Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 31

Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 31 Markalaust jafn- tefli en ungling- arnir nær sigri • Hilmar Svavarsson og Borgþór Jónsson á fundi aganefndar KSÍ í gær. Þorvaldur Lúðvíksson var farinn af fundi þegar myndin var tekin. Ljósm. KRÓL. Eyjamenn sluppu með áminningu AGANEFND KSÍ ákvað á fundi í gær að veita ÍBV alvarlega áminningu vegna atviksins, sem varð á dögunum í leik ÍBV alvarlcga áminningu vegna atviksins, sem varð á dögunum í leik ÍBV og Víkings, þegar ráðist var á annan línuvörðinn. Jafnframt var Eyjamönnum bent á að auka þyrfti vallargæzlu svo ekki þurfi til þess að koma að þeim verði bannað að leika á heimavelli. Hilmar Svavarsson formaður aganefndarinnar sagði í samtali við Mbl. að ekki hefði þótt rétt miðað við aðstæður að beita heimaleikjabanni í þessu tilviki m.a. vegna þess að það hefði ekki verið skylda heimaliðsins að halda uppi gæzlu á leiknum. Aðspurður um það hvað þyrfti að gerast til þess að heimaleikir yrðu teknir af liðum svaraði Hilmar því til, að í Vestmannaeyjum hefði það gerst að iínuvörðurinn hefði svarað árásarmanninum í sömu mynt og hefði það verið tekið með í reikninginn við ákvörðun nefndarinnar. ÚRVALSLIÐ KSÍ, sem leika á gegn stjörnuliði Bobby Charltons og landslið leikmanna 21 árs og yngri, léku æfingaleik í Keflavík í gærkvöldi og lauk leiknum án marka, 0.0. Unglingaliðið átti mun meira í leiknum og 1-2 marka sigur þess hefði ekki verið ósanngjarn. Veður var mjög fagurt í Kefla- vík í gærkvöldi, ekta knattspyrnu- veður en áhorfendur voru með fæsta móti eða um 300. Fyrri hálfleikurinn var jafn en þó voru unglingarnir alltaf heldur ákveðn- ari og þeir léku betri knattspyrnu. Urvalsliðið náði hins vegar ekki saman í f.h. og ónákvæmni gætti í sendingum. Virtist það sam- merkt með báðum liðum að leikmenn skorti áhuga á leiknum. Seinni hálfleikurinn var öllu líflegri og sótti unglingaliðið þá í sig veðrið. Atli Eðvaldsson og Albert Guðmundsson sýndu mjög góðan leik á miðjunni og um tíma í seinnr hálfleik var um algera einstefnu á mark úrvalsins að ræða. Fengu unglingarnir t.d. 5 hornspyrnur með stuttu millibili og skapaðist ætíð mikil hætta við mark úrvalsins þegar þær voru teknar. Á 31. mínútu átti hinn kornungi leikmaður Arnór Guðjohnsen þrumuskot að marki úrvalsins frá vítateig og tókst Diðrik með naumindum að slá boltann yfir. Skömmu síðar tókst Arnóri að leika laglega á vörn úrvalsins og sá Sigurður Indriðason ekki annað ráð en bregða honum rétt utan vítateigs. Atli Eðvaldsson tók spyrnuna og smaug boltinn rétt yfir þverslána. Úrvalslið KSÍ náði illa saman að þessu sinni og kann það að hafa haft áhrif hjá úrvalinu svo og landsliði 21 árs og yngri að mannaskipti voru óvenju ör í báðum liðum. í úrvalinu átti Karl Þórðarson beztan leik og hann reyndi ætíð að byggja upp spil. Árni Sveinsson, Diðrik Olafsson og Hörður Hilmarsson áttu einnig góðan leik og Janus Guðlaugsson var þokkalegur. Unglingaliðið var mun betra að Framhald á bls. 19 Opið golfmót á Leiru um helgina GOLFKLÚBBUR Suðurnesja heldur opið golfmót á Hólmsvelli í Leiru, „Michelin“-mót, laugardag og sunnu- dag 27.—28. maí n.k. Hefst keppnin kl. 9 f.h. og 13:30 e.h. á laugardag. Keppt veröur um verðlaun, gefin af Michelin-umboðinu á íslandi, þar á meöal 3 fólksbíladekk. Keppnin er 36 hola punkta-keppni „Stableford" meö 7—8 forgjöf, veitt verða aukaverölaun sem hér segir: 1. Sá sem kemst næst holu í teighöggi á 5. braut fær 1 fólksbíla- dekk í verölaun. 