Morgunblaðið - 11.06.1978, Side 16
Kosningaávarp Sj
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JUNI 1978
Valið stendur um
virðingu fyrir einstakli
Alþingiskosningar snúast nú um það, hvort
ný vinstri stjórn tekur við völdum að þeim
loknum loknum eða Sjálfstæðisflokkurinn
verði í stjórn landsins.
Virðingin fyrir einstaklingnum og athafna-
frelsi hans er kjarni Sjálfstæðisstefnunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að
móta fjölbreytt þjóðfélag, sem stuðlar að því,
að hæfileikar hvers einstaklingsins fái notið
sín sem bezt. Frelsi og ábyrgð einstaklinganna
skapar aðhald fyrir stjórnvöld og vinnur gegn
stöðnun, öfgastefnum og spillingu í þjóðfélag-
mu.
Aldrei aftur
vinstri stjórn
Sagan hefur sýnt, að vinstri stjórnir geta
ekki ráðið við efnahagsmálin vegna sundur-
þykkju- og ágreinings. Vinstri stjórnin sem
hrökklaðist frá 1974 hafði bæði stefnt öryggi
þjóðarinnar í voða og komið á algjöru
efnahagsöngþveiti. Á árunum 1971—1974 stóð
vinstri stjórnin 12 sinnum að skerðingu eða —
tilraunum til að skerða kjarasamninga og
atlögu hennar að þeim lauk með algjöru
afnámi vísitölubóta. Atkvæði greitt öðrum
flokkum en Sjálfstæðisflokknum í kosningun-
um nú, er lóð á vogarskál nýrrar vinstri
stjórnar — efnahagsöngþveitis og upplausnar
í varnarmálum.
Sjálfstæðismenn skora á alla frjálshuga
Islendinga að veita flokknum brautargengi í
komandi kosningum og hrinda þannig atlögu
vinstri aflanna með öflugu og samstilltu átaki.
Valið stendur um það, hvort þjóðin kýs að
takast á við viðfangsefnin á raunhæfan hátt á
grundvelli frjálslyndra viðhorfa eða með
frelsisskerðingu og ríkisforsjá sósíalismans.
Ný sókn Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosn-
ingunum er eina tryggingin fyrir því, að hann
geti hér eftir sem hingað til gegnt mikilvægu
hlutverki sínu sem málsvari frelsis og
framfara í íslenzku þjóðfélagi.
Viðnám gegn
verðbólgu
Takist ekki að sigrast á verðbólgunni blasir
atvinnuleysi við og hagsmunum einstaklinga,
fyrirtækja, stétta og þjóðarinnar allrar er
stefnt í voða. Til þess að árangur náist í
viðureigninni við verðbólguna leggur Sjálf-
stæðisflokkurinn megináherzlu á eftirfarandi
atriði:
1. Skipulögð samráð stjórnvalda, stjórnmála-
flokka og hagsmunasamtaka um kjaramál,
sem leiðir til þjóðarsáttar í stað sundrung-
ar.
2. Endurskoðun vísitölukerfisins til að
tryggja að tekjur launþega séu í eðlilegu
samræmi við þjóðartekjur og hag atvinnu-
vega án víxlhækkana verðlags og kaup-
gjalds.
3. Hallalaus viðskipti við útlönd og stöðvun
erlendrar skuldasöfnunar.
4. Rétta gengisskráningu og frjálsan ferða-
gjaldeyri og önnur framleiðni.
5. Eflingu jöfnunarsjóða til að mæta sveiflum
í verði og framleiðslu útflutningsafurða.
6. jvirka samkeppni og frjálsa verðmyndun til
að lækka vöruverð.
7. Örvun sparnaðar með raunhæfri vaxta-
stefnu og auknu frelsi til verðtryggingar
fjárskuldbindinga.
8. Jafnfrétti atvinnugreina þannig að lána-
kerfið veiti fjármagninu í arðbærustu
farvegi.
9. Samerátt í ríkisútgjöldum og hagræðingu
í opinberum rekstri til að auka ráðstöfun-
arfé almennings.
10. Tekjuskattur verði ekki greiddur af
almennum launatekjum.
Á þessum grundvelli vill Sjálfstæðisflokkur-
inn leita samstarfs við alla þá aðila, sem í raun
vilja leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafnar óraunhæfum skamm-
tímalausnum. Barátta þjóðarinnar fyrir at-
vinnuöryggi og bættum lífskjörum mun ráðast
af því hvort sigrast verði á verðbólgunni og
öflugt atvinnulíf fái að blómgast.
