Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 Dr. Jóhannes Nordal: Loks geyma frumvörpin mun rækilegri ákvæði en áður um reikningsuppgjör og endurskoð- un, þar sem bæði er stefnt að því að gefin sé sem skýrust mynd af fjárhagsstöðu innlánsstofnana á hverjum tíma og ýtrasta ör.vggis gætt í öllum rekstri þeirra. Með þessum og öðrum breyt- ingum, sem frumvörpin fela í sér, væri tvímælalaust stuðlað að bættum starfsháttum, auk- inni hagkvæmni og betri þjón- ustu af hálfu innlánsstofnana. Það er því vonandi, að löggjaf- inn taki þessi mál að nýju til meðferðarj svo fljótt sem að- stæður leyfa, svo að sem fyrst verði tryggð setning nýrrar og heilsteyptrar bankalöggjafar hér á landi. Hinu má þó ekki gleyma, að til umræðu hafa lengi verið tillögur um veiga- Endurbætur í bankakerfi stranda árum saman á þröngum stofnana- og hagsmunasj ónar miðum Hættulegt fyrir traust almennings á innlánsstoíhunum Dr. Jóhannes Nordal, for- maður hankastjórnar Seðla- banka íslands hvetur í forystu- grein í nýútkomnum Fjármála- tíðindum til þess að hreytingar á skipulagi bankakerfisins komi til kasta löggjafans um leið og setning nýrrar banka- löggjafar. Seðlabankastjórinn segir. að það sé hættulegt fyrir það traust, sem almenningur eigi að geta borið til innláns- stofnana ef tillögur um endur- bætur og breytingar. sem haft geti hagstæð áhrif á rckstur og þjónustu bankakerfisins strandi árum saman á þröng- um stofnana- og hagsmunasjón- armiðum. Forystugrein dr. Jóhannesar Nordals fer hér á eftir í heild.< Skipulag og starfshættir bankakerfisins hafa verið all- mikið til umræðu hér á landi undanfarin ár. Eitt helzta fram- lag til þeirra umræðna var ítarlegt álit bankamálanefndar, er birt var í upphafi árs 1973, en þar var gerð rækileg úttekt á stöðu og skipulagi lánsstofnana, en jafnframt bent á leiðir til endurskipulagningar og endur- bóta í starfsháttum. Var í því mikil áherzla lögð á nauðsyn nýrrar og heilsteyptrar löggjaf- ar um starfsemi innlánsstofn- ana, er tæki tillit til nútíma viðhorfa í bankarekstri og breyttra þjóðfélagshátta. Jafn- framt benti nefndin á leiðir til þess að einfalda skipulag banka- kerfisins og koma á hagkvæm- ari verkaskiptingu milli ein- stakra bankastofnana. í fram- haldi af starfi nefndarinnar var á árinu 1974 lagt fram frumvarp um ríkisviðskiptabankana, þar sem gert var ráð fyrir samein- ingu Útvegsbankans og Bún- aðarbankans, en það frumvarp náði ekki fram að ganga. Nýjum áfanga var náð í þeirri viðleitni að endurskoða og end- urbæta starfshætti bankakerfis- ins á liðnum vetri, en þá voru lögð fram þrjú stjórnarfrum- vörp, er sameiginlega fólu í sér heildarendurskoðun á löggjöf allra innlánsstofnana. Er hér um að ræða frumvarp um viðskiptabanka í eigu ríkisins, frumvarp um viðskiptabanka, sem reknir eru í hlutafélags- formi, og að lokum frumvarp um sparisjóði. Þótt frumvörp þessi næðu ekki fram að ganga og umræður um þau á Alþingi yrðu tiltölulega litlar, þá hefur þó með samningu þeirra verið lokið mjög mikilvægu veki, sem væntanlega verður grundvöllur þeirrar löggjafarvinnu, sem framundan er í þessu efni. Er nauðsynlegt að fram fari um efni þeirra rækilegar umræður, er