Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978
19
— Oþurrkar?
Framhald af bls. 32
son veðurfræðingur trúa á hina
gömlu hjátrú um veðurfar, sem
er tengd hundadögum. Hélt
hann að trúin væri upphaflega
tengd gangi stjörnunnar
Síríusar sem oft er nefnd
hundastjarna, en á hundadög-
um fer stjarnan hæst á braut
sinni. „Líkur eru fyrir litlum
veðurbreytingum næstu daga.
Veður mun haldast bjart
sunnanlands og það verður
sæmilega hlýtt," sagði Páll
síðan
— Lúðvík vill...
Framhald af bls. 3.
arflokkurinn lýst því yfir að
hann vilji kanna möguleika á
slíkri stjórnarmyndun eftir að
Alþýðubandalagið hafi haft for-
ystu um viðræður við Framsókn.
Ástæðan fyrir því, að forset-
inn hafi falið Benedikt Gröndal
að gera þessa tilraun hljóti að
vera sú að formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Geir Hallgrímsson
hafi bent á Benedikt sérstaklega
í þessu skyni, þar sem hann hafi
ekki reyst sér til að reyna
stjórnarmyndun né haft umboð
til þess frá flokki sínum. Ekki
hafi verið talið rétt að fela
formanni næststærsta flokksins
Lúðvik Jósefssyni tilraun til
stjórnarmyndunar þar sem
Geir hafi bent á Benedikt í sinn
stað.
I Þjóðviljanum er þess getið
að Alþýðubandalagið hafi verið
reiðubúið að reyna sjálft mynd-
'un vinstri stjórnar og að
Alþýðubandalagið hafi ekki
bent á Benedikt Gröndal til að
hefja stjórnarmyndunartilraun-
ir, þar sem hann hafi lýst
takmörkuðum áhuga á þátttöku
í slíkri ríkisstjórn.
Forystugrein Þjóðviljans er
mjög á sömu lund, en í niðurlagi
hennar segir orðrétt: „Eitt er að
gera tilraun til myndunar
vinstri stjórnar og annað er að
ná samstöðu um þau málefni
sem ein geta verið grundvöllur
slíks stjórnarsamstarfs. Hins
vegar er Alþýðubandalagið
reiðubúið til að takast á hendur
forystu um slíka tilraun."
— Vance vítir
Young...
Framhald af bls. 1
las blaðamönnum þar sem hann er
nú staddur á fundi á vegum
Sameinuðu þjóðanna í Genf, sagð-
ist hann vera ákafur stuðnings-
maður almennra mannréttinda og
frelsis.
Hinn orðskái sendiherra lét i
dag einnig frá sér fara umbúða-
lausar yfirlýsingar út af morðun-
um á hvítu trúboðunum í Rhódesíu
nýlega og lét að því liggja að Ian
Smith, forsætisráðherra landsins,
kynni sjálfur að bera ábyrgðina á
þeim. Komu ásakanir þessar einn-
ig fram í viðtalinu við franska
blaðið „Le Matin". „Hafi þetta
verið skipulagðar aðfarir að
trúboðum... geta þær aðeins átt
upptök sín í herbúðum Smiths"
sagði hann.
Þessi ummæli Andrew Youngs
hafa valdið harkalegum viðbrögð-
um í Rhódesíu og buðu þarlend
yfirvöld sendiherranum í dag að
koma á vettvang með hóp lagasér-
fræðinga og kanna staðreyndir
málsins á eigin spýtur.
— Lögreglan
trylltist...
Framhald af bls. 1
lögreglunnar hlýddu mér ekki. Ég
gaf þeim enga skipun um að fara
inn í bæinn.“
Mótmælaaðgerðir þjóðernis-
sinna hafa breiðzt út eins og eldur
í sinu í Baskahéruðunum og
óeirðalögreglan á fullt í fangi með
að ráða við ástandið. Alvarlegast
er ástandið í Bilbao og San
Sebastian.
I Bilbao króaði lögregla mót-
mælafólk af í gamla hverfinu og
skaut gúmmíkúlum til þess að það
kæmist ekki úr kvínni. Mót-
iiiÆieiiuui uvtuuui i uureiuum ug
kveiktu í götuvígjum.
í San Sebastian breiddust átök
út um alla borgina þegar 5.000
manns kom frá útför 19 ára
gamals Baska úr skæruliðasam-
tökunum ETA sem var skotinn til
bana þegar árás var gerð á
lögreglúbúðir.
Rodolfo Martin Villa fór í
snögga ferð til Baskahéraðanna og
sagði: „Ástandið er kvíðvænlegt
bæði með hliðsjón af lögum og
reglu og stjórnmálasviðinu." Hann
hélt þegar í stað til fundar við
Adolfo Suarez forsætisráðherra
þegar hann kom aftur til Madrid.
