Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 31
63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAI 1978
Bjarni E. Sigurðsson, Hvoli í Ölfusi:
Enn um málefni
bænda
og landbúnaðar
Til okkar bænda var talað
andsföðm-lega í Tímanum 29. jan.
978. Þar talaði hæstvirtur land-
bunaðarráðherra Halldór E. Sig-
urðsson. Var hans mál mikið að
vóxtum og margt gott sagt, enda
ekki við öðru að búast. Hann hefur
n.“ 1 J ar setið með bændastéttina
við brjóst sér og hlúð að henni.
nginn efast um velvild hans í
garð bændastéttarinnar og mörgu
goðu hefur hann komið i verk
Pennan tíma og ber að virða það
°g Pakka. Þó greinir nú ráðherr-
ann orðið talsvert á við samdóma
a it bænda. Hann telur að tekjur
®nda séu meiri en af er látið og
seu framtöl þeirra ekki fyllilega
jnarktæk, bændur hafi meira en
Peir halda vegna þess að tekjuvið-
nnðunin sé reginmisskilningur.
iðan segir hann orðrétt:
«Það skal ósagt látið hver er
raunverulegur munur 4 tekjum í
'andbúnaði 0g öðrum atvinnu-
peinum en hitt er ljóst að afkoma
andbúnaði hefur aldrei verið
etri en 1965 og árin 1972 - 1974.
Samkvæmt áætlun frá Þjóð-
agsstofnun eru horfur nú þær að
ocy °ma b*nda hafi batnað um
7% síðastliðið ár samanborið
V1° afkomu fólks í öðrum atvinnu-
greinum sem stafar aðallega af
etra árferði í landbúnaði."
Sjálfsagt eru þessi 3—7% nærri
197r en miðab er við árin 1975 —
, 6 en ekki voru þau nú ýkja
gstaeð. Sá sem fullyrðir að
nariomur bænda sé ekki á rökum
emtur hefði átt að fá Þjóðhags-
j 0 nun til að reikna út raunveru-
■fan tekjumismun bænda og
niiðunarstéttanna, en ekki láta
ann liggja j þagnargildi. Reyndar
út h 0æn<tasamtökin látið reikna
pennan mismun og reyndist
oændur skorta um 30% til að ná
jum viðmiðunarstéttanna. Bágt
r eg nieð að trúa að nokkur hafi
b na . svo hast á útreikninga
núSKvlrí"s ráðherra að hann sjái
etri afkomu á búreikningum.
Ur ',aoer að langur greiðslufrest-
óðaverö'hniíleggÍ bænda 1 þeirri
ókn„i ÖOo}gu sem geysar er höfuð-
okkar^'r. f Uumstigi búrekstrar
tilf; ,kstrarfjárskortur er þar
meö o«Slegur °g komur illa niður
við íi- ° vaxtabyrði. Þetta erum
vpria lr sammála um og þessu
bakkUam Við að’ breyta. Tvær
fram Tverðar tillögur ha“fa komið
bessn ^tf b'ngi í vetur sem lúta að
sneniV ? báðar U1 bóta bvab bað
ari fiá u gera bændur sjálfstæð-
af Sf.rbagslega. Önnur var flutt
J6ha„^lflHaKf0fráð Jðn^ni og
nokkrum Am?tein’ en bin af
um. B™traA hýfAbandalagSm°nn'
háttvirtir fllb! ‘ "U Verið ef
sameinað þeisl"1 tmr6"” h^f
hefði hox p , ar tdlogur, þvi vel
En hvað sk f með góðum vilía-
trúarl hl fUr á Þineinu? Full-'
mótmæla Idaufs'eF ®t?>nda uPp °g
°g ekki heyrt aö K u
hreyta kerf nu LuT k ^
Ky? ^ í%
niourfelhngu söluskatts á land-
sl'ífh'7'’r Ágaetir fulltrúar er
alþi„„is r„ha?a i Mluiri
munir h» 7rUm' ErU þaö bags-
N..i r«rS5K
hví eru þeir svo fljótir að skipta
um skoðun Afurðalán sem seðla-
bankinn lánar eru áætluð hverjum
bónda í landinu en hluti þess fjár
fer í að greiða verkafólki er vinnur
að öðrum þáttum framleiðslunnar.
