Morgunblaðið - 14.07.1978, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978
GRANI göslari
Ilcyrðu pabbi, það er trans-
isturta-kið mitt sem þú ert að
reyna að raka þi(? með!
Sem sálfra'ðingur hef ég engin
vandamál við að glíma, meðan
aðrir efea það!
V ellíðan og
stjórnmál
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í da»í líeta lesendur spreytt sík
á viðfanK-sefni í vörn oj; hafa sér
til leiðbeiningar þá fullyrðinjju.
að nákva-m talninK slaga ok
skiptinK litanna leysi vandann.
Gjafari suður. austur — vestur
á hættu.
Norður
S. Á862
II. G6
T. 54
L. Á9864
Austur
S. DG1054
II. D972
T. 72
L. 103
Vestur spilar út laufkóng gegn
fjórum hjörtum eftir þessar
sagnir.
Vestur Norður Austur Suður
1 II
pass i S pass 2 T
pass 2 II pass 4 II
Lesendur hafa hönd austurs en
sagnhafi tekur fyrsta slagrnn í
borði með ás. Síðan tígulás og
kóng og trompar þriðja tígul með
sexu. Vestur lét sjöu, níu og gosa
og lesendur fá siaginn á hjartasjö.
Hvað nú?
Sagnhafi virðist hafa átt fimm
spil í báðum rauðu litunum og
vestur tíguldrottningu. Svörtu
ásarnir í borðinu sjá um tvö af
þrem svörtum spilum sagnhafa og
því aðeins einn slag þar að fá. Þarf
því að fá slag á tíguldrottningu
auk annars trompslags. Og ekki
nægir að trompa yfir borðið aftur
því þá verða tveir slagir að einum.
Við spilum þess vegna trompi.
Norður S. Á862
II. G6 T. 54 L. Á9864
Veslur Austur
S. K93 S. DG1054
II. 104 H. D972
T. DG93 T. 72
I.. KDG7 Suður S. 7 H. ÁK853 T. ÁK1086 L. 52 L. 103
En ekki látum við það henda
okkur að spila lágu trompi. Þá
hleypir sagnhafi á gosann og við
missum trompslaginn. Nei, við
spilum drottningunni og hann
ræður ekki við okkur.
Þú getur sleppt núna, það er stúlka að koma!
„í dálkum Velvakanda 11. júlí
birtist bréf um sjúkt fólk, svo-
nefnda afbrotamenn, og sjúka
blaðamennsku, sem gerir sér ólán
þessara manna að atvinnu sinni
með því að blása upp fréttir af
ógæfu þeirra í söluskyni. Öll
greinin finnst mér athyglisverð og
hverju orði sannari og langar mig
að leggja nokkur orð í belg.
Bréfritari nefnir að íslendingar
séu mörgum árum á eftir þeim
þjóðum, sem lengst séu komnar í
meðferð og málefnum afbrota-
manna. Flest eru afbrotin framin
undir áhrifum vímugjafa, sem nú
eru orðnir nokkuð margir, löglegir
eða ólöglegir, eða vegna einhvers
konar vanlíðunar sem menn kunna
ekki ætíð skil á.
Ef mönnum líður illa af ein-
hverjum orsökum í þjóðfélagi
okkar er meiri hætta á að leitað
sé á náðir vímugjafa eða á vit öfga
í trúmálum eða stjórnmálum til að
dreifa og deyfa hugarástandið.
Menn eru ávallt að leita að
vellíðan hugar og líkama og fara
ýmsar leiðir, en flestir eru ánægð-
ir ef þeir fá notið sín og takast
hæfilega á við lífið.
Á síðustu tveimur árum hafa
nýir straumar þekkingar og upp-
lýsinga komið frá Norð-
ur-Ameríku varðandi endurþjálf-
un þeirra sem leitað hafa óhóflega
á náðir Bakkusar. Hefur orðið
verulegur árangur og menn tala
um undur og vakningu sem orðið
hefur á fræðslu um áfengi og
vímugjafa. Sú var tíðin að ný
menntun og fræðsla var að mestu
sótt til Dana og nágranna þeirra.
Þá var og algengt að sjá drukkna
menn setja svip á miðbæinn í
Reykjavík á daginn. Sjón sem
hefur farið verulega minnkandi að
undanförnu. Aftur á móti er
áberandi í dag hve vímufólk í
miðbæ Kaupmannahafnar er
hrópandi dæmi um vanlíðan. Það
er eins og Danir séu að komast á
sama stig í þessum efnum og ríkti
hér fyrir nokkrum árum. Eftir
sem áður eiga Danir sína
Kristíaníu og Islendingar fyrir-
bæri eins og Læragjá að nætur-
þeli.
