Morgunblaðið - 14.07.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978
t
Móöir okkar
LÁRA STEFÁNSDÓTTIR,
' Austurgeröi 1,
Reykjavík,
andaöist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. júlí.
Ásdís Kristjánsdóttir, Björn Kristjðnsson,
Edda Kristjánsdóttir.
t
Móöir okkar,
ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR
Irá Merki,
lézt í sjúkrahúsi Keflavíkur miövikudaginn 12. júlí.
Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna
Gunnpórunn Gunnarsdóttir,
Einar Gunnarsson.
Faöir okkar, t JÓHANN PÁLSSON,
trésmiöur,
er látinn. Elísabet Jóhannsdóttir, Elin Jóhannsdóttir, Þórörn Jóhannsson.
Bróöir minn, t GUDMUNDUR GUDMUNDSSON,
lézt af slysförum aö morgni 12. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd barna fööur, systkina og annarra aöstandenda.
Páll Guðmundsson, Breiövangi 16.
t Eiginmaöur minn og faöir
JÓN KRISTJÁNSSON
fré Glasibn
er andaðist á Kristneshæli 7. júlí, verður jarösunginn frá Mööruvöllum í
Hörgárdal mánudaginn 17. júlí kl. 2 e.h. Geirlaug Konráðsdóttir, Jenný Jónsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, stjúpfaöir og bróöir
GUNNLAUGUR EGILSSON,
skipstjóri,
Sörlaskjóli 66,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 18. júlí kl. 10.30.
Jóhanna Jóhannesdóttir,
Ágúst Ormsson
Sveingerður Egilsdóttir
Egill Egílsson.
Minning:
Sr. Sigurður Ó. Lárus-
son fyrrv. prófastur
Þegar ég fluttist til Reykjavíkur
vorið 1911, fékk ég húsnæði á
Spítalastíg 6 (í útbyggingunni) hjá
heiðurshjónunum frú Guðrúnu
Þórðardóttur og Lárusi Pálssyni
smáskammtalækni. Einnig hafði
ég fæði hjá frú Guðrúnu, en alls
bjó ég í húsinu um níu ára skeið.
— Þá var sr. Sigurður í mennta-
skólanum, en lauk prófi þaðan
1914. Bróðir hans, sr. Jakob, var þá
kominn til Vesturheims, þar sem
hann gegndi prestsstörfum um
skeið. v01afur bróðir hans var þá
orðinn héraðslæknir á Brekku á
Fljótsdalshéraði. Margrét, systir
sr. Sigurðar, var flutt austur að
Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu
með manni sínum Guðmundi
Guðfinnssyni lækni. En heima
voru systurnar Pálína, sem hjálp-
aði móður sinni við matreiðsluna,
Ágústa hjúkrunarkona, og Guð-
rún, sem var yngst systranna, en
giftist síðar Helga Ingvarssyni
lækni, sem um langan tíma var
yfirlæknir á Vífilsstaðahæli. Enn-
fremur Páll trésmiður, bróðir
hans. Af honum hafði ég fremur
lítil kynni.
Um veru sr. Sigurðar í Stykkis-
hólmi, athafnasemi hans þar og
frekari störf, geri ég ráð fyrir að
þeir, sem betur þekkja til, muni
rita nánar um og þau störf hans,
og aðrar framkvæmdir, er hann
innti þar af höndum. — Þess í stað
ætla ég að minnast sérstaklega á
nokkra þeirra kunningja hans,
sem hann hafði samskipti við á
menntaskólaárunum og síðar á
háskólabrautinni.
Séra Sigurður og nokkrir aðrir
æskufélagar hans voru í knatt-
spyrnufélaginu Fram. Man ég
sérstaklega eftir Tryggva Magnús-
syni, sem var einn af stofnendum
Litla ferðafélagsins og bróður
hans Pétri Hoffmann, svo og Pétri
Sigurðssyni fangaverði, sem síðar
varð ritari Háskóla íslands.
Eftir að menntaskólanámi lauk
og tekið var að iðka háskólanám,
eru mér einna minnisstæðastir sr.
