Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978 Vildi ad konu sinni yrði bannað að eyða f óstri Óvenjulegt lagamál í Englandi ATHYGLISVERT mál kom nýlega upp í Liverpool á Englandi. Maður nokkur, William Paton að nafni, krafðist þess að konu sinni yrði meinað að láta eyða tveggja mánaða gömlu fóstri á þeirri forsendu, að faðirinn hefði yfirráðarétt yfir ófæddu barni þeirra hjóna til jafns við móðurina. Mál þetta olli að vonum miklum úlfaþyt í Englandi, enda var litið á það sem prófstein á grundvallarspurn- inguna um yfirráðarétt móður yfir fóstri sínu. Forsaga málsins er sú, að eftir fjögurra ára barnlaust hjónaband kom að því að Joan Paton varð barnshafandi. En þá hafði hún að eigin sögn misst alla trú á hjónabandið og hún ákvað að láta eyða fóstrinu. En á sama tíma var Bill Paton boðin ágæt staða í Súdan, og nú fór hann fram á að kona hans fæddi barnið og þau reyndu síðan með hjálp þess að lifa góðu fjölskyldulífi. Því varð það, að þegar Joan Paton kom á sjúkrahús í Liverpool til þess að láta eyða fóstri sínu, var henni vísað frá, unz hæstarétt- ardómari þar í borg hefði gengið úr skugga um hina lagalegu hlið málsins. Skiptar skoðanir um rétt föðurins Þau hjónin gerðu í fjölmiðl- um grein fyrir forsendum sín- um í þessu óvenjulega máli. Joan Paton sagði engan grundvöll fyrir því að fæða barnið. Bæði væri grundvöllur hjónabandsins brostinn og eins gerði nám sitt að verkum, að barnsburður væri alls ekki tímabær. Hún benti á að barnsburðurinn lenti algerlega á sínum herðum, og að úrslita- ákvörðunin yrði að vera hennar. Bill Paton sagði að sem faðir barnsins hefði hann einnig umráðarétt yfir því, þó að það væri ekki nær fætt enn. Hann viðurkenndi, að grundvöllur væri ekki lengur fyrir hjóna- bandinu, en engu að síður gæti kona hans fætt barnið og afhent honum, en síðan sæi hann um að það fengi gott uppeldi í stórri fjölskyldu. Hann kvaðst í þessu máli ætla að ráðast gegn öllum grundvelli ensku fóstureyð- ingarlaganna, þar sem faðirinn gæti engu ráðið um ófætt barn sitt. Forstöðumaður sjúkra- hússins í Liverpool, sem Joan Paton leitaði til, kvaðst aldrei á öllum ferli sínum hafa vitað Iljónin Bill og Joan Paton eftir að ins var kunn. eiginmann ganga svo langt í að reyna að hindra fóstureyðingu. Lyktir málsins Að loknum athugunum sínum komst fyrrnefndur hæstarétt- ardómari að þeirri niðurstöðu, að Bill Paton gæti ekki hindrað fóstureyðingu konu sinnar: I Englandi þyrfti kona aðeins samþykki tveggja lækna, auk haldgóðrar ástæðu, til þess að láta eyða fóstri sínu. Bill Paton reyndi að fá dómnum áfrýjað, en til þess vannst ekki tími, því niðurstaða fóstureyðingarmáls- að fimm klukkustundum síðar hafði Joan Paton látið eyða fóstrinu. Hún kvaðst fullviss um að hún hefði breytt rétt, — þetta væri hennar líkami og hennar væri einnig rétturinn að velja. Bill Paton kvaðst hins vegar ætla að halda áfram að berjast fyrir breytingum á fóstureyð- ingarlöggjöfinni. Hann sagðist vonast til, að þrýstingur sinn og annarra gæti orðið til þess að lögunum yrði breytt í átt til meiri umráðaréttar föður yfir ófæddu barni sínu. „Þaðgrær sem girt er Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 Simar 82033 82180 K. B. Andersen lík- legasti eftirmaður Skyttes í þinginu Margir eiga erfitt með að ímynda sér K.B. Andersen í hlutverki forseta danska þjóðþingsins, en K.B. hefur jafnan haft á sér orð fyrir hreinskilni, komast beint að efninu og vera óvenju framtakssam- ur stjórnmálamaður, en þolinmæði og varfærni eru kannski þeir eiginleikar. sem þingforseti þarf helzt á að halda. Eftir að fregnin barst um að K.B. Andersen vildi ekki lengur gegna utanrikisráð- herraembætti í stjórn Anker Jörgensens var cfnt til atkvæða- greiðslu um frambjóðanda jafn- aðarmannaflokksins til þing- forseta, þar sem Karl Skytte hefur nú látið af því virðulega embætti, og fór K.B. Andersen þar með sigur af hólmi. Danska blaðið Politiken átti ný- lega viðtal við K.B. Andersen um þessar fyrirhuguðu breytingar og sagði K.B. þá meðal annars: — Hvort ég muni eiga erfitt með að sitja kyrr svo lengi í einu? Ætli ég geti ekki lært það. Annars er ástæða til að undirstrika að það er enn ekki búið að kjósa mig, en hljóti ég kosningu í október verð ég ánægður. Nú er um það bil hálft ár síðan ég gerði forsætisráðherrá grein fyrir því að ég óskaði ekki eftir því að gegna embætti utanríkisráð- herra eftir að formennsku Dana í Efnahagsbandalaginu lyki um næstu mánaðamót. í því máli tók ég sjálfur af skarið. Að síðan skyldi koma fram tillaga um að ég tæki við af Skytte var mér ánægjuefni, en það var alls ekki í mínum huga þegar ég fór þess á leit við forsætisráðherra að hann svipaðist um eftir nýjum utanríkis- ráðherra. SpUrningunni um það hvaða mál hann telji merkust af þeim, sem 25 ár liðin síðan Mt. Everest var fyrst klifið NÚ ERÚ 25 ár liðin síðan Mt. Everest. hæsta fjall heims. 8818 m. var fyrst klifið. Það voru þeir félagarnir Edmund Ilillary frá Nýja Sjálandi og Tenzing Norguy frá Nepal sem náðu tindinum 29. maí 1953. Fréttin kom til Lundúna þrem dögum síðar. á krýningardegi Elísabetar drottn- ingar. Var það við ha'fi. því ferðina undirbjó og skipulagði Englendingurinn John Ilunt. Fjallgöngumenn halda því nú fram að þessi ferð hafi tekist vegna skipulagshæfileika Hunts. Hann valdi auðveldari leið en áður hafði verið farin og lét fjallgöngu- mennina nota súrefnisgrímur þeg- ar upp fyrir 8 km hæð var komið. Vísindamenn og læknar veittu aðstoð við undirbúning ferðarinn- ar. Ferðin gekk stórslysalaust. Þeir voru heppnir með veður á leiðinni upp en erfiðast, segir Hunt að hafi verið að trúa því að mögulegt væri að klífa Mt. Everest. Þegar upp var komið tók Hillary af sér súrefnisgrímuna í 10 mínútur og tók mynd af Tenzing og útsýninu. A síðastliðnum 25 árum hafa alls 64 klifið Mt. Everest. Dauðs- föll eru mörg meðal þeirra sem reyna, eða um 10%. Þó er þetta mjög vinsæl íþrótt og hefur Nepalstjórn nú skráð niður hópa allt til ársins 1983. Bretadrottning sló Hillary til riddara en veitti Tenzing orðu þar sem hann er ekki brezkur ríkis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.