Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 55 vandamál sé vandamál foreldra. Júlíus Sigurbjörnsson hefur einkum fengist við kennslustörf, aðallega smíðakennslu, en einn- ig gripiö í að kenna félagsfræði og teikningu og annað sem hann sagðist hafa áhuga á en síðan fann hann það út að bezt væri að einbeita sér að faginu, en hann er lærður húsasmiður. En hann sagðist miklu fremur vilja halda sér við kennsluna. _______Líflegt starf__________ — Já, kennslan hefur ýmis- legt framyfir, ekki endilega launin, því ég gæti haft meira upp sem húsasmiður, en kennsl- an er ólíkt líflegra starf. Það er oft þreytandi að kenna, en yfirleitt er það í lagi og ef kennarinn kemst vel frá áinu starfi þá er allt í lagi. Ég held til dæmis að það sé miklu auðveldara að vera slæmur leigubílstjóri heldur en klaufi að kenna; kennarinn stendur frammi fyrir 20—30 manna hópi nemenda sem búast allir við einhverju af honum. Og þar með er Júlíus aftur kominn að kennsluháttum og segir að þeir kennarar, sem ekki hafi farið á námskeið á liðnum árum þeir eigi blátt áfram erfitt með að fylgjast með því sem sé að gerast, nýjar bækur, nýir kennsluhættir og margt nýtt sé sífellt að koma upp og kennari sem ekki fylgist með þessu hann eigi það á hættu að dragast afturúr. Enda sé kennurum skylt að skila ákveðnum tíma vinnu á sumrin í formi nám- skeiða er haldin séu i júní eða ágúst. — Ég held líka að kennarar séu yfirleitt samvizkusamir með að sækja þessi námskeið, enda er þetta beinlínis ákvæði í samningum og kennarar vita það að próf þeirra úreldist nokkuð fljótt ef þeir ekki fylgjast nokkuð með breytingum í kennsluháttum öllum. I því sambandi mætti kannski drepa á að nú er ekki lengur aðalatrið- ið í smíðakennslunni að láta gera hundrað þúsund páfagauka eða tíu þúsund skútur, það er meiri áherzla á það lögð að nemandinn sjálfur háfi frum- kvæðið og að rækta hann sem einstakling. Tvö góð í hrognunum Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. Elías Björnsson. Efst á baugi í okkar málum eru kjaramálin og leiðrétting á þeim ólögum sem sett voru á allt launafólk um leið og fólk var í rauninni svipt samningsrétti, bæði sjómenn og aðrir launþeg- ar. Það er okkar baráttumál að fá leiðréttingu í þessum efnum og við höfum rætt það á okkar fundum að þetta er í annað sinn á þessu kjörtímabili sem ríkis- valdið grípur inn í gerða samn- inga, en það finnst okkur vara að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er alltaf eitthvað nýtt í félagsmálunum hjá okkur,- fundarhöld og annað almennt starf og við stöndum að 1. maí hátíðarhöldum ásamt fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna. Fiskgengd hér um slóðir virðist nokkuð á uppleið nú þótt ekki sé nú nærri nóg eða í líkingu við það sem hér hefur tíðkast. Miðað við þjóðarheildina hafa Vestmannaeyjar orðið illa út- undan á sviði fjárhagsmála. Fjármálahliðin hér hjá sjávar- útveginum og fyrirtækjunum er mikið vandamál sem taka verð- ur föstum tökum. Það getur ekki staðist að fjármagnssvelti sé í stærstu verstöð landsins og það jafnvel þegar vel fiskast. Ekkert fyrirtæki getur gengið nema að hafa rekstrarfé og við sjómenn teljum að það sé okkar hagur að fyrirtækin og útgerðin blómstri og gangi vel. Varðandi nýjungar þá teljum við skynsamlegast að stefna að því að fullnýta okkar afla hér heima með lagmetisiðnaði eða öðrum slíkum vinnsluaðferðum. Við höfum húsnæðið, gott hrá- efni og það hlýtur að koma að því fyrr en seinna að menn vilji ná sem mestu út úr þessu hráefni í heimahöfn. í einum af básum Eyjahafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.