Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAI 1978 21 Haraldur Sigurðsson bókavörður - Sjötugur Haraldur Sigurðsson, elzti starfandi bókavörður í Landsbóka- safni og deildarstjóri í Þjóðdeild þess sl. tvö ár, er sjötugur í dag. Hann fæddist að Krossi í Lundar- reykjadal 4. maí 1908, sonur Sigurðar Jónssonar bónda þar og konu hans Halldóru Jóelsdóttur. Þótt ég sé ekki fróður um ættir Haralds, veit ég, að hann á til traustra að telja, og við hann á vel það, sem segir frá Borgfirðingum almennt í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar: „Borg- firðingar eru yfirleitt skynsamir menn. Þeir eru iðjusamir og rækja störf sín af kostgæfni... Þeir eru einnig fjörmeiri og glaðari en Sunnlendingar." Haraldur stundaði um hríð nám við Menntaskólann á Akureyri, en hvarf frá því og gerðist síðar blaðamaður við Þjóðviljann 1936 — ‘40, eftir það starfsmaður bókaútgáfu Helgafells til 1946, er hann var settur bókavörður við Landsbókasafn. Haraldur þýddi fyrr á árum hinar vinsælu bækur Axels Munthe (hina fyrri ásamt Karli ísfeld): Söguna um San Michele og Frá San Michele til Parísar (1933 og 1936), ennfremur m.a. Silja eftir F.E. Sillanpáá (1935), Marco Polo eftir Aage Krarup Nielsen (1940) og sama ár Gösta Berlings saga Selmu Lagerlöf. Árið 1947 kom út í umsjá Haralds hin merka Sjálfsævisaga síra Þorsteins Péturssonar á Staðar- bakka og 1961 Bréf frá íslandi eftir Uno von. Troil í þýðingu Haralds. Þá komu út sem gjafabók Almenna bókafélagsins 1968 Skólaræður Sveinbjarnar Egils- sonar, og hafði Haraldur búið þær til prentunar. Ég hef þekkt Harald allan þann tíma, er hann hefur unnið í Landsbókasafni, minnist með þakklæti hjálpsemi hans, er ég var við nám í Háskólanum og átti erindi í safnið, og síðar þegar ég vann þar að ritgerð minni um Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egiíssonar. Ég veit, að margir, sem leitað hafa til Haralds í safninu bæði fyrr og síðar, munu hugsa hlýtt til hans á þessum tímamótum. En gerst get ég dæmt um störf Haralds i -Landsbóka- safni þann tíma, sem við höfum unnið þar saman eða frá haustinu 1964. Þá hef ég fylgzt með því stöðugt, hve dyggur og ótrauður starfsmaður hann hefur verið og dagfarsprúður og góður félagi. Vegna áhuga hans og sérþekk- ingar á kortasögu íslands og marg- víslegum ritum um landið, bæði ferðabókum og ritum land- og náttúrufraeðilegs efnis, var sjálfgert, að hann fjallaði um þetta allt saman. Hann lauk fyrir nokkru að mestu skrásetningu kortasafns Landsbókasafns, og um árabil vann hann á vegum þess að sérstakri skrá um ferðabækur erlendra manna, er hingað hafa komið, og um rit land- og náttúru- fræðilegs efnis. Hefði Haraldur að líkindum lokið þeirri skrá, ef hann fyrir tæpum tveimur árum hefði ekki tekið að sér stjórn Þjóðdeild- ar safnsins og gerzt grjótpáll fyrir hinni árlegu skrá um íslenzk rit, svo að Ólafur Pálmason, er veitt hafði deildinni forstöðu undanfar- in ár, fengi einbeitt sér að fullnaðarsamningu Islenzkrar bókaskrár, áfangans 1534—1844, er verið hefur í smíðum lengi í safninu, fyrst í umsjá Péturs Sigurðssonar háskólaritara og Sextíu ára — Guð- mundur Haraldsson Fáir sem sjá Guðmund Haralds- son ganga um götur borgarinnar, léttan í spori og glaðlegan myndu trúa því, að hann hefði nú sextíu ár að baki. Þetta er þó staðreynd. Hann er fæddur í Merkisteini á Eyrarbakka 4. maí 1918, sonur hjónanna Þuríðar Magnúsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi og Haralds Guðmundssonar frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Guð- mundur er því afkomandi þeirra Jósefs sterka, prests á Ólafsvöllum og Þorleifs ríka á Háeyri. Guðmundur ólst upp á Eyrar- bakka til 15 ára aldurs, á heimili góðra foreldra. Hann gekk þar að sjálfsögðu í barnaskóla og stund- aði flest þau störf við sjó og í sveit, sem til féllu, eins og aðrir unglingar á þeim árum. Hann geymir jafnan góðar æskuminn- ingar frá Eyrarbakka og hefur ávallt sýnt æskustöðvum sínum mikla ræktarsemi. Haustið 1933 flytur Guðmundur ásamt foreldrum sínum til Reykja- víkur. Þetta var á hinum svoköll- uðu kreppuárum og oft erfitt að fá atvinnu. Fyrsta árið vann Guð- mundur að því að bera út Morgun- blaðið til kaupenda. Þá starfaði hann um hríð hjá A. Bridde bakarameistara. Otal fleiri störf hefir Guðmundur unnið liðna starfsdaga. Hann var bygginga- verkamaður um 20 ára tímabil, vann við Reykjavíkurhöfn við uppskipun ofl. Á tímabili var Guðmundur togarasjómaður. Hann hefir því komist í kynni við flest þau störf, sem erfiðismaður- inn þarf að leggja hönd að. Nú er sá tími liðinn. Hin síðari ár hefir Guðmundur helgað ritstörfum og skáldskap starfskrafta sína. I bókahillu minni er að finna 3 bækur, sem hann hefir sent frá sér. „Sögur og ljóð“ 1971, „Nútíma mannlíf og kvæðin" 1974 og „Ferðapistlar" 1975. Hann tjáir mér, að auðu plássi skuli ég halda við hlið þessara bóka, því penni sinn sé ekki ennþá þornaður. Á þessum merkisdegi í lífi hans senda margir honum góðar oskir um langa lífdaga og farsæld á ókomnum ævidögum. Lifðu heill Guðmundur. R.