Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 25 fclk í fréttum + Charles Hamilton, eigandi Charles Hamilton Galleries í New York, heldur hér á vatnslitamynd eítir Adolf Hitler. Myndin var seld á uppboði í New York fyrir 1.2 milljónir í sfðasta mánuði. Hvorki seljandi né kaupandi myndarinnar vildu láta nafna sinna getið. + Geraldine Williams lá í 30 tíma á naglabretti án þess að á henni sæi. Hún vinnur í fjölleikahúsi og eitt aí sýningaatriðunum er það sem sést á annarri myndinni. Geraldine liggur á naglabretti með annað ofan á sér og á þvf stendur samstarfsmaður hennar. Samanlögð þyngd þeirra er 175 kíló. Annars er það eiginmaður hennar sem stendur ofan á henni á myndinni. Skyldi ekki sumum finnast hann fara iila með konu sfna. + Kathryn Crosby, ekkja söngvarans Bing Crpsby, er nú að leggja síðustu hönd á 2 bækur um eiginmann sinn. Önnur bókin inniheldur bréf, sem hann skrifaði henni þau ár sem þau voru trúlofuð og gift. En hin er byggð á dagbókum sem Bing Crosby skrifaði. Kathryn hefur verið gagnrýnd og margir hafa hneykslast á því að hún skuli ætla sér að gefa bækurnar út svo skömmu eftir andlát manns síns, og telja hana fégráðuga. En hún þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum. Bing Crosby var margfaldur milljónamæringur þegar hann lést og hafði fjárfest í mörgum fyrirtækjum, svo sem olíulind- um, sjónvarps- og útvarpsstöð- um, bönkum og fleiru. Svo það er ótrúlegt að hana skorti fé. Enda segir hún að tilgangurinn með útgáfu bókanna sé að sem flestir fái að kynnast Bing Crosby eins og hann raunveru- lega var. Kathryn Crosby segist verða að sökkva sér niður í vinnu til að komast yfir sorgina. Og hún situr svo sannarlega ekki auðum höndum. Auk bókanna vinnur hún að gerð sjónvarpsþátta um mann sinn. Þð hefur verðið hefð í Bandaríkjunum að hafa þátt með Bing Crosby í sjónvarpinu um jólin, og þeirri hefð verður við haldið, þó að hann sé látinn. + Söngvarinn Roger Whittaker á miklum vinsældum að fagna um allan heim. Plötur hans seljast eins og heitar lummur (28 milljón eintök) og hann er á sífelldum þeytingi milli landa að halda hljómleika. Hann er því ekki mikið heima með fjölskyldu sinni. En hann og kona hans, Natalie, eiga 4 börn á aldrinum 4—9 ára. Þau búa utan við London í glæsilegu húsi, sem er umkringt skógi. Whittaker segir að það sem skipti mestu máli fyrir hann sé fjölskylda hans. En þrátt fyrir þessa fullyrðingu er hann svo til aldrei heima. Og það er ekki af peningaþörf, sem hann held- ur svo marga hljómleika, held- ur einfaldlega af því að hann hefur gaman af því. Hann segist ekki geta hugsað sér að setjast í helgan stein strax. Hann verður því að láta sér nægja að fylgjast með fjöl- skyldunni í gegnum síma, þegar hann er á hljómleikaferðum. En þegar hann er heima er hann með börnum sínum frá morgni til kvölds og hann segist fullviss um að hann sjái börn sín jafnmikið ef ekki meira en margir sem fara til viilnu snemma á morgnana og koma ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Whittaker semur lög og texta sjálfur. Og mörg laga hans hafa orðið geysivinsæl s.s. „Durham Town“ og „I don‘t believe in if“. Fólk vill hlusta á það sem það þekkir og þess vegna eiga mörg nýrri laga hans erfitt uppdrátt- ar. nálar BueiN SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Stjómunarfélag íslands Hvaö og hvernig skal geyma og hverju skal henda? Skjalavistun Dagana 17., 18. og 19. apríl nk. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiöi í skjalavistun. Á námskeiðinu veröur leitast við að gefa innsýn í það, hvaöa möguleik- ar eru í boöi í vistun skjala og hvaö hentar bezt viö mismunandi að- stæður. Farið verður yfir nokkur þekkt kerfi. Oft á tíðum kann að vera erfitt að ákveöa hvað geyma skal og hverju megi henda, þá ekki síöur hvernig skuli geyma skjöl. Það að hafa skjöl aðgengileg getur sparað fyrirtækinu verulegt fé. Leiðbeinandi á námskeiðinu verð- ur Þorsteinn Magnússon við- skiptafræðingur. Nánari upplýsing- ar veitir skrifstofa Stjórnunarfé- lagsins og þar fer einnig fram skráning þátttakenda, í síma 82930. AUGLÝSING um aðalskodun bifreiða í Hafnarfírði, Garöakaupstað, á Seltjarnarnesi og í Kjósar- sýslu í apríl og maí 1978. Skoöun fer fram sem hér segir: Seltjarnarnes: Miövikudagur 26. apríl Fimmtudagur 27. apríl Þriöjudagur 2. maí Skoðun fer fram viö íþróttahúsið. Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Miðvikudagur 3. maí Mánudagur 8. maí Þriðjudagur 9. maí Miðvikudagur 10. maí Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður og Bessastaðahreppur: Þriöjudagur 16. maí G-1 til G-150 Miðvikudagur 17. maí G-151 til G-300 Fimmtudagur 18. maí G-301 til G-450 Föstudagur 19. maí G-451 til G-600 Mánudagur 22. maí G-601 til G-750 Þriöjudagur 23. maí G-751 til G-900 Miðvikudagur 24. maí G-901 til G-1050 Fimmtudagur 25. maí G-1051 til G-1200 Föstudagur 26. maí G-1201 til G-1350 Mánudagur 29. maí G-1351 til G-1500 Þriðjudagur 30. maí G-1501 til G-1650 Miövikudagur 31. maí G-1651 til G-1800 Skoðun fer fram viö Suðurgötu 8, Hafnarfirði. Skoðun fer fram frá kl. 8.15—12, og 13—16.00 á öllum skoðunarstöðum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiöin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetínn í Hafnarfiröi, Garöakaupstað og á Seltjarnarnesí. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. 10. apríl 1978. Einar Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.