Varið land —
eða varnarlaust?
í komandi kosningum verður um það kosið
hvort ísland skuli áfram vera varið land eða
óvarið.
Hver sjálfstæð þjóð verður að sinna þeirri
frumskyldu að tryggja öryggi sitt, annað hvort
af eigin rammleik eða í samvinnu við vinveittar
þjóðir. íslendingar tryggja öryggi og sjálfstæði
sitt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamvinnu við Bandaríkin og fá þannig
jafnframt tækifæri til áhrifa á friðsamlega
þróun í alþjóðamálum og viðleitni til afvopnun-
ar. •
Sífellt þarf að endurmeta varnarþörfina með
hliðsjón af íslenzuum hagsmunum. Aðeins með
öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn geta
íslenzkir kjósendur tryggt sigur landvarnar-
stefnunnar, enda munu Sjálfstæðismenn ekki
fallast á neinar þær aðgerðir, sem veiki öryggi
þjóðarinnar.
Island hefur sökum legu sinnar mikla
hernaðarþýðingu. Mikil og sívaxandi hernaðar-
umsvif Sovétríkjanna í lofti og á hafsvæðunum
umhverfis ísland sýna hættuna á, að ísland
lenti á rússnesku áhrifasvæði, ef íslendingar
væru ekki í varnarkeðju vestrænna ríkja og
hefðu viðbúnað til varna í landinu.
I landhelgisdeilum okkar kom hvað eftir
annað í ljós hve miklu máli það skipti fyrir
hagsmuni okkar að vera í Atlantshafsbanda-
laginu. Sú aðild átti ekki hvað minnstan þátt
í því að síðasta landhelgisdeila var leidd til
þeirra farsælu lykta, sem tryggðu fullnaðarsig-
ur íslands í landhelgismálinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hvetur alla kjósendur,
sem fylgja vilja sömu stefnu og hann í
öryggismálum að koma til liðs við sig í þessum
kosningum og vinna þannig í samvinnu við
flokkinn að því að tryggja áfram öryggi
íslenzku þjóðarinnar.
Jöfnun kosningaréttar
Sjálfstæðisflokkurinn telur núverandi kjör-
dæmaskipan og kosningatilhögun óviðunandi
og mun beita sér fyrir jöfnun kosningaréttar
borgaranna og eflingu tengsla þeirra og
þingmanna.
Varanlegt
slitlag á hringveginn
Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja stóraukna
áherzlu á varanlega vegagerð á komandi árum.
Innan 15 ára skulu vegir til allra byggðarlaga
landsins lagfærðir eða endurlagðir með bundnu
slitlagi.
Hér er um að ræða svipaða stefnumörkun og
Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir í Reykja-
vík í byrjun síðasta áratugs og leiddi til
malbikunar meginhluta gatna í borginni og
kom henni í nútímahorf. Þessi vegagerð er
álíka stórt verkefni fyrir þjóðina eins og
gatnagerðin var fyrir Reykvíkinga á sínum
tíma.
Samhliða þessari vegagerð þarf að vinna
áfram að endurbótum og styrkingu vega í
öllum landshlutum til að tryggja sem öruggast-
ar samgöngur og tengsl innan hvers byggðar-
lags.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til, að þessar
framkvæmdir verði fjármagnaðar úr Byggða-
sjóði, enda er hér um að ræða framkvæmdir,
sem hafa mikla þýðingu fyrir framtíð allra
byggða landsins. Varanleg vegagerð er raun-
hæf byggðastefna, sem allir landsmenn geta
sameinast um.
Endurskoðun
skólakerfisins
— aukin verkmenntun
Sjálfstæðismenn telja, að einstaklingar,
frjáls samtök þeirra og sveitarfélög skuli hafa
sem mest sjálfstæði og frumkvæði í skóla- og
fræðslumálum, en ríkisvaldið setji aðeins
rúman lagaramma um það, hvernig menntun
skuli háttað.
Brýn nauðsyn ber til að allt skóla- og
fræðslukerfi landsins sé skoðað í heild með
ofangreind sjónarmið í huga. Sem allra fyrst
þarf að setja lög um framhaldsskóla, þar sem
verkmenntun skipi verðugan sess og um
fullorðinsfræðslu. Þessi löggjöf verður að taka
tillit til raunverulegra vandamála skólanna,
tengsla við önnur skólastig og efnahags- og
atvinnulíf þjóðarinnar.
eða frelsisskerðingu o