Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
55
Föndur indíánabátur
Ekki er eins erfitt að búa til indíánabát og margur hyggur.
Börn leika sér oft með báta á þurru landi og þess vegna ætlum
við að benda á nokkuð auðvelda leið.
Klippið út pappír, sem er um það bil 20 sm><20 sm og brjótið
hann síðan eins og sýnt er á mynd (A). Síðan getið þið teiknað
fjórða hlutann af indíánabátnum (B) og klippt hann út eins
og fram kemur á mynd (C). Límið síðan báða endana saman
og setjið þóftu í miðju bátsins. Flestir vilja skreyta bátinn
með myndum eða táknum, og það getur hver gert eins og
hann vill sjálfur. Báturinn er tilbúinn. Góða ferð!
Lífs-fleyið
Mitt fley eí svo lítið, en lögurinn stór.
Mitt líf er í frelsarans hönd.
Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há
beint upp að himinsins strönd.
Skottu, stór, loðinn
Sankti-Bernhardshundur,
hvítur og brúnn að lit.
Telpurnar valhoppa
syngjandi eftir stígnum:
„A morgun gerist eitthvað
hér,
bimbirimbirimmbamm.
Þú veizt ekki, hvað það er,
bimbirimbirimmbamm.
Þær ganga fram hjá Vest-
ermann. Hann er sjómaður
og vinnur að því að lagfæra
netin sín íklæddur stórum
regnfrakka.
„Þið eruð aldeilis í góðu
skapi," segir hann. „Og hvað
eruð þið að syngja?“
„Við syngjum bimbirim-
birimmbamm, “ svarar Stína,
„En við segjum ekki, hvað það
þýðir, því að það er leyndar-
mál.“
„Segið mér leyndarmálið,"
segir Vestermann biðjandi.
En hann veit, hvað er um að
ræða, því að öllum á Kráku-
eyju er vel kunnugt, að á
morgun á að fara fram
brúðkaup. Malín, dóttir
Melkers, ætlar að giftast
Pétri úr borginni, og allir fara
siglandi til nálægustu kirkju
á meginlandinu. Skotta og
Stína eiga að vera brúðar-
meyjar, og þær hlakka mikið
til.
Telpurnar halda áfram
göngu sinni í rigningunni og
þær ræða sín á milli um það,
sem í vændum er.
„Skrítið, að allar stelpur
skuli gifta sig,“ segir Stína.
„Að lokum verða ekki eftir
aðrar hér á eynni en þú og
ég-“
„Nú, allt í lagi,“ segir
Skotta, „það gerir ekkert til.
Ég ætla heldur aldrei að gifta
mig.“
„Ha, þú sagðir í gær, að þú
ætlaðir að giftast blikksmiði,"
sagði Stína undrandi.
„Nei,“ svarar Skotta og
hristir höfuðið. „Ég er hætt
við það. Finnst þér nokkurt
vit í því að giftast bláókunn-
ugum rnanni?"
„Nei, það held ég ekki,“
segir Stína hugsi. „En ég
hlakka samt til morguns.
Þetta verður í fyrsta sinn,
sem ég fer í brúðkaupsveizlu."
Frh.
Klifraði upp
19 hæðir til
að mótmæla
hvalveiðum
Chicago, 1. maí. Reuter.
UNGUR maður búinn köðlum.
fleygum og öðrum fjallgöngu-
tækjum. klifraði í dag upp 19
ha'ðir (65 metra) á hæsta húsi í
heimi í Chicago.
Maðurinn, sem heitir Hoe
Healy, festi er upp var komið
stóran borða utan á bygginguna,
sem á var letrað á rússnesku og
japönsku: „Ekki drepa hvalina".
Er Healy kom niður tók lögregl-
an hann í sína vörzlu, og verður
hann að öllum líkindum ásakaður
fyrir ólæti á almannafæri. Healy
sagði við blaðamenn að ástæðan
fyrir því að hann kleif húsið hefði
verið sú að hann hefði „ekkert
annað haft að gera í dag“.
Menn og matar-
pakkar á braut
BÍLEIGANDI nokkur horfði á tvo
menn stela matarpökkum úr bíl
sínum í Garðastræti í gærkvöldi,
en ekki þótti bíleigandanum
árennilegt að kanna málið nánar
án aðstoðar lögreglunnar. Brá
bíleigandinn sér því á Miðbæjar-
stöðina og sótti liðsafla, en þegar
þeir komu á vettvang voru menn
og matarpakkar á braut og þrátt
fyrir eftirgrennslan lögreglunnar
fundust matmennirnir ekki í
gærkvöldi.
Doktorsritgerð
Þórs á íslenzku
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við dr. Þór Whitehead
sagnfræðing og innti hann eftir
því hvort ritgerð hans um Island
í síðari heimsstyrjöldinni myndi
koma út á íslenzku. Þór kvað
ákveðið að ritgerðin kæmi út á
íslenzku og væri hann byrjaður á
að þýða verkið, en ekki kvaðst
hann geta sagt hvenær því verki
lyki.
