Morgunblaðið - 24.05.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.05.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1978 25 psmál að sam- ram og aukist" Árni Emilsson og Sturla Böðvarsson Yíir helmingur gatna í Stykkishólmi er nú með bundnu slitlagi. Stykkishólmur: Bær útgerðar, fiskvinnslu, iðn- aðar, þjónustu og verzlunar Spjallad við sveitarstjórana í Stykkishólmi og Grundarfirdi, Stur/u Böðvars- JT son og Ama Emi/sson einnig á döfinni samstarf í atvinnumálum? kolmunnaslóðir og hann er stærsta málið hjá okkur. Slík verksmiðja gæti þannig, auk þess að vinna úr tilfallandi hráefni, unnið úr loðnu á sumar- og vetrarvertíðum og koimunna, er hann fer að veiðast. Við fögnum því mjög ummælum sjávarútvegsráð- herra Matthíasar Bjarnasonar, er hann lýsti því yfir að reisa eigi slíka verksmiðju á Snæ- fellsnesi, sem unnið gæti úr 300-500 lestum á sólarhring. Við teljum einnig að það brjóti blað í framkvæmd byggðastefnu, að aðilar í tveimur sveitarfélögum hafa komið sér saman um að verksmiðjan skuli rísa á minni staðnum. Hafa Stykkishólms- búar enga kröfu gert um hluta af aðstöðugjaldi þótt sameigin- leg verksmiðja sé rekin í Grundarfirði. Sturla: — Hitt málið er síðan í framhaldi af verksmiðjumál- inu og það er að Guðmundur Runólfsson útgerðarmaður í Grundarfirði, sem gerir út skuttogarann Runólf, hefur fengið þá hugmynd að kaupa nýtt skip og stofna nýtt hlutafé- lag um það skip og jafnvel bæði með aðilum í Stykkishólmi og myndu skipin þá miðla afla sínum á báða staðina. Þetta styðjum við auðvitað heilshug- ar. Hvernig er vegakerfið hér búið undir að taka við stóraukn- um umferðarþunga, sem slíkt samstarf myndi hafa í för með sér? Árni: — Það fer ekki hjá því að til þess að þetta samstarf megi þróast á sem æskilegastan hátt verður að gera mikið átak í vegamálum milli staðanna, því vegurinn er á köflum nær ónýtur. Hér er um að ræða 47 km. Við teljum að eðlileg þróun ? vegamálum hljóti að vera að bæta og stytta leiðina milli nærliggjandi sveitarfélaga, þar sem fyrir hendi eru möguleikar á samstarfi eins og hjá okkur. Leiðin til Reykjavíkur er ekki algert sáluhjálparatriði fyrir okkur heldur viljum við fyrst og fremst hafa góðar innbyrðis samgöngur. . Árni, nú ert þú formaður Sambands sveitarfélaga á Vest- urlandi. Telur þú möguleika á víðtækara heildarsamstarfi sveitarfélaganna með hliðsjón af samstarfinu milli Stykkis- hólms og Grundarfjarðar? Árni: — Þörfin er fyrir hendi og það mikil, en það hlýtur að ráðast hverju sinni af forystu- mönnum einstakra sveitarfé- laga. Hins vegar ber þess að geta, að samstarfið er í heild mjög gott á mörgum sviðum og á Guðjón Stefánsson fram- kvæmdastjóri sambandsins mikinn heiður skilið fyrir það. Annar maður, sem við Sturla megum ekki láta hjá líða að minnast á, er Friðjón Þórðarson alþingismaður, því að hann hefur verið okkur ómetanleg stoð og stytta í að koma áfram þeim málum, sem við höfum verið og erum að vinna saman að. Gætu úrslit sveitarstjórnar- kosninganna, sem framundan eru, haft áhrif á framhald þess samstarfs? Sturla: — Að sjálfsögðu ættu ekki úrslit einna kosninga að rjúfa slíka samstarfsþróun milli tveggja sveitarfélaga, en óneitanlega byggist þróun öll á mannanna verkum. Árni hefur lýst því yfir að hann muni láta af starfi sveitarstjóra ef Sjálf- stæðisflokkurinn missir sinn meirihluta í Grundarfirði og staða mín er óljós, ég er ekki í framboði og get ekki tjáð mig um málið fyrr en að loknum kosningum. Það er fögur sjón að koma flugleiðis til Stykkishólms og sjá Breiðafjarðareyjarnar óteljandi sem ramma náttúrunnar um hið fagra og sérstæða bæjarstæði. í aðflugi yfir bæinn grípa augað ný einbýlishúsahverfi með olíumal- arbornum götum, sem teygja sig út frá gamla bæjarstæðinu í Hólminum, þar sem ein örugg- asta höfn iandsins frá náttúrunn- ar hendi