Ó. Þórhalls Þorgilssonar bókavarðar, unz Ólafur tók við þessu verkefni í ársbyrjun 1966, en hann varð síðar að hverfa frá því vegna annarra verka, er á hann hlóðust. Haraldur vílaði ekki fyrir sér að takast á hendur fyrrgreint starf, ef það mætti verða til að flýta útkomu skrárinnar miklu um rit íslenzkra manna fyrstu þrjár aldir prentlistarinnar hér á landi. En að því dregur óðum, að þeim áfanga verði lokið. Eitt er það verk, sem Haraldur hefur unnið að um langt skeið og það á eigin vegum — utan vébanda safnsins —, þ.e. ritun kortasögu Islands. Kom fyrra bindi verksins út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinaféiagsins 1971 og tók til tímabilsins frá öndverðu til loka 16. aldar. Síðara bindið, um framhaldið allt til kortagerðar Björns Gunnlaugssonar, er vænt- anlegt innan skamms, og hefur þá Haraldur mikinn öldung að velli lagið. Til heiðurs við Harald á þessum tvennu tímamótum gefur Lands- bókasafn Islands út í dag á póstkortum í litum tvö fræg íslandskort, Kort Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar frá 1595 og kort hollenzka sæfárans Joris Carolus- ar frá 1630. Haraldur fjallar rækilega um þessi kort í verki sínu, en áður hafði hann birt grein um síðara kortið í Árbók Land- bókasafns 1967. Haraldur Sigurðsson er mikill ferðamaður og mjög áhugasamur um ferðamál, enda lengi verið virkur félagi í Ferðafélagi íslands. Hann ritaði Árbók félagsins 1954, um Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. — Þær eru ótaldar ferðirnar, sem hann hefur farið inn á hálendi Islands, enda þekkir hann þar hvert kennileiti engu síður en bækurnar á hillum Landsbókasafnsins. Haraldur hefur verið ritari og síðar formaður í Bókavarðafélagi Islands, og samstarfsfólk í Lands- bókasafni á honum þakkir að gjalda fyrir vináttu hans og tryggð á liðnum árum. í nafni þess og Landsbókasafns flyt ég honum og eiginkonu hans, Sigrúnu Sigurðardóttur, beztu árnaðaróskir. Finnbogi Guðmundsson. Handavinnu- sýning í Bústaðasókn Á uppstigningardag veröur messað kl. 2 í Bústaöakirkju. Eftir messu verður síðan opnuð sýning á handa- vinnu Þeirri, sem eldri borgarar hafa unniö að í vetur á vikulegum samveru- stundum í safnaðarheimili Bústaða- kirkju. Ber par margt fallegt fyrir augu og gaman að sjá, hve langt má ná með góðri tilsögn, en frú Magdalena Sigurpórsdóttir hefur annazt leiöbein- ingar af sinni alkunnu leikni. Þegar gestir hafa skoðað sýninguna um hríð, hefur Átthagakór Stranda- manna söng sinn, en kórinn syngur nokkur lög undir stjórn Magnúsar Jónssonar, en undirleik annast dóttir Magnúsar, Guðný. Þá gefst fólki einnig möguleiki á pví að njóta stundarinnar ennpá betur með pví aö fá sér kaffisopa og með pví og njóta friðsællar stundar í safnaðarheimilinu. Nokkrir munir verða einnig til sölu, en eldra fólkið hefur unnið pá til að hafa á boðstólnum. Frá Bústaðasókn áIá Timburverzlunin v Voiundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Völundar gluggar vandaðir gluggar Vandaðir giuggar eru eitt aðalatriðið í hverju húsi og auka verðmæti þess og ánægju þeirra, sem í húsinu búa. Timburverzlunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði glugga. í dag leggjum við megináherslu á smíði Carda- hverfiglugga svo og venjulegra glugga samkv. hinum nýja íslenska staðli. Cardagluggar hafa marga kosti umfram aðra. Auðvelt er að opna þá og loka. Hægt er að snúa þeim við, ef hreinsa þarf þá eða mála. öryggislæsingar geta fylgt. Hijóðeinangrun uppfyllir ströngustu reglur. Bæðí vatns- og vindþéttir í lokaðri stöðu. Þá er einnig hægt að fá smíðaðar veggjaeiningar með Cardagluggum í, sem sfðan má raða saman. Þar sem Cardagluggum verður ekki viðkomið mælum við með giuggum smíðuðum samkv. hinum nýja íslenska staðli, með falsi 20x58 mm. Alla glugga er hægt að fá grunnaða eða tvímálaða. Einnig getum við smíðað þá úr gagnvarinni furu eða oregonfuru. I sérstökum tilfellum smíðum við einnig glugga eftir sérteikningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.