Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978
Sjálfheldan í
Líbanon alger
Suður-afrísku veiðimennirnir á myndinni börðust við þennan geysistóra hvíta hákarl í
fimm tíma áður en þeim tókst að draga hann í land í höfninni í Gordon’s Bay skammt
frá Höfðaborg.
Lausn fengin á
Namibíudeflunni
Beirút. 13. júlí. Reuter.
SPENNAN í austurhverfum Beirút
rénaði nokkuð í dag Þegar þangað
voru sendir líbanskir lögreglumenn
en engin leið finnst út úr þeim
pólitísku ógöngum sem líbanska
bjóðin er komin í.
Lögreglumennirnir tóku sér stöðu
á götum hverfisins Shrafiyeh, eins
helzta vígis kristinna hægrimanna
og sýrlenzkum hermönnum var
fækkað umhverfis hverfiö: Þar
geisuðu einhverjir hörðustu bar-
dagarnir í síöustu viku.
Forseti líbanska þingsins Kamel
Al-Asaad lét í Ijós svartsýni þegar
hann kom aftur til Beirút frá
Damaskus þar sem hann ræddi
ástandið viö sýrlenzka leiötoga. „Ég
hef ekkert nýtt að segja ykkur. Viö
erum aö leita lausnar á óleysanlegu
vandamáli."
Hótun Elias Sarkis forseta um að
FAO send-
ir matvæli
til Víetnam
Róm, 13. júlí — Reuter
MATVÆLASTOFNUN Samein-
uðu Þjóðanna hefur ákvcðið að
senda matvæli að upphæð 2,74
milljónir dala eða rúmlega 712
milljónir ísl. kr. til kambódískra
flóttamanna í Víetnam, og heimil-
islauss fólks á landamærasvæðun-
um, að því er áreiðanlegar
fregnir herma.
í Matvælasendingunni cru m.a.
rúmlega fimm þúsund tonn af
hvciti, 540 tonn af eggjahvítu-
ríkri fa>ðu og grænmetisolía.
Ákvörðunin um matvælasend-
inguna var samþykkt í Róm af
aðstoðarframkvæmdastjóra FAO,
Edouard Saouma.
1976 — Carter tilnefndur
forsetaefni demókrata.
1965 — Stevenson bráðkvadd-
ur á götu í London.
1958 — Stjórnarbylting í
Bagdad: Feisal íraksk.onungur,
ríkisarfinn og Nuri-es-Said for-
sætisráðherra vegnir og Huss-
ein konungur verður þjóðhöfð-
ingi arabísks sambandsríkis.
1934 — Olíuleiðslan frá
Mosul til Tripoli opnuð.
1933 — Þýzkir stjórnmála-
flokkar bældir niður.
1900 — Liðsafli stórveldanna
tekur Tientsin í Kína.
1853 — Bandaríski flotafor-
segja af sér átti þátt í því aö fimm
daga bardagar sýrlenzkra hægri-
manna og vopnaöra kristinna manna
hættu þegar um 200 voru fallnir.
Forsetinn stendur enn við hótunina
þótt fulltrúar erlendra ríkja og
líbanskir stjórnmálaleiðtogar hafi
grátbeöiö hann aö halda áfram
störfum þar sem óttazt er aö afsögn
hans geti komiö af staö nýjum
blóðsúthellingum.
Hins vegar gætir vaxandi óþolin-
Framhaid á bis. 19
30 gæzlu-
hermenn
herfangar
Metullah ísrael
13. júlí. Reuter
PALESTÍNSKIR skærulið-
ar tóku um 30 friðargæzlu-
hermenn Sameinuðu þjóð-
anna til fanga á Miðjarðar-
hafsströnd Suður Líbanons
í gærkvöldi að sögn gæzlu-
hermanna í dag.
Gæzluhermennirnir
sögðu óbreyttum borgurum
að nokkrir nepalskir her-
menn friðargæzluliðsins
hefðu særzt í skothríð
Palestínumanna í Taibe og
að þeir hefðu verið fluttir í
sjúkrahús í Naquora. ’
Nánari upplýsingar
fengust ekki hvorki um
særðu hermennina né þá
sem voru teknir til fanga.
inginn Perry stígur á land í
Tokyo.
