Morgunblaðið - 14.07.1978, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR H JULÍ 1978
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kennara vantar
aö Grunnskólanum Eyrabakka. Gott hús-
næöi fyrir hendi.
Upplýsingar hjá Óskari Magnússyni skóla-
stjóra sími 99-3117
Starfskraftur
óskast
Viljum ráöa vanan starfskraft til gagna-
skráninga nú þegar eöa sem fyrst.
Upplýsingar í síma 54344.
Reiknistofa Hafnarfjarðar h.f.
Reykjavíkurvegi 60.
Skrifstofa
í Hafnarfirði
óskar eftir starfskrafti til almennra skrif-
stofustarfa hálfan daginn.
Umsóknum meö upplýsingum um menntun,
og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 21. þ.m.
merkt: „Skrifstofustarf — 8887“.
Staða skólastjóra
og nokkrar
kennarastöður
viö grunnskóla Borgarness eru lausar til
umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí
1978.
Umsóknir sendist formanni skólanefndar
Jóni Einarssyni, Berugötu 18, Borgarnesi.
Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri
Lausar stööur:
1. Staöa hjúkrunarforstjóra, 2. staöa
kennslustjðra viö Fjóröungssjúkrahúsiö á
Akureyri eru lausar til umsóknar. Umsókn-
arfrestur er til 15. ágúst n.k. en stöðurnar
veröa veittar frá 1. okt. n.k.
Laun skv. launasamningi Hjúkrunarfélags
íslands viö Akureyrarbæ.
Umsóknir berist til stjórnar Fjóröungs-
sjúkrahússins á Akureyri og greini aldur,
menntun og fyrri störf.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
framkvæmdastjóra í síma 96—22100.
Stjórn Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri.
Ritari
Óskum aö ráöa nú þegar ritara. Góö
vélritunar- og enskukunnátta áskilin.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri, — ekki í
síma.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240
Skrifstofustarf
Hollywood óskar aö ráöa starfskraft til
skrifstofustarfa. Vinnutími kl. 9—1.
Umsækjendur þurfa aö hafa reynslu í
skrifstofustörfum, s.s. vélritun, launaút-
reikningum og enskum bréfaskriftum.
Þeir sem áhuga kunna aö hafa á starfinu
vinsamlega sendiö upplýsingar um aldur og
fyrri störf, ásamt nafni, heimilisfangi og
símanúmeri, til augld. Mbl. Merkt:
„Hollywood — 7579“.
Skrifstofumaður
óskast nú þegar til starfa aö vélritun og
öörum skrifstofustörfum. Þarf aö geta
vélritaö á dönsku, ensku og þýzku.
Stúdentspróf æskilegt.
Nánari upplýsingar í skrifstofu verkfræö-
ingafélags íslands í Brautarholti 20,
Reykjavík, á venjulegum skrifstofutíma.
Verkfræðingafélag ísiands.
Atvinna
Stórt iðnfyrirtæki á Noröurlandi, vill ráöa til
starfa nú þegar, tæknifræöing eöa Sam-
vinnuskóla/ Verzlunarskólamenntaöan
mann.
Verksvið: umsjón meö daglegum rekstri
einnar deildar, ásamt framleiösluskipulagn-
ingu og innkaupum. Mögulegt er aö útvega
húsnæöi, ef á þarf aö halda.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist á afgr. Mbl. merkt:
„Noröurland — 7576“.
Húsgagnasmiðir
Trésmiðir
Innréttingasmiöi og húsgagnasmiöi vantar
strax á verkstæöi, mjög mikil vinna
framundan, fyrir góöa menn. Gott kaup í
boöi fyrir mjög góöa menn.
Upplýsingar gefur Guöjón Pálsson, í síma
44866.
Trésmiðja Austurbæjar,
Smiöjuvegi 3, Kópavogi.
Stúlka óskast
sem fyrst til afgreiðslu í tískuverslun í
miðbænum, hálfan eöa allan daginn.
Þarf aö hafa ensku- og vélritunarkunnáttu.
Tilboö sendist Mbl. merkt: „Ábyggileg —
7547“.
Markaðurinn
Járniðnaðarmenn
óskast
Viljum ráöa járniönaöarmenn.
Upplýsingar í síma 86199.
Vélsmiðja Orms og Víglundar s.f.
Lágmúla 9.
Suðumaður
óskast
Viljum ráöa til okkar mann, vanan kolsýru-
suöu.
Upplýsingar í síma 83470.
Bílavörubúðin Fjöðrin hf.
Grensásvegi 5.
