Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JUNI 1978 Sýnir 40 olíumál- verk í Keflavík LAUGARDAGINN 3. júní s.l. opnaði Erla Sigurbergs málverka- sýningu að Hringbraut 48, í Keflavík. Á sýningunni eru um 40 olíumálverk og er þetta fyrsta einkasýning hennar, en áður hefur hún tekið þátt í tveimur samsýn- ingum í Keflavík og einni í Noregi. Sýningin stendur til 11. júní og er opin frá kl. 18.00 til 22.00 virka daga, en frá kl. 16.00 til 22.00 laugardaga og sunnudaga. Að- gangur að sýningunni er ókeypis. L.A. sýnir í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur hefur boðið Leikfélagi Akureyrar að sýna tvo sjónleiki í Iðnó í næstu viku í tilefni af Listahátíð. Sýndir verða Hunangsilmur eftir Shelagh Del- aney og barnaleikritið Galdraland eftir Baldur Georgs. í Hunangs- ilmi eru fimm leikendur en leik- stjóri er Jill Brooke Arnason. Erlingur Gíslason leikstýrir Galdralandi en þar koma þrír leikendur fram. Myndin er af Kristínu Á Ólafs- dóttur og Sigurveigu Jónsdóttur í hlutverkum sínum í Hunangsilmi. Hólmavíkur- kirkja fær veglegt orgel Hólmavík, 7. júní — Á SJÓMANNADAGINN var vígt og tekið í notkun vandað kirkju- orgel í Hólmavíkurkirkju. Orgelið er af tegundinni Allan 202, 36 radda með tveimur hljómborðum og fótspili. Þetta er talinn vera mjög vandaður gripur, sem safnað hefur verið til á undanförnum árum. Sóknarpresturinn, séra Andrés Ólafsson, vígði orgelið, en fulltrúi söngmálastjóra, Guðni Þ. Guð- mundsson, organisti, lék á orgelið við guðsþjónustu sjómannadags- ins. Um kvöldið voru tónleikar í kirkjunni, þar sem Guðni lék á orgel kirkjunnar. Lárus Sveinsson lék á trompet, en einsöngvari var Ingibjörg Marteinsdóttir. Kirkju- kór Hólmavíkur aðstoðaði. Tón- leikar þessir tókust afburða vel og telja allir sem vit hafa á að kirkjan sé hið ákjósanlegasta tónleikahús. Þar sé hljómburður eins og bezt verður á kosið. Hólmavíkurkirkja verður 10 ára á þessu ári og verður afmælisins sérstaklega minnst á hausti kom- anda með hátíðadagskrá. — And- Al<,USINi,.\. s[\ll\\ KR. 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.