Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 37 ísland og Kanada hefja samstarf á sviði rannsókna og kennslu Ilinum erlendu gestum sýnd aöstaða í skynjunarlífeðlisfræöi að Grensásvegi 12. Talið frá vinstri. Jean-Guy Pilon, forscti líffræðideild- ar Montreal-háskóia, prófessor Jóhann Axelsson forstöðumaður rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlisfræði. Guðmundur Einarsson sem hefur að sérsviði heyrnar- og þrýstiskyn. prófessor M.A. Ali (sitjandi) með sjónskyn sem sérgrein og Logi Jónsson með sérgrein á sviði bragð- og lyktarskyns. Á myndina vantar Sigfús Björnsson lífverkfræðing. sem aðallega hefur unnið með sjónskyn. Ljósm. Kristján. Um nokkurt skeið haía tveir vísindamenn frá líffræðideild Montreal-háskóia dvalist hér á landi í boði Rannsóknarstofu Iláskóla íslands í lífeðlisfræði og lífverkfræði. Markmið heim- sóknarinnar var að koma á víðtæku samstarfi á sviði rann- sókna og kennslu miili Háskóla íslands og Montreal-háskóla. Einnig fluttu hinir erlendu prófessorar nokkra fyrirlestra um rannsóknir sínar. Fréttamaður Mbl. hitti kana- dísku vísindamennina, þá próf. M.A. Ali, sem þekktur er fyrir rannsóknir sínar á sjón og prófessor Jean-Guy Pilon, for- seta líffræðideildar Montreal-háskóla, á Rannsókn- arstofu Háskóla íslands í lífeðl- isfræði að Grensásvcgi 12. þar sem prófessor Ali var að fjarlægja auga úr fiski til að rannsaka. Fyrirlestrar prófessors Ali fjölluðu allir að einhverju leyti um sjónskyn fiska t.d. sjón- bundna hegðun þeirra í slæmu skyggni og rafmælingar á sjón fiska tengdar umhverfi og hegð- un. Fyrst var hann því spurður hvers vegna áhuginn beindist fremur að sjón fiska en annarra dýra? — Sjónskyn fiska er líffræði- lega heillandi, sagði próf. Ali, vegna margbreytileika þess. Fiskar lifa við gífurlega breyti- legar aðstæður miðað við önnur dýr, á dýpi frá nokkrum senti- metrum upp í marga kílómetra, í ísköldu vatni eða 30 gráðu heitu, í tæru vatni eða gruggugu og menguðu, í ósöltu vatni og söltu o.s.frv. Þessar breytilegu aðstæður gera miklar kröfur til aðhæfingar sjónskyns hjá hin- um ýmsu tegundum. — Einnig hljóta slíkar rann- sóknir að hafa mjög hagnýta þýðingu. Hvernig sjá fiskar t.d. lit og gerð néta og annarra veiðarfæra? Hvernig greina þeir hreyfingar o.s.frv.? Aukin þekk- ing á sjónskyni fiska er nauð- synleg þjóðum íslands og Kan- ada, sem byggja atvinnu og afkomu að miklu leyti á fisk- veiðum. Hér tekur prófessor Jóhann Axelsson mjög í sama streng en bendir á að skynjunarhópur rannsóknarstofunnar, sem svo er kallaður, einskorði sig ekki við sjón fiska. Logi Jónsson vinni t.d. með bragð og lyktar- skyn þeirra, Guðmundur Ein- arsson með þrýstiskyn og heyrnar, en sjónsviðið sé aðal- áhugamál Sigfúsar Björnssonar lífverkfræðings. — Allt er þetta, sagði Jóhann, eðlilegt áfram- hald á vinnu Sigurðar St. Helgasonar lektors, sem árum saman hefur unnið að uppbygg- ingu fiskalífeðlisfræði. Fara slíkar rannsóknir ein- göngu fram á vegum háskól- anna? Því svarar prófessor Ali: Okkur hefur verið tekið framúr- skarandi