Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Skuttogarinn Runólfur olli byltingu í atvinnumálum í Grundarfirði. Nokkrir af 12 þilfarsbátum í höfninni. Grundarfjörður: Framkvæmdir og gróska í faðmi Helgrindar í EYRARSVEIT búa í dag um 800 manns þar af 700 í Grundarfirði. Þar er mikil gróska og uppgang- ur, gerðir út 12 þilfarsbátar og einn skuttogari, Runólfur SH, og geysimikil atvinna og langur vinnudagur eins og gerist í íslenzkum sjávarplássum. Fyrir aðkomumann, sem kemur til Grundarfjarðar og horfir á þetta fallega bæjarstæði, í hrikalegum faðmi Helgrindar og Kirkjufells, er það eftirtektarvert hve mikið virðist hafa verið framkvæmt á síðustu árum. Falleg og vel skipulögð hverfi með nýjum einbýlishúsum eða húsgrunnum og húsum f byggingu gleðja augað og af stærð húsanna má ráða að íbúarnir eru stórhuga og dugmikið fólk. I Grundarfirði eru starfandi tvö stór frystihús, Hraðfrystihús Grundarfjarðar og fiskverkun Soffaníasar Cecilssonar. Þá eru þar tvö önnur fiskverkunarfyrir- tæki, Rækjuvinnsla Júlíusar Gestssonar og Saltfiskverkunar- stöðin h/f. í þessum húsum er verkaður afli bátanna og skuttog- arans, en koma Runólfs olli gerbyltingu í atvinnumálum íbú- anna. Færði hann með sér tíma jafnara hráefnis og eyddi tíma- bundnu atvinnuleysi. Skipið kom í ársbyrjun 1975 og hefur aflað mjög vel. I Grundarfirði eru. starfræktar tvær trésmiðjur og ein vélsmiðja auk þess, sem margir iðnaðarmenn starfa sjálf- stætt. Verzlunarfélagið Grund og Kaupfélag Grundfirðinga bera hita og þunga verzlunarþjónust- unnar. Uppgangur í Grundarfirði hófst á árunum í kringum 1950 og stóð fram til ársins 1965, er efnahags- örðugleikarnir í landinu sögðu til sín. I kringum 1970 fór staðurinn að ná sér aftur á strik og síðan hefur verið stöðugur og ör vöxtur og miklar verklegar framkvæmdir. 55% af götum bæjarins eru með bundnu slitlagi og önnur 25% hafa verið búin undir varanlegt slitlag, en bíða fjármagns til framkvæmd- arinnar. 1000 fermetra skólabygg- ing hefur verið reist, en 180 börn og unglingar á öllum grunnskóla- stigum búa í sveitarfélaginu. Reist hefur verið glæsileg sundlaug með búningsklefum, sem jafnframt eiga að þjóna íþróttahúsi, sem ráðgert er að reisa á næstu árum. A sl. 4 árum hefur rúmum 120 milljónum króna verið varið til gatnagerðar og skv. áætlun á að ljúka við lagningu slitlags á allar götur, sem hús hafa verið byggð við fyrir árslok 1981. Byrjað er á byggingu fjölbýlishúss með 8 leigu- og söluíbúðum og er áætlað- ur byggingakostnaður 115 milljón- ir króna. Hefur verkið þegar verið boðið út. Leikskóli er í smíðum og hefur verið keypt einingahús frá Siglufirði fyrir um 11 milljónir kr. Mikil samvinna hefur verið um þetta mál milli sveitarfélagsins og Rauðakrossdeildarinnar í Grundarfirði, sem hefur lagt verulegt fjármagn fram. Ný höfn var tekin í notkun í janúar á sl. ári og var byggður 380 m langur grjótgarður og rekið niður 45 m langt stálþil auk mikilla dýpk- unarframkvæmda. Hefur öll að- staða fiskiskipa við Grundarfjörð tekið algerum stakkaskiptum við þessa framkvæmd en heildar- kostnaður við hana varð um 120 milljónir kr. sem deildist niður á árin 1975—77. Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu viðfangs- efnum, en á sl. 4 árum hefur sveitarsjóður Eyrarsveitar greitt um 330 milljónir til þeirra. Bygging fjölbýlishússins á að leysa að hluta þann mikla skort, sem verið hefur á húsnæði fyrir fólk, sem viljað hefur koma til Grundarfjarðar til ’að vinna og setjast að. Auk þess eru 20. einbýlishús í smíðum og verið að byrja á smíði allmargra annarra. Þá eru Grundfirðingar einnig að ljúka við smíði kirkjunnar á staðnum. I Grundarfirði segja kunnugir að sé ákaflega gott mannlíf, en langur og strangur vinnudagur