Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 27

Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 27 Ný plata Óðins Valdimarssonar KOMIN er út hljómplata meó 12 lögum sem Óöinn Valdímarsson syngur og nelnist hún „Blótt oní blátt". Lögin eru flest erlend og hefur Óöinn ekki sungið Þessi lög áöur á hljómplötum en hann hefur sungiö inn á nokkrar tveggja laga plötur. — Þetta eru allt lög sem voru vinsæl á árunum 1952 — 1964 þegar ég var og hét sem söngvari, sagöl Óöinn í samtali viö Mbl., en ekkert þeirra hef ég sungiö áður. Á þessum árum var ég með ýmsum hljómsveitum, Atlantik á Akureyri, síöan KK-sextett í 2 ár, í Lídó með hljómsveit Karls Lilliendahl, um tíma var ég meö eigin hljómsveit og síöan meö Inglmar Eydal. Tónaútgáfan er útgefandi plötunnar en undirleik annast ýmsir hljóöfæraleikarar sem hafa leikiö með Ingimar Eydal og hann stjórnaöi útsetningu laganna sem voru unnin af flytjendum. Upptaka fór fram á Akureyr! og Hallgrímur Tryggvason hefur hannaö plötuumslagiö. Afmælis Kísil- iðjunnar minnzt Björk, Mývatnssveit. FÖSTUDAGINN 19. þessa mánaöar bauð stjórn Kísiliðjunnar h.f. til 10 ára afmælisfagnaðar fyrirtækisins í Félagsheimilinu á Húsavík. Samkoman hófst með borðhaldi kl. 19. Alls tóku hátt á annað hundrað manns þátt í þessu hófi. Veiziustjóri var Einar Jónsson, stjórnarmaður Kísiliðjunnar. Aðalræðu kvöldsins flutti Magnús Jónsson, formaður stjórnar Kísiliðjunnar. Rakti hann frá upphafi tilganginn með stofnun þessa fyrirtækis, og gat sérstaklega tveggja manna, sem mikinn þátt áttu í því að koma því á og móta, þeirra Baldurs Lfndals, efnaverkfræðings, og Vésteins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra. Magnús færði öllum sem unnið hafa við Kísiliðjuna fyrr og sfðar beztu þakkir, og óskaði fyrirtækinu heilla og blessunar í framtfðinni. Oruggar reidleid- ir út úr borginni Kristján Benediktsson (F) flutti eftirfarandi tillögu á fundi borgarstjórnar 18. maí. „Borgar- stjórn samþykkir að fela borgar- stjóra að taka nú þegar upp viðræður við samgönguráðherra um að gerð verði göng undir Suðurlandsveginn á móts við Rauðavatn, eða þar sem heppilegt þykir þar í nágrenni. Göng þessi verði fyrst og fremst ætluð til afnota fyrir hestamenn og hönnun þeirra við það miðuð." Kristján fylgdi tillögu sinni úr hlaði og sagði, að í Reykjavík væru nú um 3000 hestar. Það væri ekki gott að horfa á hestamenn sitja hesta við Suðurlandsveg og bíða eftir að komast yfir. Hestarnir væru mis- iafnlega tamdir og þarna væri bílum stundum ekið á allt að 100 km. hraða, þetta væri ekkert grín. Elín Pálmadóttir (S) sagði tillögu þessa vissulega góðra gjalda verða. Fyrir lægi að finna þyrfti öruggar reiðleiðir fyrir hestamenn frá hesthúsum út úr borginni í fjarlægð frá bifreiða- umferðinni. Með vaxandi hesta- eign og hestamennsku væri lausn þessa máls mjög brýn og það hefði sér fundist 1973, en þá hefði hún flutt tillögu um göngu- og reiðstíg Þakkir frá Krógaseli FORRÁÐAMENN barnaheimilis- ins Krógasels og foreldrar óska eftir að koma á framfæri þökkum til starfsfólks sjúkrahússins á Akranesi, lögreglu og annarra, sem veittu ómetanlega aðstoð eftir bílslys við Berjadalsá föstu- daginn 5. maí. með brú úr Elliðaárdal í Rauðhóla. Borgarverkfræðingur hefði síðan tekið að vinna að lausn málsins og væri reiðgatan nú á næsta ári á áætlun um umhverfi og útivist, sem lægi fyrir þessum fundi. Þar væri sýndur göngu- og reiðstígur frá efri Fákshúsunum í Rauðhóla með brú. Stígurinn væri verktaka- vegur Vatnsveitu, en brúin yrði svo byggð. Þarna yrði reiðleið fyrir hestamenn út úr borginni og yfir Rauðhólana svo þeir þurfi ekki að leggja leið sína einmitt meðfram og yfir mestu umferðaræðarnar. Elín sagði ástæðuna fyrir því, að ekki hefði verið hægt að fram- kvæma þetta fyrr vera, að þarna væru eignarlönd á leiðinni og borgarverkfræðingur hefði verið að finna lausn, ennfremur hefði staðið yfir lagning hinnar nýju Vatnsveituæðar. Nú sæi hins vegar hilla undir komu þessa