Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
Rossi er metinn
á 1560 milljónir!
Italir
beztir
—■ segir ítalski
þjálfarinn
ENZO Bearzol, Þjálfari ítalska
landsliðsins í Argentínu, sagði eftir
hinn frábæra sigur itaia gegn
Ungverjum að ef dæma mættí af Því
sem sóst hafði til hinna liðanna á
HM væri enginn vafi á Því að lið
hans væri hið langsterkasta í
keppninní. Hann bætti við að Þeim
færi fram með hverjum leik og hann
ætti ekki von á Því að Þeir sýndu
sitt besta fyrr en í síðari hluta
keppninnar. Hann tók fram að hann
væri ekki vanur að hæla leikmönn-
um um of en nú gæti hann
hreinlega ekki orða bundist, ítalir
væru bestir.
Lélegur
njósnari
AOSTOOARMANNI Jacek Gmochs,
pólska landsliösþjálfarans, manni aö
nafni Bernard Blaut, tókst aö laumast
inn á leyniæfingu hjá landsliöi Túnis
rétt fyrir leik þjóöanna á þriðjudag-
inn. I vasanum hatöi Blaut forláta
myndavél, en um leið og hann dró
hana upp, geystust að honum
óeinkennisklæddir lögreglumenn og
vörpuðu honum út.
Edström til
RALF Edström, hinn sterki miðherji
sænska landsliðsins, hefur gert
opinbert, að New York Cosmos hafi
gert sér tilboð til eins árs. Edström
hefur svarað Þeim og sagt, að hann
sé ekki til viðtals nema að samning-
urinn veröi til lengri tíma.
Coutinho
óvinsæll
BRASILIUMENN hafa lokiö tveim
leikjum í riðlakeppninni og að þeim
loknum er staðan sú, aö liöið veröur
að sigra liö Austurríkismanna til þess
aö komast í milliriöil. Þaö kann aö
verða allt annaö en auðvelt, því aö
Brasilíumennirnir hafa verið lélegir til
þessa, en austurríska liðið hefur hins
vegar vakiö athygli fyrir góöan leik og
hafa þeir austurrísku þegar tryggt sig
í milliriðil. Ef Brasilíumenn kæmust
ekki í milliriöil yröi þaö ólýsanlegt
áfall fyrir brasilíska alþýöu og
þjálfarinn Coutinho er ekki vinsæll í
landi sínu þessa dagana. Eftir
jafnteflið gegn Spáni, brenndu fokillir
áhangendur Brasilíumanna eftirlík-
ingar af þjálfaranum og knattspyrnu-
ráöið í Brasilíu tilkynnti aö fyrir
síöasta leikinn gegn Austurríki, fengi
Coutinho ekki að ráða einn vali
liösins og líklegt er talið, aö þeir Zico,
Reinaldo, Cerezo og Neliniho verði
settir út úr liöinu, auk þess sem ekki
er öruggt, aö Roberto Rivelino geti
leikiö vegna meiösla. Ofan á allt
þetta bætist, aö þaö er mál manna
í Argentínu, aö austurríska liöið sé
mun sterkara en þaö brasilíska.
HM
• Brasilíski Þjálfarinn Coutinho
Johann Krankl skorar annað mark Austurríkis á móti Spáni.
Verður Krankl
stjarnan á HM?
EFTIR leik Svía og Austurríkismanna lét Björn Nordqvist þau orð falla
að vitaspyrnudómurinn hefði ekki átt rétt á sér. „Eg varð yfir mig
undrandi þegar dómarinn benti á vítapunktinn. Ég snerti ekki Krankl,
hann datt sjálfur fyrir framan mig.“
Þjálfari Svía Ericsson var ekki
ánægður með leik sinna manna.
„Þetta voru sanngjörn úrslit, betra
liðið sigraði," sagði Ericsson. „Og
leiki þeir jafn vel gegn Brasilíu og
Næstu leikir
HM á morgun
NyESTU leikir í IIM fara fram
á laugardag og sunnudag, og
er það lokaumferðin í riðla-
keppninni. I>á fæst úr því
skorið hvaða átta lið taka þátt
í hinni hörðu lokabaráttu.
Argentina'78
þeir léku á móti okkur fara þeir
ósigraðir í átta liða úrslitin.
„Eg vissi fyrir keppnina að lið
þeirra ætti eftir að koma á óvart, og
að þeir yrðu okkur jafnvel erfiðari en
Brasilía og það hefur komið á
daginn. Liðssamvinna þeirra er
meiri og betri en hjá Brasilíu og
Krankl gæti orðið stjarna HM
keppninnar með sama áframhaldi."
Hellström hafði nóg að gera í
markinu og sagði eftir leikinn:
„Krankl var stórkostlegur, það er
sjaldan sem við sjáum framlínu-
mann sem vinnur jafn vel. Víta-
spyrnan, ég átti enga möguleika."