2. Sá sem kemst lengst í teighöggi á 9. braut fær 1 fólksbíladekk í verðlaun. 3. Sá sem bætir sig mest seinni keppnisdag fær 1 fólksbíladekk í verðlaun. Þátttöku ber að tilkynna til Golf- klúbbs Suöurnesja eöa á þátttöku- lista sem eru í öllum Golfklúbbum. Á meöan keppnin stendur yfir verður í gangi nokkurs konar Tívolí þar sem öllum gefst kostur á að reyna hæfni sína í golfi. Vormót ÍRí fyrsta skipti í Laugardal HIÐ árlcga Vormót ÍR í frjálsum íþróttum mun að þessu sinni fara fram á Laugardalsvellinum í Námskeið I Leik- og íbróttanámskeið á vegum æskulýösnefndar Garöabæjar veröa starfrækt í júni og júlí í súmar. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6—13 ára og veröur innritun miövikudaginn 24. maí kl. 9—12 í íþróttahúsinu Ásgarði, og stendur út mánuöinn. Námskeiöin verða tvö, annað í júní, hitt í júlí, og verður íþróttahúsiö notaö nokkuö á námskeiöunum. Þátttökugjald á hvoru námskeiöi er kr. 2.000.- sem greiðist viö innritun. Reykjavík fimmtudaginn 25. maí. Vormótið hefur um áraraðir táknað, að nú sé keppnistímabil frjálsfþrótta hafið fyrir alvöru hér á landi, því það hefur að jafnaði verið fyrsta meiri háttar frjálsfþróttamót ársins og svo er enn. Vormótið hefur hingað til farið fram á gamla Melavellinum en vegna breytinga þeirra, sem þar hafa átt sér stað, er mótið nú flutt inn á Laugardalsvöll og fer þar fram í fyrsta sinn. Jafnframt er gerð tilraun til að færa það betur til móts við áhorfendur með því að láta það hefjast kl. 19.40. Þá verður inn- gangseyri stillt í hóf, en hann verður kr. 500 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Keppnisgreinar verða nú: 100 m, 400 m, 1500 m hlaup, stangarstökk, langstökk og kúluarp fyrir karla. 100 m, 400 m, 800 m hlaup, hástökk og kúluvarp fyrir konur. Þá verður einnig 200 m hlaup drengja. Boðskeppni verður í kringlukasti, þar sem Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson munu leiða saman hesta sína ásamt 2—3 kösturum í viðbót. Bogaskyttur stofna deild STOFNFUNDUR bogfimideildar, innan Skotfélags Reykjavíkur, verö- ur haldin á Hótel Esju, 2. hæö, fimmtudaginn 25. maí kl. 20.30, stundvíslega. Allt éhugafólk vel- komið. Skotfélag Reykjavíkur. • Þessir ungu leikmenn Breiðabliks, sem allir léku f unglingalands- liðinu f Póllandi á dögunum, léku sinn fyrsta leik í 1. deild gegn Skagamönnum á laugardaginn. Þeir eru> Hákon Gunnarsson, Sigurður V. Halldórsson og Benedikt Guðmundsson, sem aðeins er 16 ára og leikur í sumar í drengjalandsliði. H6 i rVSM&(STA&», - Xcf=<=>N.->lKS HAUSiU '' S\J«>UI&-AME- R'KO Möö Tíl- KpMu ÞOTAIUNJA CH'u_e, LAK)DÍG> MDÖA •SEM VTA^SSE-r-r Se \ Auc&spoa-uawiioa. smkh e'ius -,-OAv: UAArT 4 l/i Stjörnulið Bobby Charlton gegn w + urvalsliði K.S.I. á Laugardalsvelli, mánudaginn 29. maí kl. 20.00 Bobby Charlton, Tony Towers, Bobby Moore, Joe Royle, David Harvey, Mike Doyle, Peter Lorimer, Kenny Hibbitt, Francis Burns, Jimmy Greaves o.fl. Einstakt tækifæri tii að sjá þessa heimsfrægu knattspyrnumenn leika saman í liði. í fyrra sigraði úrvalsliðið. Hvernig fer nú? FORSALA VIÐ ÚTVEGSBANKANN 28/5 KL. 13—18. TRYGGIÐ YKKUR MIÐA í TÍMA. VERÐ AÐGÖNGUMIÐA: STÚKA KR. 1.500- STÆOI KR. 1.000- BÖRN KR. 300- V KRR_______.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.