Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 „Þyrfti ao gera betur við gamla fólkið” Þarna í hávaðanum frá spunavélunum í Alafossi finnum við mann að nafni Odd({eir Jónsson, en hann segist vera orðinn 72 ára og hafa starfað hjá Álafossi í rúm þrjú ár. — Ég var áður við störf hjá Framtíðinni, en kom hingað þegar hún var lögð niður. Þar var ég alllengi en var sem sagt 68 ára þegar hún var lögð niður og taldi mig þá ekki geta hætt vinnu, enda er lífeyrir okkar gamla' fólksins ekki það mikill að við getum iifað af honum. Ég myndi að minnsta kosti ekki vinna nema lítið ef ég þyrfti þess ekki með og alls ekki á þessum þrískiptu vöktum eins og ég geri nú. — En ég kann vel við vinnuna og hefi hugsað mér að halda áfram meðan ég er hraustur. Ég hef aldrei kunnað verulega vel við næturvaktirnar, en hef þó ekki farið fram á að vera á t.d. tvískiptum vöktum, enda gæfi það af sér heldur minna kaup en ég hef nú, vaktaálagið er meira fyrir þrískiptu vaktirnar en þær tvískiptu. En finnst þér kaupið þá sæmilegt? — Verksmiðjuvinna er og hefur alltaf verið illa launuð og það sem bætir upp okkar laun er öðru leyti hef ég ekki blandað mér í störf þessara samtaka, nema sótt fundi og fylgst með málum. Oddgeir, sem býr í Seljahverfi í Reykjavík, sagði að það væri dálítill þvælingur að komast úr og í vinnu, hann þyrfti að taka strætisvagn í veg fyrir bílinn er færi að Álafossi. Hann hefur lengst af búið í Reykjavík, en er Árnesingur í báðar ættir og alinn upp á Stokkseyri þar sem hann dvaldist fram yfir ferm- ingu og segist hann alltaf eiga hlýjar minningar þaðan. Hann er spurður hvernig hann verji sínum frítíma: — Ég hvíli mig aðallega, mér veitir ekkert af þvi kominn á þennan aldur og þegar ég vinn á þessum vöktum. Ég legg ekki stund á nein sérstök áhugamál og les ekki bækur nema rétt eins og hver annar. En hvað gerirðu í sumarfríi? — Það hefur nú verið mest lítið, en þó hef ég farið til Norðurlandanna en ég á bróður í Danmörku sem ég hefi heim- sótt. Einnig hefi ég farið nokkuð mikið um landið okkar, eigin- lega allt landið nema Vestfirði, þar hef ég lengst komizt í Arnarfjörð. Hvað telurðu helzt að þurfi að Oddgeir Jónsson sagðist kunna vel við að vinna hjá Alafossi. vaktaálagið. Það sem gæti lag- fært eitthvað okkar málefni er að launþegar bæði verkamenn og aðrir, stæðu meira saman en þeir gera nú, um sín áhugamál, mér finnst hver einstaklingur gera of mikið af því að pota sér sjálfur og það væri allt annað ef launþegar stæðu saman, þá væri ekki svo oft vegið í sama knérunn. Annars hef ég ekki verið atvinnurekandi og veit því ekkert um það hvers þeir kunna að þarfnast. Hefurðu tekið þátt í kröfu- göngum 1. maí? Óbreyttur almúginn — Já, ég hef nú verið með í þessum kröfugöngum svona eins og óbreyttur almúginn, enda hef ég litið á þennan dag sem okkar baráttudag og ætti hann að vera slíkur fyrir alla launþega. Að Forsíðumvndina tók Sigurgeir Jónasson Ijósmyndari Morgun- blaðsins í Vestmannaeyjum. gera til að létta undir með gamla fólkinu? — Ég held að það sem kæmi okkur eldra fólki mest til góða væri að gera það vel við okkur í sambandi við lífeyrissjóði okkar og ellilífeyri, að við þyrftum ekki að vinna úti langt fram eftir aldri. Það ætti að vera okkur nóg að lifa af ellilaununum, en það er varla hægt í þessari dýrtíð. Áð lokum kvað Oddgeir vinnustaðinn vera góðan, það væri gott að vinna við þessar vélar, ekki sízt ef menn þekktu eitthvað álpær og vissu hvernig þær störfuðu. — Annars er þetta mest fólgið í því að láta efnið ganga sína leið og passa upp á það, en vélin stöðvar sig sjálf þegar spólurnar eru orðnar fullar. Hávaðinn er ekki til óþæginda að mér finnst, og ég hef yfirleitt ekki notað eyrna- skjól, en stundum eyrnatappa, og mér finnst ég ekki hafa neitt tapað heyrninni við þessi störf mín í verksmiðjum. Hér er líka gott