Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 Góð rækjuveiói á djúpslóð; 1850 krónur fást nú fyrir rækjukíl- óið í Þýzkalandi Bent Schevíng Thorsteinsson. Nýr f jár- málastjóri RARIK BENT Scheving Thorsteinsson hagíræðingur heíur nýlega verið skipaður fjármálastjóri Raf- magnsveitna ríkisins. Bent er 56 ára gamall. Hann lauk hagfræðiprófi í Bandaríkjun- um 1945. 8.1. 20 ár hefur hann starfað hjá Rarik, þar af sem yfirmaður innkaupa- og birgða- deildar stofnunarinnar frá 1961. Kona Bents er Margrét Scheving Thorsteinsson og eiga þau 7 börn. ÁGÆTIS djúprækjuveiði hefur verið að undanförnu undan Norð- urlandi og norðanverðum Vest- fjöröum og koma djúprækjubát- arnir til lands með allt að sjö tonnum af rækju eftir þriggja daga útiveru. Góðir markaðir eru í Evrópu fyrir djúprækjuna, sem er stór og falleg. Fást allt að 1850 kr. fyrir kílóið af stærsta flokkn- um. Talið er að um tuttugu bátar séu nú við djúprækjuveiðar og er aflinn unninn frá ísafirði til Kópaskers. Með þeim góða árangri, sem nú hefur náðst á djúprækjuveiðunum, má segja að rækjuveiðar séu nú stundaðar allt árið um kring. Er rækjan unnin á ísafirði, Hvamms- stanga, Skagaströnd, Dalvík, Húsavík og Kópaskeri og leggja 3—4 bátar upp á hverjum stað. Ingimundur Konráðsson hjá íslenzku útflutningsmiðstóðinni h.f., en það fyrirtæki. hefur flutt mikið út af djúprækjunni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um 200 stykki af pillaðri rækju færu í pundið, sem þætti mjög gott, en þegar rækja væri veidd innanfjarðar færu yfirleitt 300—400 stk. í pundið. Kvað Ingimundur að markaðir fyrir rækjuna væru nú góðir víða í Evrópii eins og t.d. í Þýzkalandi, Hollandi, Danmörku og jafnvel í Noregi. Sagði hann að Þjóðverj- arnir borguðu mest fyrir rækjuna eða 14.50—15.00 mörk fyrir pundið eða um 1850 kr. fyrir kólóið. Fyrir hráefniskílóið af djúprækjunni eru borgaðar hátt í 200 krónur. fleiri siglingum næstu þrjár vik- urnar. Kvað Ágúst algjört hámark vera að 2 skip gætu landað á degi hverjum í Bretlandi, annað í Hull og hitt í Fleetwood, sem þýddi að 10 skip gætu selt þar á viku. Um markaðinn í Þýzkalandi sagði Ágúst, að ekki þýddi að huga að sölum þar fyrr en í lok september eða byrjun október. Niðurfærsla Sifellt fleiri vilja selja í Englandi: Aðeins tvö skip geta selt þar í dag Sölupláss upppöntuð næstu 3 vikurnar EFTIR að Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins tæmdist og SH og sjávarafurðadeild Sambandsins neyddust til að lækka útborgun- arverð til frystihúsanna, hefur færst mjög í vöxt að útgerðar- menn reyni að koma skipum sínum í siglingar til Englands og eru næstu þrjár vikurnar alveg ásetnar, og eftirspurn eftir lönd- unum eykst dag frá degi. Ágúst Einarsson viðskiptafræð- ingur hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna sagði í samtali við Mbl. í gær að þó svo að eftirspurn eftir löndunum ykist dag frá degi væri ekki þar með sagt að allir þeir, sem vildu, kæmust að, og ekki þýddi að ræða um möguleika á Saksóknari f ær Guðmundar- og Geirfinnsmál til umfjöllunar SAKADÓMUR Reykjavíkur sendi í fyrradag Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu til embættis ríkissaksóknara. Svo sem kunnugt ér af f réttum féllu dómar í málunum á s.l. hausti og hefur síðan verið unnið að frágangi málsins í sakadómi. Málin eru mikil að vöxtum, dómurinn sjálfur 874 blaðsíður og fylgiskjöl skipta þúsundum. Þyngstu dómunum bar sam- kvæmt lögum að áfrýja til Hæstaréttar en ríkissaksóknari mun taka um það ákvörðun hvort öðrum dómum verður einnig áfrýjað. Landsvirkjun: Verksamn- ingur upp á hálfan annan milljarð GENGID hefur verið frá verksamningi milli Lands- virkjunar og ítalska fyrir- tækisins Magrini Galileo eftir að stjórn Landsvirkjun- ar hafði samþykkt að ganga að tilboði ítalska fyrirtækis- ins í þrýstivatnspípur, lokur og stöðvarhúskrana Hraun- eyjarfossvirkjunar. Samningsupphæðin nemur samtals um 1458 milljónum króna á núgildandi gengi. Tilboðin í þennan verkþátt voru upphaflega opnuð í febrúar og bárust alls 11 tilboð. Átti Magrini Galileo lægsta tilboðið og sam- þykkti stjórn Landsvirkjunar síð- an í kjölfar þessa að taka upp samningaviðræður við fulltrúa fyrirtækisins, sem nú hefur leitt til undirritunar