Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 Sjómennhafa dregist afturúr landverkafólki Guðmundur Hallvarðsson form. Sjó- mannafélags Reykjavíkur Um kjaramál sjómanna er það að segja að kjör sjómanna á stærri togurunum hafa ekki fylgt þeirri þróun sem verið hefur undanfarin ár og því hafa þeir dregist afturúr. Miðað við fjölda vinnustunda og frídagafjölda hafa þeir ekki sömu tekjumöguleika og verka- maður í landi myndi fá og þyrfti að verða lagfæring á því. Einstakir hópar sjómanna, t.d. loðnusjómanna, hafa haft þokkalegar tekjur, en þó var síðasta loðnuvertíð ekki eins góð og sú í fyrra og kemur hún t.d. heldur verr út fyrir sjó- menn en landverkafólkið. Bátasjómenn aðrir hafa kaup- tryggingu sem er um 160 þúsund krónur á mánuði fyrir ótiltekinn vinnustundafjölda og það eru alltof margir. sem ekki ná meiri tekjum en þessi trygging gefur. Gengisfellingin hækkaði nokkuð laun far- manna, en þeir fá 30% tekna sinna greidd í gjaldeyri, en aðrar tekjur þeirra hafa ekki hækkað og hafa því efnahags- ráðstafanirnar komið illa niður á sjómönnum öllum. Málum er þannig háttað hjá sjómönnum að verði þeir fyrir slysum eða veikindum meðan þeir eru ekki skráðir á skip eða eru í landi, þá hafa þeir engar tryggingar. Þyrfti því að veita sjómönnum sem hafa unnið árum saman hjá útgerðarfélög- unum auknar skyldur á herðar í tryggingamáiunum gagnvart launþegum. Örorkutryggingar- og líf- tryggingamálum er nokkuð vel fyrir komið, en þó er nokkur munur á fiskimönnum og far- mönnum, þar sem farmenn náðu bættum ákvæðum í síð- ustu samninga sína. Lífeyrissjóðamálið er brenn- andi hjá okkur en nú fá menn lífeyri við 65 ára aldur sem er of hátt því ekki er hægt að ætla t.d. togarasjómönnum að stunda sína vinnu til 65 ára aldurs eins erfið og hún er. Höfum við því lagt til að aldur þessi verði færður niður í 55 ár þ.e. eftir 30 ára starf til sjós. Þjónusta Alþýðusambands Islands við sjómenn er nokkuð mismunandi, ágæt þar sem eru blönduð félög sjómanna og verkamanna, en þar sem eru hrein sjómannafélög vantar nokkuð á að samstarfið sé nógu gott. Það kemur áreiðanlega að því að sjómannasamtökin stofna sitt eigið samband, því menn í landi hafa ekki næga þekkingu til að bera til að geta annast um öll málefni sjó- manna. Gjöld sem nú eru greidd til ASÍ væru því betur Guðmundur Hallvarðsson formaöur Sjómanna félags Reykjavíkur. Myndin er tekin viö Reykjavíkur- höfn. Ljósm. Friðþjófur komin til þess að vinna að hagsmunamálum sjómanna undir hatti slíkra samtaka. Þetta þýddi þó alls ekki það að samstaða sjómanna og land- verkafólks þyrfti eitthvað að minnka. Mér finnst hryggilegt hve pólitískt þras þarf alltaf að koma til skjalanna varðandi allt orðaval og annað í sam- bandi við 1. maí og tel ég að það hafi á undanförnum árum tvístrað hópnum um of og gert stöðu okkar við samningaborð- ið veikari. Þykir mér miður að ekki skuli hafa verið hægt að ná samstöðu allra á 1. maí án þess að hið pólitíska dægur- þras sé um of í hávegum haft. Sjómannasamtökin hafa ekki farið varhluta af þeirri félagslegu deyfð, sem alls