Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 14

Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Eg man eftir því þegar ég steig í pontu í fyrsta sinn á málfundi hjá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Mér sortnaði fyrir augum o» fannst ég vera með bómull uppi í munninum. Eftir á vissi ég ekki hvað ég hafði sagt og hugsaði með mér að þetta myndi ég aldrei gera aftur. En á næsta málfundi steig ég aftur í pontu og tók 7 7 til máls.“ ' ' bað er Margrét S. Einarsdóttir, sem hefur orðið, en hún er í 13. sæti framboðslista Sjálfstæðisílokksins til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem Margrét býður sig fram í borgarstjórn, en hún bauð sig einnig fram 1974. Margrét er gift Atla Pálssyni og eiga þau hjónin fjóra syni, Einar, Hallgrím, Guðjón og Atla. Eg er faedd og uppalin í Garðastrætinu," segir Margrét, „svo segja má að ég sé Vesturbæing- ur í húð og hár. Skóla- . 7 7 ganga mín hófst í Landakotsskóla og þar var ég til 10 ára aldurs, er ég fór í Melaskólann. Landakotsskóli var að mörgu leyti góður skóli, þar var mikill agi og viðbrigðin voru því nokkur er ég kom í aðra skóla. Kennararnir við Landakots- skóla voru flestir nunnur, en einnig kenndi séra Hákon Loftsson við skólann, en séra Hákon er einhver alskemmtileg- asti kennari sem ég man eftir. Auðvitað var mikil áherzla lögð á Kristnifræði í skólanum og það fór ekki hjá því að eitthvað af þeim fræðum síaðist inn í okkur. Sjálf hef ég alla tíð verið ákaflega trúuð og trúin hefur verið mér mikill styrkur í starfi mínu. Annars finnst mér áberandi hvað börn í dag eru minna trúuð en var þegar ég var að alast upp. Það er ekki eins mikið lagt upp úr trú og áður. pólitík í skólanum. og ég held að það hafi verið álíka margir, sem voru vinstri- og hægrisinnar. Þá var einnig gefið út skólablað í gagnfræðaskólanum og skrif- uðu nemendurnir mestallt efnið í það, þó stundum birtust viðtöl við kennara í því. Efnið var aðallega sögur og ljóð og ég held að óhætt sé að segja að blaðið hafi verið nokkuð drjúgt. Kostnaður við blaðið var nokkur, en reynt var að afla fjár til útgáfunnar með því t.d. að selja auglýs- ingar. Böll voru auðvitað haldin og voru þau nokkuð mörg á hverjum vetri. Þau voru Ég er bjartsýn að eðlisfari og hef alla tíð átt auðvelt með að sjá það broslega og skemmtilega í tilverunni. Á unglings- árum mínum mátti ég oft hafa mig alla við að láta ekki hláturinn ná tökum á mér þegar sízt skyldi og það er ekki laust við að ég megi enn þann dag í dag gæta mín á þessu. Að landsprófi loknu hóf ég nám við Húsmæðraskólann að Laugum í Reykja- dal og þar var ég næstu árin. Húsmæðra- skólinn ver gerólíkur öðrum skólum sem ég hafði verið í og var virkilega skemmtilegur skóli. Ég sakna þess mikið að þeir eru að hverfa. Við lærðum margt nýtilegt í húsmæðraskólanum og það myndaðist skemmtilegur félagsandi þar. Við héldum kvöldvökur og tengsl voru mikil og góð við aðra húsmæðraskóla á landinu. Þá var einnig Alþýðuskóli starfandi að Laugum og var gott samstarf og samvinna milli þessara tveggja skóla. Við buðum nemendum Alþýðuskólans á okkar árshátíð og svo öfugt." Er Húsmæðraskólanáminu lauk tók alvara lífsins við, en Margrét giftist árið 1957, aðeins 18 ára að aldri. „Það var ekki manninum Einar, Margrét, Atli, Hallgrímur, Guðjón og Atli. í Landakotsskóla var okkur einnig kennt að þéra fullorðið fólk og vandist ég því. Svo var það er ég var í fyrsta tíma mínum í Melaskóla að ég þurfti að tala við kennarann og að sjálfsögðu þéraði ég hann. Kennarinn horfði hins vegar hissa á mig, en skellti svo upp úr. Honum fannst greinilega mjög fyndið að ég skyldi þéra hann. (Seinna lét ég þau orð falla að þessi kennari hefði kennt mér fyrstu ókurteisina sem ég lærði.) Ur Melaskóla lá því næst leiðin í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Öldu- götu og þaðan tók ég síðan landspróf. Félagslífið í Gagnfræðaskólanum var mjög gott á þessum tíma, ög málfundir voru algengir. Þeir voru um allt milli himins og jarðar og stundum fjölluðu þeir um hápólitísk efni. Já, það var mikil yfirleitt vel sótt og fóru vel fram. Það heyrði t.d. til undantekninga ef unglingar neyttu áfengis, eins og