Eiríkur Helgason, sem stundaði
guðfræðinám ásamt sr. Sigurði. Af
kunningjum hans stunduðu
læknanám þeir Jónas Sveinsson og
Knútur Kristinsson. Lögfræðinám
stundaði Gunnar E. Benediktsson,
faðir fyrrv. borgarstjóra í Reykja-
vík. Sennilega hefur verið um
fleiri að ræða, þótt mér séu nú
nöfn þeirra fallin úr minni. —
Sigurður varð cand. theol. frá
Háskóla íslands 1918, en það ár
skildi leiðir okkar að mestu, ég
ferðaðist þá til Austfjarða, en
hann mun litlu síðar hafa haldið
í vesturátt. Þó var ég kominn aftur
til Reykjavíkur skömmu áður en
Spánska veikin hertók flest mið-
aldra fólk í Reykjavík. Sr. Sigurð-
ur var þá enn hér í bænum, enda
nutum við Helgi Ingvarsson, síðar
mágur hans, góðs af veru hans hér,
meðan veikin stóð yfir. Þá bjuggu
í útbyggingunni á neðri hæð þeir
Helgi Ingvarsson og Jón Sigur-
jónsson prentari, en ég hafði efri
hæðina. Af þeim, sem hér voru
taldir, eru ekki aðrir enn á lífi en
Helgi Ingvarsson og undirritaður.
Eftir rúmlega tveggja áratuga
skeið, en ég var þá tekinn til starfa
í Edduprentsmiðju, fórum við í
skemmtiför alla leið til Stykkis-
hólms og um Dalasýslu. í þeirri
för heimsóttum við, sem búið
höfðum á Spítalastíg 6, okkar
gamla og góða æskuvin, sr. Sigurð
og hans ágætu frú Ingigerði
Ágústsdóttur Þórarinssonar,
verslunarstjóra í Stykkishólmi.
Þar nutum við frábærrar gestrisni
og höfðinglegra veitinga af hendi
þeirra heiðurshjóna. Rifjaðar voru
upp gamlar minningar frá veru
okkar á Spítalastíg 6, og margt
annað sér til gamans gert. Mér og
konu minni eru ógleymanlegar
hinar hlýju viðtökur er við nutum
á heimili prestshjónanna. Það var
svo hlýtt yfir öllu í návist þeirra
og allt gert, sem hugsast gat til að
gleðja gestina og uppfylla óskir
þeirra. Heimsókna til þeirra hjóna
munum við æ minnast með hlýju
og unaði.
Nú, þegar sr. Sigurður er
horfinn sjónum okkar, veit ég að
himnafaðirinn mun láta ljósengil
sinn tilreiða honum hina bestu
hvílu, meðan hann er að átta sig
á því, að nú er hann kominn á
annað og æðra tilverustig í al-
heiminum.
Systur hans, fóstursonum og
niðjum þeirra öllum vottum við
innilega samúð og biðjum þeim
öllum guðsblessunar.
Jón Þórðarson
t
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og jaröarför
eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og iangömmu
SESSELJU SÍMONARDÓTTUR
Sigurður Grímsson
Grímur Sigurösson, Ásta Kristinsdóttir,
Ágústa Siguröardóttir, Siguröur Guðmundsson,
Sigurður Símon Sigurösson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Ólafur Sigurðsson, Gróa Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra fyrir auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför
móður, tengdamóöur og ömmu,
ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
fré Gaddstöðum.
Sigurður Halldórsson,
Erna Sverrisdóttir,
Halldóra Halldórsdóttir,
Ingvar Guðmundsson,
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Holgi Eyjólfsson,
Sigríöur Þorgrímsdóttir,
Sölvi Ólafsson
og barnabörn.
Anna Kristín Jóns-
dóttir Hveragerði
Fædd 30. ágúst 1919.
Dáin 5. júlí 1978.
Þegar komið er að leiðarlokum,
hrannast upp minningar. Minn-
ingar, sem eiga eftir að ylja manni
um hjartarætur, um ókomin ár.
Eflaust væri hægt að skrifa
langan pistil um hana Önnu
frænku, ég læt öðrum ritfærari
það eftir, ég get aðeins þakkað
fyrir mig.
Hún var falleg, glaðlynd og góð
kona og hún virtist alltaf hafa
tíma fyrir stelpukrakka, sem
bókstaflega eltu hana á röndum.
