Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 13 Hverfafundir borgarstjóra... Hverfafundir borgarstjóra... lóö og hefur nú Sláturfélag Suður- lands sótt þarna um lóð. Hins vegar hefur verið gert ráð fyrir því, þótt skipulag svæðisins sé enn ekki endanlegt, að þarna verði um lágar byggingar að ræða þannig að útsýn út að sjónum spillist sem minnst. RAÐHÚSIN BETRI EN BÍLAVERKSTÆÐI Anna Georgsdóttir spurði: Vill borgarstjórn svara af hverju leyfð var bygging fjögurra raðhúsa við Bjarg við Sundlaugaveg þrátt fyrir eindregin mótmæli hverfisins. Milli 70—80 manns mótmæltu bréflega. Til að koma húsinu fyrir er þegar búið að taka helminginn af leiksvæði barna sem býður upp á fjórar rólur, einn sandkassa og rennibraut. Er það stefna Sjálfstæðisflokksins að taka barnaleikvelli undir byggingar? „Hér var um að ræða allmikið deilumál á sínum tíma. Bjargseignin og úti hús þar voru til mikils ama fyrir íbúana í grenndinni, að því er ég man eftir af fyrri hverfafundum, m.a. vegna þess að þarna var rekið bílaverkstæði og rekstur sem ekki þótti falla saman við íbúðarhverfi. Þessi hús voru á sínum tíma byggð með fullum leyfum, og borgin leitaðist við að ná samningum um þetta landsvæði. Þeir samningar tókust að vísu en þó þannig að í staðinn fyrir útihúsin sem rifin eru skyldi heimiluð bygging fjögurra raðhúsá. Okkur fannst réttara að semja með þessum skilmálum heldur en að þarna yrði um ófyrirsjáanleg- an tíma sú starfsemi sem fyrir var í útihúsunum.“ IIESTUR SIGURJÓNS FÆR FOLALD Björgvin Sigurðsson spurði hvað væri að frétta af skipulagi og framkvæmdum á óbyggðu svæði á milli Miklubrautar og Suðurlands- brautar austan Grensássvegar. „Þetta er fyrir sem opið grænt svæði. Þar eru ekki fyrirhugaðar neinar byggingar. Þetta er það svæði þar sem hestur Sigurjóns Ólafssonar stendur á. Eina framkvæmdin sem fyrirhuguð er á svæðinu er að við höfum beðið Sigurjón um að fullgera sína mynd. Hans upprunalega mynd af hestinum var með folaldi við hlið hestsins og Sigurjón hefur nú fallist á að gera þetta og ég vonast til þess að sú viðbót við mynd hans komi í sumar." GÖNGUBRÝR VART í SENN Erlendur Jónsson spurði: Er hægt að tengja Heimahverfið við hið mikla athafnasvæði suðvestan Suðurlandsbrautar, Grensásvegar, Skeifu og Ármúla á þann hátt að gangandi vegfarendur komist þægi- lega og áhættulaust á milli, til dæmis með göngubrú yfir Suður- landsbraut. „Ekki hefur verið lagt í það enn að byggja göngubrýr yfir vegi í borg- inni. Áhugi hefur að vísu verið fyrir hendi að gera tilraunir með þær einhvers staðar í borginni. Göngu- brýr reynast misjafnlega erlendis þar sem þær hafa verið teknar í notkun, ekki sízt þar sem vindasamt er eins og hér. Því höfum við í borgarstjórn frekar hallast að því að notast við gangbrautarljós eða merktar gangbrautir." Karl Guðmundsson spurði: Hve- nær má búast við að gengið verði frá götunni fyrir framan húsin Sund- laugaveg sjö og níu, og gerð innskot fyrir bíla á svipaðan hátt og er hinum megin götunnar. „Þessu atriði skal ég koma áleiðis til gatnamálastjóra. Hér hygg ég að sé einungis um lagfæringu að ræða.