Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978
Mordmá/ / Kaliforníu:
MORÐMÁL í Kaliforníu hefur
breytt almennri afstöðu fólks til
fóstureyðinga sem hafa verið
leyfðar þar síðan 1973. Málið
snýst um misheppnaða fóstureyð-
ingu, þar sem barnið fæddist
lifandi. Hefur það magnað raddir
sem aldrei hafa þagnað alveg
siðan fóstureyðingar voru leyfðar
og nú eru þessar raddir um
„réttinn til lífs“ háværari en
nokkru sinni áður.
Sakborningurinn í morðmálinu
er ríkur fæðingarlæknir, William
Waddill, sem hefur hingað til verið
eftirsóttur sakir langrar starfs-
reynslu en hann er búsettur í
Orange County í suðurhluta Kali-
forníu, þar sem bandarísk íhalds-
semi á sér djúpar rætur.
í júní síðastliðnum var hann
leiddur fyrir rétt, ákærður um
misheppnaða tilraun til fóstureyð-
ingar, þar sem saltupplausn var
dælt í móðurina og barnið fæddist
lifandi. Konan fer fram á háar
skaðabætur en kviðdómurinn hef-
ur ékki treyst sér til að úrskurða
í þessu einkennilega máli og
kemur þar margt til, m.a. skil-
greiningin á hvað dauði er, þ.e.
hvort barnið hafi raunverulega
verið lifandi utan móðurkviðar.
Réttarhöldin verða tekin upp að
nýju síðan i sumar, þrátt fyrir
umkvartanir læknisins sem segist
hafa tapað 500 þúsund dölum (um
130 milljónir ísl. kr.) af völdum
þeirra. Þar að auki hefur honum
verið stefnt þar sem hann er
krafinn um sautján milljónir dala
(44 milljónir ísl. kr.) í skaðabætur
skylda til þess samkvæmt
stjórnarskránni. Dr. Ronald
Cornelson læknir á spítalanum
sagði að dr. Waddill hefði kyrkt
barnið og um leið muldrað: „Það
ætlar ekki að hætta að anda.“
Cornelson sagði að Waddill hefði
því næst talað um að kyrkja
barnið eða svæfa það til dauða.
Sagði dr. Waddill sér til varnar, að
hann hefði ekki gert annað en að
þreifa á hálsi barnsins. Á meðan
á þessum réttarhöldum stóð
safnaðist saman fólk, andvígt
fóstureyðingum og fylgjandi
hreyfingunni „rétturinn til lífs“,
fyrir utan rét'tarsalinn. „Enginn
mannlegur máttur hefði getað
endurlífgað þetta barn,“ sagði Dr.
Wadill ennfremur. Verjandi hans
sagði, að lagalega séð hefði barnið
ekki verið lifandi utan móðurkvið-
ar.
í fyrstu virtist kviðdómurinn
ætla að komast að neikvæðri
niðurstöðu í garð læknis, eins pg
einn kviðdómenda skýrði frá síðar.
„Hjartsláttur var til staðar," sagði
kviðdómurinn. „Hjúkrunarkonur
höfðu sagt að barnið hefði barist
við að ná andanum. Dómarinn
sagði að barnið hefði þar af
leiðandi verið með lífsmarki."
Á síðustu stundu breyttist þó
skilgreining dómarans á „dauða“.
Kviðdómurinn var aftur kallaður
saman til að fella úrskurð. Kvið-
dómnum var skýrt frá nýrri
skilgreiningu á dauða samkvæmt
heilbrigðislöggjöf Kaliforníu. Hún
var svohljóðandi: „Alger og
óafturkallanleg stöðvun á heila-
starfsemi."
Hvað gat kviðdómurinn aðhafst
nú? Flestir komust að þeirri
niðurstöðu að sýkna ætti dr.