1789 — Franska stjórnarbylt-
ingin hefst með árásinni á
Bastilluna.
1544 — Hinrik VIII af Eng-
landi fer til Calais til að taka
þátt í innrás Karls V keisara í
Frakklandi.
Afmæli dagsinsi Jules Maza-
rin franskur stjórnskörungur
(1602—1661) — Irving Stone
bandarískur skáldsagnahöfund-
ur (1903— ) — Terry Thomas
brezkur leikari (1911— ) —
Gerald Ford fv. forseti Banda-
ríkjanna (1913— )
New York 13. júlí — AP.
SKÆRULIÐAR blökkumanna
hafa loks samþykkt áætlun vest-
rænna rikja um sjálfstæði Suð-
vesturAfríku sem Suður Afríku-
stjórn samþykkti fyrir sjö vikum
29% Breta
með EBE
Briissel 13. júlí — AP.
Stuðningsmönnum aðildar
Bretlands að Efnahagsbanda-
laginu hefur fækkað í 29% og
þeir hafa aldrei verið eins fáir
síðan skoðanakannanir um
stuðning Breta við EBE hóf-
ust fyrir sjö árum samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnun-
ar er birtar voru í dag.
Sköðanakönnunin gefur
einnig til kynna að aðeins um
helmingur brezkra kjósenda sé
ákveðinn í að taka þátt í
beinum kosningum til Evrópu-
þingsins á næsta ári.
I síðustu skoðanakönnun um
stuðning Breta við EBE í
fyrrahaust voru 35% fylgjandi
aðildinni að bandalaginu. Síð-
an hafa deilur Breta við
bandalagið harðnað í fiskveiði-
málum og öðrum málum og
aðildin hefur orðið æ meira
hitamál í innanlandsstjórn-
málum.
Innlenti Hringvegurinn tek-
inn í notkun 1974 — Reglugerð
um 50 mílna fiskveiðilögsögu
1972 — Ólafur Jóhannesson
myndar vinstri stjórn 1971 —
Varðskipiö „Ægir“ kemur 1929
— D. Jón Sigmundsson 1212 —
F. Björn M. Olsen 1850. .
Orð dagsins. Ef Rómverjar
hefðu verið neyddir til að læra
latínu hefðu þeir ekki haft tíma
til að leggja undir sig heiminn
— Heinrish Heine, þýzkt skáld
(1797-1856).
og nú kemur málið til kasta
Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna.
Samþykki skæruiiða getur lcitt
til skjótrar lausnar á deilu sem
hefur staðið f rúma þrjá áratugi
um framtfð Suðvestur Afríku.
Samkvæmt áætluninni er gert ráð
fyrir kosningum. sem
Suður-Afríkumenn stjórna og
verður undir eftirliti SÞ, og
sjálfstæði landsins að kosningun-
um loknum.
Samstarfsnefnd Bandaríkjanna,
Kanada, Bretlands, Frakklands og
Vestur-Þýzkalands fékk áæltunina
samþykkta á öðrum degi „hrein-
skilinna og alúðlegra" viðræðna
við blökkumannasamtökin
Barcelona, Tarragona,
13. júlí, AP, Reuter.
Aðstoðarheilbrigðismálaráð-
herra Spánar, Jose de Palacios
y Carvajal. sagði í dag að telja
mætti öruggt að um 120 fórnar-
lömb gassprengingarinnar
miklu á austurströnd Spánar
ættu enn eftir að láta lífið af
völdum brunasára nokkra
næstu daga. Reynist ráðherr-
ann hafa á réttu að standa
verður tala iátinna um 300.
„Ég er á þeirri skoðun að
þetta sé versta tilfelli sinnar
tegundar í heimssögunni" er
haft eftir lækni við Barcelona-
sjúkrahús þar sem viðbúið er að-
um 50 manns muni látast á
næstu sex dögum. Hann sagði að
svo til allir þessir sjúklingar
hefðu þriðjastigs brunasár um
allan líkamann og væri að öllum
jafnaði lítil von fyrir fólk sem
misst hefði meira en sextíu
prósent af skinni sínu.