“ HAFA BÖRNIN GÓÐA FULLTRÚA í BORGARSTJÓRN? Herdís Tryggvadóttir spurði hvort borgarstjóra fyndist ekki of ráðandi sú stefna að byggja eigin- lega á hverjum auðum bletti sem fyrirfinnst? Hver hugsar fyrir því að næg opin svæði séu í hverju hverfi fyrir börnin? Börnin hafa engan fulltrúa á hverfafundunum, en hafa þau góðan fulltrúa í borgarstjórn? „Það verður að meta það hverju sinni hversu góða fulltrúa börnin hafa í borgarstjórn, en allir erum við nú barnamenn sem í borgarstjórn- inni erum þannig að ég hygg að reynt sé að hafa í huga þarfir barnanna í skipulagi borgarinnar. í því sambandi vil ég benda á að við gerð skipulagsins, sem samþykkt var að nýju á síðastliðnu ári, var notkun landsins ákveðin, bæði í nýjum byggðahverfum og í gömlum hverf- um. Þannig er ákveðið hvaða svæði fara undir íbúðabyggingar, hvaða undir iðnað og viðskipti og hvaða svæði eigi að vera græn svæði. Sá skilningur er nú mjög vaxandi að grænu svæðin eigi ekki aðeins að vera með grasi, trjágarði og blómum, heldur eigi þar að koma fyrir ýmiss konar aðstöðu fyrir börn þannig að hér geti verið um sambland af útivistar- og leiksvæði að ræða. Slík svæði eru til dæmis ætluð hér við Álfheimablokkirnar. Hins vegar er hér um all dýr svæði að ræða og því ekki hægt að reikna með að þau komi öll í gagnið í einu.“ LÁGUR VATNS- ÞRÝSTINGUR Jóhann Ólafsson spurði hvort lágur vatnsþrýstingur í Laugarásn- um væri eingöngu í sínu húsi. „Eg hefi ekki fengið kvartanir um þetta efni frá öðrum, þannig að verið getur að þarna sé um sérstakt vandamál að ræða.-“ Jóhann Ólafsson spurði einnig hvort almenningur ætti einhvern aðgang í náinni framtíð að íþrótta- mannvirkjum við skóla borgarinnar sem standa t.d. lítt notuð um sumartímann. „Þannig er að íþróttahúsin í skólunum eru vel nýtt. Að skólatima loknum tekur íþróttabandalag húsin á leigu og er með þau í notkun bæði fram á kvöld og um allar helgar. Að vísu mun um hásumarið ekki vera mikil nýting á þeim, en að öðru jöfnu eru húsin vel nýtt.“ Bergsteinn Gissurarson og Jóhann Ólafsson spurðu hvernig væri hugsað fyrir þeim umferðar- þunga sem kæmi á Kleppsveg/ Elliðavog um fyrirhugaða brú yfir Grafarvoginn. „Samþykktin fyrir brúnni í aðal- skipulaginu er fyrst og fremst möguleiki að hugsanlegri tengingu ef þær kynslóðir sem þá verða við lýði hér í borginni telja að þetta sé vænleg leið til að leysa umferðar- vandamálin. Alls ekki er reiknað með að þessi brú verði smiðuð á Miðstöð fyrir aldraða við Dal- braut verður til- búin í árslok. gildistíma aðalskipulagsins sem nær til 1995.“ RÓLUVÖLLURINN VIÐ HOLTAVEG Auður Pétursdóttir spurði: Opinn róluvöllur við Holtaveg fyrir aftan verzlunina Þrótt er því miður einnig bílakirkjugarður og opinn fyrir akandi umferð. Er ekki unnt og nauðsynlegt að girða og hreinsa völlinn. „Ég tek undir það að nauðsynlegt er að hreinsa þennan völl, því hann er mjög óhrjálegur. Hins vegar er þetta eitt af þessum opnu leiksvæð- um sem ekki hefur verið hugsað sérstaklega um að girða, en ég skal koma því til leiðar við þá vinnu- flokka sem sjá um leikvellina að