Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Þorfinnur Bjarna- son — sextugur Ekki er það neinn aukvisi, sem fyllir sjötta áratuginn á morgun, 5. maí. Um það get eg borið með sanni, því að þekkst höfum við frá bernsku- og æskuárum á Blöndu- ósi. Eg man ennþá glöggt hvað eg öfundaði hann af þreki sínu og kröftum, þegar við vorum á vaxtarskeiði og hann var að taka í lurginn á okkur hinum strák- unum, og þótt eg væri dálítið yngriíog sé raunar enn!) fannst Hjólbörur — Flutningsvagnar| Stekkjatriliur — Póstkassar. Ávallt fyrirliggjandi hjá okkur. í Nýju blikksmiöjunni, Ármúla 30, símar 81172 og 81104. Morgunblaðið óskar ^ eftir blaðburðarfólki Vesturbær Nýlendugata. Upplýsingar í síma 35408 mér strax borin von að eg næði honum nokkurntíma á því sviði, hvað á daginn kom. Þá fannst mér ekki minna til um vinnubrögð hans í peningshúsum og á túnum föður síns. Þar var eins og fullorðinn maður gengi að verki, þótt enn væri hann langt innan fermingar. Og Þorfinnur átti ekki langt að sækja þrekið og dugnaðinn. For- eldrar hans, Bjarni Bjarnason og Ingibjörg Þorfinnsdóttir, voru hið mesta atgervisfólk, bæði til líkama og sálar, og vita allir, sem Þorfinn þekkja, að hann er ekki bara burðamaður að líkamsvexti, hinn andlegi styrkur og kjarkur er þar í réttu hlutfalli. Um það bera vott víðtæk störf hans að stjórnunar- málum, lengst í Höfðakaupstað á Skagaströnd, þar sem hann bjó um langt árabil og var potturinn og pannan í framkvæmdalífi staðar- ins sem sveitarstjórnarmaður, oddviti og sveitarstjóri, svo og framkvæmdastjóri útgerðarfélags heimamanna. Um þessi störf Þorfinns er mikil og merkileg saga, sem verður lengi í minnum höfð meðal þeirra, er gerzt þekkja. Eg er handviss um að margur Skagstrendingur telur sig standa í þakkarskuld við Þorfinn Bjarna- son. Þorfinnur flutti suður fyrir nokkrum árum og tók við stöðu hjá ríkisendurskoðun. Þar hlýtur að njóta sín vel glöggskyggni hans á tölur og bókfærslu, og því mun þar vera réttur maður á réttum stað. Kvæntur er Þorfinnur Huldu Pálsdóttur, hinni mætustu konu. Þau hafa búið sér fallegt heimili á Seltjarnarnesi, þar sem sér vítt um haf og fjallahring, og þar Magnús Ingvars- son bóndi á Minna- Hofi — Sjötugur Einn af góðbændum á Rangár- völlum, Magnús á Minna-Hofi, er sjötugur í dag. Magnús er fæddur 4, maí 1908. Foreldrar hans voru Ingvar Olafs- son frá Voðmúlastöðum og kona hans Sigríður Steinsdóttir, bónda GERIR GARÐINN FRÆGANN GARDENA Nú er tími GARÐRÆKTAR OG VORANNA ÍGARÐHORNINU HJÁOKKUR KENNIR MARGRA GRASA #,i 1i \ WkS ALLSKONAR SLÖNGUTENGI ÚÐARAR, SLÖNGUR, SLÖNGUSTATÍV, SLÖNGUVAGNAR. MARGVÍSLEG GARÐYRKJU- ÁHÖLD ÞAR SEM M.A. AÐ EINU SKAFTI FELLUR FJÖLDI ÁHALDA. KANT- OG LIMGERÐIKLIPPUR. RAFKNÚNAR. HANDSLÁTTUVÉLAR Husqvarna-motorsláttuvélar meö Briggs og Stratton mótor (3,5 hp) MARGAR GERÐIR SKOFLUR — GAFFLAR — HRIFUR ÍGARÐHORNINU HJÁOKKUR KENNIR MARGRAGRASA. LÍTIÐINN. luruiaí S^figelman kf. Akurvík h.f. Akureyri á Minna-Hofi. Þegar Ingvar var þrettán ára kom hann að Minna- Hofi og var þar eftir það. Ingvar og Sigríður bjuggu á Minna-Hofi í nær fimmtíu ár. Þau eignuðust tíu syni. Þrír þeirra dóu í bernsku en sjö komust til fullorðins ára og er Magnús næst yngstur. Þeir Minna-Hofsbræður vöktu athygli og var um það talað, hvað það væri föngulegur hópur, þar sem þeir voru saman komnir. Magnús hefur alltaf átt heima á Minna-Hofi og ávallt dvalið þar að öðru leyti en því, að eins og flestir ungir menn á þeirri tíð, fór hann til sjós og var hann tíu vertíðir í Vestmannaeyjum. Þegar Magnús hafði aldur til fór hann á Rangárvallaafrétt til haustsmölunar, en það heitir hér að fara á fja.ll. Þessar fjallferðir hafa löngum verið ungum og gömlum ævintýraferðir, hér sem annars staðar, enda er fyrsta leit á