Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
Sovfakt olíuflutninfíaskip lá við Lautjarnos í gær o« var að losa 10—11.000 tonn af bensíni sem undanþága
var’veitt fyrir en farmurinn á allur að fara í land í Reykjavík. Ljósim Mbl. Kristján.
„Nýsköpun-
arstjórn” í
Siglufirði
NÝKJÖRIN bæjarstjórn SíbIu-
fjarðar kom saman tii fyrsta
fundar síns í «ær en meirihluta-
samstarf hefur tekizt með Al-
þýðuflokki. Alþýðubandalasi ok
Sjálfstæðisflokki.
Forseti bæjarstjórnar var kjör-
inn Jóhann G. Möller af A-lista, 1.
varaforseti Vigfús Þór Árnason af
D-lista ofí 2. varaforseti Kolbeinn
Friðbjarnarson af G-lista. I bæj-
arráð voru kjörnir; Gunnar Rafn
Sifíurbjörnsson af G-lista, Jóhann
G. Möller af A-lista og Björn
Jónasson af D-lista. Bjarni Þór
Jónsson var ráðinn bæjarstjóri
áfram með atkvæðum allra bæjar-
fulltrúa.
Á fundinum báru fulltrúar
A-lista og G-lista fram tillögu um
að bæjarstjórn fæli bæjarstjóra að
semja við starfsmannafélag Siglu-
fjarðarbæjar og Verkalýðsfélagið
Vöku á grundvelli tilboðs Verka-
mannasambands Islands frá í maí
um fullar verðbætur á laun allt að
130.000 króna miðað við 1. desem-
ber 1977, og hlutfallslega sömu
krónutölu á laun þar yfir. Þessi
tillaga var samþykkt með 5
atkvæðum fulltrúa A- og G-lista.
Fulltrúar B-listans sátu hjá og
fulltrúar D-listans sátu hjá en létu
gera þá bókun að þeir teldu að
bæjarfélagið ætti ekki að hafa
afskipti af vinnudeilum enda hefði
það ekki verið gert í bæjarstjórn
Siglufjarðar. Hins vegar lýstu þeir
sig sammála þeirri stefnu að bæta
laun þeirra lægstlaunuðu.
Saksóknari
óskar umsagnar
ráðherra í
tveimur málum
EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur
nýlega sent tvö mál til umsagnar
ráðherra, þar sem um er að ræða
meint brot í opinberu starfi. Er
það'skylt lögum samkvæmt. Þetta
eru handtökumál Hauks Guð-
mundssonar fyrrverandi rann-
sóknarlögreglumanns og meint
fjárdráttarmál Páls Líndal fyrr-
verandi borgarlögmanns.
Mál Hauks fjallar sem kunnugt
er um meinta ólöglega handtöku
Guðbjarts Pálssonar og Karls
Guðmundssonar í Vogum á Vatns-
leysuströnd í desember 1976. Mál
Páls fjallar um meint fjárdráttar-
mál hjá Reykjávíkurborg að upp-
hæð rúmar 5 milljónir króna. Þar
af hefur Páll greitt til baka tæpar
tvær miHjórrir.
— Læt ekki
Framhald af bls. 2
væri einnig að birta fyrir fundinn
tilkynningu þar sem borgarstjóra-
embættið yrði auglýst laust til
umsóknar. Þegar Mbl. spurði
hvort stefnt væri að því að
meirihlutinn yrði tilbúinn til
nefndakjörs á fundinum sögðu
þeir að stefnt væri að kjöri í
nefndir þar, en Kristján Bene-
diktsson gat þess að það hefði oft
gerzt að kosningu í einstaka
nefndir hefði verið frestað.
Þegar Mbl. spurði hvort viðræð-
urnar um málefnasamning hefðu
leitt til afgreiðslu einhverra sér-
stakra þátta hans svöruðu þeir
Björgvin og Kristján neitandi og
sögðu að engin mál hefðu verið
tekin út úr, heldur væri málefa-
samningurinn ræddur á breiðum
grundvelli. „En viðræðurnar
ganga vel og það miðar í rétta átt,“
sögðu þeir.
Fjórði viðræðufundur meiri-
hlutaflokkanna var í gær.