reynt sé að hressa svolítið upp á þetta svæði." Auður Pétursdóttir spurði enn- fremur: Verður svæðið á milli vöruskemma SÍS og Kleppsvegar 136—144 grænt svæði með trjá- gróðri. „Það er í tillögum að þarna verði grænt svæði, en hins vegar er ekki búið að skipuleggja það nákvæmlega, þannig að ég skal ekki fullyrða á þessu stigi að trjágróður verði þar. Mér er þó nær að halda það, því gert er ráð fyrir trjágróðri á svæðinu fyrir innan Holtaveg til að skýla byggingunum þar fyrir neðan.“ SLAKUR FRÁGANGUR GRÓÐURHÚSA Sverrir Eggertsson spurði hvers vegna leyft hefði verið að byggja slíka kofa eins og gróðurhúsin sem standa beint á móti Gnoðarvogs- blokkunum en þau væru að útliti verri en mörg hesthúsin eða fjárhús- in sem verið væri að fjarlægja úr bæjarlandinu. „Já, því miður hefur mér fundist að frá sumum þessara svæða, sem við ætlum nú að séu til prýði í borgarlandinu, sé ekki nægilega vel frá gengið. Þar hefur á ýmsum stöðum ekki verið byggt af nógum myndarskap. Sú þjónusta sem gróð- urhúsin veita er nauðsynleg fyrir borgarbúa, en vandamálið sem þéssi rekstur á vafalaust við að stríða er að hann gefur væntanlega ekki það mikið í aðra hönd, að þeir sem standa að rekstri slikra stöðva geti byggt mjög myndarlega. Engu að síður finnst mér að betur mætti fara á mörgum slíkum stöðum." Lárus Jónsson spurði: Er nokkur ráðagerð á döfinni um að takmarka bílaumferð um Laugarnesveg milli Sundlaugavegar og Kleppsvegar síðan Sætún var tengt Kleppsvegi. „Því er til að svara, að það eru engar sérstakar takmarkanir í huga borgaryfirvalda. Það sem við reikn- um með og vonumst til er að Sætúnið verði það aðlaðandi umferðargata að það létti á Laugarnesvegi og Borgar- túni. Hins vegar höfum við ekki hugsað okkur að takmarka umferð með einstefnuakstri um Laugarnes- veg eða með því að banna að beygt sé í ákveðnar áttir, til þess að minnka bílaumferðina þar. KAUP FORGANGSRÉTTAR- ÍBÚÐA AF BORGINNI Jón Finnbogason spurði hvað væri til ráða fyrir 3ja manna fjölskyldu sem vantar íbúð. Hún hefur 2'/a milljón og getur fengið gamla íbúð hjá borginni með sex milljón króna útborgun? Lánar borgin það sem á vantar og þá til hve langs tíma? „Jón á hér vafalaust við svokallað- Hluti fundarmanna á hverfafundi borgarstjóra með íbúum Lang- holts- og Laugarnesshverfis í Glæsibæ. ar forkaupsréttaríbúðir, þ.e.a.s. íbúðir sem borgin byggði á sínum tíma, seldi með góðum kjörum, en þá jafnframt með þeirri kvöð að ef viðkomandi eigendur vilja selja þá á borgin forkaupsrétt og getur síðan selt íbúðina öðrum. Þessar íbúðir eru t.d. í Gnoðarvogi, við Álftamýri, Bústaðavegarhpsin og reyndar fleiri. Eigendur þeirra hafa óskað eftir því að borgin afsali forkaupsrétti sinum svo að þeir geti selt þær fyrir raunverulegra verð en borgin greiðir fyrir þau. Það hefur borgarstjórn ekki fallist á ennþá. Sú tala sem nefnd er, sex milljón- ir, er nánast allt kaupverð viðkom- andi íbúðar. Hins vegar höfum við gert þá kröfu að þeir sem vilja kaupa þessar íbúðir greiði hana sjálfir. Borgin lánar sáralitið, eða um 150 þúsund. Húsnæðismálastjórnarlán fást að einhverju