Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Rítstjórar Ritstjórnarfulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Andvaraleysid er hættulegt Iforystugrein Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum var að því vikið, að andvaraleysi reykvískra kjósenda væri hættulegasti andstæðingur meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Margir kjósendur hafa vafalaust tilhneigingu til þess að hugsa á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið myndarlegan sigur í borgarstjórnarkosningunum 1974 og sé því öruggur um að halda meirihluta sínum nú í vor. Minnihlutaflokk- arnir í borgarstjórn hafa bersýnilega gert sér grein fyrir því, að málstaður þeirra sjálfra mundi ekki duga þeim til sigurs í þessum kosningum heldur væri andvaraleysi kjósenda líklegra til þess. Þetta kemur m.a. fram í þeim ummælum eins borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins í blaðaviðtali fyrir skömmu, að ekki væri hægt að gera ráð fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn. Þau ummæli eru þáttur í þeirri viðleitni minnihlutaflokkanna að ýta undir andvaraleysi borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki öruggur um að halda meirihluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur og hefur aldrei verið. Hvað eftir annað hefur munað mjóu, ekki sízt í þeim kosningum, þegar stuðningsmenn meirihluta Sjálfstæðismanna hafa verið of sigurvissir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar notið fylgis mun fleiri kjósenda í borgarstjórnarkosningum’ heldur en þingkosningum sem sýnir, að fjölmargir kjósendur, sem kjósa á annan veg til þings, vilja styðja meirihluta eins flokks í borgarstjórn, telja sig hafa af því góða reynslu og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið vel með það meirihlut^vald, sem honum hefur verið veitt í borgarstjórn. Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, gerði þessi viðhorf í kosningabaráttunni að umtalsefni í viðtali við Morgunblaðið í gær og sagði: „Eins og reynslan hefur sýnt, getur allt gerzt í þessum kosningum og því fer fjarri, að Sjálfstæðisflokkurinn sé öruggur um að halda meirihluta í borgarstjórn. ,Hér er augljóslega um herbragð að ræða af hálfu andstæðinga okkur Sjálfstæðismanna. Þeir halda því nú allir fram, hver í kapp við annan, að Sjálfstæðisflokkurinn sé öruggur með meirihlutann. Þetta er til þess gert að skapa andvaraleysi á meðal baráttusveita Sjálfstæðismanna og jafnframt meðal þess mikla fjölda stuðningsmanna meirihluta borgarstjórnar, sem eru óflokks- bundnir eða kjósa jafnvel aðra flokka í þingkosningum." Borgarstjóri undirstrikar ennfremur í þessu viðtali nauðsyn þess, að stuðningsmenn meirihluta borgarstjórnar- vinni ötullega að sigri hans í kosningunum eigi hann að nást í þeim kosningum, sem framundan eru. Öllum borgarbúum er ljóst, að meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur staðið sig vel í málefnum borgarbúa. Auðvitað hefur ekki allt verið gert svo öllum líki en Reykjavík er og hefur verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Þar gildir einu, hvort um er að ræða verklegar framkvæmdir, gatnagerð, hitaveitu, skipulagsmál, aðbúnað aldraðra, dagvistunarmál eða aðra félagslega þjónustu. Reykjavík hefur á öllum þessum sviðum verið í fararbroddi. Þessi mikli árangur hefur auðvitað náðst fyrir samstillt átak borgarbúa sjálfra, en þeir hafa notið öruggrar forystu samhents meirihluta í borgarstjórn. Minnihluti borgarstjórnar er sundurleitur hópur. Þeir þrír flokkar sem þennan minnihluta skipa nú hafa alls ekki sameiginleg viðhorf til mála. Næðu þeir meirihluta í borgarstjórn mundu hefjast mikil hrossakaup þeirra í milli, samningar og málamiðlun á alla vegu, sem ekki gæti þýtt annað en aukinn kostnað fyrir borgarbúa og minni framkvæmdir og þjónustu. Þessi sundurleiti minnihluti starfar ekki undir sameiginlegri forystu. Enginn veit hver eða hverjir mundu veljast til þeirra starfa, ef minnihlutinn næði völdum í Reykjavík. Reykvíkingar þekkja meirihluta Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Reykvíkingar þekkja störf þessa meirihluta, þeir þek.kja störf borgarstjórans. Þeir vita að hverju þeir ganga og við hverju þeir mega búast. En þessi meirihluti er ekki öruggur í næstu osningum. Hann næst ekki nema hinir fjölmörgu óflokksbundnu jósendur og þeir, sem styðja aðra flokka í landsmálum, gangi til !ðs við meirihluta borgarstjórnar í þessum kosningum. Að þessum staðreyndum þurfa kjósendur að huga næstu vikur. 