I þessu tiltekna sjúkrahúsi
vinna nú um 20 læknar hörðum
höndum við að reyna að bjarga
því sem bjargað verður. Flestir
SWAPO undir forystu Sam
Nujoma í Luanda Angola.
í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu sagði að nokkur atriði
tillagna fimmveldanna hefðu verið
útskýrð og að sendinefndirnar
hefðu að svo búnu fallizt á að vísa
málinu til Öryggisráðsins.
Kurt Waldheim framkvæmda-
stjóra SÞ var skýrt frá árangri
viðræðnanna. Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum vilja fimmveldin
að Öryggisráðið samþykki ályktun
þar sem þess verði farið á leit við
Waldheim að hann semji skýrslu
um leiðir sem hann geti farið til
að hrinda tillögunum í fram-
kvæmd nú þegar báðir aðilar hafa
samþykkt þær.
sjúklinganna munu vera á lyfj-
um en ekki í sáraumbúðum. Er
þeim haldið í litlum herbergjum
með sótthreinsuðu lofti og geta
skyldmenni rætt við þá í síma
og séð þá gegnum litlar rúður.
Sumir þeirra er lifðu munu vera
eins illa leiknir og þeir er fórust
í sprengingunni. Geta sumir
hreyft sig og einn eða tveir hafa
fótavist.
„Það er ekki margt sem við
getum gert til að hjálpa þeim
nema að láta fara vel um þá“
sagði læknirinn Banuelos. Hann
sagði að flestir sjúklinganna
fyndu ekki til kvala þar sem
taugar þeirra hefðu skemmst
mjög illa í brunanum. Sjö börn
munu vera á sérstakri deild, en
aðeins eitt þeirra eða tvö eiga
sér lífsvon. Tuttugu og sex
sjúklinganna eru Frakkar, sex
Þjóðverjar, þrír Hollendingar,
fimm Belgar og tíu Spánverjar.
Langar biðraðir skyldmenna
og aðstandenda gengu framhjá
um 150 líkum úr sprengingunni
í dag og reyndu að bera kennsl
á þau, en mörg þeirra eru
óþekkjanleg.
Aspiringetur
hindrað slag
Baston 13. júlí — AP
HÆFILEGUR daglegur skammtur
af aspirini getur stórum dregiö úr
líkum á pví að karlmenn fái slag
samkvæmt niðurstöðum athug-
ana kanadískra laekna.
Læknarnír komust að Þeirri
níðurstöðu að slagtilfelli voru
48% undir meðallagi hjé karl-
mönnum sem tóku aspirin. Hins
vegar kemur aspirin ekki í veg
fyrir að konur fii slag en lækn-
arnir kunna enga skýringu ó pví.
Margar uppgötvanir hafa verið
gerðar að undanfömu um gagn-
semi aspirins svo að áhrifamáttur
lyfsins gegn hjarta- og æðasjúk-
dómum er aöeins sú síðasta í
rööinni. Aspirin dregur auk þess úr
sársauka, hita og liðabólgu.
Læknar í Boston sögöu í fyrra
að aspirin kæmi í veg fyrir
blóðtappa í sjúlkingum sem gang-
ast undir skurðaðgerð. Önnur
rannsókn benti til þess aö aspirin
gæti komið í veg fyrir hjartaáfall.
Sjúklingarnir, sem tóku þátt í
rannsóknum kanadísku læknanna,
tóku eina aspirlntöflu á dag í sjö
ár. Yfirmaöur rannsóknarinnar
Henry J.M. Barnett frá háskólan-
um í Vestur-Ontario, sagöi hins
vegar að minni skammtur gerði
sennilega sama gagn.
í ritstjórnargrein í „Medical
Journal" segir að þessi uppgötvun
geti hæglega orðið til þess aö
segja mætti aö „aspirin á dag
bægir slaginu frá!“
Flestum er óhætt að taka aspirin
en lyfið getur valdið ertlngu og
blæöingu í fólki sem er slæmt í
maga einkum þeim sem eru með
magasár. Sumt fólk hefur ofnæmi
fyrir aspirini. .
Þetta gerðist
Vonlaus barátta
fórnarlamba við
dauðann á Spáni