— Tillagan
Framhald af bls. 2
með Sjálfstæðisflokknum í heilan
áratug og við urðum aldrei varir
við það að samstarfsmenn okkar í
Sjálfstæðisflokknum þá, forsætis-
ráðherrarnir og aðrir, treystu ekki
utanríkisráðherrum okkar þeim
Guðmundi I. Guðmundssyni og
Emil Jónssyni. Svo ég undrast það
að forsætisráðherra skuli vera að
draga þetta fram“, sagði Benedikt
Gröndal
Þá spuröi Mbl. Benedikt
Gröndal hvort Alþýðuflokkurinn
myndi setja sem skilyrði fvrir
þ^tttöku í hugsanlegri vinstri
stjórn að loknum Alþingiskosning-
um að varnarliðið yrði áfram. „Um
það hvað kann aö gerast við
hugsanlega stjórnarmyndun get ég
ekki annað en lýst núverandi
stefnu Alþýðuflokksins", svaraði
Benedikt Gröndal.
— Moro-málið
Framhald af hls. 1
verið fyrir mannrán og morðið á
Aldo Moro eru sex í fangelsi en
hinir hafa enn ekki náðst. Fimm
voru handteknir átta dögum eftir
að lík Moros fannst í miðborg
Rómar í síðasta mánuði en stúlka
úr hópnum, dóttir auðugs blaðaút-
gefanda, var handtekin fyrir
tveimur mánuðum í Napólí. Fólk
þetta hefur lengi verið á lista
lögreglunnar yfir eftirlýsta með-
limi Rauðu herdeildarinnar.
Andreotti forsætisráðherra, sem
jafnframt gegnir embætti innan-
ríkisráðherra til bráðabirgða, hef-
ur látið boð út ganga til allra
lögreglustöðva í landinu um að
átak verði gert til að koma í veg
fyrir að upplýsingar „leki“ til
fjölmiðla varðandi mál sem eru í
rannsókn. Fullyrðir Andreotti að
slík vinnubrögð hafi hvað eftir
annað orðið til þess að hindra
lögregluna í störfum auk þess sem
mikil brögð séu jafnan að því að
þessar upplýsingar séu ónákvæm-
ar og villandi.
Vikublaðið Giorni, sem
kommúnistar eiga mest ítök í,
vitnar í ummæli þriggja ónafn-
greindra manna, sem sagðir eru
fyrrverandi starfsmenn leyniþjón-
ustunnar ítölsku, um að Rauða
herdeildin geti reitt sig á vernd
háttsettra manna sem annað hvort
sé að finna í innanríkisráðuneyt-
inu eða í bækistöðvum lögreglunn-
ar í Róm, Tórínó, Mílanó og
Genúa. Hefur blaðið jafnframt
eftir þessum heimildarmönnum
sínum að hryðjuverkamenn hefðu
ekki getað náð Aldo Moro á sitt
vald hefði leyniþjónustunni verið
falið að ábyrgjast öryggi hans en
fimm lífverðir Moros, sem féllu í
skotárásinni þegar honum var
rænt, voru úr röðum lögreglunnar.
— 4 milljarða
Framhald af hls. 32
Tómas ræddi nokkuð um þær
viðræður sem staðið hafa við
Portúgali að undanförnu. Kvað
hann menn vonast til að samning-
ar við þá tækjust á næstunni en
ekki væri heppilegt á þessari
stundu að fjölyrða mikið um þessi
mál.
Saltfiskframleiðslan frá ára-
mótum til 1. júní s.l. nam 23.500
lestum en á sama tíma í fyrra var
hún 25.500 lestir.
Það kom fram á fundinum að
aðeins ein grein saltfiskverkunar
er talin standa á núlli, aðrar eru
reknar m^ð tapi. Þessi eina grein
er verkun á ufsaflökum sem að
mestu fara á v-þýzkan markað og
eru notuð í sjólaxgerð. Valgarð J.
Ólafsson framkvæmdastjóri
skýrði frá því að verð á ufsaflökum
hefðu hækkað um allt að 50% í
dollurum síðan 1976 en tilkostnað-
ur framleiðenda hefði einnig
hækkað mjög mikið og salan
dregizt saman um 25%. Því yrðu
menn að gæta hófs í verðkröfum,
en menn vildu halda sínum mark-
aðsþætti. Þá minntist Valgarð á
ferð sem farin var til Bandaríkj-
anna og S-Ameríkulanda á s.l. ári
til að kanna þurrfiskmarkaðina.
Kom fram hjá honum, að mögu-
leiki væri á nokkurri sölu þangað
en það væru líka mörg ljón í
veginum. T.d. þyrftu íslendingar'
að vanda betúr til framleiðslunnar
þar sem þurrkaður saltfiskur væri
mjög dýr vara.