— Sjálfhelda
í Líbanon
Framhald af bls. 12
mæöi af hálfu beggja aðila í síöustu
átökum vegna hiks forsetans við að
segja af sér. Kristni hægrileiötoginn
Camille Chamoun fordæmir Sarkis í
opnu bréfi í dag, kallar hann
uppgjafasinna og skorar á hann aö
segja opinskátt frá því sem fyrir
honum vaki í stað þess að leyna
þjóöina fyrirætlunum sínum.
Óháöa blaöiö An Nahar haföi
jafnframt eftir sýrlenzkum embættis-
mönnum að Sarkis yröi fljótt aö gera
upp viö sig hvort hann ætlaöi aö
segja af sér eöa ekki.
Utvarpsstöð falangista sagöi aö
ótryggur friöur ríkti í kristnu hverfun-
um í austurhluta Beirút í dag en
nokkrir hefðu særzt af byssukúlum
leyniskyttna sem hafa veriö athafna-
samir síðan aöalátökin hættu á
fimmtudag.
— Tilheyrir
dellunni...
Framhald af bls. 14.
dómar þeirra hófust kt. 13 og
stóöu fram aö kvöldmat. Auk
þessa fóru í gær fram dómar
kynbótahryssa og kl. 15 í gær voru
þau hross, sem seld veröa á
söluuppboöinu síödegis á laugar-
dag, kynnt. Eins og getið var hér
að framan töldu forráðamenn
mótsins aö í gær væru komin um
5000 manns á svæðiö og víst er
aö áhorfendasvæðið var þéttsetiö
þar sem gæðingarnir voru dæmd-
ir. Og margir höfðu setiö þar alveg
frá hádegi og fram undir kvöldmat
en veöur var hið besta.
Ofan til í áhorfendaskaranum
komum viö auga á Magnús
Jóhannsson ráösmann á Hólum í
Hjaltadal en Magnús sat einmitt
þann hest, sem sigraði í flokki
klárhesta meö tölti á landsmótinu
á Vindheimamelum 1974, Gamm
frá Hofstöðum. Viö spurðum
Magnús, hvort hann teldi þá
klárhesta, sem hér væru sýndir,
betri eöa lakari en þá, sem sýndir
voru á mótinu 1974?
„Mér líst alveg Ijómandi á þá og
bæöi meöal þeirra og í öðrum
flokkum er margt af alveg úrtöku-
hrossum. Ég verö aö segja aö
nokkrir klárhestanna eru miklu
betri en t.d. Gammur var 1974 og
einkunnir þessara hesta hljóta aö
sýna þaö svart á hvítu. Ástæöan
fyrir þessu er kannski ekki endi-
lega betri hestar heldur er þjálfun
þeirra mun meiri og betri. Og þaö
er ekki laust viö aö manni hlýni
öllum innra viö að sjá marga jafn
góöa skeiðspretti og ég hef séö
hjá kynbótahryssunum í dag,“
sagði Magnús og benti okkur yfir
völlinn, þar sem ein hryssan
flenglá á skeiði.
íslandsmetin
eiga eftir að
fjúka 6 mótinu
Fyrir neöan Hofmannaflöt voru
tveir Borgfiröingar aö koma til
mótsins um Uxahryggi. Þetta voru
þeir Eggert Bergsson frá Laugar-
ási í Hvítársíðu og Ólafur Þorkels-
son úr Þverárhlíöinni. Þeir sögöust
hafa lagt upp í gær og gist á bæ
í Borgarfirði í nótt en í dag heöu
þeir veriö á ferö í rúma fjóra tíma.
„Maöur er meö þessa dellu og þaö
tilheyrir víst að elta þessi mót,“
sagöi Eggert og Ólafur bætti við:
„Þau eru nú yfirleitt heldur ekki
leiðinleg hestamannamótin. Þetta
veröur gott mót og ég tala nú ekki
um ef þessi veöurblíöa verður alla
mótsdagana. Hrossin eru alltaf í
framför og ég er sannfæröur um
aö það eigi mörg íslandsmet eftir
aó fjúka á þessu móti.“
-t.g.
- A gagnvegum
Framhald af bls. 9.
efni í annað bréf og miklu lengra.
Eins og þú veizt ríða húsum hjá
okkur í Sjálfstæðisflokknum
nokkrir ungir sperrileggir, sem
aldrei hafa migið í saltan sjó, og
þora ekki inn fyrir Elliðaár eða
suður fyrir Kópavogslæk. Þeir
hafa ekki nennt að kynna sér
landsbyggðarstefnuna, sem Sig-
urður frá Vigur og fleiri garpar
Sjálfstæðisflokksins hófu til vegs
á sjötta og sjöunda áratugnum.
Loks þegar þeirri stefnu er gefið
afl með fjármagni, sem hófst að
marki undir forystu Bjarna Bene-
diktssonar 1965 með stofnun
Atvinnujöfnunarsjóðsins, þá taka
þessi ungmenni út úr sér túttuna
og væna þingmenn um glæpastarf-
semi og halda því fram að þeir
útdeili skattpeningum almennings
að eigin geðþótta.
