Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 16

Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. rramkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Breidholts- hverfin Au.þ.b. áratug hafa byggzt upp í Reykjavík Breiðholtshverf- in, sem í dag eru fjölmennari en stærsti kaupstaður utan Reykjavíkur. Á þessum örstutta tíma hefur ungt fólk af dugnaði og harðfylgi byggt upp borgarsamfélag, sem er fjölmennara heldur en kaupstaðir, sem verið hafa í uppbyggingu alla þessa öld og jafnvel lengur. Þetta er í sjálfu sér mikið afrek og fyrst og fremst afrek íbúanna sjálfra. Það er rétt, sem Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að „Breiðholtshverfin hafa byggzt upp af undraverðum hraða og er það ekki sízt að þakka dugnaði þeirra, sem þar búa“. Þótt margt hafi verið gert í Breiðholti er líka mikið ógert. Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi segir í samtalinu við Morgunblaðið í gær, að brýnustu verkefnin nú séu uppbygging skólahúsnæðis, dagvistunarstofnana, heilsugæzlustöðvar í Mjóddinni, menningarmiðstöðvar, er hýsa skal bókasafn og uppbygging íþróttasvæða og bættar samgöngur við hverfin, m.a. með byggingu brúar yfir Elliðaárdal. En borgarfulltrúinn segir jafnframt, að þótt brýnt sé að koma til móts við fólk með byggingu þjónustustofnana geri verðbólgan erfitt um vik um framkvæmdahraða, eins og þeir viti sjálfir, sem standa í byggingum, en Magnús L. Sveinsson undirstrikar, að borgarstjórn geri það sem hún mögulega geti til að flýta fyrir um hvaðeina, er verða má til bættrar þjónustu við íbúa Breiðholtshverfa. Svo dæmi sé tekið um eina tegund þjónustumiðstöðva í Breiðholtshverfum, þá eru þar nú tvö dagheimili með rými fyrir 117 börn. Þar eru einnig fjórir leikskólar með rými fyrir 394 börn. Á þessu ári verður tekið í notkun nýtt dagheimili við Suðurhóla og þar verða 4 deildir, en ein af þeim verður nýtt sem skóladagheimili fyrir börn á aldrinum 6—10 ára. Alls verður í þessu nýja dagheimili rými fyrir um 70 börn. Um næstu áramót verður tilbúið skóladagheimili fyrir 20 börn og á þessu ári verða hafnar framkvæmdir við tvær dagvistunar- stofnanir, við Iðufell og Arnarbakka, sem verða eins konar sambland af dagheimili og leikskóla, en þar verður rými fyrir 97 börn á hvorum stað. I kjölfarið á þessum byggingarfram- kvæmdum hefur félagsmálaráð Reykjavíkurborgar ákveðið, að byggðar verði tvær dagvistunarstofnanir í Seljahverfi. Magnús L. Sveinsson segir í fyrrnefndu viðtali við Morgunblaðið, að nú sé unnið að skipulagi íþróttasvæðis í syðri Mjóddinni, þar sem vera á stórt og mikið íþróttasvæði og þar er gert ráð fyrir, að ÍR njóti aðstöðu og hafi félagið verið haft með í ráðum varðandi skipulagningu. Annað íþróttafélag, Leiknir, hefur haft nokkra aðstöðu á íþróttavellinum á skólasvæði í Breiðholti III. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um þjónustumiðstöðv- ar og áform um byggingu þeirra í Breiðholtshverfum. Að nokkrum árum liðnum verða þessi hverfi orðin gróin og vel búin allri nauðsynlegri þjónustuaðstöðu fyrir íbúana eins og þau hverfi, sem byggzt hafa upp á undan þeim og þá hefur vaxtarbroddur höfuðborgarinnar færzt austur fyrir Elliðaár. En Breiðholtshverfin, verða jafnan til marks um þann dugnað og framkvæmdavilja, sem einkennir ungt fólk, sem lagt hefur á sig mikla vinnu og annars konar erfiði til þess að eignazt þak yfir höfuðið. Það hefur alla tíð verið höfuðbaráttumál sjálfstæðismanna að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði. Skipulagning og uppbygging Breiðholtshverfa er til marks um það. Þau hafa ekki sízt verið skipulögð með það í huga að gera ungu fólki kleift að komast yfir húsnæði á tiltölulega hagkvæmu verði. Það er eftirtektarvert, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa gagnrúnt meirihluta borgarstjórnar harðlega fyrir það að hafa lagt meiri áherzlu á þennan þátt í uppbyggingu borgarinnar en þann, sem snýr að efnameiru fólki, sem leitað hefur eftir einbýlishúsalóðum við sjávarsíðuna í nágrenni Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn þurfa ekki að kippa sér upp við þá gagnrýni. Breiðholtshverfin eru lifandi tákn um éttmæti þeirrar stefnu, sem að þessu leyti hefur verið mörkuð uppbyggingu Reykjavíkur. Einn af talsmönnum Alþýðubanda- lagsins hefur raunar spurt til hvers þetta fólk þurfi að eiga eigið húsnæði. Þeirri spurningu svara borgarbúar sjálfir. Magnús L. Sveinsson: Björgvin Guðmundsson sagði ósatt 1 sjónvarpi I hringborðsumræðum í sjón varpinu sl. miðvikudagskvöld, sem voru í framhaldi af beinni útsendingu af umræðum um borgarmálefni sem ég tók þátt í lýsti Björgvin Guðmundsson því yfir, að ég hefði farið með föslun í minni ræðu, þar sem ég hafði lýst því yfir að Björgvin Guðmundsson „hefði flutt til- lögu um það í borgarstjórn að það yrði reist nýtt frystihús í Reykjavík á þessu ári.“ Það er mjög alvarlegt að falsa ummæli manna og vil ég ekki liggja undir slíkum áburði. En það er einnig mjög alvarlegt að bera slíkt ranglega upp á menn, en það gerði Björgvin Guðmundsson sig sekan um í sjónvarpsþættinum. I fyrsta lagi minntist ég ekki einu orði á „tillöguflutning" Björgvins Guðmundssonar í borgarstjórn, heldur málflutn- ing hans þar. I ræðu minni í sjónvarpinu sagði ég orðrétt: „Alþýðuflokksmaðurinn Björgvin Guðmundsson sagði í borgarstjórn, að borgin yrði nú þegar að kaupa eins og: tvo nýja togara, byggja nýtt fyrstihús, iðnaðarhúsnæði, skipasmíðastöð og kaupa stóra skipalyftu. Allt skyldi þetta gert á þessu ári.“ Hér er ég að lýsa málflutn- ingi, ekki tillögu B.G. í borgar- stjórn þann 27. apríl sl., þegar borgarstjórn samþykkti stefnu- skrá í atvinnumálum. Allar ræður í borgarstjórn eru teknar upp á segulband og síðan vélritaðar, og nú er rétt að gefa B.G. sjálfum orðið. Hann sagði að borgarstjórn gæti ekki vel við unað fyrr en Bæjarútgerðin hefði fengið'nýtt frystihús. í framhaldi af því segir hann orðrétt: „Þetta þarf að mínu áliti að gerast annað hvort með því að kaupa fyrstihús af einkaaðila í Reykjavík, eða með því að b.vggja nýtt hús.“ Annars staðar í ræðunni segir B.G. orðrétt: „Við þurfum ekki á því að halda að samþykkja fallegar stefnuskrár hér. Viö þurfum á því að • halda að samþykkja aðgerðir í atvinnumálum, ef það á að snúa þróun í atvinnumálum við. Og ég kem að því á eftir, að mínar tillögur voru fyrst og fremst um aðgerðir á yfirstand- andi ári, en ekki um fallega framtíð og nútíð, sem ekki myndu leysa neinn vanda á yfirstandandi ári. Þar skilur á milli tillagna minna og tillagna borgarstjóra." Ennfremur: „Það er mín skoðun. Og ég vil ítreka það, enn og aftur, að þessar tillögur mínar þær fjöll- uðu allar um aðgerðir á yfirstandandi ári.