Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAI 1978
k
v
\
>
I
i
l
;
►
»
\
k-
r
I
t
►
t
t
r
I
Myndin var tekin á einum fundi Félags áhugamanna um harmonikkuleik og sama er aö segja um meöfylgjandi myndir. Ljósmyndir
Mbl. Árni Johnsen.
„IVikkuna til vegs og virðingar”
Lífsgleði hefur ávallt verið
fylginautur harmonikkunnar og
menn segja gjarnan „nikkan er
með“ í sama tón og talað er um
fylgd góðra og skemmtilegra
vina. Samt er það kynlegt að
harmonikkan hefur á margan
hátt orðið útundan í annars
blómlegu tónlistarlifi á íslandi.
Ilún hefur ekki fallið inn í
ákveðna yfirborðskennda til-
finningu sem er f tónmenntakerfi
landsins og það hefur ríkt
andvaraleysi í þeirri sjálfsögðu
þróun að rækta möguleikana í
kring um harmonikkuna. Illjóð-
færi sem eru hvorki háð stund né
stað óg hægt er að grípa til við
alls kyns kringumstæður, hljóta
að skipta máli fyrir i’slenzka þjóð
og nú er búið að stofna félag
áhugamanita um harmonikkuleik
í Reykjavfk með mikilli þátttöku
félagsmanna og áhuga í því starfi
að efla veg og virðingu
harmonikkunnar. Siðan f haust
eru félagar í Reykjavík farnir að
nálgast 100 og fjölmargir úti á
landsbyggðinni hafa haft sam-
band vegna hugmynda um að
stofna sambærileg félög í sínum
heimabyggðum. Þá hefur einnig
komið i' ljós að fjölmargir luma á
harmonikkum af ýmsum gerðum
og má þar sérstaklega nefna
gömlu einföldu nikkurnar sem í
gcgnum árin hafa vakið mörg
blikin í auga. Við röbbuðum við
Bjarna Marteinsson arkitekt,
formann Félags áhugamanna um
harmonikkuleik. og inntum
frétta af starfi og tilgangi
félagsins.
„Þetta hófst með því að nokkrir
nemendur úr Almenna músik-
skólanum komu saman til að ræða
málið og aðalhvatamaðurinn að
stofnun félagsins var Karl Jóna-
tansson harmonikkuleikari sem nú
stjórnar Tónlistarskólanum á
Raufarhöfn. Stofnfundarnefnd var
skipuð og skömmu síðar s.l. haust
var haldinn stofnfundur þar sem
20 áhugamenn mættu og félagið
hlaut fyrrgreint nafn. Auk mín
voru kjörnir í stjórn þeir
Guðmundur Guðmundsson, Elsa
Kristjánsdóttir, Karl Jónatansson
og Guðmar Hauksson.
Helztu markmið félagsins eru að
reyna að fá flesta harmonikku-
áhugamenn í félagið, efla og kynna
félagsmenn innbyrðis og í krafti
sameiningar að reyna að ýta undir
almennan áhuga á
harmonikkunni. Síðan er hug-
myndin að koma á fót plötu- og
nótnasafni félagsins og mjög hefur
komið til umræðu innan félagsins
afstaða yfirvalda til harmonikku-
kennslu þar sem hún hefur að
mestu verið útilokuð og ekkert
gert til þess að rétta hennar hlut
í þeim málum. í stuttu máli hefur
harmonikkan orðið útundan í
kerfinu og við erum ekki að kenna
kerfinu um það fremur en öðrum
eða okkur sjálfum, það hefur
einfaldlega ríkt algjört andvara-
leysi almennt í þessu, en okkar
markmið er að vinna að því að
bæta úr.
