLAC ÍSLANDS INNANLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.