staðar virðist einkennandi, og ég geri mér fullljóst að vegna mikillar fjarveru sjómanna frá heimilum sínum vilja þeir heldur eyða sínum frítíma með fjölskyldunni en að sækja fundi og starfa á annan hátt. Því viljum við leggja aukna áherzlu á að ná til sjómanna í fréttablöðum, annaðhvort Sjó- mannablaðinu Víkingi eða með einstökum fréttablöðum hinna ýmsu sjómannafélaga. Þessi þáttur hefur ekki verið ræktur sem skyldi og höfum við áhuga á að bæta úr því. Kristín Hjaltadóttir er fremst á myndinni. Vinstra megin við hana er Dóra Bjarnadóttir. Ljósmyndir Mbl. Árni Johnsen. 1 Hildur Magnúsdóttir og Kristín Þórisdóttir viö störf í Starfsmanna- haldi. Rabbad vid Kristínu Hjaltadóttur umsjónarmann í Starfsmannahaldi Flugleiða Kristín Hjaltadóttir um- sjónarmaður í Starfsmanna- haldi F'lugleiða hefur unnið hjá Loftleiðum og Flugleiðum síðan 1963. Við röbbuðum við hana um vinnuna og áhugamálin. Um 1800 starfsmcnn Fluglciða „Vinnan? Mér líkar vinnan vel, því ella væri ég ekki í henni. Það sem við gerum hér er undirbúningsvinna fyrir launa- deild, við fylgjumst með launa- hækkunum og sjáum um að þær komi á réttum stað og á réttum tíma. Þá keniur einnig inn í þetta ótal margt sem tengt er launum. Eg fylgist einnig með því hvað margir vinna hjá fyrirtækinu frá mánuði til mánaðar, en í janúar s.l. voru 1288 nöfn á starfsmannaskrá á íslandi og 484 erlendis.“ Að bera niður f gefandi starf „Þín helztu áhugamál?“ „Þótt mér líki þetta starf vel er ekki hægt að segja að það sé gefandi, því það eru dauðir hlutir sem maður er með. Ég hef alltaf verið leitandi eftir því hvar ég ætti að bera niður í gefandi starfi, en vinna með höndunum hefur alltaf verið mitt áhugamál. Áður vann ég lítillega með félögum í Sjálfsbjörgu, en hef ekki haft aðstöðu til þess s.l. ár. Fyrir 10 árum var ég að hugsa um að fara í nám á þessu sviði og fór þá m.a. til þess að kynna mér starfið með því að gerast sjálfboðaliði í þrjá mánuði á dvalarheimili fyrir fatlaða í Noregi. Þar aðstoðaði ég við handavinnukennslu. Hér heima hef ég verið til aðstoðar við að setja upp vefnaðarnámskeið á vegum Sjálfsbjargar, en þótt ég hafi ekki getað sinnt þessu eins og ég vildi þá beinast áhuga- málin ávallt að þessu sviði og ég hef hug á að reyna að gera meira á þeim vettvangi þótt síðar verði. Að leita til að kunna og geta Það má segja að ég hafi verið að leita til að kunna og geta gefið eitthvað af mér. Síðastliðið haust opnaðist ný námsgrein við Iðnskólann, fataiðnaður og fata- hönnun og ég fór í Iðnskólann í þaö bóklega með vinnunni. Ég fékk þannig að skipta eins árs námi en þetta er þriggja ára nám sem veitir menntun til þess að vera sveinn í fataiðn, þ.e. að geta verið verkstjóri þar en í þessari iðn er m.a. kennd fatateikning. Það hefur verið velvilji hjá yfirmönnum mínum hér að ieyfa mér að ganga inn í þetta nám með vinnuni. Því umfram allt vil ég vinna með fólki þar sem maður getur gefið eitthvað af sjálfum sér til þess sem lifir.“ „Að geta gefið eitthvað af sjálfum sér til þess sem lifir.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.