rými, nóg pláss fyrir vélarnar, góð loftræsting og þar fram eftir götunum. Spjallað við Arnbjörgu Hansen af- greiðslustúlku og fimm barna móður: „Hef unnið eins og þræll síðustu árin - en nú væri hugnanlegt að geta dregið úr” ARNBJÖRG Hansen er færeysk að uppruna, ættuð frá Fugla- firði þar í landi. Hún kom hingað á vertíð og ætlaði að vinna í þrjá mánuði í Vest- mannaeyjum, en það hefur teygzt úr því og hún hefur verið búsett hér í tuttugu og eitt ár og vel það. Hún kynntist manni sínum, þau settu saman heimili og eignuðust fjóra syni. Þeir eru nú 20, 18, 17 og 15 ára gamlir. Þau hjón slitu samvistum þegar elzti sonurinn var 11 ára og Arnbjörg hóf þá fyrir alvöru einnig störf utan heimilis. Auk þess bættist síðar í bú hennar fimmti sonurinn sem nú er sex ára gamall og að sögn hennar augasteinn allra heimilismanna. Hún vinnur við afgreiðslu- störf í Nesti við Elliðaár og hefur gert það síðan í haust. Þar er unnin vaktavinna til skiptis frá hálf átta til fjögur og fjögur til hálf tólf. Tveir frtdagar koma í viku, en undir hælinn lagt hvort þá ber upp á helgi. Hún fær greitt samkvæmt taxta V.R. og þrátt fyrir vinnu um helgi bætist ekkert álag við. — Ég er annars alveg á grænni grein nú orðið, segir hún. — Þetta var voðalegt basl hér áður fyrr, ég vann öll störí sem ég komst yfir og mátti hafa mig alla við til að við hefðum rétt í okkur og á. Stundum varð ég að senda eitthvað af drengjunum frá mér um tíma, en við reyndum að ná fjölskyld- unni saman jafnskjótt og stætt var á því. í tvö ár vann ég í Sigtúni á helgum við fata- geymslu og uppvask. Þar lauk vinnu ekki fyrr en kl. 4 að nóttu á þeim dögum sem mest var um að vera. Síðan tóku við hrein- gerningar í tvo tíma og þennan tíma vann ég einnig hálfan daginn í sjoppu. Þetta var óskaplegt álag. — Það eru fjögur ár síðan mér tókst að kaupa þessa íbúð hér í Breiðholti, sem byggð er og seld á vegum Framkvæmdanefndar- innar. Hún er fjögurra herbergja og við höfum nú búið hana nokkuð vel húsgögnum, en þegar við fluttumst hingað áttum við hér um bil ekki neitt. Ég er heppin með að stóru strákarnir sem voru að byrja að vinna þá um það leyti lögðu mikið og gott liðsinni sitt fram, enda held ég að þetta hefði ekki tekizt annars. Ég hef ekLi undan neinu umtalsverðu að kvarta nema síður sé og finnst þetta allt hafa snúizt mér í hag. Hitt er svo annað að ég finn það betur með hverju árinu að ég er að verða svo þreytt á þessu óeðlilega vinnuálagi sem á mér hefur verið síðustu tíu árin, að mig dreymir um að ég gæti unnið hálfan daginn. Mig langar til dæmis að fara í eitthvert nám, kannski Námsflokkana og afla mér einhverrar þjálfunar sem gæfi mér möguleika á léttara starfi. Það er eintóm vitleysa að fara svona með sig og nú þegar ég hef komist fram úr því versta finnst mér fráleitt að halda þessum hringdansi áfram. Arnbjörg á þó við nokkurn vanda að glíma á næstunni ef ekki rætist úr með skóladag- heimilismál í Breiðholti. Yngsti sonur hennar byrjar skólagöngu næsta haust og hún hefur ekki lengur possun fyrir hann á dagheimili og því er það brýnt nauðsynjamál hennar og barns- ins, svo og margra fleiri að það takist að koma upp skóladag- heimili í hverfinu fyrir haustið, því að óhugsandi er að vinna frá sex ára gömlu barni sem er aðeins í skóla 2 tíma á dag. í fyrrasumar fór Arnbjörg ráðskona að Silungapolli með son sinn og nú í sumar hugsar hún sér einnig til hreyfings, umfram allt svo að þau mæðgin geti verið meira samvistum þó ekki sé nema sumartíð. Spyrja má hvernig hún komist af með 145 þúsund krónur á mánuði og fimm börn. Hún bendir á að hún fái enn greitt meðlag með tveimur yngstu sonunum og muni fá með þeim 15 ára í tvö ár enn, þar sem meðlagsskylda er nú til sautján ára aldurs, sem sé ákaflega mikil hjálp. Hún segir einnig að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.