Sá hluti er borgaður strax.
Hvers vegna má ekki koma
málum í það horf að. bændur fái
sinn hluta greiddan strax eins og
aðrir? Þetta er okkar ósk og þarf
hver einasti fulltrúi okkar að
halda þessu til streitu. Þetta ætti
að vera auðvelt mál fyrir þá sterku
ríkisstjórn sem nú situr.
Lítum á þátt Framsóknar. Getur
verið að hún treysti ekki bændum
til að vera fjárhagslega sjálfstæð-
ir? Telur hún að samvinnuhreyf-
ingin mundi bíða hnekki af að
missa rekstrarlán landbúnaðarins
sem til hennar ganga í dag? Þetta
er reginmisskilningur. Bænda-
stéttin er sögð eiga samvinnufé-
lögin, eða hvað? Hagur þessarar
stéttar og sölufélaga hennar er svo
samtvinnaður að annars hagur er
óhjákvæmilega hagur hins. Þetta
er eingöngu spurning um hag-
kvæmni. Samvinnuhreyfingin er
alls góðs makleg og við eigum
henni margt að þakka einkum í
sumum byggðarlögum landsins.
Þetta vita bændur og því eru þeir
ekki að setja neitt til höfuðs
samvinnuhreyfingunni þótt þeir
óski eftir að fá möguleika til að
borga víxlana fyrr en nú eða
staðgreiða úttekt.
Ef samvinnufélögin eru ekki
samkeppnishæf við verslun og
þjónustu í landinu án þess að sitja
ofan á rekstrarlánum til bænda þá
þarf að bæta hag þeirra með
löggjöf, veita þeim til dæmis hærri
vörulán á óselda vöru.
En hvað veldur þessari tregðu
hjá fulltrúum bænda, er kannski
sú raunin á að þeir, er ráða þessum
fyrirtækjum bændanna kæri sig
ekki meira en svo um að losa
taumhaldið? Ræður fjármálavald
samvinnufélaga orðið yfir eigend-
um þeirra og atkvæðum fulltrúa
þeirra. Allavega kippti einhver í
spottann þegar atkvæði voru
greidd um söluskattinn.
Tökum þá þátt Sjálfstæðis;
flokksins í málefnum bænda. í
þessari ríkisstjórn er hann alls
ekki nógu jákvæður þrátt fyrir
áðurnefnda tillögu Eyjólfs Kon-
ráðs og Jóhanns Hafsteins. Eftir
allgifturíka stjórnun Ingólfs Jóns-
sonar á þessum málum má segja
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
komið okkur í fóstur hjá Fram-
sókn. Nú er það ekki nóg afsökun
að Framsókn ráði landbúnaðar-
ráðuneytinu. Svo gott hefur sam-
komulagið verið að koma hefði
mátt ýmsu jákvæðu í framkvæmd
ef vilji hefði verið nógur. Þagað
hefur verið þunnu hljóði við
kröfum um breytingar á raf-
magnsverði, söluskatti, niðurfell-
ingu tolla, rekstrarlánum. Sjálf-
s'tæðismenn í bændastétt eru
ekkert hrifnir og illt er þessu að
una. Og segja mætti mér að
flokkurinn verði að gæta vel að
sér. Það verður erfitt fyrir sjálf-
stæðan sjálfstæðismann að kjósa í
vor.
Alþýðuflokkinn þarf tæpast að
nefna í þessu sambandi nema þá
í takt við Dagblaðið og Vísi, þó
óneitanlega lesi ég greinar Vil-
mundar. En gaman væri að fá eina
grein frá honum um kjör bænda.
/Álþýðubandalagið hefur tekið
sfc til nú og látið sig málefni
bærrdanna einhverju skipta, sbr.
grein Lúðvíks og áðurnefnda
tillögu þeirra. Þetta er þakkarvert.
