Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 59 Spjallað við Ragnar Veturliðason hænsnum og slípa vaska. Hann er fæddur í Álftafirði, alinn upp í Dýrafirði og stundaði sjó- mennsku frá ísafirði: — Ég var svolítið á sjónum á sumrin, en annars var ég mest landmaður. Það er leikur að vera á sjó núna miðað við það sem þá var, með öllum þessum tækjum og vel útbúnu skipum. Ég er heldur ekki viss um að sjómenn vildu nú stunda sjó á þeim bátum er við rerum á. En það hefði áreiðanlega mátt moka mikið upp í þá daga með tækjunum sem nú eru til, þá var ógrynni fisks og stutt á miðin, það tók kannski ekki nema nokkurn tíma að fylla. — En sjómennskunni hætti ég alveg 1948, þá var svo mikið að dofna yfie þessu öllu á ísafirði og ég flutti þá suður, enda varð konan þá að leita nokkuð lækninga og tók ég þá til við hænskabúið. Tekurðu þátt í baráttunni 1. maí? — Ég hef nú ekki tekið alvarlegan þátt í aðgerðum, nema ég hef'reynt að vera með i kröfugöngum, þetta er alltaf okkar baráttudagur og maður er kannski aldrei svo ánægður með launin að ekki megi minna aðeins á þau, það mætti eflaust gera eitthvað betur í baráttunni við að ná þeim meira upp, sagði Ragnar Veturliðason að lokum og hélt síðan áfram að slípa vaskana. Þann fyrsta maí í ár er sjómönnum, sem og öðrum launþegum, það að sjálfsögðu ofarlega í huga og áhyggjuefni, að allir kjarasamningar eru lausir og óvíst, hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Ég ætla ekki hér að leggja neinn dóm á réttlæti eða ranglæti þess vísitöluútreiknings, sem aö und- anförnu hefur verið lagður til grundvallar kaupútreikningi, en hitt vil ég leggja höfuðáherslu á, að það er með öllu óviðunandi, að aldrei sé hægt að treysta því deginum lengur, að gerðir kjara- samningar milli launþega og atvinnurekenda haldi gildi sínu. Það er ekki lengur hægt að tala um frjálsan samningsrétt milli þessarra aðila, þegar hver ríkis- stjórnin eftir aðra leikur sér að því að ógilda þá samninga, sem gerðir hafa verið. Og ekki er grunlaust um, að sumir samn- ingsaðilar undirriti samninga beinlínis í trausti þess, að þeir verði síðan úr gildi numdir fljótlega og þeir hinir sömu geti síðan þvegið hendur sínar. Það er ekki hægt að tala um heiðarlega samninga milli stétta, þegar ríkisvaldið ákveður kaupútreikninginn og fiskverðið er ákveðið af oddamönnum í þjónustu þessa sama valds. Hinsvegar vil ég fagna margvís- legum aðgerðum á sviði fisk- verndar, því að enda þótt sumar þeirra komi illa við sjómenn í augnablikinu, verður ekki í efa dregið, að allar raunhæfar og réttmætar aðgerðir á þessu sviði eiga eftir að koma sjómönnum og útgerðarmönnum til góða síðar. Stutt reynsia okkar af friðun einstakra fisktegunda hefur þegar sannað okkur þetta. Þá er ekki úr vegi að fagna því einmitt 1. maí, hversu miklum skiptum til hins betra aðbúnað- ur sjómanna um borð í fiski- skipunum hefur tekið á síðari árum. Margir hinna yngstu í sjómannastéttinni eiga sjálfsagt erfitt með að trúa því, hvernig aðbúnaðurinn var á árum áður. Ég vil svo nota þetta tækifæri til að senda öllum sjómönnum bestu kveðjur og árnaðaróskir Sjómannafélags Eyjafjarðar á þessum hátíðisdegi launastétt- anna. Aðalheiöur Bjarnfreösdóttir ó fundi meö Sóknarkonum. ískyggilegt í dag, gegndarlaus eyðsla og óhóf. Óráðvendni með annarra fjármuni, virðingar- leysi fyrir verðmætum, viss fyrirlitning á heiðarlegri vinnu og það alvarlega sambandsleysi, •sem orðið er milli almúga- mannsins og „fræðinganna“. Við búum í harðbýlu landi og hlutur erfiðismanns verður alltaf stórt. Það ætti að virða hann meira. Ég hef alltaf átt mína fram- tíðarsýn, stéttlaust þjóðfélag, þar sem mest tillit er tekið til þess veikasta. Þjóðfélag sem fyrirlítur græðgi og líður ekki fátækt, þjóðfélag sem heiðrar vinnuna, en afneitar þrældómi, þjóðfélag sem fagnar hverju barni og býr því sem best vaxtarskilyrði, án þess að of- Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar: „Gegndarlaus eyðsla og óhóf í þjóðfélaginu,, Viö ræstingu ó sjúkrahúsi. Efst á baugi hjá okkur þessa daga er undirbúningur undir sumarstarfið og námskeið fyrir félagsmenn Sóknar. Við höfum margt á prjónunum í sumar, hópferðir til Búlgaríu á vegum Kjartans Helgasonar, árlegt sumarferðalag, leigu á sumar- húsum og e.t.v orlofsdvöl á Laugarvatni. Daglegu störfin taka alltof mikinn tíma. í samningum Sóknar 1976 var samið um námskeið fyrir félaga Sóknar. Þau hafa gengið of hægt, því áhugi er mikill. Heilbrigðisráðuneytið er fram- kvæmdaaðili, en námskeiðin eru haldin í Sjúkraliðaskólanum. Nú er eitt slíkt að fara í gang og mikið starf í sambandi við það. Kjaramál eru alltaf efst í huga okkar. Við erum á svipuðu þrepi og verkamenn og iðn- verkafólk. Okkur sárnar ákaf- lega launarán löggjafans. Við máttum ekkert missa og þykir þó svikin verst. Þjóðfélagsástandið finnst mér dekra það. Er slíkt þjóðfélag til á jarðkringlunni? Það verður það, ef nógu margir trúa á það. í mjólkurbúöinni. Sumaríó 78 siðasta sumarió sem MF135-165-185 bjóóast Engar dráttarvélar hafa hlotiðsvoalmennarviðtökurá íslandisem þessar. Vökvastýrið á sinn stóra þátt í því. Einnig létt bygging vélanna. Lipurð þeirra. örugg gangsetning. Tvöfalda kúplingin. Þjónustukerfið. Og endursöluverðmætið. Hafi þig hingað til bara langað í slíka vél, þá ættir þú að láta það eftir þér núna. MF Massey Ferguson -hin sigilda dráttarvél .Pruóbbba/wéJLciSi, A / SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.