Aðstoð á
hárgreiðslustofu
Starfskraftur óskast til aöstoöarstarfa á
hárgreiöslustofu, hálfan eöa allan daginn,
helst ekki yngri en 25 ára. Þarf aö geta
byrjaö sem fyrst.
Upp. sendist í pósthólf 5061, Reykjavík.
Skipstjóra og
stýrimann
vantar á stóran skuttogara.
Tilboö, ásamt uppl. um fyrri störf, aldur og
réttindi, leggist inn á afgreiöslu blaösins
fyrir 22. júlí n.k. merkt „skuttogari — 7578“
Atvinnurekendur
Ég er 21 árs maöur meö Verslunarskólapróf
og nokkra reynslu í almennum skrifstofu-
störfum. Mig vantar vinnu á Reykjavíkur-
svæöinu frá og meö 1. sept. n.k. helst viö
verslunar- og þjónustustörf. Er til viötals á
kvöldin og um helgar í síma 96—44146,
Benedikt.
Niðurlagið féll niður
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær,
þar sem rætt var við Gunnar
Flóvenz, framkvæmdastjóra
Síldarútvegsnefndar, urðu þau
mistök að niðurlag fréttarinnar
féll niður og birtist það hér á
eftir.
Hinn 20. júní s.l. hringdu
fulltrúar Framleiðslueftirlitsins
og SÚN frá Finnlandi og skýrðu þá
lASÍMÍNN ER:
22410 (05
3H«t-0«nb!afcib
m.a. frá því aö síldin hjá þessum
tveimur fyrirtækjum væri geymd
við alltof hátt hitastig eða 10—14
gr. C.
Var þá strax óskað eftir því
við fulltrúa Framleiðslueftirlitsins
og Síldarútvegsnefndar að um-
ræddum tveimur finnskum síldar-
kaupendum yrði tafarlaust til-
kynnt að algjörlega óforsvaranlegt
væri að geyma síld frá s.l. ári við
þetta hitastig. Eðlilegast væri að
geyma fullverkaða síld í kælihús-
um, þar sem hiti væri 1—4 gr. C
og þegar færi að vora mætti hiti
á svona gamalli síld ekki vera
meiri en 1—2 gr. C. Benda yrði
viðkomandi kaupendum á, að
skemmdirnar væru algjörlega á
þeirra ábyrgð og að koma yrði
síldinni tafarlaust í kæligeymslu
með réttu hitastigi, ella myndi öll
síldin eyðileggjast á skömmum
tíma. Var þessum skilaboðum þá
þegar komið til viðkomandi kaup-
enda.
Þá sagði Gunnar Flóvenz, að
fyrir síðustu helgi hefði Síldarút-
vegsnefnd borizt ítarleg skýrsla
frá Framleiðslueftirliti sjávar-
afurða um umrædda skoðun í
Finnlandi og kæmi þar m.a. fram
að umræddir tveir kaupendur
hefðu upplýst að orðið hefði vart
við enn fleiri tunnur með „seigum
pækli" og súrri síld. í skýrslunni
segði orðrétt: „Það eina sem við
sjáum raunverulega athugavert er
hið háa hitastig, sem sildin var
geymd við í Fihnlandi. Hitastig
mældist hærra hjá báðum fyrir-
tækjunum heldur en forráðamenn
þeirra gáfu upp áður en farið var
í geymslurnar eða frá 10—14° C.
Við slíkan hita getur létt verkuð
síld skemmst á mjög stuttum
tíma.“
„Síldarútvegsnefnd lítur mjög
alvarlegum augum á þessi mistök
hjá hinum tveimur firinsku kaup-
endum og bendi ég á, að engar
kvartanir hafa borizt frá öðrum
finnskum kaupendum, þar sem
síldin hefur verið geymd við betri
geymsluskilyrði,“ sagði Gunnar
Flóvenz að lokum.
Mikill fiskur
til Ólafsvíkur
Ólafsvík 13. júlí
VEL hefur aflazt í öll veiðarfæri í
blíðunni undanfarnar tvær vikur.
Um síðustu helgi bárust yfir 120
lestir til hraðfrystihússins og var
það afli af bátum. í fyrradag landaði
svo skuttogarinn Lárus Sveinsson
110 lestum og hefur gengið allvel hjá
honum að undanförnu.
Mikii atvinna er nú í hraðfrysti-
húsinu og eru frystigeymslur þess að
fyllast. Saltfiskstöðvarnar vinna
einkum að pökkun á saltfiski en fá
auk þess nokkuð af fiski til vinnslu.
Helgi.