Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 12

Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 BESSÍ Jóhannsdóttir er fædd 5. febrúar 1948, dóttir Jóhanns Bessasonar og Arnheiðar Björgvinsdóttur. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 úr stærðfræðideild og tók síðan BA-próf frá HáskQla íslands í sögu og félagsfræði 1973. Hún er nú fastráðinn kennari við Kvennaskólann f Reykjavík. „Ég er fædd í Tjarnargötu í gömlum leiguhjalli frá Reykjavíkurborg, og er sennilega eini frambjóðandinn f borgarstjórnarkosningunum, sem fyrst hefur litið dagsins ljós í slíku húsnæði,“ sagði Bessi Jóhannsdóttir kennari, 12. maður á lista Sjálfstæðisflokksins, er M rgunbíaðið spjallaði stuttlega við hana nú fyrir kosningarnar. „í minni bernsku skynjaði maður borgina öðruvísi en nú og ég held að ég og minir jafnaidrar hafi tengzt betur raunverulegu athafnalífi í borginni en unglingar gera í dag. Þetta hefur sjálfsagt bæði sina kosti og galla, eflaust fara börn einhvers á mis nú af því sem við höfðum og öfugt.“ Bessí Jóhannsdóttir býr að Hvassaleiti 93 ásamt eiginmanni sínum, Gfsla Guðmundssyni lögfræðingi og börnum þeirra tveimur, Ernu, 10 ára, og Guðmundi 3ja ára. Við spurðum hana um skólagöngu hennar. Hún sagðii vor!“ sagði hann uppörvandi. Þessi tengsl milli mín og Ólafs voru mér til góðs og slík örvandi tengsl kennara við nemendur sína eru einmitt sá þáttur, sem hvað mest hefur skort í menntakerfinu. Og þetta hefur orðið til þess að margur nemandinn og ekki sízt konur hafa helzt úr námi og ekki lokið prófi. Því hefði ef til vill verið unnt að bjarga með slíkri uppörvun. Einnig vil ég minnast hér Reynis Bjarnasonar, sem nú er nýlátinn og er mikill missir að. Hann var þá að byrja sinn starfsferil og var líka einstaklega uppörvandi kennari. Hann markaði tímamót í líffræðikennslu í grunnskólan- um, en um árabil starfaði hann við Skólarannsóknadeild, og við eigum von- Fyrstu kynni mín af skóla voru í ísaksskóla hjá þeim frábæra skólamanni ísak Jóns- syni. Eitt atvik er mér j j sérstaklega minnis- stætt. Það skall á mik- ið óveður og ísak ók þeim okkar heim, sem ekki vorum sótt. Líklega er þetta í eina skiptið, sem ég hefi orðið verulega lífhrædd því að Isak, sem var mjög sjóndapur, týndi gleraugum sínum á leiðinni. Annars hjólaði pabbi með mig í skólann fyrst framan af, eða þar til ég fór að fara í strætisvagni. Þegar svo ísaksskóla sleppti vildi ég sjálf fara í Landakotsskóla og var það látið eftir skiptir ekki máli, ef þeir litu ekki á sig sem pólitíska trúboða. Sem dæmi vil ég nefna kennslu Svans Kristjánssonar í alþjóðastjórnmálum. Hluti af náminu fjallar um utanríkismál íslands. Feyki- legt gildismat er í vali námsbóka, og mestur hluti tímans fer í að rífa niður stefnu okkar í þessum málum." „Þú varst þá raunverulega í tveim deildum í Háskólanum?" „Já, en Námsbrautin var ekki háskóla- deild, því að raunverulega var ekki búið að marka henni sess innan skólans, og stóðu raunar um það talsverðar deilur, sem ég ætla ekki að rekja hér. Annars máttu stúdentar ekki ljúka námi úr tveimur deildum þegar ég byrjaði í Námsbrautinni. Raunar héldu allir að búið yrði að breyta þessu þegar kæmi að því að útskrifa stúdenta. Svo var þó ekki. Magnús Már Lárusson, sem var þá Háskólarektor, stóð í þessu stríði, og fór svo, að útskrifa varð mig og raunar nokkur fleiri, sem þá höfðu bætzt í hópinn með ráðherraheimild. Eg er nú á cand.mag. stigi og ætla að reyna að ljúka því í haust. A eftir að fullvinna ritgerð, um afskipti Sameinuðu þjóðanna af Kóreustríðinu. Af því tilefni fór ég utan til New York til gagnasöfnun- ar í