skýlir bátum fyrir úthafsöldunni. Fyrr á öldum fóru nær öll aðföng Snæfellsnesinga um þessa höfn og þá var Stykkis- hólmur mikill verzlunarstaður. I dag er Hólmurinn gróskumik- ill bær útgerðar og fiskverkunar, iðnaðar og verzlunar, þar sem 1200 íbúar una glaðir við sitt. Á 10 árum hafa Hólmarar með fðr- stöðumenn Hraðfrystihúss Sigurð- ar Ágústssonar í fararbroddi unnið mikilvægt brautryðjenda- starf í öflun og vinnslu hörpu- disks, sem fluttur er út fyrir hundruð milljón króna árlega og hefur tryggt atvinnuöryggið í bænum. Rækjunes h/f í eigu Sigurjóns Helgasonar skipstjóra og útgerðarmanns, vinnur einnig hörpudisk og er mikils vænst af því fyrirtæki. Hinn kunni afla- skipstjóri Kristinn Jónsson er eigandi útgerðar og fiskvinnslu- fyrirtækisins Þórsness h/f. Skipa- smíðar hafa löngum verið stund- aðar í Stykkishólmi og þar er nú starfrækt á myndarlegan hátt skipasmíðastöðin Skipavík, sem sér um viðgerðir á bátum og smíðar trébáta, sem hafa verið annáluð sjóskip. Þetta er vaxandi fyrirtæki með 35—40 manns í vinnu og vænta Stykkishólmsbúar sér mikils af því í framtíðinni. Þar er unnið að ýmsum endurbótum á dráttarbraut og viðgerðarbryggju, sem mun bæta aðstöðu stöðvarinn- ar mjög verulega. Eigendur eru hreppurinn og nokkrir einstakl- ingar, en aðaleigendur í dag eru eigendur Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar, en þessi tvö fyrirtæki voru sameinuð 1975 og tókst þá að rétta við rekstur stöðvarinnar, sem staðið hafði höllum fæti. Hreppurinn á hins vegar dráttarbrautina, sem getur tekið allt að 400 lesta skip. Byggingaiðnaður er mjög öflug- ur í Stykkishólmi og iðnaður almennt svo að leitun mun að hliðstæðu í bæ af þessari stærðar- gráðu. Tvær trésmiðjur eru starf- andi, Trésmiðja Stykkishólms og Trésmiðjan Ösp. Þessi fyrirtæki hafa með höndum húsbyggingar fyrir einstaklinga og opinbera aðila á Snæfellsnesi og víða um Vestfirði. Er Stykkishólmur sjálf- um sér Hógur og vel það hvað alla iðnaðarmenn varðar og þarf ekki að fara mörgum orðum um hve mikils virði það er fyrir bæjarbúa að geta fengið fagmenn til allra starfa í sambandi við nýsmíðar og endurbætur á húsnæði. Nýstofnað er fyrirtækið Oki, sem annast ýmiskonar byggingastarfsemi og fyrirtækið Jón Loftsson h/f er með húsgagnaverzlun á staðnum og framleiðir húsgögn undir nafni Atons. Verzlun í Stykkishólmi hefur eins og áður sagði verið mjög mikil frá gamalli tíð og helztu verzlun- arfyrirtækin nú eru Hólmskjör, sem áður var verzlun Sigurðar Ágústssonar, en starfsmenn hans keyptu verzlunina og hafa nú reist yfir hana glæsilegt hús og Kaupfé- lag Stykkishólms. Bæði þessi fyrirtæki annast alla almenna þjónustu við íbúana og nærsveitir og reka sameiginlega sláturhús í samvinnu við verzlanir í Grundar- firði. Eitt af glæsilegustu hótelum landsbyggðarinnar, Hótel Stykkis- hólms, tók til starfa árið 1977 eftir langt ou erfitt byggingatímabil og mikil rjárútlát. í framtíðinni Framhald á bls. 19 Árni: — Jú, hjá okkur eru tvö meiriháttar mál í gangi. Fyrst ber að telja stofnun hlutafé- lagsins Jöklamjöls h/f, sem hefur það að markmiði að byggja og reka feitmjölsverk- smiðju í Grundarfirði og eru hluthafarnir stærstu útgerðar- menn og fiskverkendur í Stykk- ishólmi og Grundarfirði. Á öllu Snæfellsnesi er engin slík verk- smiðja, en ljóst að með þróun loðnuveiðanna og stórfelldra möguleika á kolmunnaveiðum, er grundvöllur fyrir slíka verk- smiðju hér. Þar að auki myndi hún bjarga miklum verðmæt- um, því að á Snæfellsnesi er öllu slógi kastað í sjóinn, hér eru aðeins litlar beinamjölsverk- smiðjur. Það vegur líka þungt á metunum að héðan er stutt á Skipasmíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi er mjög vaxandi fyrirtæki. Skuttogarinn Runólfur búinn til veiða. Séð heim að Hótel Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.