Rangárvallaafrétti vikuferð. Þessum fjallaferðum hefur Magnús haldið nær óslitið síðan og oft farið fleira en eina ferð á hverju hausti. Fjallferðir hans eru því orðnar æði margar. S.l. átján ár hefur Magnús verið verkstjóri Rangvellinga í fyrstu haustsmölun, en því starfi fylgir tignarheitið „fjallkóngur". Þetta getur verið ábyrgðarmikið og vandasamt, sérstaklega ef eitthvað er að veðri. Aldrei hefur hent neitt óhapp eða slys í þessum ferðum Magnúsar, og vill hann ekki síst þakka það, að hann hefur ávallt haft sveit vaskra manna á að skipa. Magnús hefur mikla ánægju af fjallferðum sínum og í þeim nýtur hann sín vel. Fegurð og tign öræfanna eiga ríkan þátt í huga hans og þar sannast á honum að „knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur“. Á sumrin skreppur Magnús oft inn á afrétt og hefur átt þar marga glaða stund í góðra vina hópi. Árið 1938 kvæntist Magnús mikilli myndarkonu, Ingibjörgu Sveinsdóttur, frá Langagerði í Hvolhreppi. Þau tóku við jörð og búi á Minna-Hofi árið 1942 og hafa búið þar síðan, myndar- og rausn- arbúi. Þau hafa eignast fimm börn, Ingvar bónda á Geldingalæk á Rangárvöllum, Sigríði og Guð- rúnu, sem búsettar eru á Hellu, Óskar Inga, hann dó fimm ára gamall, og Sigurð, sem er stoð og stytta foreldra sinna við búskap- inn. kunna þau vel við sig. Þangað er gott að koma og njóta samfunda við húsbændur. Þau hjónin eiga tvö uppkomin börn, og nú er barnaþörnum byrjað að fjölga. Ekki tjóar að kveðja þar dyra á morgun, því að hjónin brugðu sér í suðurlandaferð fyrir skemmstu. Að heiman berast þeim heilla- kveðjur. Fyrir tveimur vikum tæpum kom saman verzlunarskólaárgang- urinn frá 1938, til þess að minnast 40 ára brautskráningar. Þar var vel mætt til vina fundar, nær 50 manns úr rúmlega 60 manna hóp hérlendis. Þarna var Þorfinnur manna glaðastur á góðri stund, og sem vænta mátti lífgaði hann upp á samkvæmið með skemmtilegri tölu. Já, verzlunarskólaáranna minn- ist eg ekki sízt fyrir samskipti okkar Þorfinns, sem leigðum herbergi hér syðra og lærðum saman í þrjá vetur, tveir piltar að norðan, sem urðu síðan viðskila um langt árabil en hittast nú aftur fyrir sunnan, talsvert reyndari í lífsins ólgusjó heldur en áður fyrri, en alltaf með Blöndu í blóöinu og sjávarniðinn utan frá ósnum. Eg veit að hann þagnar okkur ekki fyrr en yfir lýkur. Baldur Pálmason Að Minna-Hofi er gott að koma, enda eru gestkomur það tíðar. Eru hjón ákaflega gestrisin og veita gestum sínum af mikilli rausn. Margir eiga það erindi að Minna-Hofi að biðja húsbóndann að gera sér greiða, enda er Magnús mikill greiðamaður. Virðist hann hafa sérstaka ánægju af að greiða götu nágranna sinna og sveitunga. Hafa margir notið þessara góðu eðliskosta í fari hans. Um árabil hefur höfundur þess- ara orða átt margvísleg samskipti við Magnús á Minna-Hofi. Hefur því gefist gott tækifæri til að kynnast hinum mörgum kostum hans og reyna greiðasemi hans í ríkum mæli, þvi oft þurfti á henni að halda. Alltaf hefur Magnús verið boðinn og búinn til að veita aðstoð sína og liðsinni, hvenær sem eftir var leitað. Fyrir þetta stendur greinarhöfundur í þakkar- skuld við Magnús, sem vandséð er hvernig goldin verður. Á þessum tímamótum á ævi Magnúsar, sendum við hjónin honum, eiginkonu hans og fjöl- skyldu hamingjuóskir og þökkum samskipti liðinna ára. Jón borgilsson. Gestaboð Skagfirð- ingafé- lagsins ÁRLEGT gestaboð Skagfirðinga- félagsins verður haldið í Lindarbæ á uppstigningardag kl. 2.30 síðdeg- is fyrir eldri Skagfirðinga í Reykjavík og nágrenni. Jakob Benediktsson mun m.a. ræða um Skagafjörð og rifja upp gamlar endurminningar, frú Þór- unn Ólafsdóttir syngur og ýmis- legt fleira verður á dagskrá segir í frétt frá Skagfirðingafélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.