Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 23

Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 23 Á leið úr vélsmiðjunni. Nýir möguleikar í iönaði Með tilkomu nýja rafstrengsins til Vestmannaeyja opnast mögu- leikar til mun stórvirkari iðnaðar en verið hefur og jafnhliða eru möguleikar með Herjólfi til þess að flytja upp á fastalandið á markað iðnvarning framleiddan í Vestmannaeyjum. Hins vegar verður jafnhliða þessu að byggja upp nauðsynlega varaaflstöð fyrir Eyjarnar eins og var hér fyrir gos. Opinber gjöld verði í lágmarki Við sjálfstæðismenn stefnum að því að koma gjöldum bæjarbúa niður fyrir það sem leyfilegt er, því að við teljum hvorki eðlilegt né nauðsynlegt að fullnýta alla tekju- stofna bæjarsjóðs. Á Seltjarnar- nesi og víða þar sem sjálfstæðis- menn hafa farið með stjórn bæjarmála hefur þessu verið þannig farið. Kommar kasta grímunni Kommúnistar í Vestmannaeyj- um hafa nú varpað af sér grím- unni með því að heimta það að frystihúsunum í bænum verði öllum steypt saman í eitt fyrirtæki undir stjórn bæjarfélagsins og verkalýðsfélaganna. Þeir boða þjóðnýtingu alls sjálfstæðs at- vinnureksturs í bænum. Kommún- istar eru ekki síður en samstarfs- flokkarnir ábyrgir fyrir því stjórn- leysi og þeirri vitleysu sem tröll- riðið hefur í stjórn bæjarmála í Vestmannaeyjum um árabil, en nú allt í einu hafa hugmyndafræðing- ar þeirra, flestir á ríkisjötunni, vaknað af dvalanum og boða í gríð og erg úreltar erlendar hugmyndir sem ýmsir menntamenn hafa flutt til landsins í ofstækisfullri trú á allt sem erlent er. Þeir hafa gleymt upphafi sínu og eðli þess samfélags sem þeir búa þó í, en þeir munu eiga við ramman reip að draga þar sem Vestmannaey- ingar eru í þeim efnum. Að bæta samfélagið í eðlilegu samhengi Við sjálfstæðismenn viljum leggja áherzlu á að bæta samfélag okkar í eðlilegu samhengi. Við föllumst ekki á aðferðir kommún- ista að rífa í hárið á sér og snúa sér við. Okkar stefna er að vernda og virða stíl þess mannlífs sem hefur þróast á löngum tíma í Vestmannaeyjum, félagshyggju þar sem hver maður skiptir máli, stíl þar sem lífsgleði og lífsfylling á að koma úr leik og starfi.. Við viljum nýta það sem okkur hentar úr samfélagi annarra byggða en okkur varar ósköp lítið um erlend- er ofstækiskenningar komm- únista, stútfullar af sjálfum sér, en taka ekkert tillit til hins mannlega. Framhald á bls. 19 Uppgræðslan verði í fyrirrúmi Sjálfstæðismenn leggja mikla áherzlu á áframhaldandi upp- Guðjón Pálsson skipstjóri, lengst til hægri á peysunni, ásamt skipshöfn sinni á Gullberginu, en þeir hafa aflað fyrir mörg hundruð milljónir króna síðasta árið. vegna þess að þessi skip hafa ekki getað siglt hingað inn er geysilegt. Þá er brýn þörf á að fá endanlega punkta varðandi skipulag hafnar- innar og bæta þarf ýmiss konar aðstöðu við höfnina svo sem fyrir smábáta, skipalyftunni verður að koma í gagnið án tafar, byggja verður upp hreinlætisaðstöðu við höfnina og umfram allt fá hreina höfn. Skipuleggja æskulýðsstarfið frá grunni. I æskulýðsmálum hefur töluvert verið gert, en þó skortir mikið á að æskulýðsstarf sé eins mikið og æskilegt og eðlilegt er. Það þarf að skipuleggja æskulýðsstarfið í bæn- um frá grunni og leggja áherzlu á þær greinar sem standa okkur næst. Því þarf að leggja rækt við það að kenna unga