Vísað úr landi í
Tékkóslóvakíu
Bonn, 1. maí. AP. Reuter.
BLAÐAMAÐUR AP í Tékkó-
slóvakíu, Robert H. Reid, var
rekinn þaðan í dag, að því er
virtist fyrir að hafa rætt við félaga
í mannréttindahreyfingunni ‘77,
sem starfar í Tékkóslóvakíu.
Forráðamenn AP hafa mótmælt
brottrekstrinum harðlega og sagt
hann brjóta í bága við
Helsinki-sáttmálann.
— Hugleiðing
Framhald af bls. 39
sérlega góðum málalokum, þá fór
það að koma í ljós, að hinir
lægstlaunuðu sem átti að bjarga
fengu minnst, minna en minnst
stundum, því kostnaðurinn af
meintri björgun lendir mest á
þeim óbættur að meira eða minna
leyti, en björgunarliðið gerir það
gott. 19. aldar veðurfræðingar
hefðu kallað þetta * „öfugan út-
synning".
Veðurbrigðin
eru fléiri
og furðulegrit
Við bændur leggjum skatt á
fóðrið sem við notum sjálfir fyrir
fénað okkar til þess að geta fengið
þeim mun hærra verð fyrir afurðir
okkar, það mundi fyrrnefnd veður-
fræði kalla að við værum að „rigna
okkur um“, snúa frá vandræðun-
um til annarrar og betri áttar.
Nokkuð til í því. Utgerðarmenn
kaupa fleiri og fleiri togskip til að
geta fiskað meira af minnkandi
heildarafla, samtímis því að fleiri
og fleiri fiskstofnar komast á
mörkin um að þeim verði ekki
bjargað frá hruni. Svofellt ástand
mætti ætla að fyrrverandi veður-
fræðingar hefðu kallað ljótan
rosabaug um sól útgerðarmálanna
og skammt mundi í óveður þeirra
mála. En öll él byrtir um síðir, og
við skulum vona að það alvarlega
ástand sem nú gengur yfir þjóðina
um þessa sumarkomu sé bara
sumarmálahret, sem fræðingar á
sviði fjármála og stjórnmála gætu
ráðið við ef þeir vildu svo vel gera
fyrir sína þjóð að sameina mennt-
un sína og manndóm til lausnar
vandanum. Það væri góð og verðug
sumargjöf til þjóðar í vanda. í von
um að svo verði óska ég gleðilegs
sumars.
Látrum, á fyrsta sumardag 1978.
bórður Jónsson.
— Endurmat
Framhald af bls. 43.
unum, en Arbatov hélt því fram,
að „það væri aöeins önnur hliðin
á málinu“. Hann sagöi þeim, að
„mönnum mætti ekki yfirsjást sú
staöreynd", aö það væri í þágu
bandarískra þjóöarhagsmuna að
koma í veg fyrir stríö og beina
fjármunum frá vígbúnaöarkapp-
hlaupinu.
Grein Arbatovs var vissulega
áskorun til Washington-stjórnar-
innar um að gera nauðsynlegar
tilslakanir til að tryggja sam-
komulag. En hún var einnig
áskorun til sovézku haukanna um
að leyfa Brezhnev að gera þær
tilslakanir, sem hann sjálfur þyrfti
að gera í þessu skyni. Það
svigrúm, sem Brezhnev fær til
þess að gera þessar tilslakanir,
fer að miklu leyti eftir því, hvaöa
tilslakanir Vance er fús að gera
í Moskvu þegar hann fer þangað.
— Lífríki
Framhald af bls. 46.
legu leyti lifa á einfeldni og
trúgirni almennings, við að
útmála fyrir honum, hversu
dýrðlega framtíð hann eigi í
vændum og spenna þannig vonir
hans og eftirvæntingu út yfir
allan þjófabálk. Síðar hefir
þessi blástur í för með sér, að
flokkaforystulið reynist ófært
um að beita ábyrgum stjórn-
unarháttum. Stjórnvöld verða
því nauðug viljug að grípa til
gagnslausra og úrsérgenginna
bráðabirgðaráðstafana í x-tug-
asta sínn „til þess að vinna tíma
til að undirbúa heildarlausn", og
hefja samtímis leit að afsökun-
um fyrir haldleysi þeirra. And-
stæðingarnir eru auðvitað alla
tíð í andstöðu og lofsyngja
hinsegin bráðabirgðaráðstafan-
ir með sama takmark í huga,
eða eru e.t.v. fylgjandi sams
konar „úrræðum", aðeins öðru-
vísi að orðalagi, ellegar ætluðum
öðrum mönnum til framreiðslu,
sem látið er í veðri vaka að séu
fljótari og færari um að ná
gömlu markmiðunum. Og ekki
bregst, að ævinlega er hagsmun-
um einhverra, raunverulegra
eða ímyndaðra, telft fram gegn
hagsmunum einhverra annarra,
líka raunverulegum eða eftir
atvikum ímynduðum. Nú sem
jafnan fyrr orkar stéttabarátt-
an sem olía á eld, ef hún er þá
ekki sjálfur eldiviðurinn.