4500 manns á hljómleikum Stranglers í gærkvöldi UM 4500 manns sóttu hljómleika Stranglers, Pókers og Halla og Ladda, sem haldnir voru í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Þursaflokkurinn, sem einnig átti að koma fram, hætti við á síðustu stundu vegna samningsbrota. Mikil stemmning var í höllinni og greinilegt að áhorfendur kunnu vel að meta tónleikana. Hljómleikarnir hófust með því að Þursaflokkurinn steig inn á sviðið og tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að leika í kvöld. Ástæðan var sögð vera sú, að honum hefðu verið lofaðar tvær klukkustundir til að stilla hljóð- færi og hljóðprófa Laugardals- höllina, en fengið aðeins 10 mínútur. Vildu þeir ekki koma fram, því óvíst væri hvort í hljóðfærunum heyrðist. Egill Ólafsson, forsprakki Þursa- flokksins, sagði að hljómsveitin vonaðist til að geta bætt aðdá- endum sínum þennan missi og sagði að í bígerð væri að halda tónleika von bráðar. Því næst komu fram Halli og Laddi og skemmtu þeir áhorf- endum dágóða stund með gam- anmálum. Að því loknu kynntu þeir hljómsveitina Póker og var henni vel fagnað af áhorfendum. Hljómsveitin hóf leik sinn á laginu Öræfarokk eftir Björgvin Gíslason, en síðan fylgdi hvert lagið á fætur öðru. Lék hljóm- sveitin í tæpa klukkustund og bötnuðu sífellt undirtektir áhorfenda eftir því sem á leið. Hljómlistarmennirnir voru fremur dauflegir á sviði en skemmtileg lýsing bætti mikið úr. Augljóst var, að áhorfendur litu fyrst og fremst á Póker sem upphitunarhljómsveit fyrir Stranglers og voru því ekki alveg með hugann við tónlist hljómsveitarinnar. Nokkur ölv- un var í salnum en þó ekki áberandi og til engra vandræða kom. Eftir hlé komu Stranglers fram og var þeim tekið með afbrigðum vel. Lék hljómsveitin næstu klukkustund bæði gömul lög og ný og voru áhorfendur nú heldur betur með á nótunum. Með kreppta hnefa hoppuðu þeir og skoppuðu og sungu með hljómsveitinni. Ræflarokkar- arnir svonefndu höfðu sig nú öllu meira í frammi en fyrir hlé, en þeir voru nokkuð fjölmennur og allsérstakur hópur. Við sviðið var mikill fjöldi fólks saman- þjappaður og varð svita- og hitalyktin þar mikil og vond. Er leik Stranglers var lokið voru þeir klapþaðir upp og léku þeir nokkur lög. Var greinilegt að hljómlistarmennirnir kunnu vel að meta góðar undirtektir áhorfenda. Að sögn lögreglu gengu hljómleikarnir slysalaust fyrir sig ef frá er talinn nokkur troðningur sem varð í stigum Laugardalshallarinnar í hléinu. Ekki var þó vitað til að neinir hefðu slasast alvarlega, en að sögn lögreglu fengu nokkrir minniháttar pústra. Frá ráðstefnunni um heilsuhagfræði. Ráðstefnu um heilsu- hagfræði lokið RÁÐSTEFNU um heilsuhagfræði lauk í Reykjavík í gær, cn slík ráðstefna hefur ekki fyrr verið haidin hér á landi. Til ráðstefn- unnar var buðið tveimur Svíum og einum Bandaríkjamanni, sem starfa sem hagfræðingar innan heilbrigðisþjónustunnar í sínum löndum. í fyrirlestrum sínum lögðu útlendingarnir áherzlu á að greina nákvæmt kostnað og arðsemi heilbrigðisþjónustu. Bentu þeir t.d. á ýmsa hluti og ýmis atriði, sem ekki hefur verið sinnt nægi- lega hér á landi til þessa, og það kom fram að íslendingar hafi ekki hugsað nægilega um tengsl heil- brigðisþjónustu og arðsemi. Á ráðstefnunni kom fram að íslendingar verja nú 7.2% þjóðar- tekna sinna til heilbrigðismála, en sumar þjóðir eins og t.d. Svíar veita hlutfallslega hærri upphæð- um af þjóðartekjum til þessa málaflokks. Á ráðstefnunni voru umræður um heilbrigðisiagl og stjórnaði 3661 byggingalóð uthlutað í Reykja- vík síðustu 5 ár SÍÐUSTU fimm árin hefur 3661 byggingalóð verið úthlutað í Reykjavík, 2296 undir fjölbýlishús, 705 undir einbýlishús og 660 undir rað- og keðjuhús, en hlutfall einbýl- is-, rað- og keðjuhúsa hefur aukizt síðustu árin. Þetta kom fram í ræðu Framhald á bls. 20 þeim Pál'l Sigurðsson ráðuneytis- stjóri, þar sem rætt var um hve miklum hluta þjóðartekna ætti að verja til heilbrigðismála. Einn þátttakenda, Gylfi Þ. Gíslason, kom með þá hugmynd að reikna ætti nú út nokkurs konar vel- ferðarvísitölu og var það gert. Kom í ljós, að Islendingar voru með 98 stig af 100 mögulegum. Aðeins ein þjóð, Hollendingar, voru hærri með 99 stig. Það var skýrt frá því á ráðstefn- unni, að frá 1960 hefðu íslendingar tvöfaldað framlag sitt til heil- brigðismála hlutfallslega og væru nú framarlega í flokki þjóða hvað varðaði fjárveitingar til heil- brigðismála. Síðdegis í gær voru hringborðs- umræður, sem fjölluðu um ákvarð- anatöku í heilbrigðisþjónustunni, og stjórnaði Jónas Haralz banka- stjóri umræðum. I þessum umræð- um komu fram ýmsar skoðanir, en menn voru sammála um að það þyrfti að tengja betur hér á landi þekkingu á sviði heilbrigðismála og hagfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.