Morgunblaðið - 14.07.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.07.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 Enginn þarf að fara í grafgötur um það, að borgaralegt þjóðskipulag þingræðis og lýðræðis hefur enn ýmsa annmarka, þrátt fyrir samfellda — en að vísu slitrótta — þróun til aukinna mannréttinda og fegurra og betra lífs. Einn meginkostur þess er sá, að það getur þróazt frá annmörkum sínum og til meiri fullkomnunar á friðsaman og heilbrigðan hátt, fyrir meirihlutaáhrif almennings í frjálsum og leynilegum kosningum. Og þrátt fyrir annmarka þess, sem skylt er að horfast í augu við, er það fullkomnasta þjóðfélag samtímans. í því efni gildir einu, hvort horft er á heimsbyggðina af sjónarhóli mannréttinda og einstaklings- frelsisins, sjónarhóli félagslegrar þjónustu eða sjónarhóli efnahagslegrar afkomu. Fjölmörg þjóðlönd hafa farið leiðir sósíalisma og kommúnisma, þ.e. alræðishyggju, í samfélags- málum og gerð þjóðskipulags. Almenn lífskjör í þessum þjóðlöndum eru áratugum á eftir lífskjörum fólks í V-Evrópu og N-Ameríku. Og ekki þarf orðum að eyða að aðstöðumun fólks í þessum tvennskonar þjóðfélagsformum að því er varðar einstaklingsbundinn rétt hverrar mannveru til að velja og hafna í leit sinni að lífshamingju. A þessu ári er haldið upp á 60 ára afmæli sósíalsks þjóðskipulags í Sovétríkjunum. Það er m.a. gert með réttarhöldum í Moskvu og Kaluga, sem vakið hafa alheimsathygli. Þar sitja á „sakabekk" tveir fulltrúar frjálsrar hugsunar, Shcharansky og Ginzburg, fyrir þá „sök“ eina að hafa leyft sér að hafa aðrar skoðanir en valdhafar Sovétríkjanna; fyrir þá „sök“ eina að krefjast almennra mannréttinda í samræmi við Helsinkisáttmálann. Þessi réttarhöld koma í kjölfar þrælkunarvinnudóms yfir rússneska vísindamanninum Orlov. Þessar rússnesku réttarfarssögur, sem veruleikinn yrkir umhverfis þjóðskipulag sósíalismans, eru ekki einvörðungu harmleikur viðkomandi einstaklinga, heldur ákall og viðvörun til alls mannkyns. Það er rétt sem Begin, forsætisráðherra ísrael, hefur sagt í tilefni þessara réttarhalda, að líf og frelsi saklausra manna er ekki innanríkismál neins lands. Mannréttindabarátta er ekki háð landamerkjum. Hún er alþjóðleg. Það er hvert mannsbarn í kviðdómi réttarhaldanna í Ráðstjórnarríkjunum. Dæmið um það, hvert alræðishyggja sósíalismans leiðir almenn mannréttindi og einstaklingsfrelsi, er ekki bundið við Sovétríkin ein eða sextíu ára reynslu af sósíölsku þjóðskipulagi þar. Hún nær til tuga þjóðlanda í A-Evrópu, Afríku og Asíu. Og niðurstaðan er hvarvetna hin sama. Það er hvergi til undantekning frá reglunni. Réttarhöldin í Moskvu og Kaluga yfir Shcharansky og Ginzburg eru í senn innsigli á niðurstöðu fjölþjóðlegrar reynslu af framkvæmd sósíalisma og ákall til samvizku heimsins og hvers einstaklings, sem býr við frelsi, — að standa vörð um það og leggja mannréttindabaráttu, hvar sem er í heiminum, virkan siðferðislegan stuðning. Hætt er þó við að Víetnamnefndir, „friðarnefndir kvenna" og fleiri slíkar hér á Fróni, skríði inn í skuggann af réttarhöldunum í þögn og aðgerðarleysi, og hafi e.t.v. með sér gamlan Þjóðviljaleiðara, þar sem sagði um Jósep nokkurn Stalín, genginn til feðra sinna: „Stalín var allt til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu.“ Móralskur dómur róttæklinga byggist oft ekki á eðli verknaðar, heldur því, hver að honum stendur, pólitískur samherji eða andstæðingur. Á yztu brún slíkrar afstöðu kemur hryðjuverkahugsunarháttur- inn fram, þótt engum íslenzkum aðila skuli borinn hann á brýn; heldur hér aðeins nefndur sem erlent víti til varnaðar. Þegar baráttan stóð um það að fá sovézk yfirvöld til að gefa föður Ashkenazy leyfi til að heimsækja son sinn hér hvatti Morgunblaðið Þjóðviljann til að leggja því máli lið með áskorun á hendur sovézkum stjórnvöldum. Engin viðbrögð komu frá Þjóðviljanum. Nú er skorað á Þjóðviljann að lýsa hryllingi og andúð á því sem er að gerast í mannréttindamál- um í Sovétríkjunum, enda hefur sýnt sig, að kommúnistar hafa greiðari aðgang