Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Uveggja vlkna skfðaferð um hálendlð 1. greln Á Iciðinni til Kverkfjalla Flngbjörpnarsveitin í Reykjavík Undirbúningur Ferðir Flugbjörgunarsveitar- innar (FBS) yfir hálendið á skíðum um páskana eru nú næstum árlegur viðburður og þótti mönnum tími til kominn að finna nýja leið. Var þá ákveðið að velja leið frá Mývatni suður yfir Vatnajökul að Skaftafelli með viðkomu í Dyngju- og Kverkfjöllum, leið sem aldrei hefði verið farin áður. Þegar leið á haustið 1977, voru sex félagar; Guðlaugur Þórðar- son, Þór Ægisson, Guttormur B. Þórarinsson, Jón E. Rafnsson, Benedikt Kristjánsson og Guð- jón 0. Magnússon ákveðnir í að fara, og var þegar tekið að undirbúa ferðina. Farið var með „veislumat" inn í Kverkafjöll í október á bílum, og þegar er fór að snjóa, var byrjað að æfa á skíðum. Til æfinga voru farnar helgarferðir í nágrenni Reykja- víkur og m.a. inn að Hlöðufelli, á Hengil, Skjaldbreið og Tindfjallajökul. Utbúnaður var af bestu gerð til vetrarferða, m.a. sérstök jöklatjöld, þykkir dúnsvefnpok- ar og vindheldur fatnaður. Notuð voru sérstök gönguskíði, sem ætluð eru til langferðalaga. Til matar var borðað þurrkað kjöt og grænmeti á kvöldin, flatbrauð og kæfa á göngu og hafragrautur á morgnana. Reyndist hann vel í alla staði, og voru menn saddir að máltíð lokinni. Farangur reyndist vera alls um 45 kg, og var hann dreginn á sérstaklega smíðuðum snjóþotum, sem reyndust einnig vel. Mývatn — Kverkfjöll Loks kom að deginum, sem fljúga átti norður. Flogið var til Húsavíkur og þaðan var ekið með okkur að Baldursheimi í Mývatnssveit. Þaðan lögðum við af stað eftir hádegi föstudaginn 17. marz í átt að Sellandafjalli. Færi var sæmilegt, nema hvað mótvindur var töluverður og hæðaraukningin um 20 m, svo að hægt miðaði. Var því tjaldað undir austurhHðúm Sellanda- Veizlumatur í Sigurðarskála Jón með Herðubreið í baksýn Hópurinn við Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar í Dyngjufjöllum. fjalls um kvöldið, eftir um 15 km göngu. Á laugardag var haldið áfram í átt að Dyngjufjöllum og gerðu menn sér vonir um að komast í Fjárhólaborg, um 25 km leið, en færi var leiðinlegt, 4 stiga hiti úti, en frost í snjónum, og festist því snjór undir skíðunum. Oskuðu sér því allir að vera á „Guttaskíðum“, þ.e. áburðar- lausum skíðum, því að aðeins gekk vel hjá honum. En veður var fagurt, heiðskírt, suðvestan- gola og hiti og fjallasýn hin besta: Dyngjufjöll til suðurs, Kollóttadyngja og Herðubreið til austurs og Bjáfjall til norð- urs auk margra annarra fjalla. Var því aðeins gengið um 18 km annan göngudaginn. Nú var komið að þriðja göngudegi og var áætlað að komast alla leið í Drekagil, í skála Ferðafélags Akureyrar. En strax í upphafi var ljóst, að úr því myndi ekki verða, því að snjórinn festist ævinlega undir skíðunum og Ódáðahraun reyndist mjög úfið og erfitt yfirferðar, og náðum við aðeins að Stórukistu norðaustan í Dyngjufjöllum. Útsýni þennan dag reyndist lítið, eins og oftar í ferðinni, og var gengið eftir áttavita alls um 20 km. Næsti dagur, að Dregagili, reyndist okkur langur, þó að vegalengdin væri ekki nema un 8 km, því að nú var suðvestanátt með 10—12 vindstig í fangið. Nú var ekki gengið á skíðum, því að menn fuku aftur á bak, 40 kg snjóþotur tókust á loft, bakpok- ar fuku, þegar þeir voru settir niður, og harðfenni rifnaði upp og flaug framan í okkur. Mun þessi dagur hafa reynst flestum erfiðastur og voru menn fegnir, þegar skálinn i Drekagili birtist skyndilega í storminum. Hér var gerð tilraun til að þurrka föt, sem höfðu blotnað um daginn, en vegna lélegrar kynd- ingar þar reyndist það ekki unnt nema að takmörkuðu leyti. Menn voru þó fjótir að jafna sig eftir góða hvíld um nóttina, og næsta dag var ákveðið að reyna að komast inn í Kverkfjöll í einum áfanga, tæpa 40 km, því að veðurútlit var gott og færi ágætt. Framhald á bls. 55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.