HM-dómarar
í einangrun
DÓMARARNIR 32, sem dæma
HM leikina, hafa allar götur síðan
26 maí verið nánast í einangrun
frá umheiminum. Þeir eru allir
saman í æfingabúðum í Buenos
Aires, þar sem þeir ganga daglega
undir þol- og reglupróf. Þeim er
bannað að ræða við fréttamenn og
segja álit sitt á leikjunum sem
fram fara. Engin breyting á
reglum þessum er í sjónmáli.
Dunlopkeppnin
LAUGARDAGINN 10. jum og sunnu-
daginn 11. júní verður haldiö opið
golfmót á Hólmsvelli í Leiru, Dunlop-
keppnin, sem er 36 holur með og án
forgjafar og gefur hún stig til
landsliös. Kepnnin hefst kl. 9 f.h. á
laugardag. Þátttaka tilkynnist til
Golfklúbbs Suöurnesja, eöa á þátt-
tökulista í öllum Golfklúbbum. Verö-
laun í keppnina eru gefin af Dun-
lop-umboðinu, Austurbakka h/f og
verða veitt fjöldi aukaverðlauna fyrir
ýmis afrek.
Hólmsvöllur er opinn öllum kylfing-
um, sem ætla að taka þátt í
keppninni til æfinga án endurgjalds
fram að móti.
2. deild
TVEIR lcikir fara fram í annarri
deild í kvöld. Á Laugardalsvelli
leika Fylkir og Ármann kl. 20.00
og á Neskaupstaðarvelli leika
Þróttur og Þór kl. 19.00.
ÍTALSKA knattspyrnustjarnan Paolo Rossi er í fréttum fyrir
fleiri sakir heldur en markaskorun sína á HM í Argentínu. Er
síðasta keppnistímabil hófst var Rossi eign Juventus, en þeir
lánuðu hann til nýliðanna í fyrstu deild, Laneross frá Vicenza.
Rossi var góður og fljótlega sýndi Lanerossi áhuga á að eignast
hann, en verðið sem Juventus setti upp vakti mikinn úlfaþyt á
Italíu. Juventus vildi fá hvorki meira né minna en 6 milljónir dala
fyrir hann, en það jafngildir 1560 milljónum ísl. króna og rúmlega
3 mill. sterlingspunda. Lanerossi greiddi helming upphæðarinnar
og eignaðist þannig helminginn í Rossi, en hann stóð sig hins vegar
svo vel að Juventus hefur fullan hug á að notfæra sér með einhverju
móti eignarrétt sinn á kappanum. Tíminn einn sker úr um það hvað
úr því verður.
En peningaupphæðin sem sett var á Rossi vakti geysilega athygli
á Italíu og reiði einnig. Blaðaskrif mikil urðu og var kjarni þeirra
sá, að óverjandi væri að hafa slíkt fjármálabruðl í frammi, á sama
tíma og efnahagslegur glundroði og verðbólga geisaði í landinu.
Rossi er ekki rótt þessa dagana, hann segir að með slíkan
verðmiða á bakinu sé óhugsandi fyrir sig að verða á mistök í leik
með tilliti til áhorfenda, og því sé hann taugaóstyrkari fyrir leiki
en nokkru sinni fyrr. Einnig þykir honum óþolandi sú óvissa sem
nú ríkir um framtíð hans; fer hann til Juventus? eða verður hann
áfram hjá Lanerossi? Eitt er víst, að hann verður áfram í
landsliðinu.
• Paolo Rissi (t.v.) tekur í höndina á Fransesko Grazianni. en
það var staða hins síðarnefnda. sem Rossi tók í landsliðinu.
A Austuríki enn eft-
ir að koma á óvart?
LIÐ Austurríkis hefur komið
mjög á óvart í IIM keppninni í
Argentínu. Hefur þjálfara liðs-
ins, Helmut Scnekowitsch, vcrið
boðinn nýr samningur við Aust-
urríska knattspyrnusambandið.
Velgengni liðsins hefur vakið
almenna ánægju heima fyrir og
allir eru í sjöunda himni. Gera
Austurríkismenn sér vonir um að
lið þeirra nái jafnvel í eitthvert
fjögurra cfstu sætanna í keppn-
inni.
Senekowitsch, sem er 45 ára
gamall og fyrrverandi landsliðs-
• Helmut Senekowitsch þjálfari maður, ljóshærður og myndarleg-
Austurríkis. ur, sagðist vera alls ósmeykur við
lið Brasilíumanna sem mæti Aust-
urríki á sunnudag. — Gegn
Svíþjóð áttum við ótal marktæki-
færi sem okkur tókst ekki að nýta,
á móti Brasilíu breytum við
tækifærunum í mörk, sagði Hel-
mut. Við skulum heldur ekki
gleyma því að Svíar hafa frábæran
markvörð þar sem Ronnie Hell-
ström er.