Hvenær ætli þeir hefji aðförina
að fjárveitinganefnd Alþingis og
rægi af henni vald hennar undir
ákæru um að hún útdeili fé
almennings að eigin geðþótta?
Vertu svo kaert kvödd og fyrir-
gefðu flýtisskrifið og feginn vildi
ég eiga þig að á Alþingi eftir
næstu kosningar.
Grund. Skutulsfirði
9. dag júlí-mánaðar 1978
Sverrir Hermannsson.
— Minning
Sigurður
Framhald af bls. 22.
og betur hve mikil ítök Hólmurinn
og umhverfið áttu í honum. Við
ræddum margt saman og hann fór
ekkert dult með að vistaskiptin
væru honum kærkomin og til-
hlökkun. Fölskvalaus trú hans á
betri tíð í ríki frelsara síns sem
hann hafði þjónað svo lengi lýsti
ásjónu hins virðulega öldungs og
nú hefir honum orðið að ósk sinni.
Ég minnist sr. Sigutðar með
einlægu þakklæti. Hann var mér
og fjölskyldu minni hlýr samferða-
maður og sálusorgari. Vann mörg
preststörf fyrir okkur af sinni alúð
og hátíðleika. Þessi kveðja mín til
góðs samferðamanns er þökk fyrir
samfylgd liðins tíma frá mér og
mínum. Það var lán okkar að eiga
samfylgd hans. Guð blessi hann á
nýjum vegum og minningu um
góðan dreng. Árni Helgason
— Snorri
Jónsson...
Framhald af bls. 32
var strax og það barst lagt inn
á gjaldeyrisreikning í Lands-
banda íslands og er geymt þar
í v-þýzkum mörkum, samanlagt
að upphæð 29.450,92 þýzk mörk.
Að lokum skal á það bent, að
fjarstæða er að leita að því fé
hjá Alþýðusambandi Islands,
sem ráðamenn Alþýðuflokksins
virðast ekki geta gert grein
fyrir, eftir því sem Morgunblað-
ið segir."
I sambandi við þessa athuga-
semd Snorra Jónssonar vill
Morgunblaðið aðeins taka fram
að það hefur ekki ruglað neinu
saman. í frétt blaðsins segir í
gær: „Morgunblaðið spurði
Snorra, hvort það væri mögu-
leiki, að Alþýðusambandið hefði
fengið þessa peninga vegna
misskilnings, þar sem Alþýðu-
samböndin og jafnaðarmanna-
flokkarnir væru svo miklu ná-
tengdari á hinum Norðurlönd-
unum en hérlendis. Það kvaðst
Snorri ekki telja, peningarnir
frá Finnum hefðu verið sendir á
nafn, fyrir þá hefði verið kvittað
og fyrir þá þakkað. Jafnframt
hefði verið tilkynnt um það
áður, að þessir peningar myndu
koma. Snorri kvað það hafa
verið ákvörðun stjórnar sam-
bandsins í Finnlandi, að af-
henda þessa peninga til Alþýðu-
sambandsins." Síðar segir í
fréttinni, haft eftir Snorra: „Ég
fullyrði," sagði Snorri, „að það
eru engir peningar í geymslu
hjá Alþýðusambandinu, sem
ætlaðir voru alþýðuflokknum."
Kvöldvaka í Frí-
kirkjunni í
í KVÖLD kl. 22 gangast félögin
Kristileg skólasamtök og Kristi-
legt stúdentafélag fyrir kvöld-
vöku í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Á vöku þessari verður fjallað um
spurninguna Hver er tilgangur
lífsins og leitast við að svara
henni á þennan hátti Jesús
Kristur er svarið.
Sigurður Árni Þórðarson guð-
fræðinemi mun fjalla um efnið í
stuttri ræðu auk þess sem fleiri
taka til máls með tali og söng.
Fimm manna leikhópur túlkar í
þætti ýmis sjónarmið og lífsstefn-
ur og endar þátturinn á því að
varpað verður fram nokkrum
atriðum úr kenningu Jesú Krists.
KSS og KSF hafa áður staðið
fyrir sameiginlegum fundum og
kvöldvökum af þessu tagi, en
félögin starfa meðal framhalds-
skólanema og stúdenta að því að
útbreiða áhrif kristindómsins.
Hafa félögin einnig haft mikið
samstarf við systurfélög á Norður-
löndum varðandi þátttöku í mót-
um og hefur m.a. verið haldið hér
á landi norrænt kristilegt
stúdentamót í tvö skipti og stefnt
er að því að halda hérlendis
svonefnt norrænt kristilegt skóla-
mót árið 1980.
Gæðavara á góðu verði
Girmi rafmagnstækin létta þér heimilisstörfin.
★ Girmi eldhústæki ★ Girmi heimilistæki
★ Girmi snyrtitæki
RAFIDJAN / RAFTORG
Aðalumboð Kirkjustræti 8, s.: 19294 — 26660
Girmi raftækin fást í öllum helstu raftækjaverslunum landsins.