Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 Úr fisk- vinnslu- salnum 17 Leifur Eiríksson og Guðni Jónsson: Vinnudeilan í Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar Vinnudeilan í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Nú þegar við höfum látið af störfum við Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar eftir sögulegan aðdrag- anda, viljum við ekki láta hjá líða að gera nokkra grein fyrir brott- rekstri okkar úr starfi og aðdrag- anda hans. Við höfum að vísu áður reynt að skýra þetta mál opinber- lega á hlutdrægnislausan hátt, en mörgu höfum við látið ósvarað sem á okkur hefur verið borið, enda er það þess eðlis að hver sómakær maður veigrar sér helst við því að ansa óhróðri sem þyrlað hefur verið upp. En það er fyrst og fremst tvennt sem dregur okkur til þess að skrifa þessar línur. Annars vegar viljum við gera nokkra grein fyrir skoðun okkar á stöðu fiskvinnslufyrir- tækjanna og hins vegar vekja athygli á stöðu einstaklinga sem lenda í andstöðu við valdakerfi og í þessu tilviki er átt við valdakerfi verkalýðshreyfingarinnar. Fiskiðjuver B.U.H. var tekið í notkun seint á sjótta áratugnum og var mest hugsað til framieiðslu á Rússlandsmarkað. Síðan eru liðin um tuttugu ár og lítið verið fylgst með tækninýjungum og þróun á freðfiskmörkuðum og hafði afkoma fyrirtækisins verið mjög slæm miðað við afkomu frystiiðnaðarins i heild. Breytingar á fiskiðjuveri B.Ú.H. til nútímalegs horfs var fyrst af alvöru farið að hugsa um árið 1976. Voru þá stjórnendur fyrir- tækisins búnir að missa eitt besta góðæristímabil frystiiðnaðarins árin 1971—1974 fram hjá sér, þegar frystihús vítt og breitt um land voru í mikilli uppbyggingu. Ljóst var að grípa varð til mjög róttækra ráðstafana á sviði tækni- búnaðar og vinnubragða. Þá ákvað fyrrverandi útgerðar- ráð að taka stórhuga stefnu í málefnum Bæjarútgerðarinnar til þess að gera þetta fyrirtæki afkastamikið og traust, en það hafði verið rekið með stórtapi og var um margt úr sér gengið. Til þess að gera það að virkilegu nútímafyrirtæki var hafist handa um stórfellda uppbyggingu, keypt- ar voru nýjar vélar og tæki og ákveðið að endurskipuleggja öll vinnubrögð og færa þau í nútíma- horf, og hefur í þessu skyni verið varið stórfelldum fjármunum. Það var með öðrum orðum stefnt að því að B.Ú.H. yrði fyrsta flokks fyrirtæki sem var að sjálfsögðu hagur fyrir alla, jafnt fyrir starfsfólkið, skattgreiðendur í Hafnarfirði og þjóðina alla. Voru allir þeir sem um þetta fjölluðu einhuga um það að framfylgja markaðri stefnu. Við vorum ráðnir til B.Ú.H. s.l. vetur sem verkstjórar og tók annar okkar til starfa í nóvember en hinn í desember. Verkefni það sem okkur var falið var auk almennrar verk- stjórnar að ráða fólk til starfa, en því hafði verið sagt upp störfum í frystihúsinu nokkrum mánuðum áður vegna lagfæringa og upp- byggingar, og í öðru lagi að koma á nýjum vinnubrögðum og vinnu- tilhögun, þannig að vinnuaflið nýttist betur, en á það mun talsvert hafa skort áður. Ennfrem- ur skyldum við sjá um, að hráefnið nýttist til fullnustu og fram- leiðsluvaran yrði í alla staði eins vönduð og framast væri unnt. En tæknilegar nýjungar duga skammt ef gott starfslið er ekki fyrir hendi. Ollum er kunnugt um að lengi hefur sá háttur tíðkast að vísa fólki sem hefur skerta starfs- getu eða átt hefur erfitt með að fá vinnu eða stunda reglubundna vinnu í frystihúsin og hefur þetta loðað mjög við bæjarútgerðir. Nú er ekki nema sjálfsagt að þeir fái vinnu sem vilja vinna og ekki er hægt að kasta þeim á dyr sem vegna aldurs eða sjúkleika hafa skerta starfsgetu. En nú er það svo að þau störf í frystihúsum, sem hæfa slíku fólki, eru tiltölulega fá og þess vegna skortir mikið á að vinnuaflið nýtist