nú virðist vera orðið all algengt. Tónlistin á böllunum var ýmist leikin af hljómplötum, eða þá að hljómsveitir léku fyrir dansi. Hljóm- sveitirnar voru yfirleitt skipaðar krökk- um úr skólanum, enda voru ekki gerðar sömu kröfur og í dag. Það er óhætt að segja að félagslífi í skólunum hafi farið mikið aftur frá því sem var, og tel ég ástæðuna fyrir því vera þá, að það er svo margt sem unglingar geta gert utan skólans í dag. Þeir fara á böll, en það þekktist ekki fyrir rúmum 20 árum. Það er afturför að skólafélögin eru ekki jafn sterk nú og áður. Þá bar ekki eins mikið á unglingum, þeir voru ekki með þessi læti sem fylgja þeim núorðið. Rætt við Margréti S. Einarsdóttur sem skipar 13. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík eins algengt og nú að stúlkur giftust svona ungar, en það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið neitt einsdæmi," segir Margrét. „Eldra fólki fannst ég vera í það yngsta, en okkur fannst þetta ekkert erfitt. Nú árið eftir eignuðumst við okkar fyrsta son, og annar fylgdi litlu á eftir. Við kynntumst auðvitað þessum erfiðleik- um að þurfa sífellt að vera að leita sér að leiguhúsnæði og við bjuggum yfirleitt ekki nema eitt ár á sama stað næstu árin. Árið 1962 rættist þó úr þessu hjá okkur. Þá fengum við leigt hjá ágætu fólki í Njörvasundi, og þar vorum við næstu sex árin. Þaðan fluttumst við svo hingað í Árbæinn og höfum búið hér síðan. Árin 1958 til 1968 tók ég frekar lítinn þátt í félagsmálum, en ég gekk þó í Hvöt rúmlega tvítug, og var svo auðvitað í Heimdalli. Á þessum árum fór mestur tíminn í að ala upp börnin og sjá um heimilið, en húsmóðurstarfið getur verið erfitt starf og alls ekki eins lítilmótlegt og stundum er af látið. En 1968 sneri ég mér síðan aftur að félagsmálum og samhliða þeim stjórnmálum. Ég átti til að mynda mikinn þátt í stofnun kvenfé- lags Árbæjar og sat i fyrstu stjórn þess. Frá því í júlí 1976 hef ég unnið við Heilsugæzlustöðina í Árbæ, en áður vann ég á læknastofunum að Laugavegi 42 í nokkur ár. Óneitanlega er erfitt að vinna bæði úti og taka jafnríkan þátt í félagsmálum og ég geri, en fjölskylda mín hefur alltaf skilið mig og reynt að létta undir með mér. Áhugi minn hefur eins og gefur að skilja aðallega beinzt að félagsmálum á undanförnum árum, en önnur áhugamál á ég einnig. Ég er mikill bókaormur og les allt sem ég kemst yfir, þótt ég haldi mest upp á ljóð og stytti mér oft stundir með ljóðalestri. Fyrir mér eru stjórnmál jafn mikilvæg og loftið sem ég anda að mér. I stjórnmálum fær maður tækifæri til að reyna að láta eitthvað gott af sér leiða, og er það ekki það sem allir vilja. Persónulega hef ég mestan áhuga á heilbrigðismálum í borgarmálum Reykja- víkur, en ég hef einnig áhuga á umhverfinu og vil geta gert það svolítið mannlegt. Ég trúi á það góða í manninum og vil gera mitt til þess að draga það fram í dagsljósið. Raunvísindastofnun gef- ið nýtt segulmælingatæki IIINN 14. apríl s.I. var Raun- vísindastofnun Háskölans afhent formlega að gjöf frá vísindasjóðn- um „Alexander von Humbolt Stiftung” í Þýzkalandi vandað mælita-ki til mælinga á segulsviði jarðar og á segulmögnun bergsýna. Scgir í frétt frá Raunvísindastofn- un að tækið muni auðvelda mjög þær rannsóknir á segulstefnu í hrauniögum. sem raunvísindastofn- unin hafi staðið að í allmörg undanfarin ár í samvinnu við aðrar innlendar og erlendar stofnanir. Niðurstöður ofangreindra rann- sókna hafa veitt margháttaðar upplýsingar bæði um jarðfræði Islands og um eðli jarðsegulsviðsins. Þær hafa birzt mjög víða í fræðirit- um og á ráðstefnum og vakið athygli, enda eru aðstæður til slíkra rann- sókna betri frá náttúrunnar hendi á íslandi en víðast annars staðar, að því er segir í fréttatilkynningu Raunvísindastofnunar HÍ. Taékjagjöfina afhenti hr. Karlheinz Krug sendiráðunautur í sendiráði V—Þýzkalands, að við- stöddum próf. Guðlaugi Þorvalds- syni háskólarektor og próf. Svein- birni Björnssyni, formanni stjórnar Raynvísindastofnunar, en við gjöf- inni tók fyrir hönd stofnunarinnar dr. Leó Kristjánsson jarðeðlisfræð- ingur. Myndin er af dr. Leó við hið nýja segulmælingatæki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.