leiði til þess, að sett verði hið fyrsta ný heildarlöggjöf um bankastarfsemi, er tryggi heil- brigðan og öruggan rekstur bankastofnana og sem bezta þjónustu þeirra bæði við atvinnuvegina í landinu og innstæðueigendur. Hingað til hefur ekki verið sett heilsteypt löggjöf um starf- semi innlánsstofnana hér á landi. Starfar hver banki eftir sérstökum lögum, sem um hann hafa verið sett, og eru lög þessi mismunandi gömul, og sam- ræmi vantar varðandi meðferð ýmissa mikilvægra mála. Auk þess eru þessi lög flest löngu úrelt orðin og um margt ófull- nægjandi miðað við aðstæður í dag. Um starfsemi sparisjóð- anna er að vísu til heildarlög- gjöf, en hún er nú senn fjögurra tuga gömul, og er því orðin mikil þörf breytinga og endurbóta á henni. Óhætt er að fullyrða, að með þeim breytingum, sem í þessum frumvörpum felast yrði löggjöf um innlánsstofnanir komið ísvipað horf hér á landi og hinum Norðurlöndunum, þar sem yfirleitt er til nýleg löggjöf um þessi efni. Nefna má m.a. miklu skýrari ákvæði en áður um stjórn banka og sparisjóða, um verkaskiptingu stjórnenda, t.d. barkaráða og bankastjórna, og um skyldur stjórnenda og ábyrgð. Einnig eru nú í fyrsta skipti settar samræmdar reglur um starfsemi banka og spari- sjóða, þar sem tekið er fram, hvaða meginsjónarmið skuli gilda um útlánastarfsemi, inn- lánsviðskipti og annað.er máli skiptir í starfsháttum þeirra. miklar skipulagsbreytingar á bankakerfinu, sem ekki hafa verið teknar inn í frumvörp þau, sem hér um ræðir. Fyrst og fremst er hér átt við þær hugmyndir um samruna banka- stofnana í stærri og hagkvæm- ari einingar, sem fyrst voru settar fram af hálfu Seðlabank- ans fyrir tíu árum síðan, en voru síðan nánar kannaðr og útfærð- ar i álitsgerð bankamálanefnd- ar. Úr því enn verður dráttur á setningu nýrrar bankalöggjafar er ástæða til að hvetja eindregið til þess, að breytingar á skipu- lagi bankakerfisins komi þá um leið til kasta löggjafans. Ekki skal á þessum vettvangi farið út í það að gera enn á ný grein fyrir þeim margvíslegu rökum, sem fyrir því eru að breyta skipulagi bankakerfisins í þá átt, er bankamálanefndin lagði til, en hún taldi eðlilegt, að stefnt yrði að því að fækka tölu viðskiptabanka úr sjö í þrjá eða fjóra. Mundu með þvi fást stofnanir.er væru allt í senn, hagkvæmari í rekstri, traustari í fjárhagslegri uppbyggingu og hæfari til að veita atvinnuveg- um landsins nauðsynlega þjón- ustu, en flestir þeir bankar, sem nú eru starfandi. Sömu rök gilda að sjálfsögðu einnig um spari- sjóðina, sem margir eru allt of litlir til að gegna hlutverki sínu með viðunandi hætti, en stað- bundin og landfræðileg sjónar- mið koma þó einatt í veg fyrir breytta skipan þeirra. Það skipulag innlánsstofnana, sem hér ríkir á sér vitaskuld sögulegar orsakir, og allt fljót- ræði í skipulagsbreytingum stofnana, sem svo mjög eru háðar trausti almennings, ber að varast. Hitt er líka hættulegt fyrir það traust, sem almenn- ingur á að geta borið til stjórnvalda og innlánsstofnana, ef tillögur um endurbætur og breytingar, sem líklegar eru til að hafa hagstæð áhrif bæði á rekstur og þjónustu bankakerf- isins stranda árum saman á þröngum stofnana- eða hags- munasjónarmiðum. Því væri vel, ef rækilegar og opinskáar um- ræður um þessi mál gætu farið fram, áður en ný bankalöggjöf verður endanlega afgreidd af Alþingi. Spá naumum sigri Karpovs BaKUÍo-borK. Filippsoyjum. 