Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 4

Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 Útvarp kl. 20.40: Síðasti þátturinn af sex Á dagskrá útvarpsins í kvöld klukkan 20.40 er þáttur er nefnist „Andvaka“. Er þetta sjötti Ojí síðasti þátturinn af þessu tagi, en þeir hafa aðallega fjallað um nýjan skáldskap og útgáfuhætti. Umsjónarmaður þáttanna hefur verið Olafur Jónsson. Eins og áður segir hafa þessir þættir aðallega fjallað um nýlega Ijóðagerð og útgáfuhætti. Ný Ijóðskáld hafa lesið úr nýjum ljóðabókum eftir sig. I þættinum í kvöld er sagt frá höfundi sem ætla má að hafi haft einhver áhrif á ný ljóðskáld. Davíð les ljóð eftir sig og Megas syngur. Einnig mun Einar Guðmundsson lesa karla úr skáldsögunni „Hablaða hérgula". Loks segir Ingimar Erlendur Sigurðsson frá reynslu sinni af fjölrituðum útgáfum og fjölrita- markaði, en það tíðkast nú æ meira að bækur séu gefnar út í fjölrituðum útgáfum. Að sögn Ólafs Jónssonar verður þetta nokkuð blandaður þáttur og með honum verður reynt að slá botninn í þá kynningu á nýjum skáldskap og útgáfuháttum sem verið hefur í síðustu þáttum. * Utvarp í dag kl. 15.00: „Fjallar aðallega um áfengis- vandamálið” í útvarpi í gær var byrjað að lesa nýja miðdegissögu og heitir hún „Ofurval ástríðunnar.“ Sagan er eftir Heinz G. Konsalik, en Bergur Björns- son þýddi. Lesari er Steinnunn Bjar- man. f dag klukkan 15.00 les Steinunn annan lestur. í viðtali við Morgunblaðið sagði Bergur Björnsson, að hann hefði áður þýtt nokkrar sögur eftir sama höfund. Heinz G. Konsalik fæddist árið 1921 og lagði hann stund á nám í Köln, Múnchen og Vín. Lærði hann leikhús- fræði, bókmenntasögu og þjóðleg fræði. Konsalik særðist í síðari heims- styrjöldinni og eftir stríðslok starfaði hann sem leiklistarráðunautur. JEftir 1951 hefur hann eingöngu starfað sem rithöfundur og skrifað margar bækur. Að sögn Bergs eru sögur Konsaliks skrifaðar á léttan og skemmtilegan hátt. „Ofurvaid ástríðunnar" fjaliar aðailega um áfengisvandann og á því erindi til nútímans," sagði Bergur. „Höfundurinn virðist hafa svipaða afstöðu til áfengisvandamáianna og AA-samtökin og þeir sem standa að „Freeport“-sjúkrahúsinu í Banda- ríkjunum. Sagan er mjög spennandi og kemur margt við sögu. Dregnar eru iram fjórar aðalpersónur í sögunni, en hofuðatriðið er þó áfengisvandamálið. Sagan tekur svona 18—20 lestra, annars veit ég það ekki alveg fyrir víst,“ sagði Bergur að lokum. lílvarp Reykjavík FÖSTUDbGUR 14. júlí MORGUNNINN 7.00 Veöurlregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Murgunstund barnannai Gunnvör Braga heldur áfram lestri sögunnar um „Lottu skottu“ eftir Karin Michaelis (5). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 I>að er svo margti Einar Sturluson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikari Michacl Ponti og Sinfóni'u- hljómsveitin í Ilamborg leika Píanókonsert í fis-moll op. 20 eftir Alexander Scrja- bín! Hans Drewanz stj./ Fílharmoníusveitin í Moskvu leikur Sinfóníu nr. 1 í es-moll eftir Rodion Schedrín( Nikolaj Anosoff stj. 12.00 Dagskráin. Tilkynning- ar. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 15.30 Miðdcgistónleikari Fé- lagar í Richard Laugs kvintettinum leika Serenöðu í G-dúr op. 141a eftir Max Rcger. Guy Fallot og Karl Engel leika Sónötu fyrir selló og póanó eftir Claude Debussy. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Popp 17.20 Ilvað er að tarna? Guð- rún Guðlaugsdóttir stjórnar þætti fyrir börn um náttúr- una og umhverfið. VIL Fjar- an. 17.40 Barnalög 17.50 Farkennarar. Endurtek- inn þáttur Gísla Helgasonar frá síðasta þriðjudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Lundúnabréf með eftir skrift frá Flórída Sendandii Stefán Jón Haf- stein. 20.00 Frönsk tónlist a. „Pour le Piano" eftir Claude Debussy. Michael Beroff leikur. b. Lög eftir Gounod. Chab- rier. Bizel o.fl. Gérard Sou- zay syngur, Dalton Baldwin leikur á píanó. 21.25 „Symphonie Espagnole" fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Edouard Lalo. Leonid Kogan og hljómsveitin Fíl- harmónía í Lundúnum leika. Illjómsveitarstjórii Kyril Kondrasjín. 22.05 Kvöldsagani „Dýrmæta líf". — úr bréfum Jörgen Frantz Jakobsens. Villiam Ileinesen tók saman. Hjálm- ar Ólafsson les (3). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin. Umsjóni Ásta R. Jóhannesdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 15. júlí MORGUNNINN________________ 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir. 7.10 Léttlög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. daghl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.15 Óskalög sjúklingai Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Þetta erum við að gerai Valgerður Jónsdóttir sér um þáttinn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. Við vinnunai Tónleikar. 15.00 Miðdegissagani „Ofur- vald ástríðunnar" eftir Ileinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les (2). 20.40 Andvaka. Sjötti og síð- asti þáttur um nýjan skáld- skap og útgáfuhætti. Um- sjónarmaðuri ólafur Jóns- son. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfrcgnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Brotabrot. Einar Sig- urðsson og ólafur Geirsson sjá um þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Tvær smásögur eftir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka. Höskuldur Skagfjörð les. 17.20 Tónhornið. Stjórnandii Guðrún Birna Ilannesdóttir. 17.50 Söngvar í léttum tón. Tilkynningar. 18.45 Veðuríregnir. Dagskrá kvöldins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. TI- kynningar. 19.35 „Annað hvort harðnar maður eða fellur saman". Jökull Jakobsson ræðir við Ögmund Ólafsson fyrrver- andi skipstjóra. Viðtalið var hljóðritað í október í fyrra. 20.10 „Parísargleði". ballett- svíta eftir Offenbach. Hljóm- sveitin Fiiharmónía Ieikur( Herbert von Karajan stjórn- ar. 20.35 Arnarvatnsheiði. Tómas Einarsson tekur saman dagskrárþátt. Rætt við Kristleif Þorsteinsson á Húsafelli. Lesarari Snorri Jónsson og V’altýr Óskars- son. 21.25 Gleðistund. Guðni Ein- arsson og Sam Daniel Glad sjá um þáttinn. 22.10 Allt í grænum sjó. Þáttur Jörundar Guðmunds- sonar og Hrafns Pálssonar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hvað hefur þú oft ekið með grænan skoðunarmiða... vegna þess að varahlutirnir fengust ekki á skoðunartíma? Því miður kemur þetta alltof oft fyrir. Varahlutina verður að afgreiða frá Reykjavík, og oft eru þeir ekki til þar heldur. Volvoeigendur eru betur settir en flestir aðrir varðandi viðhald og þjónustu. Jafnt á tímum bifreiðaskoðunar, sem öðrum. Þjónustunet Volvo, viðurkennd umboðsverkstæði um allt land, tryggir Volvoeigendum alla helstu varahluti á staðnum. Viðbótarvarahlutir eru afgreiddir með skömmum biðtíma, þar sem tölvustýrð birgðatalning gerir þjón- ustuna fljótvirka og örugga. Þjónustunet Volvo er mikilvægur liður í háu endursöluverði Volvobíla. VELTIR Hr Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Þjónustunet um allt land

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.