Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 23

Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 23 Sverrir Sigurðs- son — Minning Fæddur 24. júli 1899 Dáinn 28. mars 1978 Sverrir Sigurðsson fæddist þann 24. júlí árið 1899. Heimabyggð hans var Miklaholtshreppur þar sem faðir hans, Sigurður Guð- mundsson, var bóndi, en móðir Sverris var Þuríður Þórðardóttir. Sverrir tók snemma til hendinni. Aðeins 16 ára gamall hóf hann sjómennsku á Suðurnesjum og reri úr Garðinum. Þá var hér næg atvinna og hingað leituðu margir, þegar lífsbjörgin brást í heima- byggð. Um tvítugt flutti Sverrir til Grindavíkur og árið 1923 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðmundu Ólafsdóttur, sem er ættuð úr Grindavík. Þar hafa þau hjónin búið mest alla sína búskapartíð, en einnig skamma hríð á Akranesi og í Hafnarfirði. í Grindavík byggði Sverrir húsið Brimnes, sem nú nefnist Víkur- braut 15. Þar bjó hann ásamt konu sinni meðan heilsan leyfði. Brimnes þótti myndarlegt átak á sínum tíma og lýsir vel atorku Sverris. í Grindavík tók Sverrir brátt til við útgerð. Fyrst í stað með mági sínum Gunnari Ólafssyni skip- Minning: stjóra frá Hæðarenda, og síðan með svila sínum Jóni Péturssyni, skipstjóra frá Blómsturvöllum. Fljótlega eftir stríð fór hann í útgerð með Sigurði Magnússyni skipstjóra og Kristni Olafssyni vélstjóra, um nokkurra ára skeið, er þeir keyptu hið aflasæla skip m/b Hrafn Sveinbjarnarson sem var 20 tonna tréskip, og vissu menn á staðnum vart hvað ætti að gera við svo stórt skip til Grinda- víkur. Loks rak hann söltunarstöð ásamt Magnúsi syni sínum á árunum 1955—1966. Athafnaþrá hans bar vitni um lífskraft og gildismat sem inni fyrir bjó. Vinnan var honum annað og meira en að afla sér lífsviðurværis, hún gaf lífinu gildi og án vinnunn- ar var eins og lífið hefði glatað fyllingu sinni. Guðmunda og Sverrir eignuðust fimm börn, Sigurberg og Ernu, sem eru búsett í Keflavík og Ólaf og Magnús Þór, sem eru búsettir í Grindavík og loks Þorberg, sem ekki hefur verið heill heilsu. Allt dugmikið fólk sem þegar hefur skilað drjúgu ævistarfi. Guðmunda átti eina dóttur fyrir, Ólafíu Kristínu, sem nú er látin, en henni reyndist Sverrir sem besti faðir. Með Sverri er góður maður genginn og það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvern hug fjölskyldan bar til hans. Víst er um að minning Sverris mun lifa áfram meðal ástvina og þeirra sem þekktu hann. Síðustu æviárin var hann ekki heill heilsu og um 1970 hætti hann störfum vegna veikinda. Upp úr því naut hann umönnunar á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar og nú seinast var hann á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði. Magnús Sverrisson Helgi Stefánsson Hofnesi, Fæddur 13. nóvember 1920 Dáinn 1. júlí 1978 Dáinn horfinn — harmafregn. Undarlega bitur er sú tómleika- kennd, sem grípur mann þegar góðir vinir kveðja skyndilega og óvænt. Þegar Helgi Stefánsson dó kom hryggðin í heimsókn til margra og að þeim setti söknuð, sem mun vara lengi. Þar er á bak að sjá manni, er treysta mátti fullkomlega til velvilja og drengilegrar framkomu við alla þá, sem hann umgekkst. Hugsunarháttur Helga og óser- hlífni, við að láta gott af sér leiða — óumbeðinn — var með eindæm- um. Við minnumst fyrri tíða. Við munum hann vel er við komum hingað í sveitipa öllum ókunnug fyrir 25 árum — hve hann tók okkur strax hlýlega og af innileik, hann varð strax sannur vinur og þar á hefur aldrei fallið skuggi, hann var ávallt aufúsugestur á okkar heimili og eins fannst að velkominn var maður á hans heimili. Man ég hann í smalamennskum á haustin, fullan af áhuga og hjálpsemi, stundum dag eftir dag, ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd. Aldrei var hugsað um hvort borgun fengist fyrir fullan vinnu- dag, og þó að hann væri ekki að smala saman sínu eigin fé var áhuginn fyrir því að allt kæmist til skila eins og um hans eigið fé væri að ræða. Man ég hann vel í fjöruferðum á vetrum og ekki síður í selveiðum á vorin, en síðustu fjöruferðina fórum við saman um mánaðamót- in maí og júní. Hann kallaði það að fara í sumarfrí, þegar fjöru- ferðir — þó erfiðar væru, svo mikil var gleðin, sem fylgdi starfinu. En bezt man ég hann í smalamennsku Orœfum í skörðunum austan haustið 1976 er við urðum dægurþrota og urðum að láta fyrirberast alla nóttina standandi á Skaftafells- jökli í roki og rigningu, ég man orð hans er hann sagði: „Við deyjum ekki hér Jakob." Við söknum hans sárt og hann er þess virði að hans sé saknað, en hvað er söknuður okkar hjá heimilisfólksins á Hofsnesi, sem hefur misst svo mikið — máttar- stólpa heimilisins? Þegar við í hugum okkar virðum fyrir okkur líf og ævistarf Helga Stefánssonar koma þessi orð heilagrar ritningar upp í huga okkar: „Mennirnir dæma um útlit og vöxt, en drottinn lítur á hjartað." Með þá fullvissu kveðjum við kæran vin. Aldrei skal deyja dómur of dauðan hvern og vel er, þegar dómurinn er á þessa leið: Deyr fé deyja frænrlur deyr sj&lfr et sama en orðstírr deyr aldrÍKÍ hveim es sér góðan xetr. Guðveig og Jakob Skaftafelli. LANDSMÓT HESTAMANNA SKÓGARHÓLUM: í dag veröa kynbótahrossin, unglingakeppni 10—12 ára, undanrásir kappreiöa o.fl. I kvöld kl. 21 hefst kvöldvaka. Þar munu hornaflokkar leika. Einsöngur og kórsöngur, leikþáttur, sýning barna og unglinga á hestum o.fl. Hittumst á Skógarhólum. Þá er platan sem allir hafa beöiö eftir komin 10 frábær lög, þar á meöal hiö geypivinsæla RIVERS OF BABYLON. Suðurlandsbraut 8 Laugavegur 24 Sími 84670. Sími 18670 Vesturver Sími 12110.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.