Einhvern veginn er þetta allt
ósköp auðvelt og opinn hugur fyrir
öllu nú meðan setið er í stjórnar-
andstöðu. Skyldi hljóðið breytast
ef næðist í einhvern ráðherrastól-
inn? Allir vita að Lúðvík er
duglegur og gott að eiga hann að
eins og sjávarútvegurinn okkar
ber með sér, þó betra sé kapp með
forsjá, en þegar í kjölfar góðra
tillagna fylgir samruni Búnaðar-
bankans og Útvegsbankans fer
manni að blandast hugur um
afstöðu hans til bændastéttarinn-
ar.
En hvað er til úrbóta?
Sláturhús og mjólkurbú þurfa
að njóta bestu fyrirgreiðslu sem
mögulegt er. Þetta eru þjóðþrifa-
fyrirtæki sem breyta fyrstastigs
framleiðslu bænda í dýrmæta
fæðu og tengja saman bændur og
verkafólk er þar vinnur. Uppbygg-
ing þessara fyrirtækja hefur orðið
nú á mjög skömmum tíma og er
því dýr, þótt óhjákvæmileg sé.
Þessum kostnaði þyrfti að mæta
með auknu fjármagni úr Fram-
leiðslusjóði landbúnaðarins svo
hægt sé að lækka óhóflegan
rekstrarkostnað, því vinnslukostn-
aður má ekki fara út yfir hófleg
mörk. Við vitum að samvinna allra
þessara félaga um landið veldur
hækkun hér ef byggt er þar. Öðru
vísi væri þetta ekki framkvæman-
legt á smærri stöðum. En það væri
öllum til hagsbóta ef ríkisvaldið
gripi hér inn í. Um söluskattinn
hefur áður verið rætt en það er
brýnt að hætta hringiðunni með
hann og niðurgreiðslurnar í svo
miklum mæli sem er. Nema hér
komi inn í dæmið hagur ríkis-
valdsins, nefnilega sá að 22% eru
jú tekin af hverri hækkun.
Það er leitt til þess að vita að
úrræðaleysi þreyttra manna skuli
setja svo mikið mark á störf
alþingis að þessum málum sem
raun ber vitni.
Aukin markaðsleit og aukið
fjármagn til hennar eru nauðsyn.
Sútunarstöðvar og feldskerar hér
hafa eitt besta hráefni í veröldinni
þar sem sauðagæran er. Þessa
vöru þarf að fullvinna heimafyrir
og bíður þar stórt verkefni eftir
samvinnu framleiðenda og selj-
enda.
Ein er sú búgrein sem engar
uppbætur þiggur eða niðurgreiðsl-
ur, en það er hrossarækt og
framleiðsla reiðhesta, en uppeldi
þeirra og tamning er gott dæmi
um fullvinnslu innlendrar vöru.
Þetta hefur tekist með góðu
samstarfi þriggja aðila: Markaðs-
leitar Gunnars Bjarnasonar á
vegum útflutningsdeildar SÍS,
Félags tamningarmanna og svo
bænda, sem bundist hafa samtök-
um í Hagsmunafélagi hrossa-
bænda, en það hefur starfað í 3 ár
■ ■■ ■ -*»%■■■
■ Fallegir skrokkar á frribandi hjá Kaupfélagi Þingeylnga.
)HERRA: T^m
n 1977 jndan
með góðum árangri. Benda má á
að samstarf þessara aðila hefur
stuðlað að útflutningi reiðhesta s.l.
ár fyrir 95 milljónir, sem ber sig
fullkomlega þó skattlagður sé
innanlands í þágu hrossaræktar í
landinu. Aðrar búgreinar eiga
áreiðanlega eftir að læra af þessu
dæmi. Jákvæður skilningur á
málefninu og góð samvinna sitja
þar í fyrirúmi.
Annað dæmi er ullin og lopinn.