Sagði hún lækninum áður, að
hún teldi sig ekki tilbúna til að
gegna móðurhlutverki og auk þess
yrði ástand hennar mikið áfall
fyrir föður hennar, sem er skóla-
stjóri.
Waddill læknir úrskurðaði að
Mary væri komin 23 vikur á leið
og sprautaði hann saltupplausn í
legið. Yfirgaf hann síðan spítalann
og bjóst við fósturláti innan 36
klukkustunda.
Þessi mynd sýnir bandarískan þingmann halda á tólf vikna gömlu
fóstri sem mótmælendur. andvígir fóstureyðingum. notuðu til að
mótmæla frjálsum fóstureyðingum í New York árið 1971.
Raunin varð önnur. Waddill
læknir var vakinn upp við vondan
draum og símhringingu
hjúkrunarkonu um nóttina. Sagði
hún að Mary Weaver hefði fætt
stúlkubarn, sem berðiát við að ná
andanum. Væri það 30 vikna
gamalt og þrjú pund að þyngd.
— bamið fæddist IHandi
Hvað síðar gerðist greinir menn
á um, aðallega Waddill lækni og
annað starfslið spítalans.
Hjúkrunarkona segir að hann hafi
sagt í símann: „Gerið engan
andskotann fyrr en ég er mættur
á staðinn!" Önnur hjúkrunarkona
Konum í Bandaríkjunum er það f sjálfsvald sett hvort þær láta eyða
fóstri fyrstu tólf vikur meðgöngutímans.
Misheppnuó
.fyrir starfsafglöp, árás og morð.
Stefnandi er nítján ára gömul
stúlka, Mary Weaver, mennta-
skólanemi sem gekkst undir
fóstureyðingu hjá honum í marz
1977.
neitaði að bera vitni á þeim
forsendum að slíkt kæmi sér illa
fyrir hana og bæri henni ekki
„Skátasirkusinn”
Opid bréf til Bandalags íslenzkra skáta
Hætt er við, að mörgum að-
standendum og velunnurum skáta-
hreyfingarinnar á íslandi hafi
brugið ha§tarlega í brún þegar
Dagblaðið upplýsti hvernig í
pottinn var búið með sirkus þann,
sem auglýstur var á vegum
Bandalags íslenzkra skáta. Ein-
hverjir hafa ef til vill álitið þetta
vera venjulegt blaðamannaslúður,
en ekki var því til að dreifa, því
fréttin var staðfest í kvöldfréttum
útvarpsins þann sama dag, þar
sem vitnað var í viðtal við
skátahöfðingja.
Það skal tekið skýrt fram, að sá,
sem þessar línur ritar, gerir það
sem einstaklingur, en ekki í nafni
síns skátafélags. Eg hef hins vegar
tilheyrt skátahreyfingunni frá því
ég var átta ára gamall. Vonast ég
til að gera það lengi enn, því ég tel
mig hafa fengið ómetanlegt vega-
nesti úr skátastarfinu á Isafirði,
og einnig af kynnum mínum af
ikátum erlendis.
Ég ætla því að vona, að fleiri
skátum en mér hafi verið nóg
boðið, þegar fjölmiðlar fóru að
fletta ofan af fjármálahneyksli á
vegum Bandalags íslenzkra skáta.
Ég vil af þessu tilefni varpa
nokkrum fyrirspurnum til stjórn-
ar B.Í.S., sem ég vona að hægt
verði að svara sem fyrst.
1. Telur stjórn B.Í.S., að ein-
staklingar, sem ætla sér að
hagnast persónulega á fjár-
öflunarstarfsemi B.Í.S. séu hæfir í
trúnaðarstöður fyrir skátahreyf-
inguna á íslandi?
2. Telur stjórn B.Í.S. það rétt-
lætanlegt, að þessir sömu ein-
staklingar blekki vísvitandi vel-
viljaða embættismenn í mennta-
málaráðuneytinu til að veita
undanþágu frá skemmtanaskatti
m.a. í þeim tilgangi að hagnast
sjálfir á nafni skátahreyfingarinn-
ar?