fólksins dragi óneitanlega úr félagslífi og stundum til tóm- stundaiðkunar eins og svo víða gerist úti á landsbyggðinni. Ungl- ingar og börn hafa þó rýmri tíma og æskulýðsstarf á vegum kirkj- unnar er öflugt. „Okkur er kap starfió haldi áf í Stykkishólmi og Grundarfirði gegna tveir ungir menn sveitarstjórastörfum, þeir Sturla Böðvarsson í Stykkishólmi og Árni Emilsson í Grundarfirði. Milli þessara tveggja manna, sem þekkst hafa frá unglingsárum, hefur verið mikið samstarf um framgang ýmissa mikilvægra hagsmunamála sveitarfélaganna, sem sagt er að eigi sér ekki hliðstæðu. Blaðamaður Mbl. var á ferð á Snæfellsnesi í fyrri viku og gafst þá tækifæri til að hitta þá Árna og Sturlu að máli þrátt fyrir miklar annir hjá þeim, en nú er einmitt að hefjast aðalframkvæmdatíminn og í örtvaxandi sveitarfélögum sem þessum tveimur er í mörg horn að líta fyrir þá sem valdir hafa verið til að hafa stjórn framkvæmda og mála með höndum. Séð frá nýju höfninni í Grundarfirði yfir í gömlu höfnina. Hörpudiski landað í Stykkishólmi. Hver voru fyrstu drögin að þessu samstarfi ykkar? — Það er auðvitað sjálfkrafa að sveitarfélögin hafa ákveðnar sameiginlegar skyldur, heil- brigðismál, skólamálin og heilsugæzlusvæðið nær utan um þessi tvö sveitarfélög. Grunnur- inn að okkar samstarfi er hins vegar gamall, frá því að við vorum unglingar og mótherjar í knattspyrnu hér á Nesinu. Síðan endurnýjuðum við kunn- ingsskapinn í gegnum samstarf innan Sambands ungra sjálf- stæðismanna og urðum brátt samherjar og skoðanabræður í sambandi við byggðastefnu. Við fórum síðan báðir á brott til náms og Árni varð sveitarstjóri í Grundarfirði 1970, en Sturla í Stykkishólmi um áramótin 1974-75 og þá lögðum við strax fyrstu drögin að samstarfi okkar á milli. — Hvernig unnuð þið að því? Sturla: — Ég kom hingað 1974 til að kynna mér starfið og taka þátt í áætlunargerð um gatnagerðarframkvæmdir á vegum sveitarfélaganna á Snæ- fellsnesi. Þennan fund sátu allir sveitarstjórar og oddvitar. Markmiðið var að ná hagkvæm- um samningum við verktaka um framkvæmdirnar. Áfangar voru tveir, blöndun 10 þúsund lesta af olíumöl og í framhaldi af því yrði samvinna um lagningu malarinnar. Olían var blönduð, en síðan rofnaði samvinnan í heild, utan þess að Grundar- fjörður og Stykkishólmur héldu áfram og sömdu sameiginlega um útlagningu malarinnar. Var það fyrsta áþreifanlega dæmið um samvinnu okkar, en hún reyndist báðum sveitarfélögum ákaflega mikilvæg, því að við unnum sameiginlega að útvegun lána og fyrirgreiðslu og komum fram sem einn aðili gegn i kerfinu. Þetta tók 3 ár, olían var blönduð mölinni 1975, götur undirbúnar 1976 og mölin síðan lögð 1977. Hvert var síðan áframhaldið? Árni: — Ef við tökum mál, sem við erum að vinna að, er rétt að nefna heilsugæzlustöð- ina fyrst. Sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi verður stækkað og þar starfrækt heilsugæzlustöð H2, sem á að þjóna nágrannasveit- unum. í Grundarfirði er gert ráð fyrir heilsugæzlustöð Hl, sem starfi í tengslum við stöðina í Stykkishólmi, en jafnframt teljum við að það sé eðlilegt réttlætismál að læknir sé búsettur í Grundarfirði. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að styrkja báða staðina og að þessu erum við nú að vinna. Sturla: — Gott samstarf hefur verið alllengi milli Stykk- ishólms og Grundarfjarðar í skólamálum og hafa Grundfirð- ingar sótt til Stykkishólms bæði í gagnfræðaskóla og iðnskóla. Okkur er mikið kappsmál að þetta haldi áfram og aukist og að framhaldsdeildir byggist upp á báðum stöðunum í samstarfi, sem endanlega tengist í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við höfum talað hér um félagsleg atriði, en er ekki Sundkennsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.