Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978
Rætt við hestamenn á leið til Lan
Jóhann Gunnar Stefánsson var á
leið á sitt fyrsta hestamannamót.
HVARVETNA sem farið var í
nágrenni Þingvalla í gœr mátti sjá
flokka hestamanna á leið ríðandi
til Landsmóts hestamanna í
Skógarhólum. Menn komu að úr
öllum áttum og á mótssvnðinu
var risin myndarleg tjaldborg. Að
sögn forráðamanna mótsins voru
í gær komnir nær 5000 manns á
mótssvæðið. „Við erum í hæsta
máta ánægðir með mótið til
Þessa,“ sagði Pótur Hjálmarsson,
framkvæmdastjóri mótsins,
„Veörið hefur verið alveg sérstakt
t.d. sól og blíða í dag en Þó blásið
hlýjum andblæ. Hrossin, sem
keppa á mótinu eru greinilega
mjög góð og pað er ekki hægt
aö segja annað en hér ríki góð
stemmning.**
14 ára og fer nú
ríðandi á sitt fyrsta
hestamannamót
-
Skammt frá Hrafnhólum hittum Fáksfélagar voru meöal peirra, sem voru á leið til mótsins ( gær. Þessi mynd var tekin af hluta Þeirra
við hóp Fáksfélaga, sem voru á við Hrafnhóla.
Tilheyrir dellunni að
elta hestamannamót
Magnús Jóhannsson á Hólum var
sérlega glaöur yfir peim mörgu
skeiðsprettum, sem hann hafði
séð um daginn.
Magnús Þór Einarsson sagði
hestana verða bestu vinina.
leið á Þingvöll. Þetta voru milli 50
og 60 manns en víða á leiöinni
austur til Skógarhóla mátti sjá
smærri hópa. Við tylltum okkur
niður hjá einum af yngri kyn-
slóöinni hjá Fáki, þegar hópurinn
áði við Þverárkot. Hann sagöist
heita Jóhann Gunnar Stefánsson
og vera 14 ára úr Reykjavík.
„Það eru eiginlega ekki nema 2
mánuðir frá því að ég byrjaöi fyrir
alvöru í hestamennsku. Frænka
mín, Lára, sem er jafngömul mér,
bauð mér hest og ég keypti hann,“
sagði Jóhann. Við spurðum, hvort
hann heföi áöur fariö ríöandi á
hestamannamót?
„Nei, þetta er fyrsta hesta-
mannamótið, sem ég fer á. Ég fór
austur á Þingvöll í gærkvöldi til aö
tjalda og veit að þetta verður
skemmtilegt mót, bara ef veörið
fer ekki illa meö okkur.
Hvers vegna byrjaðir þú í
hestamennsku?
„Ég veit ekki af hverju en hitt
veit ég aö þetta er ofsalega
gaman. Við krakkarnir förum mikið
saman í útreiöartúra. Nei, pabbi og
Eggert Bergsson (t.v.) og Ólefur Þorkelsson voru að koma ofan úr
Borgarfirði.
mamma eru ekki með hesta. Eg er
sá eini í fjölskyldunni."
Merarnar eiga eftir
aö koma meira viö
sögu en á fyrri mótum
Næst tókum viö Magnús Þór
Einarsson tali. Hann sagöist hafa
verið í hestamennsku í Reykjavík
samfleytt sl. 2’/» ár og nú í sumar
væri hann með hesta sína á Felli
í Mosfellssveit. Við spuröum, hvað
þaö væri, sem drægi fólk aö
hestamennsku umfram annað?
„Það sem dregur fólk aðallega
að hestamennsku er að þar finna
menn félagsskap og bestu vinirnir
eru hestarnir. Ef þú ert búinn að
finna hest sem vin getur þú treyst
því aö eiga vin svo lengi sem aldur
beggja endist.“
Aðspurður um hvernig honum
litist á Landsmótið í Skógarhólum,
sagöi Magnús:
„Mér líst alveg Ijómandi vel á
mótið, og ef veörið verður eins og
þaö er, þá getum viö vænst mikils
árangurs hjá hrossunum en þaö
má heldur ekki verða of heitt. Ég
er hræddur um að það verði mikil
spenna í stökkinu, sérstaklega 350
metrunum. Merarnar eiga eftir að
koma meira viö sögu á þessu
landsmóti en þeim fyrri. Nei, ég
þori ekki aö spá hver þeirra sigri
í 350 metrunum en ég veit aö þær
veröa með fánann, þegar upp
verður staðið.“
Margt af alveg
úrtökuhrossum
A mótssvæöinu í Skógarhólum
fylgdist fjölmenni með dómum
gæöinga í B-flokki, sem oftast eru
nefndir klárhestar með tölti, en
Framhald á bls. 19
Siguröur Sæmundsson hafði brugðið aér inn í Bolabás tii að Þjálfa
Ljósfara, sem brátt átti að mæta til klárhestadóma.
Yngri kynslóðin kemur ekki síst til með að setja svip sinn á petta
landsmót hestamanna. Hér er lagt á bak og senn verður haldið úr
áningarstað.
Hér má sjá yfir hluta af mótssvæðinu í Skógarhólum en fjærst má sjá hluta af tjaldborg mótsgesta.
Hópur fólks fylgdist í gær með dómum klárhesta f indælu veöri.