leyti út á slíkar, gamlar íbúðir og lífeyrissjóðslán að sjálfsögðu, en að öðru leyti hafa kaupendur þurft að sjá um útborgun sjálfir. Borgin hefur ekki enn tekið upp þá stefnu að lána það sem á vantar til neins tíma að heitið getur. Menn hafa að vísu getað dreift þessari útborgun á eitt ár eða svo. Ásta Árnadóttir spurði: Mig langar til að fá upplýsingar um hvernig ég get losnað við sorptunnur á Dalbraut 1, það eru tunnur frá bakaríinu? „Þessari athugasemd skal ég koma á framfæri. Mig minnir þó að hér sé um gamalt deilumál að ræða, en ég Byggtverður við Langholts- og Laugalækj- arskóla. skal þó láta kanna það mál sérstak- lega.“ BITNAR ÁRANGUR RÍKISSTJÓRNARINNAR Á FRAMBOÐI SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGUNUM? Sigurður E. Haraldsson spurði: Telur borgarstjóri að misheppnaður árangur ríkisstjórnarinnar í viður- eign við margumrædda verðbólgu bitni á borgarstjóra og meðfram- bjóðendum hans í komandi borgar- stjórnarkosningum? Ef borgarstjóri álítur að svo gæti farið, væri þá ekki réttara fyrir óánægða kjósendur með störf ríkisstjórnarinnar að bíða Alþingiskosninganna, en styðja borgarstjórnarframboð Sjálfstæðis- flokksins í komandi borgarstjórnar- kosningum? „Þessari spurningu er að sjálf- sögðu afar erfitt að svara svo að óyggjandi sé. Við hins vegar, sem skipum meirihluta borgarstjórnar, höfum talið núna eins og alltaf að fyrst og fremst sé kosið um borgar- málefnin í borgarstjórnarkosning- um. Að hve miklu leyti landsmálin blandast inn í slíkar kosningar er ekki gott að segja um fyrirfram. Við vitum reyndar að landsmálin hafa alltaf veruleg áhrif, t.d. í síðustu borgarstjórnarkosningum vann nú- verandi meirihluti mikinn sigur, en þá var líka í landinu vinstri stjórn sem ekki var mjög vinsæl á þeim tíma. Hisn vegar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn í borgarstjórnarkosning- um alltaf haft verri stöðu þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu í ríkisstjórn. Þetta er söguleg staðreynd. Þannig er ekki ólíklegt í raun að landsmálin spili eitthvað inn í kosningarnar í vor, þótt það sé okkar ósk að kosið verði eingöngu um borgarmálefnin." LÆRAGJÁ VIÐ LAUGARNES? Uni Guðmundur Hjálmarsson spurði að lokum hvort ekki væri hægt að koma upp annars staðar í borgarlandinu lækjum á við lækinn vinsæla í Nauthólsvík. „Ég er hræddur um að það sé nokkuð erfitt. Sannleikurinn er sá að þessi lækur fæddist kannski fyrir tilviljun. Um er að ræða yfirfalls- vatn úr geymunum í Öskjuhlíð, sem leitt er í pípum niður hlíðina. Einhverra hluta vegna náði pípan ekki lengra en yfir veginn sem menn keyra inn að svæði Landhelgisgæzl- unnar, þannig að volga vatnið rann í læk það sem eftir var. Ég hygg að þetta hafi verið algjör tilviljun og margir mundu kannski hafa sagt i upphafi að betri frágangur hefði verið að leggja pípur alla leið. En sem betur fer var það ekki gert, þannig að nú hefur þarna skapast hið ákjósanlegasta útivistarsvæði. Ég hygg að aðstæður annars staðar í borginni bjóði ekki upp á slíka möguleika."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.