“ B.G. dregur hér ekki úr áherzlunni í málflutningi sín- um. Hér leggur hann einmitt sérstaka áherzlu á, að tillögur hans fjalli allar um aðgerðir á yfirstandandi ári. Það er nú eitthvað annað en að málflutn- ingur B.G. gangi út á það, að slá málunum á frest, það eru aðrir sem vilja það. Ég bið lesendur að bera framanrituð ummæli B.G. sér- staklega saman við ummæli mín. Og síðar í ræðunni segir B.G. orðrétt: „ég þykiSt hafa gert glögga grein fyrir því, að — hver er höfuðmunurinn á mínum tillögum og tillögum borgar- stjóra, að mínar tillögur þær fjalla um aðgerðir á þessu ári, en þessi framtíðarmúsík hjá borgarstjóra, sem ég veit ekki einu sinni hvort hann meinar nokkurn hlut með.“ Þessi eigin orð B.G. í borgar- stjórn sýna glöggt, að ég fór með rétt mál í áðurnefndum sjón- varpsþætti og ýkti síst þegar ég sagði hvað hann hefði sagt. Ég ber hins vegar ekki ábyrgð á því að málflutningur hans í borgarstjórn var ekki í takt við orðalag á tillögu hans. En úr því að svo var og B.G. vill að fólk taki frekar mark á orðalagi tillögunnar en ræðum hans, hefði hann átt að biðja menn um að taka málflutning sinn ekki alvarlega. Vegna þeirrar áherzlu, sem B.G. leggur nú á, að tillaga hans hafi aðeins gert ráð fyrir að hefja undirbúning að kaupum eða byggingu nýs fullkomins frystihúss fyrir B.Ú.R., er fróð- legt fyrir fólk að vita hvaða álit B.G. hefur á slíkum tillöguflutn- ingi, samkvæmt hans eigin orðum í sömu ræðu, þar sem hann segir orðrétt: „Eins og ég var að segja, þá er ekki í þessum tillögum borgarstjóra neitt um aðgerðir til dæmis á sviði skipasmíða- stöðvar — á því sviði að koma upp skipasmíðastöð eða skipa- viðgerðaraðstöðu á þessu ári. Það er aðeins það — aðeins talað um það að ljúka undirbún- ingi, ljúka hagkvæmnisathugun, svo unnt sé að taka ákvörðun í lok ársins — í lok ársins á að taka ákvörðun um að koma upp einhverri aðstöðu, sennilega á næsta ári eða þar næsta ári. Þannig er staðið að málunum hér undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. En það þarf ekki að rifja það upp einu sinni enn hvernig þeir hafa staðið að málunum á Akureyri, þar hafa þeir látið hendur standa framúr ermum og framkvæmt hlutina en ekki verið að bulla einhverja framtíðarmúsík, sem aldrei hef- ur komist í framkvæmd." Það er auðséð af þessum orðum B.G. að það er ekki sama hver flytur tillögu um að hefja undirbúninginn, eða dettur nokkrum í hug, að Björgvin Guðmundsson hafi með tillögu sinni „verið að bulla einhverja framtíðarmúsik"? Erro hófst handa í gær við að taka upp myndir sínar á Kjarvalsstöðum, en alls verða á milli 130 og 150 myndir á yfirlitssýningu hans, sem hefst á Kjarvals- stöðum þann 3. júní n.k. Þessar tvær myndir voru teknar í gær skömmu eftir að Erro byrjaði að taka myndirnar úr kössunum, sem þær komu í til lands- ins. Á annarri myndinni er Erro með þeim Hringi Jóhannessyni listmálara og Aðalsteini Ingólfssyni, en á hinni myndinni gengur listamaðurinn hugsandi um gólf. Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.