sem skyldi. Þótt svona hafi gengið hingað til, þá horfir allt öðruvísi við núna. Við erum í miðri tæknibyltingu í frysti- og fiskiðnaðinum og þau tæki og útbúnaður sem núna er unnið með er svo gífurlega dýr að það er ekki annað verjanlegt en nota fyrsta flokks vinnuafl. Það tala allir um það að það þurfi úrvalssjómenn á hin stóru og nýtízkulegu fiskiskip okkar, en enginn minnist á það einu orði að vinnsian úr sjávaraflanum þurfi á slíku fólki að halda. Sannleikurinn er sá að í fiskvinnslunni starfar fólk sem betra er vinnslunnar vegna að fái að sitja heima á fullu kaupi, en það komi á vinnustað. Þessu fólki þarf að sjálfsögðu að útvega vinnu sem hæfir því betur og er hér verk að vinna fyrir þær nefndir kaupstaðanna sem vinna að félagsmálum og ættu þær að standa að því í samvinnu við verkalýðsfélögin. Þetta er vanda- mál sem sum frystihús eiga við að stríða, en í stórum sveitarfélögum eins og Hafnarfirði með fjöl- breytta atvinnuvegi ætti að vera auðvelt að ráða fram úr þessu. Markmiðið í fiskiðnaöinum ætti að vera fullkomin fiskvinnsluhús með úrvalsstarfsfólki. Þessu fólki ætti vitanlega að greiða hátt kaup, til muna hærra en gert er. Þetta er eitt af þeim feimnismálum sem margir ræða um en aldrei á réttum vettvangi og á kannski vaninn sinn þátt í því. Svona hefur þetta gengið hugsa menn og af hverju getur það þá ekki gengið áfram? En við viljum hér með vekja athygli á þessu máli í þeirri von að það verði rætt málefnalega. - O - Á það má minna og verður seint ofmetið hversu geypi mikilvægur fiskiðnaðurinn er þjóðarbúinu. Um það bil 70% útflutningstekna koma frá fiskiðnaði. Margt verka- fólk gerir sér ekki ljóst að hagur fiskvinnslunnar er þess eiginn hagur því þegar aðilar vinnumark- aðarins setjast við samningaborð- ið eru lagðar, til grundvallar kröfum verkalýðsfélaganna tölur frá þjóðhagsstofnun og sölufýrir- tækjum fiskiðnaðarins þ.e. SIS og SH. Ef tölur þessar gefa til kynna bættan hag fiskvinnslu og útgerð- ar geta verkalýðsfélögin frekar gert sér vonir um að kröfur þeirra nái fram að ganga. Kemur þetta berlega í ljós nú síðustu daga er skilaverð afurða til frystihúsanna er lækkað þá byrjar gamli sultar- söngur atvinnurekenda: „Gengis- felling, gengisfelling", og verka- fólk fær að borga sinn hluta brúsans eins og það veit mæta vel sjálft. - O - Ástæðan til þess að við fórum að ræða um vinnuaflið var sú að okkur var falið að ráða fólk til vinnu, er B.Ú.H. tók til starfa að nýju. Var það gert með það í huga að fá gott starfslið, en að sjálf- sögðu var það ekki lítið verk og ekki allir á eitt sáttir hvernig til tókst. I öðru lagi var ákveðið að breyta vinnuháttum með því að reyna að fá upptekið bónuskerfi. Þetta fyrirkomulag gerir kröfu til vinnu- semi og reglusemi og stuðlar að bættri nýtingu, en verkafólki gefst jafnframt tækifæri til þess að auka tekjur sínar. Bónuskerfið hefur að vísu verið nokkuð um- deilt, en skynsamlega framkvæmt er það bæði fyrirtæki og verka- fólki til hagsbóta. Þegar þetta kerfi var borið upp við verkafólk í B.Ú.H. var það fellt og virðist ástæðan helst vera sú að fólkið hafi ekki viljað breyta um vinnu- tilhögun heldur halda sig við gamla verklagið. Og ekki bætti úr skák að við, nýju verkstjórarnir, sem vorum rétt komnir inn úr dyrunum, mæltum með því og áttum að sjá um framkvæmd þess. En undarlegt var það að vilja ekki taka upp þetta nýja kerfi til reynslu a.m.k. því að alltaf var hægt síðar, ef starfsfólkinu fannst það illbærilegt, að afnema það. En eftir nokkurn tíma og ekki hljóða- laust fékkst það upp tekið. Strax fyrstu vikuna sem skrán- ingar hófust sýndi sig að 80—90% starfsfólks fékk einhvern bónust. Vitaskuld komu upp ýmsir byrjun- arörðugleikar, svo sem skekkjur í skráningum o.fl. Reynt var af fyrirtækisins hálfu að bæta úr eins fljótt og auðið var og hafa fá frystihús kostað jafnmiklu til eins og B.