Með þessari félagsstofnun hefur
vaknað geysimikill áhugi og menn
eru almennt að dusta rykið af
nikkum sínum og ýmsir sem áður
spiluðu ekki eru að leita hófana
um kennslu. Félagar eru nú yfir 80
talsins og raddir hafa heyrst víöa
utan af landsbyggðinni um að
stofna deildir í tengslum við
félagið í Reykjavík og stefna að
því að vinna saman að þessum
málum. Félagsmenn í Reykjavík
koma saman mánaðarlega á
sunnudögum í Edduhúsinu, en við
höfum auglýst fundina í aug-
listaspranq
Eftlr
Árna Johnsen
lýsingum yfir fundahöld í Morgun-
blaðinu.
Á þessum fundum kemur fólk
með hljóðfærin og kynnist inn-
byrðis og þetta er ekki aðeins fyrir
fagmenn, fólk á öllum aldri og
öllum stigúm kunnáttu á hljóðfær-
ið hittist þarna og sumir félags-
manna hafa jafnvel aldrei brugðið
hljóðfærinu á öxl sér. Það má
segja að þarna taki saman lagið
bæði atvinnumenn og áhugamenn
og þarna fær fólk tækifæri til þess
að spila fyrir aðra og það er mikils
virði því það er mjög góð æfing og
skapar öryggi í hljóðfæraleiknum.
Ætlunin er að reyna að fjár-
magna félagið með skemmtana-
haldi og hefur ein slík skemmtun
farið fram við góðar undirtektir.
Þá má nefna að félagið mun taka
þátt í þætti í sjónvarpinu innan .
tíðar.
Það hefur greinilega komið í ljós
að það eru margir sem luma á
kunnáttu á harmonikku, fólk á
öllum aldri og úr öllum stéttum og
eru konur þar engir eftirbátar þótt
minna hafi ef til vill borið á þeim
út á við, en vonir standa til að
fleiri láti sjá sig meðal félags-
manna. Ég vil um leið hvetja
landsbyggðarmenn til þess að
drífa upp félög hjá sér úti og þá
er góður grundvöllur kominn til
þess að skiptast á heimsóknum og
upplýsingum.
Vert er einnig að geta þess að
áhugi fólks fyrir litlu nikkunum er
mjög vaxandi og ég hvet þá
gamalreyndari til að láta sjá sig,
taka lagið og gefa ráð.
Eitt vandamálið sem við er að
glíma er það hve harmonikku-
kennarar eru sárafáir og við
munum m.a. stefna að því að reyna
að fá harmonikkukennslu inn í
tónlistarskólana með alhliða tón-
listarnámi og það þarf að leggja
mikla áherzlu á að fá góða
kennara því allt eru þetta skilyrði
þess að árangurs sé að vænta. Þá
höfum við einnig hug á að leita
eftir samvinnu við útvarpið og
þegar er kominn vísir að
harmonikkuhljómsveit. Við
þekkjum þá miklu möguleika sem
nikkan gefur og viljum stuðla að
því að þeir fái að njóta sín og
auðvitað sérstaklega að fólk geti
notið nikkunnar."
Á blaðamannafundi hjá félaginu
fyrir skömmu kom það fram í
erindi um harmonikkuna og sögu
hennar hjá Högna Jónssyni að
uppruna nikkunnar má rekja allt
aftur til kínverska hljóðfærisins
Cheng, sem þekkt er allar götur
frá því um 4000 f. Krist. Giskað er
á að Cheng hafi borist með
landkönnuðinum Vasco da Gama
til Evrópu. En það sem nokkurn
veginn er vitað með vissu er að
Vínarbúinn Demian fann upp
hljóðfæri sem hann nefndi „Akk
odeon" árið 1829. Reyndar segjast
Rússar hafa smíðað slíkt hljóðfæri
miklu fyrr, eða á síðustu áratugum
18. aldar og kölluðu „Garmonica".
Þessi hljóðfæri virðast hafa líkst
konsertínu, sem hér á landi er
óþekkt, nema hvað Hjálpræðis-
herinn hefur oft haft henni á að
skipa.
Fyrst er vitað um pianónótur á
harmónikku er frakkinn Bouton í
París smíðaði. Það var 1852, en
árið 1860 er vitað um þriggja
Rætt við Bjarna Marteinsson arkitekt og formann Félags áhngamanna nm harmonikknleik