Nýlega fóru Danir að nema Dale
Carnegie fræði af íslendingum.
Námskeið eru haldin m.a. í ræðu-
IÆ f llÁ|f AfHhAK Framhaldssaga eftir Mariu Lang
| wj ■ I II lf III wj I Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzka
13
Persónur sögunnar>
Fimm af yngri kynslóðinni,
þar af einn morðingi og annar
verður fórnarlamb morðingj-
ansi
Judith Jernfelt
Matti Sandor
Klemens Klemensson
BKO Roland Norell
Nanna-Kasja Ivarsen
og tvær miðaldra fraukar sem
eru mikilvæg vitnii
Helena Wijk
Lisa Billkvist
og læknir og yfirlögreglu-
þjónn sem hafa ólíkar skoðan-
ir á morðmálinui
Daniel Severin
Leo Berggren
ásamt með lögregiuforingjan-
um sem dregst inn í málið í
nokkur dægur áður en glæpur-
inn fyrnisti
Christer Wijk.
— Ég hef fengið algera
söfnunardellu á scinni árum. í
hvert skipti sem við komum í
höfn fer ég að leita að líkjör-
merkjum sem ég á ekki fyrir.
— Safnarðu bara líkjör?
Ekki koníaki eða rommi eða
einhverju svoleiðis?
— Einhvers staðar verður
maður að setja mörkin. Og
líkjörflöskurnar eru skcmmti-
legastar. Oft sniðugar í laginu
og mikil litadýrð.
En nú hafði Lisa Bilikvist
dregið skóna á fætur sér og var
ferðbúin og Ilelenu gafst ekki
tóm til þess að skoða pínuflösk-
urnar nánar.
Skömmu síðar sat hún í
næstu íbúð sem var um flest
ólik íbúð vinkonu hennar og
umfram allt vantaði þann
heimilislega þokka sem hvíldi
yfir öllu sem Lisa kom nálægt.
Þær sátu þarna og snæddu
eggjaköku og lifur. Eggjakak-
an var bragðgóð og hafði
matseldin á allan hátt tekizt
hið bezta — enda var hún
dugleg við margt hún Nanna
Kasja. Hún var liðlega þrítug
og hin mesta prýðishúsmóðir.
Hún var í svörtum kjól og
liturinn undirstrikaði Ijóst
hárið og heilbrigðan hörunds-
litinn. Ivarsen sölustjóri, sem
var hclmingi eldri en eiginkon-
an. hafði verið lukkunnar
pamfill þegar hún snerist til
fylgilags við hann.
Enda þótt hún talaði óneitan-
lega eins og hún fengi borgað
fyrir það. Sérstaklcga þegar
hún var óstyrk — og það var
hún sýnilega þetta sunnudags-
kvöld — því að hún talaði án
afláts. samhengis- og meining-
arlaust um allt mögulegt sem
ekkcrt kom gestum hennar við.
Hún talaði um heilsulausa
móður sína og þrcytandi öku-
ferðir með rútubílum til Halle-
fors að heimsækja hana.
Og allar æfingarnar sem
kirkjukórinn hafði haldið f
tilefni af andláti hans hátign
ar.
Um Zacharías gamla Ivarsen
sem hafði dregið fána Móbakka
í hálfa stöng og hafði síðan
gengið inn. lagzt upp í rúm og
fengið hjartaslag alcinn og
yfirgefinn.
Um jarðarför sem ekki var
ha'gt að skipulcggja fyrr en
Ivar kæmi heim frá París og
tæki ákvörðun um hvað ætti að
eyða miklu í útförina og hvað
a-tti að standa í dánartilkynn-
ingunni.
Hvort hún ætti að setja slör
á sorgarhattinn eða ekki. Og
hvar hún ætti að kaupa hattinn
— í hattabúð Ainu Löfgrens
eða hjá Ek eða kannski bara
hjá Thela Blohm?
— Það er hún sem saumaði
flauelshattinn fyrir þig, Ile-
lena. Hann er svo afskaplega
smekklegur og þú ert ánægð
með hann...
Jú. frú Wijk viðurkenndi að
svo væri sannarlega. Svo upp-
götvaði hún allt í einu að hún
hafði ekki heyrt nema öriftið
brot af allri romsunni í Nönnu
Kösju og að tíminn hafði flogið
áfram og nú var tími til að
fara. Hún reis upp og ætlaði
fram á snyrtiherbergið. en nam