Friðrik Pálsson gerði grein fyrir
afkomu saltfiskverkunarinnar og
sagði að það væri í raun óforsvar-
anlegt að eyða Verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins eins og nú ætti að
gera.
Helga Þórarinssyni fram-
kvæmdastjóra, sem lætur af störf-
um hjá S.Í.F. síðar á þessu ári,
voru sérstaklega þökkuð góð störf
á fundinum en hann hefur nú
starfað í 37 ár hjá S.Í.F., þar af
31Vá ár sem framkvæmdastjóri. >
Stjórn Sölusambands ísl. fisk-
framleiðenda var öll endurkosin
en hana skipa nú: Tómas Þorvalds-
son formaður, Sigurður Markús-
son varaformaður, Bjarni Jóhann-
esson, Jón Ármann Héðinsson,
Margeir Jónsson, Stefán Runólfs-
son og Víglundur Jónsson.
— Lögbann
Framhald af bls. 2
sem fór mað málið f.h. V-listans og
spurðist fyrir um til hverra ráða
yrði nú gripið. Sigurður kvaðst í
byrjun ætla að skrifa mennta-
málaráðherra opið bréf með beiðni
um að hafa áhrif á þetta mál.
Ennfremur hugsaði hann sér að
stefna Útvarpsráði og öllum þeim
persónulega sem stóðu að ákvörð-
uninni. Þeir hefðu farið út fyrir
sitt valdsvið. Skaðabótakröfuna
hygðist hann byggja á þeim
útreikningum sem Útvarpsráð
heíði sjálft gefið sér fyrir lög-
bannstryggingunni vegna tjóns af
breyttri dagskrá ef af lögbanni
yrði, eða kr. 12.5 milljónir. Það
mál yrði síðar rekið allt til
Hæstaréttar. Það væri þýðingar-
laust að skjóta ákvörðun fógeta-
réttarins til Hæstaréttar vegna
skorts á tíma.
Árið 1960 kvað Hæstiréttur
Danmerkur upp dóm í máli frá
kosningum þar í landi áriö 1957.
Útvarpsráð danska útvarpsins
neitaði óháða flokknum, sem þá
var nýstofnaður, um þátttöku í
flokkakynningu útvarpsins á þeim
grundvelli að aðeins þeir flokkar
sem ættu menn á þingi nytu
þessara réttinda. Niðurstaða þess
máls var sú að ákvörðun útvarps-
ins bryti gegn málfrelsisákvæðum
dönsku stjórnarskrárinnar en
grundvöllur þess máls var annar
en þess sem hér er á ferðinni.
— Kvaðst
aldrei...
Framhald af bls. 32
sagði hann hjá lögreglunni enda
bar filman í vélinni því vitni.
Sem fyrr segir fékk Konrad
sumt af búnaði sínum aftur, svo
sem kaðla og annan sigbúnað, en
hald var lagt á áhöld til þess að
halda eggjum heitum og ýmsan
búnað til veiða á ungum, svo sem
háfa og sérstaklega útbúnar steng-
ur. Ennfremur var hald lagt á
langvíuegg sem þeir feðgar höfðu
í fórum sínum. Loks var haldið
eftir fjórum talstöðvum sem þeir
höfðu flutt ólöglega inn í landið.
Konrad Ciesielski er 42 ára
gamall en Lothar sonur hans
tvítugur.
— Skæruliða-
árás
Framhald af bls. 1
ur að skæruliðar Joshua Nkomos
hafi töluverð ítök í skólanum sem
og í öðrum kristniboðsstöðvum á
þessum slóðum.
Hjálpræðisherskonurnar, sem
féllu í árásinni í gærkvöldi, voru
frá Norður-írlandi og Englandi.
— Peking
Framhald af bls. 1
en Teng hélt áfram máli sínu
eins og ekkert hefði í skorizt og
hældi Afríkuríkjum fyrir að
treysta tengsl sín, sameina
kraftana og gera ráðstafanir til
að tryggja sameiginlega varn-
arhagsmuni sína.
— Carter
Framhald af bís. 1
mælum Carters í öllum
atriðum.