13. júlí — Routor. ÁTTA HUNDRUÐ nemendur hafa að undanförnu tekið þátt í tilraunum sem hafa verið gerðar til að stilla hitastig í salnum þar sem heimsmeistaraeinvígi Anatoly Karpovs og Viktors Korchnois hefst í næstu viku. Bæði Karpov og Korchnoi hafa sett það skilyrði að aðstæður á þessu fyrsta heimsmeistaraeinvígi verði að öllu leyti að vera sam- bærilegar við aðstæðurnar í höfuðborgum Norð- ur-Evrópu þar sem loftslag- ið er svalara. Raunar fer heimsmeist- araeinvígið fram í bæ sem er í fjallshlíð í 1500 metra hæð yfir sjávarmáli og loftslagið þar er svo svalt að báðir keppendurnir eru allt- af peysuklæddir þegar þeir fara út. En búizt er við mikilli hitasvækju í keppn- sjálfsögðu staðið miklu lengur. Seinast þegar Karpov og Korchnoi leiddu saman hesta sína í Moskvu léku þeir 24 skákir. Nítján lauk með jafntefli en Karpov sigraði með naumindum í síðustu skákinni sem var æsispennandi og tryggði sér þar með sigur, vann þrjár skákir en Korchnoi vann tvær. Karpov og Korchnoi eru algerar andstæður og það á jafnt við um skákstíl þeirra og persónuleika. Þegar Korchnoi kom til Filipps- eyja sagði hann, þegar hann Korchnoi ásamt Belu konu sinni issalnum sem verður áreið- anlega troðfullur af áhorf- endum. Svalinn úti er í hrópandi mótsögn við þann hita sem hefur færzt í allan þann sálfræðilega og pólitíska hernað sem hefur verið háður fyrir einvígið. Karpov og Korchnoi hafa ekki yrt hvor á annan árum saman — að minnsta kosti ekki síðan Korchnoi bað um hæli í Hollandi fyrir tveimur árum þegar hann keppti þar. Aðstoðarmenn Korchnois spá því að í það minnsta 20 skákir verði tefldar í einvíg- inu. En bandaríski stór- meistarinn Robert Byrne spáir því að Karpov haldi titlinum með naumindum og vinni 6 skákir á móti 5 sem Korchnoi vinni og 35 skákir verði tefldar alls. Fyrsti stórmeistari Asíu- þjóða, Eugene Torre frá Filippseyjum, segir að Karpov sigri Korchnoi í 30 skákum. Þeir eiga að tefla þrjár skákir á viku þannig að ef tefldar verða 20 skákir í einvíginu stendur það í tvo mánuði og það getur að var spurður um skákstíl Karpovs: „ ... Karpov er mjög kuldalegur og þurr á manninn og skákstíll hans er spegilmynd persónuleika hans.“ Daginn eftir af- greiddi Karpov þessa yfir- lýsingu á blaðamannafundi með því að láta svo um mælt, að Korchnoi væri góður skákmaður en ekki mikill mannþekkjari. Síðan Karpov kom hefur hann aðeins einu sinni komið fram opinberlega (til þess að taka við borgarlykl- unum). Korchnoi sést á götunum daglega, fær sér sundsprett í sundlauginni og snæðir i veitingahúsum. Hann talar vinsamlega við alla sem hanna hittir. Blaðamenn og skákmenn kalla heimsmeistarann „hr. Karpov" en Korchnoi alltaf „Viktor". Korchnoi hefur sagt að Rússum sé svo mikið í mun að Karpov sigri að hann óttist að honum verði ógnað ef hann sigri. „Ef ég tapa fyrir Karpov verð ég heill á húfi. En ef ég sigra er líf mitt í hættu,“ sagði hann blaðamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.