að Sovétkerfinu en aðrir. í upphafi þessara hugleiðinga var vikið að anrlmörkum borgaralegs þjóðskipulags lýðræðis og þingræðis, sem þó eru hverfandi í samanburði við annmarka þjóðskipulags sósíalismans. Hið borgaralega þjóðfélag hefur, þrátt fyrir nokkra annmarka sannað yfirburði sína varðandi almenn lífskjör, félagslegt öryggi og einstaklingsbundin mannréttindi. Jg það felur í sér möguleikann til að þróast frá annmörkum num til meiri fullkomnunar á friðsaman og heilbrigðan hátt rir meirihlutaáhrif almennings í frjálsum og leynilegum jsningum. Um slíkt þjóðskipulag þegnréttinda ber hverjum orgara að standa trúan vörð. Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á minuói innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Sovétríkin og mannréttindi Svipmynd Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal sem forseti íslands hefur faliö aö aö reyna stjórnarmyndun fyrstum manna eftir hinar sögulegu kosningar 25. júní sl., hefur veriö lýst meö þeim oröum, aö hann sé atvinnupólitíkus af lífi og sál. Ekki eru menn á eitt sáttir um ágæti hans sem stjórnmálamanns, fremur en annarra sem þessa ótryggu atvinnu stunda. Flestir munu geta skrifaö undir, aö Benedikt komi fremur vel fyrir; sumir segja aö hann sé heldur léttvægur stjórnmálamaö- ur og tækifærissinni en aðrir að maðurinn sé ekki allur þar sem hann sé séöur og slóttugri en ætla megi af prúðmannlegri framkomu hans. Þó liðið sé á fjórða ár frá því aö Benedikt tók viö formennsku í Alþýðuflokknum er þaö staðreynd, aö það er fyrst á síöustu mánuöum sem verulega hefur reynt á pólitíska hæfileika hans, og ekki veröur annaó sagt en hann hafi krækt bærilega fyrir keldurnar hingaö til hvaö sem síðar verður. Benedikt verður hálfsextugur að ári, en hann er fæddur 7. júlí 1924 í Hvilft í Önundarfiröi, þó aö hann fluttist fljótlega til Reykjavíkur. Eins og fleiri stjórnmálamenn hóf Benedikt feril sinn sem blaöamaöur á flokksblaöinu, Alþýöublaöinu. Á menntaskólaárum sínum vann hann þar um tíma sem íþróttafréttaritari og síöar sem almennur blaðamaöur á þessum námsárum. Reyndar átti Benedikt ekki iangt aö sækja áhugann á skrifum, því að faðir hans Sigurður Gröndal veitingamaöur og síðar yfirkennari Matsveina- og veitingamanna- skólans, fékkst töluvert við ritstörf og komu út eftir hann bæöi smásagnasöfn og skáldsögur. Aö stúdentsprófi loknu hélt Benedikt til Bandaríkj- A tvirumpólitíkus aflífi og sál anna og lauk þremur árum síðar prófi frá Harvard-háskóla en varö fljótlega eftir heimkom- una fréttastjóri Alþýöublaösins, og var þaö til ársins 1951 en þá gekk hann á mála Sambandsins og varð ritstjóri Samvinnunnar næstu 7 árin. Benedikt varð fljótlega allvirkur Alþýöuflokksmaóur, var kjörinn í miðstjórn flokksins fyrst 1950 og varaformaður flokksins var hann 1952-54 meðan Hannibal fór meö formennsku í flokknum og þegar Hannibal tekur vinstra hliöarsporiö til samvinnu viö sósíalistana er Benedik í þeim hópi sem hvaö harðast baröist gegn Hannibal. Benedikt varö svo landskjörinn þingmaður 1956—59 en var þá ráðinn ritstjóri Alþýðublaösins. Toppkratar af gamla skólanum, eins og Stefán Jóh. Stefánsson, iáta vel af framlagi Benedikts til Alþýðublaðsins og segja hann hafa verið „góöan blaðamann" líklega þá í pólitískum skilningi. Ritstjóri Alþýðublaðsins var Benedikt í liðlega áratug eða þar til hann varö forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins, en því starfi hefur hann gegnt allt til þessa samhlióa þingmannsstörfum. Benedikt sat á þingi ýmist sem landskjörinn eóa þingmaður fyrir Vesturland. Eftir því sem kunnugir segja, hefur Benedikt verið fremur farsæll þingmaður. Framan af tók hann ekki ýkja oft til máls og var ekki sérlega atkvæöamikill þingmaöur en vandaöi greinilega til þeirra ræöna er hann flutti. Fyrstu þingmannsár Benedikts var Emil Jónsson forsvarsmaóur flokksins á þingi en síðan tók Gylfi við og þá fór smám saman aö koma í Ijós aö Benedikt var augsýnilega aö byrja aö búa sig undir að taka við forustu. Eftir kosningarnar 1974 þegar ekki munaði nema hársbreidd