Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 8. JULI 1978- Karólína prinsessa af Mónakó og Philippe Junot héldu í vikunni til Papeete á Tahiti en þaðan héldu þau áleiöis til Rangiroaeyjaklasans, sem er 320 kílómetra norðaustur af Tahiti. Þar hyggjast þau eyða hveitibrauösdögum sínum. Myndin hér að ofan var tekin af hjónunum við komuna til Tahiti. Minnesota: Mikið tjón vegna flóða Ruchestor. Minnesuta. 7. júlí. AP. ÞÚSUNDIR manna misstu heim ili sín og þúsundir húsa voru án rafmagns samkvæmt upplýsing- um yfirvalda eftir að rannsókn var hafin á skemmdum sem urðu í miklum flóðum í síðustu viku þar sem 5 manns létu lífið. Um 80% húsanna í bænum eru rafmagnslaus og lit.il von er um að viðgerðum verði lokið fyrr en á laugardag. Um 5000 manns urðu að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna á miðvikudag en flestir gátu snúið til baka seinni part fimmtudagsins. Fylkisstjóri Minnesota, sem flaug yfir flóðasvæðið, skýrði frá því að hann hefði beðið Carter forseta um að lýsa neyðarástandi á svæðinu. Tjón vegna flóðanna hefur verið metið á um 50 milljónir dollara eða um 13 milljarða íslenzkra króna. Mótmæltu átök- unum í Líbanon Afsagnar forsætisráðherra Baden-Wurtemberg krafizt B»nn. 7. júlí. AP. HART HEFUR verið lagt að dr. Hans Filbinger, forsætisráðherra Baden-Wuerttemberg í VÞýzka- landi, að undanförnu að segja af sér embætti vegna dauðadóma sem hann kvað upp er hann gegndi dómaraembætti fyrir 33 árum. Fylkisleiðtoginn sem er 64 ára að aldri, viðurkenndi 'í fyrradag að fjölmiðlar færu rétt með að hann hefði dæmt tvo þýzka sjómenn til dauða í Noregi, er nazistar réðu þar völdum, aðeins tveimur vikum fyrir stríðslokin. Annar hlaut dóm sinn fyrir strok og hinn fyrir strok og manndráp. Hvorugum dómnum var fullnægt þar sem báðir mennirnir voru flúnir til Svíþjóðar áður en þeir voru dæmdir. Fyrr á þessu ári var ráðizt á dr. Filbinger í blöðum vegna þess að hann hefði krafizt dauðadóms yfir 22 ára gömlum liðhlaupa, en sá var líflátinn í Ósló í mars 1945. Þar til þessar nýju árásir byrjuðu í blaðinu Stern á fimmtudag, hefur Filbinger haldið því fram að það mál hafi verið það eina sem hann hefði átt þátt í varðandi dauðadóma. í útvarpsviðtali í gær kvaðst hann ekki hafa munað eftir máli sjómannanna. Mörg blöð í V-Þýzkalandi hafa krafizt afsagnar dr. Filbingers ogeinn flokksbræðra hans í Kristilega demókrataflokknum hefur tekið undir þau sjónar- mið. Leiðtogi flokksins í Bremen, Uwe Holweg, lét þess þó getið að formaður flokksins Helmut Kohl ætti að ræða við Filbinger um málið, en Kohl studdi hann mjög í árásunum fyrr á árinu. Dr. Fílbinger hefur hingað til lýst því yfir sér til varnar að hann hefði aldrei verið nazisti og hann hefði í starfi á stríðsárunum aðeins hlýtt skipunum yfirboðara sinna. Stokkhólmur. 7. júlí. AP. Um 60 líbanskir ríkisborgarar settust að í líbanska sendiráðinu í Stokkhólmi f dag, til að mótmæla ófriðarástandi þvf, sem rfkir í Líbanon. Talsmaður mótmælendanna sagði, að tilgangur þessara mót- mæla væri sá að vekja athygli á þeirri hættu, sem að ættingjum mótmælendanna steðjar í Líbanon og að mótmæla bardögum og vígum í Beirút. Mótmælendurnir voru bæði kristnir menn og múhameðstrúar og komu þeir hvaðan æva að, að sögn talsmannsins. Allt fór friðsamlega fram og lögregla aðhafðist ekkert, enda þótt nokkrir lögreglumenn fylgd- ust með mótmælunum úr fjarska. Rummunga ákaft leitað Limerick. Irlandi 7. júlí. AP. ÍRSKA lögreglan leitaði dauða- iiit í dag að sex mönnum, sem rændu póstbfl. í póstbifreiðinni voru iðnaðardcmantar, sem metn- ir eru á hálfa milljón sterlings- punda, eða