Ú.H., en var það lítils metið af sumu starfsfólki, og teljum við það stafa af vanþekkingu þess. Fá frystihús hafa kostað jafn miklu til 'verkkennslu eins og B.Ú.H. Snemma í vetur voru fengnar tvær konur vanar bónus- vinnu úr einu af Vestfjarðafrysti- húsunum til að kenna bónusvinnu- brögð. Því var tekið með litlum þökkum og kallaði sumt starfsfólk það móðgun við hafnfirskan verkalyð. Mun þorra starfsmanna nú þykja bónusfyrirkomulagið skárra en það sem fyrir var, þó að ekki séu allir sáttir við það. Nýjar kröfur, bætt fyrirkomulag Eftir að við tókum við verk- stjórn lögðum við áherslu á að starfsfólkið stundaði vinnu sína reglulega og tókum fyrir allar ónauðsynlegar frátafir, það væri ekki að fara og koma á ýmsum tímum og mæta óreglulega til vinnu, því að við töldum betra að þeir sem stunduðu vinnu sína af kostgæfni sætu að þessari vinnu. En þeim sem vildu hafa alla sína hentisemi, var þetta að sjálfsögðu ekki að skapi. Þannig var leitast við að gera frystihúsið að raun- verulegum vinnustað, en ekki að einhverju hallærisplani. Eitraðar örvar Eins og fyrr segir var stefnt að því að gera B.Ú.H. að fyrsta flokks fyrirtæki og í því skyni þurfti mörgu að breyta sem ekki var vinsælt hjá sumum, enda var snemma farið að senda okkur eitraðar örvar einkum í bæjar- blöðunum í Hafnarfirði. Við skulum leyfa ykkur að heyra hér eina rödd úr skúmaskotunum: „Og er það ekki fulllangt gengið, ef fólk lítur upp frá vinnunni í eina mínútu, að það skuli vera rekið áfram með fúkyrðum. En kannski er drengjunum ekki sjálf- rátt, kannski er stjórnað í gegnum þá af einhverri dularfullri per- sónu, og þeir lipur verkfæri eins og sönnum Gestapó drengjum sæmir. — En svo er líka til þýlynt fólk, og er grátbroslegt til þess að vita, þegar það er eins og kviðskríðandi búrtfkur slefandi utan í verk- stjórana og glefsandi aftan í hæla samverkafólksins." (Alþbl. 22.3.). Við létum skrifum þessum al- gerlega ósvarað. Við höfðum þá trú að starfsfólkið mundi yfirleitt verða ánægt, þegar fram liðu stundir og starfsfólkið búið að reyna það að þessar breytingar væru öllum til hagsbóta. Ekki viljum við halda því fram að verk okkar séu hafin yfir alla gagnrýni og við ekki getað staðið betur að ýmsum hlutum, en þessi var einlæg viðleitni okkar. Við viljum líka taka það fram að við kynnt- umst mörgu duglegu og starfsfúsu fólki hjá B.Ú.H. Það átti sinn mikla þátt í þeim öru framförum sem B.Ú.H. tók og fóru vaxandi með hverjum mánuði. En það þarf ekki nema einn gikk í veiðistöð. - O - Þegar starfsfólk var ráðið aftur eftir breytingar var því öllu gert ljóst á umsóknarblaði að það væri ráðið til allrar almennrar vinnu hjá B.Ú.H. og undirritaði það með eiginhandaráritun, og var skoðun- arfólk ekki þar undanskilið og meira segja ítrekað við það í viðræðum. Frá því snemma í mars höfðum við haft í huga að breyta til í skoðunarhópnum, og setja Huldu Hermóðsdóttur í almenna vinnu, vegna skorts hennar á samstarfs- vilja og hins neikvæða hugsunar- háttar sem við urðum áþreifanlega varir við gagnvart fyrirtækinu. Einnig gætti misræmis milli skoðana hennar og annarra skoð- unarkvenna. Það má geta þess að annar okkar benti Huldu fyrr í vor á óheyrilegan fjölda veikindavott- orða hennar og nefndi það við hana, hvort heilsa hennar leyfði það að vinna fullt starf. Hún tók þessu mjög illa og leit á þetta sem árás á sig. Fyrir hádegi 31. maí kölluðum við Huldu á eintal við okkur, og tjáðum henni að frá og með 5. júní, ynni hún almenn störf í fiskiðjuverinu. Sagði hún strax að hún tæki þetta sem uppsögn. Bentum við henni þá á fyrrgreind- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.