aö flokkurinn þurrkaöist út á þingi, þótti forystumönnum Alþýöuflokksins Ijóst aö nauðsyn- legt væri aö stokka upp spilin og skapa flokknum nýja ímynd í hugum kjósenda. Þessi áætlun hófst á því aö Gylfi Þ. Gíslason lét af formennsku í flokknum og Benedikt Gröndal tók vió, en hins vegar var Gylfi áfram formaöur þingflokksins og helzti talsmaöur hans á þingi eftir sem áöur, þó aö Benedikt færi nú aö láta meira að sér kveöa en áður. Annar liður í herbragöi Alþýðuflokksmanna var aö taka upp algjörlega opin prófkjör vegna síöustu sveitarstjórnar- og þingkosninga og þarf naumast að fjölyrða um það hvernig til tókst — prófkjörin vöktu verulega athygli á flokknum, vöktu nýjan áhuga á flokksstarfinu og hleyptu nýju blóöi í helztu trúnaöarstööur flokksins og á framboöslista hans. Hins vegar mátti ekki miklu muna aö Benedikt formaður félli sjálfur á þessu herbragði. Hugur Benedikts stefndi til Reykjavíkur í eina þingsætiö sem mátti heita öruggt miðað viö úrslit síóustu kosninga, og hann lýsti því yfir aö hann teldi óeðlilegt annaö en formaöur flokksins skipaöi þetta sæti. Gylfi var aö vísu fyrir en þaö átti þó ekki aö koma aö sök, því aö ef annar kæmist inn mátti fullvíst telja aö hinn fylgdi meö. Menn töldu aö Eggert G. Þorsteinsson mundi draga sig í hlé og í því voru mistökin fólgin. Allir þekkja það sem síðan gerðist. Gylfi dró sig til baka til að leysa hnútinn sem þarna var orðinn, en var sárt saknaö af ýmsum eldri Alþýóuflokksmönnum. Þaö leysti þó ekki allan vanda, því að nú kom Vilmundur til sögunnar auk Eggerts en Benedikt tefldi djarft — hann bauð sig eingöngu fram í fyrsta sætiö á listanum í Reykjavík, þannig aö yrði annar hvor — Vilmundur eða Eggert fyrir ofan hann, var þingmannsferill Benedikts úr sögunni og formennskan væntanlega líka í kjölfariö. „Eg veit aö ég legg mikiö í sölurnar," sagöi Benedikt þá í viötali. „En á þaö er aö líta aö flokksþingið fól mér formannsembætti flokksins og framboð mitt til fyrsta sætis stendur í beinu sambandi viö það.“ Úrslitanna í prófkjörinu var því eölilega beöiö með geysilegri eftirvæntingu. En þetta hættuspil heppnaöist — Benedikt hreppti fyrsta sætiö nokkuð örugglega og Vilmundur annaö sætiö; helztu toppkratar önduöu léttar og bar saman um aö úrslitin heföu naumast getaö oröiö ákjósanlegri. Eftir þetta veröur aö segja, að Benedikt hafi haldiö allvel á spilunum, þrátt fyrir ýmsa erfiöleika, svo sem uppsteyt sumra hinna sigruóu í prófkjörunum. Benedikt hélt mjög fram í kosningabaráttunni á dögunum endurnýjun Alþýöuflokksins og nýja fólkinu á framboöslistunum en hann gætti þess jafnframt aö telja sjálfan sig ekki í þeim hópi og talaði brosmildur og föðurlegum rómi um „stútungskalla eins og okkur“ þar sem hann sat í sjónvarpssal meö hinum leiðtogunum. Kosningasigur Alþýöuflokksins á dögunum hlýtur enn að hafa styrkt stööu Benedikts í formanns- embættinu. Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrum formaður flokksins, sagöi í samtali við Mbl. aö Benedikt ynni mjög vel fyrir flokkinn, enda væri hann bæöi mikill áhugamaöur um pólitík og vel læröur á því sviöi. „Aö mínum dómi hefur hann reynzt mjög hæfur formaöur Alþýöuflokksins hingað til, og eftir því sem ég hef frétt er einstök samheldni í hinum nýja þingflokki Alþýöuflokksins undir forystu Benedikts. Eg held líka aö hinir almennu flokksmenn séu yfirleitt ánægöir með Benedikt, ekki sízt fyrir og eftir síöustu kosningar, þar sem Benedikt baröist mjög vel og drengilega og hefur þaö oröiö honum ti mikils álitsauka, hef ég oröiö var við,“ sagði Stefán Jóhann Stefánsson. Um það hvort Benedikt Gröndal tekst aö ná saman starfshæfri ríkisstjórn skal ósagt látið. Greinilegt er aö þar eru mörg Ijón í veginum, og líklega er enginn hinna flokkanna í jafn erfiöri aöstööu og einmitt Alþýöuflokkurinn meö tilliti til þess hversu laust fylgi flokksins er eftir öllum sólarmerkjum aö dæma. Þar reynir fyrst fyrir alvöru á stjórnkænsku Benedikts Gröndals og nánustu samstarfsmanna hans. — BVS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.