Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 74. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skattar í Bretlandi lækkaðir um 2,5 mill- jarða sterlingspunda London. 11. apríl. AP. Reuter. BREZKI fjármálaráðherrann, Denis Healy, tilkynnti í dag að stjórn Verkamannaflokksins hygðist blása auknu lífi í efna- hagslíf landsins með því'að lækka tekjuskatta og veita þannig auknu fjármagni um hagkerfið. Healy gerði grein fyrir þessu þegar hann lagði fjárlagafrum- varp fjárhagsársins, sem hófst 1. apríl 8.1., fyrir neðri málstofu brezka þingsins. I tillögum Healys er gert ráð fyrir því að tekjumörk skattþrepa verði hækkuð en sjálfar álagningar- prósenturnar látnar átanda óbreyttar. Lægsta skattprósenta í Bretlandi er nú 34% en hin hæsta 83%. Þessar háu álangingarpró- sentur hafa sætt vaxandi gagnrýni í landinu og eru taldar letja menn við vinnu og hamla gegn aukningu framleiðslu. Auk lækkunar skatta er í tillögum Healys gert ráð fyrir nokkuð auknum tryggjngagreiðsl- um, einkanlega til eftirlaunafólks og stórra fjölskyldna. Einnig er gert ráð fyrir að lítils háttar verði stutt við bakið á smáfyrirtækjum. I heild sinni eru þessar aðgerðir taldar fremur vægar og bera þess merki, að stjórnin leggi enn mikla áherzlu á baráttuna gegn verð- bólgu, enda varaði Healy við of miklum launahækkunum á næstu mánuðum. Healy tilkynnti einnig að Bretar hygðust greiða fyrirfram stærri hluta af láni sínu hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum en áður hafði verið ákveðið og sömuleiðis eitt- hvað af almennum markaðslánum. ísraelsher byrjar brott- flutning frá Suður-Líbanon Beirut, 11. apríl ÁP, Reuter. ÞÚSUNDIR flóttamanna héldu í dag til heimkynna sinna í Suður-Líbanon á sama tíma og ísraelsmenn hófu brottflutn- inga herja sinna frá svæði því sem þeir hertóku í innrásinni í S-Líbanon í marz.' Nörskir gæzluliðar í gæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna tóku við bækistöðvum ísraelsmanna er þeir hörfuðu frá Litani-ánni nokkra kílómetra íátt til eigin tandamæra. Ekki er um að ræða algjöran brottflutning ísraelska hersins frá S-Líbanon og ísraelsmenn hafa þennan Framhald á bls. 18 ítalski fangavórðurinn Lorenzo Cotugno liggjandi í blóði sínu fyrir framan heimili sitt f Torino f gær. Hann var drepinn af pólitfskum öfgamönnum. Fangavörður í Torino myrtur Carter hvetur til hertra adgerda gégn verðbólgu Washington, 11. apríl. AP. Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti sagði í dag í ræðu, að stjórn sín væri ákveðin í að beita sér af alefli gegn verðbólgunni, sem nú væri að skjóta varanlegum rótum í bandarisku efnahagsiífi. og sagð- ist hann f þvi' skyni m.a. mundu beita neitunarvaldi sínu gegn iillum f járveilingum þingsins sem færu fram úr fjárhagsáætlun hans eða ykju hallann á fjárlög- um. Forsetinn lagði einnig mikla áherzlu á nauðsyn þess að Banda- ríkin minnkuðu olíuinnflutning sinn sem nú kostaði um 45 milljarða dollara árlega í stað tveggja milljarða fyrir tíu árum. Bandaríkin flytja nú inn um helming allrar þeirrar olíu sem notuð er í landinu. Sagði forsetinn Framhald ábls. 18 Torino, 11. apríl. Reuter. AP. FANGAVÖRÐUR í Torino var í dag skotinn til bana á tröppum heimilis síns. Fangavörðurinn, Lorenzo Cotugno, vann í Nuove- fangelsinu, en þar eru hryðju- verkamennirnir 15 úr samtökun- um „Rauða herdeildin" hafðir í haldi. Tveir karlmenn og kona réðust á Cotugno úr launsátri fyrir utan heimili hans, en honum tókst að svara skothrfðinni með eigin vopni áður en hann lézt og særa alvarlega einn árásarmannanna. llinir komust undan og höfðu hinn særða með sér en losuðu sig síðan við hann við dyr slysavarð- stofu í' borginni. Hinn særði, Cristofer Bianconi, sem er allkunnur fyrir öfgafullar vinstrisinnaðar skoðanir sagði læknum að hann liti á sig sem stríðsfanga sem hefði særzt í orrustu. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Rauða herdeildin var hér á ferð- inni því enginn aðili hefur enn játað á sig ódæðið. Cotugno fangavörður hafði áður lifað af banatilræði þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Árásin í dag kom í kjölfar árásar í gærkvöldi á kvensjúk- dómalækni einn í Torino, en inn á lækningastofu hans ruddust þrír menn og ein kona og skutu hann í fætur og axlir fyrir að hafa neitað vanfærri konu í félagi við þau um fóstureyðingu. Ekkert heyrðist í dag frá Aldo Moro eða þeim sem hafa hann í haldi en réttarhöldunum yfir Framhald á bls. 18 Nýir ráðherr- ar í Rhódesíu Owen og Vance til Salisbury Salisbury, 11. apríl, Reuter, AP. Bráðabirgðastjórnin f Rhódes- íu tilnef ndi í dag níu blökkumenn til setu í stjórninni sem aðstoðar- Shevchenko fer huldu höfði og vill ekki heim New York, 11. apríl. AP. HÁTTSETTASTl sovézki ríkis- borgarinn, sem hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum, Arkady N. Shevchenko, fer liiildu hiifði og Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að „svo mikið væri vfst að hann vildi ekki snúa aftur til Sovétríkj- anna". Fréttir benda til þess, að Shevchenko ætli að biðja um hæli sem pólitískur flðttamað- ur í Bandarikjunum en Wald- lieim sagði f Irlandi þar sem hann var í opinberri heimsókn, að hann vissi ekki hvort Rúss- inn ætlaði að biðja um hæli. í Moskvu sakaði kona, sem kvaðst vera eiginkona Shevchenkos, bandarísk yfirvöld í dag um „grófa ögrun", hélt því fram að maður hennar hefði aldrei ætlað sér að vera um kyrrt í Bandaríkjunum og sagði að Bandaríkjamenn hlytu að halda honum nauðugum. Sovézkur talsmaður sagði í dag, að sendinefnd Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum ætlaði að fara þess á leit að Shevchenko yrði vikið úr starfi sínu hjá samtökunum og kvaðst gera ráð fyrir því að það yrði gert. Lögfræðingur Shevchenkos, Ernest A. Gross, var á öðru máli þar sem slíkt Arkady N. Shevchenko. bryti í bága við stofnskrá SÞ er bannaði framkvæmdastjóra SÞ að taka við fyrirmælum frá nokkurri ríkisstjórn. I Washington ræddi Cyrus Vance utanríkisráðherra í dag við sovézka sendiherrann, Anatoly Dobrynin, og Shevchenko-málið mun hafa borið á góma. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði að bandarísk yfirvöld hefðu enga tilraun gert til að hafa áhrif á Shevchenko, að Gross, lögfræðingur hans, hefði sett sig í samband við ráðuneyt- ið og sagt að Rússinn ætlaði ekki að snúa aftur til Sovétríkj- Framhald á bls. 18 ráðherrar stjórnarncfndarinnar. sem í sitja leiðtogarnir f jórir sem undirrituðu samkomulag um stjórn svartra manna í landinu fyrir fimm vikum. Hver blökkumannaleiðtogi i' stjórnarnefndinni tilnefndi þrjá menn og eiga hinir nýju ráðherr- ar blökkumanna að deila völdum með hvftum mönnum tilnefndum aí Ian Smith forsætisráðherra þar til svartir menn taka alveg völdin í sínar hendur fyrir næstu áramót. Tilkynnt hefur verið að utanrik- isráðherrar Bretlands og Banda- ríkjanna muni á mánudag koma til Salisbury til að reyna að fá leiðtoga bráðabirgðastjórnarinnar til að taka þátt í ráðstefnu allra aðila að Rhódesíudeilunni. Bráða- birgðastjórnin hefur hafnað þátt- töku í slíkum fundi en segist vera reiðubúin til að ræða við utanrík- isráðherrana Vance og Owen um hugsanlegar breytingar á sam- komulaginu sem gert var í Salis- bury í marz. Vance og Owen munu halda til Dar-es-Salaam í Tanz- aníu áður en þeir halda til Salisbury og eiga viðræður við leiðtoga skæruliðahreyfinganna tveggja sem enn heyja hernað og hafnad hafa allri aðild að Salis- burysamkomulaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.