vel af Veiðimálastofn- un og Hafrannsóknastofnun og öðrum, sem við höfum heimsótt og Jóhann bætir við: Við von- umst eftir nánu samstarfi við rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna um þessar rannsóknir sem aðrar. Kennaraskipti Hvert var upphaf þessarar samvinnu milli Montreal-há~ skóla og Háskóla íslands? — Upphaf þessa má rekja til þátttöku þeirra Jóhanns, Sigfús- ar og Guðmunduar á'ráðstefnu um skynjunarvistfræði í Kan- ada s.l. sumar, sagði próf. Pilon, og um samvinnu á sviði kennslu má segja að sérfræðingar frá Kanada koma hingað og halda stutt námskeið um valin efni eða taka þátt í námskeiðum sem þegar eru kennd hérlendis. Kennaraskiptin verða gagn- kvæm, því Kanadamenn geta margt lært af Islendingum. En hvaða ávinning teljið þið ykkur hafa af rannsóknarstarf- inu? — Hann er margvíslegur og gagnkvæmur einnig, sagði prófessor Ali. Tökum nýtingu tækja sem dæmi. Tæki á rann- sóknarstofu minni hafa verið keypt á 18—20 árum og kosta a.m.k. 250 þúsund dali. Það tæki ykkur aldrei styttri , tíma að byggja upp sambærilega að- stöðu á sviði efna- og líffæra- fræði, sem þó eru aðeins tveir þættir rannsóknanna á sjón- skyni fiska. Hins vegar er svo hér til tækjabúnaður og fræði- leg og tæknileg kunnátta, sem okkur er ómetanleg. Þá má nefna efniviðinn, fiskana og aðstöðu til að rannsaka hinar ýmsu tegundir. Með því að starfa saman getum við flýtt rannsóknum mjög mikið, gert þær víðtækari, ódýrari og hag- nýtari. Samningur Gerður hefur verið samningur um samstarfið: Við höfum náð samkomulagi, segir próf. Pilon, um skamm- tima verkefni, er tekur uiþ.b. hálft annað ár og langtímaáætl- un til fjögurra ára. Skammtíma verkefnið tekur aðallega til uppsjávarfiska og ferskvatns- fiska t.d. laxfiska, en langtíma- verkefnið beinist að rannsókn- um á sjónskynjun t.d. djúpsjáv- arfiska. Nú tekur próf. Ali til við að lýsa hvernig skal rannsaka nethimnu fiskaugans, hlutföll ljósnæmra skynfruma, magn litarefna í frumum og tengja þetta rafmælingum atferlis- og litarskyns mælinguni, en nánar verður ekki farið út í það hér. Að lokum skaut prófessor Ali því að hann teldi fiskasafnið í Vestmannaeyjum til fyrirmynd- ar og að slíkt safn í Reykjavík myndi mjög bæta aðstöðu til hagnýtra fiskirannsókna hér á landi. Sófasett Aukin þjónusta Sérpantanir á Ulferts húsgögnum. Hafið þið leitað lengi að réttu húsgögnunum? Farið búð úr búð og ekki fundið það rétta? I vali á húsgögnum ræður smekkur miklu. Nýi Ulferts litmyndalistinn er fullur af smekklegum húsgögnum: Raðstólum, borðum, stólum, rúmum ofl. Þið finnið áreiðanlega eitthvað við ykkar hæfi. Skrifið eftir nýja Ulferts litmyndalistanum og veljið síðan eftir ykkar eigin smekk. Eins og áður er úrval Ulferts húsgagna að jafnaði til á lager verslunarinnar. Til Kristjáns Siggeirssonar hf. Laugavegi 13,101 Reykjavík. Vinsamlega sendið mér ókeypis Ulferts litmyndalistann. Nafn: HÚSGflGDflVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113 REYKJAVIK SIMI 25870 Heimilisfang:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.