„Besta frænka í heimi,“ sagði ég
oft og ég meinti það. Hún reyndist
líka vera það. Hún átti oft
ótrúlega erfitt, ekki síst eftir að
hún hafði misst manninn sinn úr
þeim sjúkdómi, er síðar dró hana
til dauða.
En hún bar sinn kross með
hetjulund.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
JÓHÖNNU ODOSDÓTTUR
Oddný Hólm
og d»tur.
Til eru menn gæddir einhverjum
þeim eiginleikum er gera þá
ógleymanlega öllum sem af þeim
hafa nokkur kynni. Þeir sem eru
og til, en færri miklu, sem bregða
svo sterkum svip yfir heimkynni
sín að þeir verða nánast hluti af
þeim í ímynd vorri. Enn eru þeir
menn til, en langfæstir, sem búa
yfir slíku andlegu þreki og þeim
persónutöfrum að eftir kynni við
þá verður maður aldrei samur.
Allt þetta var séra Sigurður Ó.
Lárusson, fyrrum prófastur Snæ-
fellinga, og miklu fleira þó. í
hugarheimi hans var svo hátt til
lofts og vítt til veggja að jafnvel
andstæður hljómuðu saman. Hann
var manna miskunnsamastur en
gat þó verið harðskeyttur. Hann
var manna sannmenntaðastur og
því hógvær, alþýðlegur og umburð-
arlyndur. Hann var manna vitr-
astur en þó barnslega einlægur.
Við ævilok er honum þökkuð
leiðsögnin, traust og markvís,
vináttan, heil og hlý, hjartalagið,
„sanna og góða“.
Ólafur Haukur Árnason
Nú þegar ég í fáum orðum kveð
fyrrverandi sóknarprest minn,
séra Sigurð Ó. Lárusson, koma
margar myndir og minningar
fram í hugann. Hann vardhér
sóknarprestur nærri hálfa öld,
litríkur og aðsópsmikill hvort sem
hann var á heimili sínu, götunni
eða í ræðustól. Það stóð af honum
gustur geðs og einnig sú hjarta-
hlýja sem samferðamanni yljar
lengi. Til embættisverka var aldrei
kastað til höndum. Þau voru leyst
á þeim tímum sem ákveðnir voru
og heill og óskiptur stóð hann í
þeim, hvort sem gleðin eða sorgin
voru á ferð. Kenning hans var
hrein og bein. Það var enginn
vandi að skilja hann og köllun
sinni var hann trúr eins og séra
Árni myndi hafa orðað það. Ég
minnist þess ekki að hann hafi
þurft að tala í tómri kirkju allan
þennan tíma, og það vissu allir að
orð hans voru frá uppsprettu góðs
og viðkvæms hjarta. Sr. Sigurður
var mikill skapmaður, það fór ekki
framhjá neinum. Gat orðið eins og
gosbrunnur, en það stóð skamma
hríð, á eftir kom hlýtt bros og mild
hönd og allt varð hreint og tært.
Heima fyrir var sr. Sigurður
hinn víðlesni maður sem miðlaði
af fróðleik sínum og sóttu margir
á hans fund og auðguðust. Hjálp-
samur þegar þess var þörf. Eru því
margar ljúfar minningar tengdar
hans heimili og konu hans, frú
Ingigerðar Ágústsdóttur.
Það fundu menn hvað best er
hann hvarf til Reykjavíkur að
loknu prestsstarfi hér að mikið
hafði Hólmurinn misst og hans
var því einlæglega saknað.
Ég heimsótti hann oft eftir að
hann fluttist suður og seinast á
þessu ári þar sem hann dvaldi á
Elliheimilinu Grund. Við rifjuðum
margt upp og alltaf fann ég betur
Framhald á bls. 19
Hún átti líka góða daga og þá
fór ekki hjá því að við hin fengjum
hlutdeild í gleði hennar. Henni
verður seint fullþakkað allt það
góða sem hún gerði öðrum.
Börnunum hennar votta ég mína
dýpstu samúð og ég óska elsku-
legri föðursystur minni góðrar
heimkomu og gleðiríks ástvina-
fundar.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Bergþóra