England
eða Ítalía?
Enski, líffræðingurinn og rit-
höfundurinn heimsþekkti, Gor-
don Rattray Taylor, hefir þrá-
sinnis vakið athygli á þvi
sérhagsmunabundna feigðar-
feni, sem vinstraríkið hefir
hrakið Vesturlönd niður í, og
með hliðsjón af því nefnt eina
athyglisverðustu og þekktustu
bók sína „The Doomsdaybook",
sem kom fyrst út í London árið
1970. Fimm árum síðar hafði
hann ekki séð ástæðu til að
draga í land. Öðru nær. Hann
hnykkir á, og segir m.a. (í
inngangsorðum sínum að nýj-
ustu bók sinni, „How to Avoid
the Future", London 1975):
„Iðnaðarþjóðfélag nútímans
veldur ekki hlutverki sínu, ef
mjög skortir á félagslega sam-
tvinnun hinna ýmsu hagsmuna-
hópa. En þessi samtvinnun er
þegar orðin afar laus í reipun-
um. Það hlýtur að verða ágizk-
un háð, í hvaða landi þjóð-
félagsbyggingin liðast fyrst í
sundur. Kannski í Ítalíu? Ég
myndi fremur veðja á Bret-
land.“
Og hvers vegna Bretland? Jú,
G.R.T. færir viðunandi rök fyrir
því.
„Það var nefnilega Bretland,
sem hóf iðnvæðinguna, vakti
verkalýðshreyfinguna til líís
— og sitt hvað fleira. er nefna
mætti um frumkva>ðis-sigur-
vinninga.“
Hann heldur áfram:
„Þannig standa ýmsar stoðir
undir þeirri tilgátu. að það sé
komið lengra á leið þjóðfélags-
legrar upplausnar en önnur
lönd. Og vissulega sjást ákaf-
lega kvíðvænleg teikn þess,
sem vikið verður nánar að
síðar. Mér virðist því dæmi og
hagtölur frá Bretlandi sérlega
vel til þess fallin að varpa ljósi
á framtíðarhorfur — að ég á
heima í Bretlandi, skiptir
minna máli í því sambandi.“
Meinhunzka brezku verka-
lýðshreyfingarinnar er vissu-
lega bæði alkunn og alræmd, og
verður sjálfsagt seint sagt
ofsögum af henni. En ef hinn
merki vísindamaður hefir rétt
fyrir sér í því, að Bretland sé
þegar komið _ lengra niður til
vinstri en Ítalía — þá er
sannarlega kominn tími til að
Vesturlandabúar læri á ný að
biðja fyrir sér.
í alvöru — af einlægni.
Og ekki sízt af þeim sökum, að
brezk vinstrihreyfing hefir eign-
azt ófáa, bitgrimma eftirapend-
ur í næsta nágrenni sínu.
— Flugbjörg-
unarsveitin
Framhald af bls. 38.
Þessi dagur verður okkur
líklega minnisstæðastur allra í
ferðinni vegna hinnar miklu
fegurðar til fjalla á Islandi að
vetri til, því að nú var logn,
heiðríkja og 12 stiga frost.
Kverkfjöllin blöstu við okkur á
leið okkar suður, og voru þau
bæði fögur og tignaleg. Herðu-
breið, drottning íslenska fjalla,
fylgdist einnig með okkur, þegar
litið var um öxl. Þessi ólýsan-
lega fegurð dreif okkur áfram,
og náðum yið Sigurðarskála í
Kverkfjöllum eftir -10 tíma
göngu. Nú var haldin veisla og
neytt matarins, sem farið hafði
verið með um haustið. Borðuð-
um við nú vel og hvarf matur-
inn, sem borinn var á borð,
jafnóðum og komið var með
hann.
Sigurðarskála teljum við vera
í alla staði til fyrirmyndar, og
ákváðum við að nota næsta dag
til hvíldar og til að þurrka og
lagfæra útbúnaðinn, því að
ferðaáætlun hafði til þessa
staðist. Tóku menn daginn því
rólega, áður en lagt var á
Kverkjökulinn, því að þá átti að
draga útbúnaðinn upp um 1000
m í hinn nýja skála Jökla-
rannsóknafélagsins við Hvera-
dali í rúmlega 1700 m hæð.
Á skírdag var lagt á jökulinn,
og reyndist sá dagur einnig
erfiður, þó að vegalengd milli
skálanna sé ekki meiri en 8 km.
Gekk erfiðlega að finna skálann
í hrímþokunni, sem skall á
okkur á leiðinni upp, og gengum
við í nokkurra metra fjarlægð
fram hjá honum og vorum
næstum komnir niður Kverk-
jökulinn, sem er brattur og
sprunginn skriðjökull. En við
fundum þó skálann eftir að hafa
gengið til baka, og fögnuðum því
mjög, því að sízt vildum við
dveljast uppi á jökli í tjöldum
nema í neyð. Nú var aðeins eftir
um þriðjungur ferðarinnar, leið-
in yfir Vatnajökul, — mesta
veðravíti landsins.