Moskvu-stjórnin minntist ekki
frekar á Annapolis-ræðuna í dag
er. hélt þó áfram árásum sínum á
stjórn Carters og sagði meðal
annars að aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins hefðu verið þvinguð
til þess í Washington á dögunum
f að samþykkja vígbúnaðaráætlun
til Jangs tíma. Hefði-Carter lagt
fram frágengna áætlun á leiðtoga-
fundinum vestra og hefði hann
ekki ljáð máls á athugasemdum
leiðtoga annarra aðildarríkja.
Væri þessi hegðun staðfesting á
því að árásarstefna Carters og
Brzezinskis öryggismálaráðgjafa
hefði orðið ofan á og stríddi hún
gegn áformum um slökun spennu
í samskiptum ríkja.
Vestrænir stjórnmálasérfræð-
ingar telja þessi viðbrögð Sovét-
ríkjanna staðfestingu á afstöðu
þeirra til samskipta austurs og
vesturs að undanförnu og ónafn-
greindur háttsettur hugmynda-
fræðingur í Kreml tjáði vestræn-
um fréttamönnum í dag að Sovét-
stjórnin teldi sig ekki eiga kosta
völ á næstunni, þannig að ekki yrði
um stefnubreytingu að ræða í
samskiptum við Vesturlönd.
— Vildu
kauplækkun
Framhald af bls. 32
• Þeir stóðu að því að vísitalan
var tvívegis skert, fyrst með því
að taka áfengi og tóbak út úr
h'enni, síðan með því að taka
kostnáð við einkabifreið út úr
henni.
• Þeir stóðu að því um mánaða-
mótin mai-júní að taka nokkur
vísitölustig af launþegum sem
jafngilda á núgildandi verðlagi
mörg þúsund milljónum króna.
• Þeir stóðu að því að söluskatts-
hækkun kæmi ekki fram í
vísitölu.
• Þeir stóðu að því að ekkert
samráð var haft um þessar aðgerð-
ir við verkalýðshreyfinguna eins
og lofað hafði verið í málefna-
samningi vinstri stjórnar flokk-
anna.
í viðtali við Þjóðviljann í gær segir
Benedikt Davíðsson formaður
Sambands byggingarmanna: „Ég
held, að það sé flestu fólki ljóst, —
ljósara en áður — að kjör fólks
verða ekki ráðin af gerð samnings-
ákvæða eingöngu, heldur af því
hvernig hægt er að verja samn-
ingsákvæðin fyrir óskammfciln-
um stjórnvöldum. Það þarf að
tryggja þannig stjórnvöld að þau,
kjör, sem samið er um, haldi."
— Minning
Jakobína
Framhald af bls. 22.
höfðingleg og reisnin stór, að
enginn tók eftir því, hvað hún bjó
við einföld ytri lífsskilyrði, þau
hurfu í skuggann fyrir henni
sjálfri. Gjafmildi hennar og gest-
risni var með eindæmum og
þykktist hún jafnan við ef einhver
fór hjá garði hennar án þess að
líta inn. En það var ekki aðeins
kaffið hennar Bínu sem dró að sér
gestina, heldur miklu fremur
viðmót hennar og viðræðuhæfi-
leikar, frásagnarsnilldin var ein-
stök og minnið gott fram á síðasta
dag.
Voru þeir orðnir æði -margir sem
að Melabúð komu og nutu návistar
hennar, fræddust og glöddust og \
voru ríkari eftir hverja heimsókn.
Bæði innlend og erlenda fræði- og
listamenn bar oft að hennar garði
til að hlusta og nema litríkar
frásagnir hennar. Hún var dulvit-
ur og skyggn og sá oft fyrir óorðna
atburði. Já, hún Bína gerði garð
sinn frægan og hennar verður
lengi minnst, hún er óafvitandi
orðin þjóðsagnapersóna í sögunni.
Fyrir mér sem ólst upp á næsta
bæ við hana og þekkti hana náið,
verður hún mikilvæg minning og
ábending, hvernig hægt er að
öðlast lífshamingju á einfaldan
máta og án þess að gera tilraun til
að kaupa haná dýru verði ytri
gæða. Og þegar hún Bína er nú
horfin af sjónarsviðinu, verður allt
eitthvað risminna á ævislóð henn-
ar, en umhverfið verður þó ætíð
það sama, fegurð og tign jökulsins
okkar minnir á stórbrotið og gott
fólk sem lifði í nálægð hans og
hann heldur áfram að magnast
duiarkrafti þess fólks sem við
rætur hans bjó.
Minning þín lifir, Bína í Mela-
búð.
• Kristinn Kristjátisson>