framangreinds verksamnings. Nú eru útlendingarnir farnir að semja sig að siðvenjum okkar. Þegar þeir fara fram hjá Peningagjá þykir sjálfsagt að æja þar stutta stund og útlendingarn- ir eru ósparir á peninga í gjána. Þarna gæti því verið farinn að myndast álitlegur gjaldeyrisvarasjóður innan um allar gömlu verðlausu krónurnar. Varði doktorsritgerð um krabbamein í London VALGARÐUR Egilsson, læknir, varði þann 14. júní sl. doktorsrit- gerð við Lundúnaháskóla, og fjallar hún um áhrif krabba- meinsvaldandi ef na á orkubúskap fruma, svo og um sérhæfingu í krabbameinsfrumum. Doktorsrit- gerðin nefnist á ensku: „Effects of carcinogens and some other compound on mitochondria, with special reference to the yeast model." Valgarður Egilsson er fæddur á Grenivík við Eyjafjörð 20. marz 1940, sonur hjónanna Sigurbjargar Guðmundsdóttur og Egils Askels- sonar. IJann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og prófi frá læknadeild Háskóla íslands 1968. Hann var milli- færsla uppfærsla - og tillögur Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags í verdbólgunefndinni „Gengisfelling er búin að vera hin hefðbundna leið hér á landi," segir Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins í samtali sem birtist í Mbl. á föstudag og hann segir einnig, að í könnunarvið- ræðum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags vilji menn kanna aðrar leiðir og erum að skoða ýmsa möguleika á lausn vanda næstu vikna og mánaða...". Þjóðhagsstofnun fær því það verkefni að reikna út ýmsa möguleika varðandi beitingu nið- Vestmannaey seldi í Hull Skuttogarinn Vestmannaey frá Vestmannaeyjum seldi 123.2 lest- ir af fiski í Hull í gær fyrir 27.7 milij. kr. Meðalverð á kfló var 225.39 kr. í gær kom yfirkjörstjórn saman f Alþingishúsinu og úthlutaði uppbótarþingsætum ur Alþingiskosningunum. Fundurinn átti að vera daginn áður, en þar sem heimildir vantaði frá einu kjördæmi, var honum frestað um einn dag. Á fyrri fundinum var mynd þessi tekin af yfirkjörstjórnarmönnum. Þeir eru frá vinstrii Árni Halldórsson, Egill Sigurgeirsson, Vilhjálmur Jónsson formaður yfirkjb'rstjórnar, Björgvin Sigurðsson, Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis og Gunnar Möller. urfærslu- og millifærsluleiða til lausnar efnahagsvandanum. En hvað er niðurfærsla og hvað er millifærsla? Millifærsluleið er fólgin í milli- færslu fjár til atvinnuvega þannig að fjár er aflað með beinum og/eða óbeinum sköttum og því síðan varið til beinna eða óbeinna framleiðslustyrkja til útflutnings- atvinnuveganna. „Þessi skatt- heimta myndi jafnframt, ef hún hefur ekki áhrif til hækkunar á kaupgreiðsluvísitölu, draga al- mennt úr kaupmætti og þar með innlendri eftirspurn. Áhrif þessar- ar skattheimt'u á innflutning væru að sjálfsögðu breytileg eftir því hvaða sköttum væri beitt og þeim mun meiri sem innf lutningur væri hærra skattlágður," segir í skýrslu efnahagsmálanefndar 1972. Niðurfærsluleiðin felst í niður- færslu á kaupgjaldi og verðlagi. Þá er um að ræða beinar ráðstafanir, með samkomulagi eða lögum, til lækkunar launa, til dæmis með lækkun kaupgjaldsvísitölu, sem síðan er fylgt eftir með lækkun verðlags. Með þessum hætti er „dregið almennt úr innlendri eftirspurn og jafnframt lækkaður launakostnað- ur atvinnuvega. Áhrif niðurfærsl- unnar einnar sér á innflutnings- Framhald á bls. 19 Valgarður Egilsson héraðslæknir í Eskifjarðarhéraði 1968—69, og vann á Rannsókna- stofu Háskólans við Barónstíg 1970-71. Síðan 1972 hefur hann unnið að krabbameinsrannsóknum við Lundúnaháskóla. Hann fékk viðurkenningu 16. febrúar 1978 sem sérfræðingur í frumumeina- fræði. Valgarður er kvæntur Katrínu Fjeldsted, lækni. Þau eiga tvö börn. Yfirvinnubanni á SR aflétt VERKALÝÐSFÉLAGIÐ í Siglu- firði samþykkti seint í gær- kvöldi að aflétta yfirvinnubanni því sem þar hefur verið í gildi gagnvart Síldarverksmiðjum rfkisins. Mikið verk er framund- an að gera verksmiðjuna klára til að taka á móti loðnu á sumarvertíðinni sem hefst eftir miðjan þennan mánuð, en búizt er við að unnið verði dag og nótt til að svo megi verða. Togarar út af Vestfjb'rðum hafa verið að fá fisk sem er fullur af stórri loðnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.