bókasafni Sameinuðu þjóðanna. Það var lærdómsríkt að koma þangað og kynnast þeim sérstaka anda og víðsýni sem þar ríkir. Ætti án efa vel við mig að vinna í slíkum alþjóðasamtökum." „Nú, en eiginmanninn sóttirðu í Verziunarskólann?" „Já, Gísli var í Verzlunarskólanum þegar við kynntumst, Við vorum bæði við nám þegar Erna dóttir okkar fæddist og ég einsetti mér að eiga ekki fleiri börn á meðan það ástand ríkti. Guðmundur, sem nú er 3ja ára, fæddist svo, þegar Gísli lauk lögfræðiprófi. Maðurinn minn hefur svo farið út í viðskipti, en ég í kennslu við Kvennaskólann í Rvík, og stjórnmál. Stjórnmálalega séð eru fræðslumálin mér hugstæðust. Mér hefur fundizt það raunalegt, hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt þeim málum lítinn áhuga. Þetta eru þó þau mál, sem leggja mér, þótt fjölskyldan væri í raun ekki mikið hrifin af því. Hún vildi heldur að ég færi í Miðbæjarbarnaskólann, og pabbi og mamma töldu sig ekki hafa ráð á skólagjaldinu, sem krafizt var í Landakoti. Ég bý alla tíð að skólaveru minni í Landakoti og þar vaknaði áhugi minn á sögu fyrir tilstilli Guðrúnar Jónsdóttur. Hún og síðar Ólafur Hansson hafa orðið mér f.vrirmyndir í minni sögukennslu. „Þegar ég var 12 ára fluttumst við í raðhús í Bústaðahverfi. Þá fór ég í Réttarholtsskóla þar sem Ragnar Georgs- son var skólastjóri. Skólastjórn hans var mjög sérstæð. Hann stóð fyrir blómlegu félagslífi innan skólans og hjá honum voru aldrei nein vandamál. Síðan.lá leiðin í Vonarstrætisskólann, þar sem Astráður Sigursteindórsson réð ríkjum. Þetta var landsprófsskóli og þar lenti ég í afskap- lega ske,mmtilegum bekk, sem hélt hópinn í gegnum allan menntaskólann. Ég man sérstaklega eftir Eiríki Jónssyni stærðfræðikennara sem kenndi okkur þar. Hann var afar metnaðargjarn fyrir hönd nemenda sinna og var í raun eins og hann sagði, alltaf að færa okkur yfir götuna. Þaroa kenndi mér líka Indriði Gíslason. Hann kenndi íslenzku og eitt sinn, er hann hafði farið yfir ritgerðir okkar nemendanna, tók hann mína sérstaklega fyrir, sýndi hana yfir bekkinn og sagði: „Þetta er falleg ritgerð, en í henni mætti þó vera eitthvert innihald." Ég lét mér þetta að kenningu verða, einkum síðar, er ég fór að hafa afskipti af stjórnmálum. Alltof margir hafa tilhneigingu til þess að skrifa langlokur um allt og ekki neitt. Raunar er þetta einhver mesti ljóður á rithöfundum og blaðamönnum, sem alltof lítið hugsa um innihald þess, sem þeir láta fara frá sér. Arni Bergmann hefur einnig gagnrýnt þetta og sagt að augljóst sé, að íslenzkir rithöfundar gefi sér ekki tíma til að vinna — verkin væru oft og einatt aðeins yfirborðið." „Hvenær vaknar svo áhuginn á stjórn- málum?" „Það var á menntaskólaárunum. Heim- dallur var þá upp á sitt bezta og þá var jafnan mikið líf í kjallaranum í Valhöll. Stúlkurnar voru hafðar með, en einhvern veginn var aldrei ætlazt til neins af þeim. Þær áttu að vera eins konar dúkkulísur. En þetta var skemmtilegur hópur ungl- inga, sem einmitt nú er orðinn mjög virkur innan Sjálfstæðisflokksins. I menntaskólanum eignaðist ég góðan vinahóp kennara og nemenda. Upp- áhaldskennari minn þar og síðar í Háskólanum var Ólafur Hansson. Ég á honum mikið að þakka. Þegar ég var að lesa undir BA- og síðar Cand.mag. próf í sögu og var komin að því að hætta, þá ýtti Ölafur við mér — „Þú ferð í próf í andi lengi eftir að njóta hans áhrifa í þeirri grein." „Hvenær ferðu svo í Háskólann?" „Ég varð stúdent 1967 og hóf þá um haustið nám í lagadeild. Maðurinn minn var þá að ljúka stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands og ætlaði í lögfræði. Ég íhugaði málið og komst að raun um að nóg væri að hafa einn lögfræðing á heimilinu og fór því í Heimspekideild í sagnfræði. Síðar fór ég í Námsbraut í Almennum Þjóðfélags- fræðum. Þar kynntist ég í fyrsta sinn sérkennilegu ástandi, raunverulegri póli- tík í kennslu." „Hvernig var það?