Hér þurfa þvottastöðvar, spuna-
stofur, prjónastofur og hand-
prjónasamband að hafa samvinnu
við útflutningsaðila. Úr þessu
hráefni er framleidd afar eftirsótt
vara. Sem dæmi má nefna að í
Edinborg í Skotlandi eru lopapeys-
ur í íslenskum lopa prjónaðar af
skoskum konum og eiga að vera í
sauðalitum þótt erfitt væri að
finna rauðu rollurnar.
I þriðja lagi má nefna kjötfram-
leiðslu í samvinnu við kjötiðnað,
manneldisfræðinga og markaðs-
öflun innanlands sem utan.
Einna lengst erum við komnir í
mjólkuriðnaði og má margt af
honum læra þótt enn verði að gera
betur og þá í að reikna út
markaðssveiflur, svo hafa megi
betri stjórnun á 1. stigi framleiðsl-
unnar.
Rannsóknarstofa landbúnaðar-
ins þarf að auka tilraunir með
innlent kjarnafóður sem frekast er
kostur og þá ekki síst í samvinnu
við hænsna- og svínabændur, því
þeir eru háðastir innfluttu kjarna-
fóðri, en einnig við aðrar búgrein-
ar. Þetta er í gangi en þarf að
stórauka sem fyrst þvi þetta er
eitt mesta hagsmunamál landbún-
aðarins. Fjárveiting til þessara
hluta skilar sér fyrr og betur en
margt annað.
Allavega þarf að auka fjárveit-
inguna svo að leggja mætti gömlu
steypuhrærivélinni, sem notuð er
þarna að sögn.
Einn þáttur landbúnaðar er hér
ótalinn en það er garðyrkjan,
ylræktin, grænmeti og blóm, svo'
og kartöflu- og önnur útiræktun
garðávaxta og grænfóðurs fyrir
menn og skepnur. Þarna er stór
akur nú þegar en hann þarf að
fullnýta eins og aðra möguleika
sem landið okkar gefur.
Þetta eru þau verkefni sem
vinna þarf að og sem þeir þurfa að
sameinast um sem hér hafa
hagsmuna að gæta: 1. stig fram-
leiðslu, bændur, 2. stig, iðnaður-
inn, 3. stig, seljendur og að síðustu
ríkisvaldið sem verður að hafa
yfirstjórn á málunum. Þótt sam-
vinna sé með þessum aðilum í dag
og margir geri sjálfsagt sitt besta,
þarf að herða enn á. Aukin
hagkvæmni fæst ekki nema með
fjármagni og það kemur ekki
nema menn hafi trú á málefninu.
Og það höfum við.
Heyrst hefur sú skoðun að
leggja beri ríkisbúin niður en
gagnvart þeim verða bændasam-
tökin að vera sanngjörn þótt
erfiðleikar steðji að. Það er
staðreynd að á ríkisbúum er rekin
mikilvæg tilraunastarfsemi sem
kemur okkur til góða í meiri
þekkingu. Því þarf að fara varlega
í að leggja þessar stofnanir niður
en meta ber hverju sinni aðstæður
og árángur slíkra búa.
Bændafólk er kannski sú stétt
manna sem hvað sjálfstæðust er í
lund. Öllu erum við konungafólk í
smáu ríkjum og látum því illa að
stjórn. En stjórnun landbúnaðar-
mála er nauðsynleg og þá ekki síst
á fyrsta stigi framleiðslunnar.
Sem best samvinna þarf að vera
um stjórnunina hjá þremur aðil-
um: Landbúnaðarráðuneyti,
bændasamtökum, Búnaðarfélagi
Islands og ekki síst Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins.
En hvað þýðir að kveða sér
hljóðs? Meðan stjórnvöld rjúfa
gerða kjarasamninga við launa-
stéttir landsins og þær svara með
ólöglegum verkföllum. Meðan lög-
gjafinn tekur af þeim launalægstu
er ekki minnst á skerðingu á
álagningu þótt opinbert sé að
kaupmenn reyni ekki að kaupa inn
á hagstæðustu kjörum. Meðan á
alþingi þjóðarinnar sitja heiðurs-
menn sem fara ekki eftir gjaldeyr-
islögum þjóðarinnar og æðstu
menn bankastofnana sitja sem
Framhald á bls. 47.