fólkinu þau handtök sem þarf í sambýli við Vestmannaeyjar, áralagið, að spranga, klífa fjöll og setja á stofn siglinraklúbb. Allt er þetta þættir sem skapa skemmtilera möguleika í tómstundum ef rétt er að farið. Tryggja ber stöðu stýrimannaskólans og Vélskólans í skólamálum liggur það fyrir að byggja nýtt skólahús fyrir grunn- skólann vestur í hrauni og sá skóli má ekki koma síðar í gagnið en 1980. Verður sá skóli fyrir 600 börn, en á fjárhagsáætlun nú er gert ráð fyrir 8 millj. kr. til þess að hefja framkvæmdir. Þá hafa miklar umræður orðið um fjölbrautaskólakerfið og reynt hefur verið með samþykki allra aðila að hafa samvinnu á því sviði milli Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum, Vélskólans, Iðnskól- ans og Gagnfræðaskólans með áfangakerfi í fjölbraut. En reynsl- an af þeirri samvinnu s.l. vetur var sú að fyrirkomulagið gafst ekki nógu vel. Það hefur sýnt sig að allar kollsteypur í skólamálum eru stórhættulegar og vildi margur hafa farið sér hægar í þeim efnum þegar reynslan fór að segja til sín. Við bendum á að enn hafa ekki verið samþykkt lög um fjölbrauta- skóla á Alþingi og það er stefna sjálfstæðismanna að mikilvægi og sérstaða sérskólanna í Vest- mannaeyjum sé slík að hana verði að tryggja umfram allt. Þessir skólar með sínu kennslufyrir- komulagi hafa menntað flesta yfirmenn bátaflotans í Eyjum með góðum árangri og eins og þeir eru uppbyggðir hafa þeir hentað vel í Vestmannaeyjum. Séð yfir hluta Eyjabyggðar ofan af Heimakletti. Ljósmyndir Mbi. Sigurgeir Jónasson. Lundaveiði. stöðugri orku í minnst 10—15 ár í viðbót ög á þeim tíma á hitaveitan að geta greitt niður dreifikerfi fyrir allan bæinn, en það dreifikerfi yrði síðan tilbúið til orkudreifingar á annan hátt hvort sem um yrði að ræða djúpborun, rafmagnsnotkun eða annað. Ákveðin framkvæmd í uppbygg- ingu hitaveitunnar getur lækkað hitunarkostnað hjá Eyjamönnum um 30—40% fyrstu árin og þaðan af meira . í framhaldi af þessu þurfum við að samræma orkusölu í bænum undir einn hatt (Rafveituna, Vatnsveituna og Fjarhitun Vestmannaeyja) og byggja hana þannig upp að allir búi við sama kyndingarkostnað hvort sem notað er rafmagn, fjarhitun eða annað. Markmiðið er að orkusala í Eyjum verði aldrei dýrari, en annars staðar á landinu við sömu aðstæður með hitaveitu. græðslu Heimaeyjar eftir gos, því veður s.l. vetur sýndu að það sem áunnist hefur í þeim efnum er í mikilli hættu ef ekki verður unnið áfram fast og ákveðið að upp- græðslunni. Vikurfok s.l. vetur sýndi svart á hvítu að ekki má slaka á. Stórátak í malbikun bæjarins Stórátak verður að gera í malbikun gatna og eru ómældar þær krónur sem hinir fjölmörgu bíleigendur í Vestmannaeyjum hafa orðið að greiða vegna hrika- legs ástands í gatnamálum. Þá verður að gera frekar en gert hefur verið ráð fyrir bílastæðum í míðbænum og gera gangskör að því að lagfæra og byggja upp gangstéttir í bænum. Jafnhliða þarf að leggja áherzlu á að snyrta og fegra bæinn því að víða er pottur brotinn í þeim efnum. Hraunhitaveitan stórkostleg kjarabót Uppbygging hraunhitaveitunnar er stórkostleg kjarabót fyrir bæjarbúa í heild. Þar er um að ræða 30—40 sinnum ódýrari orku- gjafa en olíu og allt kapp verður að leggja á að byggja hitaveituna upp sem fyrst. Vísindamenn lofa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.