“ „Ég held, að ef einhvers staðar í menntakerfinu sé brotin hlutleysisregla, þá er það í núverandi Félagsvísindadeild Háskólans, sem er arftaki' þessarar námsbrautar. Það liggur við að hægt sé að kalla það kerfisbundinn heilaþvott á ungu fólki. Ég er á móti þessu, þar sem verið er að kenna ungu fólki, sem oft hefur ekki þroska eða menntun til að skilja hvað þarna er að gerast. I dag eru flestallir kennararnir Al- þýðubandalagsmenn, sem í sjálfu sér Samtal við Bessí Jóhannsdóttur, 12. mann á lista Sjálf- stæöisflokksins við borgarstjórnar- kosningarnar á sunnudag. grundvöll að allri okkar þjóðfélagsgerð. Mér þótti mjög miður, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, að sjálfstæðis- maður skyldi ekki verða menntamálaráð- herra. Sú flatneskjuþróun og útþynning- arstefna, sem ríkt hefur í íslenzkum menntamálum undanfarið á eftir að segja til sín og setja mark á þjóðfélagið eftir einn til tvo áratugi. Stefnan í grunnskól- anum, að enginn megi standa upp úr og nemendur megi ekki njóta vinnu sinnar, er mjög háskaleg. Samræmdu prófin í 9. bekk eru hrein markleysa eins og þau eru nú framkvæmd. í raun er það stórmerki- legt, hve litið hefur verið rætt um niðurstöður samræmdu prófanna, sem birtar voru í apríl og eru merkilegur kapítuli um þessi mál. Ef svo heldur fram sem horfir, má gera ráð fyrir að íslenzkir stúdentar verði ekki samkeppnisfærir í erlenda háskóla, sem er alvarleg þróun, því eins og allir vita þurfum við að sækja ýmsa vizku á vit annarra þjóða sökum smæðar okkar. Það væri firra að ætlast til að Háskólinn geti boðið upp á námsbrautir í öllum greinum." „Nú, ef við vendum okkar kvæði í kross — hvernig eyðir þú tómstundum þínum?“ „Við hjónin reynum að ferðast eins mikið og við getum og tökum börnin þá jafnan með. Auk þess eyði ég miklum tíma í lestur. Lestur fólks hefur minnkað gífurlega hin síðustu ár. Allir eru uppteknir við vinnu sína, og þegar heim er komið verða þeir móttakendur fjöl- miðlanna, þar sem allt er matreitt á eins einfaldan hátt og unnt er. Mér hefur fundizt að þetta hafi þau áhrif að fólk verður þröngsýnt, og neikvæður hugsun- arháttur hefur náð tökum á of mörgu fólki. Á- slíku hugarfari nærast flokkar eins og Alþýðubandalagið bezt. Ef þeir mættu ráða væri hálf þjóðin í meðferð hjá einhverjum sérfræðingum. Það er mikið í tízku, að gera félagslegar kannanir og rannsaka hitt og þetta. Tölfræðilegar kannanir eru mjög var- hugaverðar. Sá sem kannar getur leikið sér að tölum og fengið út næstum nákvæmlega það sem honum passar. Engir kunna betur að nota sér þessar rannsóknir í áróðursskyni en einmitt alþýðubandalagsmenn." „Hvað viltu að lokum segja um sjálfa þ*K?“ „Ég trúi svolítið á forlög. Eg ólst upp við ýmsa erfiðleika. Það hefur kennt mér að meta tilveruna og taka ekkert fyrir sjálfsagðan hlut. Hvorki góða heilsu, heilbrigð börn eða það að fá að starfa við það sem hugur manns stendur til. Auk þess fylgir það því viss sjálfsvirðing að finna að maður er sinnar eigin gæfu smiður. Foreldrar mínir gáfu mér það veganesti, að lifa í nútíðinni með vakandi auga á framtíðinni. Það hefur dugað mér vel,“ sagði Bessí Jóhannsdóttir að lokum. Bessí Jóhannsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Gísla Guðmundssyni, lögfræðingi, og börnum þeirrai Ernu og Guðmundi. — Ljósm.t Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.