vegar. Einhvers staðar þyrfti reiðfólk að geta komist yfir umferðaræðarnar Suðurlandsveg og Vesturlandsveg, þó þar mundi draga úr umferð hestamanna með nýju leiðinni og þyrfti því að athuga vel hvort undirgöng eða önnur lausn á vandanum ætti að vera við Rauðavatn eða e.t.v. ofar á Suðurlandsvegi móts við Rauð- hóla. í framtíðinni kvaðst hún hafa þær hugmyndir að gera þyrfti reiðfólki kleift að halda sig utan umferðar í Elliðaárdalnum, gegn um Rauðhólana, í Heiðmörk og upp í Bláfjöll. Þó málið væri brýnt, væri einmitt nú tími til að athuga hvar og hvernig best yrði leyst úr því. Lagði hún til að því yrði vísað í borgarráð, þar sem það fengi frekari skoðun í ljósi nýrra reiðleiða. Nokkur orðaskipti fóru síðan á milli Elínar og Kristjáns, sem ekki kvaðst geta fallist á tillögu Elínar. ?—Albert Ráðstefna móðurmálskennara: Islenska í nútíð —vandi skólanna SAMTÖK móðurmálskennara, sem stofnuð voru á síðast liðnu hausti. hafa ákveðið að efna til ráðstefnu með heitinu íslenska í nútíð- vandi skólanna. Verður ráðstcfnan haldin í Kennarahá- skóla íslands dagana 2.-3. júni n.k. og hefst kl. 10 f.h. Framsögu- erindi flytja þeir Baldur Jónsson dósent sem taiar um íslenskt mál á vorum dögum, og Indriði Gíslason námstjóri en hann fjall- ar um vanda skólanna. Mennta- málaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, mun ávarpa ráð- stefnugesti. Á ráðstefnunni verða umræðu- hópar, sem fjalla munu um eftir- talda efnisþætti, ef næg þátttaka verður: Máluppeldi og málstefna; Guðmundsson lagði fram tillögu um að bætt yrði í tillögu Kristjáns „á kostnað ríkisins" á eftir „gerð verði"... Tillaga um að vísa mál- inu til borgarráðs hlaut ekki stuðning. En tillaga Alberts var samþykkt með 11 samhljóða at- kvæðum. Jón Illugason, oddviti Skútu- staðahrepps, flutti kveðjur og árnaðaróskir frá sveitarstjórninni, ennfremur Snæbjörn Pétursson, formaður starfsmannafélags Kísil- iðjunnar, og Haraldur Gíslason, forseti bæjarstjórnar Húsavíkur. Ennfremur fulltrúi iðnaðarráðu- neytisins, þar sem iðnaðarráðherra gat ekki komið því við að mæta sjálfur. Einnig bárust skeyti og kveðjur og hamingjuóskir komu fram hjá öllum þeim sem til máls tóku. Með tilkomu Kísiliðjunnar hefur færst vöxtur og viðgangur í nágrannabyggðirnar og drjúgur gjaldeyrir í þjóðarbúið, og hún því sannað tilverurétt sinn. Skemmtiatriði voru flutt í afmæl- ishófinu. Elín Sigurvinsdóttir söng við undirleik Agnesar Löve, og Ómar Ragnarsson flutti gamanmál en undirleik annaðist Árni Elfar. Meðal þeirra sem til máls tóku var Snorri Guðlaugsson, Geitafelli. Færði hann sem aðrir Kísiliðjunni árnaðaróskir. Gat hann þess að svonefndur Kísilvegur hefði raunar átt stóran þátt í búsetu í Geitafelli nú hin síðustu ár. Áður voru þarna vegleysur hinar mestu. Þegar verið var að leggja veginn í nágrenni Geitafells vaknaði Snorri nótt eina við mikinn hávaða og lítur út. Sér hann þá þrjár jarðýtur vera að bylta við landinu. Varð þá eftirfar- andi vísa til: Kísillætin leiðast mér og landið tætist niður og þar við bætist að enginn er orðinn næturfriður. Að síðustu var dansað fram eftir nóttu. Ég vil að lokum færa Kísiliðjunni þakkir fyrir ánægju- legt og velheppnað afmælishóf. — Kristián. staða íslenskunnar í skólakerfinu; hvað á kenna í íslensku í skólum og hvernig? Þá verður einnig fjallað um hlutverk Samtaka móðurmálskennara. Síðari dag ráðstefnunnar verður haldinn framhaldsstofnfundur Samtaka móðurmálskennara, en félagsmenn geta orðið allir starf- andi móðurmálskennarar, hvar á skólastigum sem þeir kenna, og er félagssvæðið allt landið. Báða ráðstefnudagana verður opin bókasýning í bókasafni Kennaraháskólans. Þar verða til sýnis bækur og kennslugögn til islenskukennslu, einkum af eldri bókum. Þá verður og á sýningunni nokkuð af norskum móðurmáls- kennslubókum. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með Nórlett 4 Nú fyrirliggjandi margargerði á hagstæðum verðum. • - • €

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.