jafnvirði 242,5 millj- óna íslenzkra króna. Sexmenningarnir rændu bifreið- inni og ökumanni hennar seint á fimmtudagskvöld, er hann var á leiðinni til Limerick frá Shann- on-flugvelli. Skömmu síðar rændu ræningjarnir öðrum bíl og eiganda hans og komust undan lögreglunni í þeim bíl. Norðurlönd: Hundaæði vekur skelfingu HUNDAÆÐI virðist stöðugt vera að breiðast út um Evrópu- löndin, en um mánaðamótin staðfestu yfirvöld í Danmörku hundaæðistilfelli f dýrum á Jótlandi, en sjúkdómurinn hef- ur ekki fundizt svo norðarlega áður. Tilfellin voru þrjú í nágrenni Haderslev og Vojens. I september í fyrra fannst fyrsta tilfelli hundaæðis í Dan- mörku í sjö ár og síðan hafa 44 tilfelli verið staðfest af yfirvöld- um við Padborg og Tinglev í nálægð við landamæri Dan- merkur og V-Þýzkalands. Danir eru mjög óttaslegnir yfir út- breiðslu hundaæöisins og hin Norðurlöndin hafa gert miklar öryggisráðstafanir af hræðslu við útbreiðslu sjúkdómsins. Sænska landbúnaðarráðu- neytið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem skorað er á alla, sem minnsta grun hafa um smygl á hundum til landsins, að tilkynna það lögreglunni. Talsmaður ráðuneytisins hef- ur sagt að ef villt dýr í Noregi smitist af hundaæði, þá sé voðinn vís. HUNDAÆÐI — kettir geta einnig smitast af Kettlingurinn á myndinni hefur gripið sjúkdóminn. hundaæði. Anatoly Karpov, núverandi heims- meistari í skák, sést hér svara spurningum fréttamanna á blaða- mannafundi í Manilla. Með honum eru á myndinni Viktor Baturinsky vara-formaður sovéska skáksam- bandsins (til vinstri) og Florencio Campomanes ¦ vara-formaður al- þjóðaskáksambandsins (FIDE). Þetta gerðist 1976 - 9.000 farast í jarð- skjálfta á Nýju Guiíteu. 1971 - 90 farast í jarðskjálfta í Chile. 1960 — Lumumba biður SÞ um vernd gegn heríhlutun Belga. 1950 - MacArthur hershöfð- ingi skipaður yfirmaður herlíðs SÞ í Kðreu. 1940 — Norska stjórnin flýr til London. 1905 - Frakkar fallast á ráðstefnu um Marokkó. 1858 — Uppreisn indverskra hermanna lýkur. 1833 — Dardanellasundi lokað 8. júlí öllum herskipum nema rúss- neskum samkvæmt samningí Rússa og Tyrkja í Unkiar Skelessi. 1792 — Frakkar segja Prússum stríð á hendur. Afmælí dagsins. Ferdinánd Zeppelin greifi, þýzkur uppfinn- ingamaður loftskipanna (1838-1905) - John D. Rockefeller, bandarískur fjár- málamaður (1835-1937) - Sir Arthur Evans, brezkur forn- leifafræðingur (1851-1941) Nelson Rockefeller, fv. varafor- seti Bandaríkjanna (1908-------) Innicnt. Grundarbardagi og Smiður Andrésson og Jón skráveifa Guttormsson falla 1361 — Jón Þorláksson verður forsætisráðherra 1926 — „Gull- faxi" kemur 1948 — Bjarg fellur á iangferðabíl í Óshlíð og tveir bíða baná — Laugardalsvöliur tekinn í notkun 1957 — F. Ragnar Arnalds 1938. Orð dagsins. Mennirnir eru mestu sníkjudýr jarðarinnar — Martin Henry Fischer, banda- rískur vísindamaður (1879-1962). ' Afghanirvilja bætt samskipti Prair 7. júlí. AP. NUR Mohammed Tarrakhi, hinn nýi leiðtogi Afghanistans, sagði í dag að Afghanistan hefði hafið undirbúning að því að bæta samskipti við þau lönd, sem væru vinveitt hinni nýju stjórn landsins. Tarrakhi sagði þetta í viðtali við málgagn tékkneska kommúnista- flokksins Rude Pravo. Þá sagði leiðtoginn að frá því byltirigin var gerð í Afghanistan hefði þúsund- um fanga verið sleppt úr haldi, undirbúningur að stofnun verka- lýðsfélaga hafizt, hundruð skóla verið stofnaðir og reynt eftir megni að bæta lífskjörin í landinu. „Við viljum leika veigamikið hlutverk í tilraunum til að koma á friði í nágrannalöndum okkar," sagði Tarrakhi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.