3. Hefur engin grein skátalag-
anna verið brotin með þessu
hátterni, eða skipta þær minna
máli en ágóðahluti Jókers h.f.?
Sem betur fer er starfsemi
skátafélaganna á íslandi ekki á
þeim villigötum, sem fjáröflunar-
starfsemi B.Í.S. virðist vera, og
skal ég nefna dæmi því til
staðfestingar, ef þau mættu verða
til eftirbreytni. Skátafélögin á
ísafirði halda í ár upp á 50 ára
afmæli sín, og eins og gengur og
gerist í skátastarfi hafa skipzt á
skin og skúrir í hálfrar aldar
skátastarfi. Seinni árin hefur
fjárhagur félaganna verið nokkuð
traustur, sem er þó ekki vegna
opinberra styrkja eða fyrir-
greiðslu, því þau hafa aldrei farið
fram á slíkt. Ástæðan fyrir góðum
fjárhag er, að skátarnir hafa frá
fyrstu tíð unnið endurgjaldslaust
að fjáröflun fyrir félögin eins og
hverju öðru skátastarfi, og hefur
hugtakið „launað skátastarf" ekki
átt upp á pallborðið hér, enda er
það ekki í anda skátahreyfingar-
innar. Fjáröflun hefur að mestu
verið sala á fermingarskeytum,
sem frá upphafi hefur gengið vel.
Kemur þar að mínu mati hvort
tveggja til, hugulsemi bæjarbúa
við fermingarbörn og velvilji í
garð skátastarfsins.
Skátamót Vestfjarða var haldið
nýlega í tilefni afmælis félaganna,
og unnu félagsforingjar beggja
skátafélaganna á ísafirði ásamt
sveit ungra drengja og stúlkna
vikum og mánuðum saman að því
að gera þetta mót sem bezt úr
garði til þess að skátar frá
Vestfjörðum og víðar að gætu
kynnzt því bezta og heilbrigðasta,
sem skátastarf hefur upp á að
bjóða. Það voru þeirra laun. Þau
unnu í anda stofnandans, Baden
Powells. Ágæta stjórn BÍS. Berið
þetta saman við undirbúnings-
vinnu forráðamanna Jókers h.f. að
komu sirkusins til Reykjavíkur.
Hver var þeirra hugsjón?
Það eru áreiðanlega til farsælli
leiðir til að leysa fjárhagsvandít
B.Í.S. heldur en að fela þau í
hendur ævintýramönnum. Vett-
vangurinn til að leysa slík mál er
að sjálfsögðu skátaþing, en þar
sem þau eru aðeins haldin annað
hvert ár, mætti vel hugsa sér að
kalla saman aukaþing, þegar við
aðkallandi vanda er að glíma.
Skátar víðsvegar um landið
hljóta að krefjast þess, að forystan
forði hreyfingunni frá að falla í
áliti í augum almennings og það er
vissulega enn hægt. í þessu tilfelli
virðist mér naöðsynlegt að gera
þrennt.
1. V Vísa þeim mönnum úr
trúnaðarstöðum hjá hreyfingunni
sem hafa skaðað hana með hátt-
erni sínu og greiða þeim umsamin
laun í þrjá mánuði.
2. Greiða að fullu skemmtana-
skatt af tekjum af sirkusnum.
3. Kalla saman aukaþing til að
ræða fjármál B.Í.S. og hvernig
réttur skuli við sá álitshnekkir,
sem hreyfingin hefur orðið fyrir.
Telji stjórn B.Í.S. hins vegar
farsælla að láta málið liggja í
þagnargildi, þá hefur okkur borið
langt af leið frá þeirri hugsjón,
sem varð til þegar Baden Powell
valdi sér unga drengi jafnt úr
fátækrahverfum sem efnaðri