Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
3
i
i
Ljósm.i Sv.P.
Loðnuskipið Súlan EA kom til Akureyrar í fyrrakvöld, en sem kunnugt er skemmdist skipið mikið
þegar Arnarnes HF rakst á það á loðnumiðunum norður af landinu á mánudagsnótt. Starfsmenn
Slippstöðvarinnar h.f. á Akureyri unnu að viðgerð á Súlunni í gær og var aðeins um
bráðabirgðaviðgerð að ræða. Átti þessari viðgerð að ljúka í gærkvöldi, en þá átti Súlan að fara til
losunar á 560 tonna afla, sem skipið var með og si'ðan átti að halda á ný á loðnumiðin. Fullnaðarviðgerð
á skipinu fer fram síðar.
Bráðabirgðalög um
ráðstöfun gengis-
munar sett i gær
RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út
bráðabirgðalög um ráðstafanir
vegna ákvörðunar Seðlabanka
íslands um breytingu á gengi
íslenzkrar krónu. Mun gengis-
skráning hefjast að nýju f dag og
verður þá erlendur gjaldeyrir að
jafnaði 17,6% hærri en síðast
þegar gengisskráning fór fram.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið fékk í gær, voru
líkur á að ferðamannagjaldeyris-
skammtur yrði tvöfaldaður, en
hann seldur með 10% álagi á
venjulega gengisskráningu.
I annarri grein bráðabirgðalag-
anna segir að gengismun vegna
sölu sjávarafurða skuli varið
þannig að hann verði færður á
sérstakan reikning í nafni ríkis-
sjóðs í Seðlabankanum og skuli
ráðstafa því fé í þágu sjávarút-
vegs. Skipting fjárins, eftir að
verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs
hefur verið endurgreitt það, sem
hann hafði greitt vegna viðmiðun-
arverðs, að 50% af því sem kemur
í gengismunarsjóð af andvirði
frystra sjávarafurða, saltfisks,
verkaðs, óverkaðs og flaka, skreið-
ar, fiskmjöls, loðnumjöls og loðnu-
lýsis skal renna til viðkomandi
deilda Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn-
aðarins, en andvirði saltsíldar skal
verða stofnfé deildar fyrir saltsíld.
Ofangreint er nefnt í sérstökum
lið í lögunum, sem merktur er með
bókstafnum A.
í B-lið greinarinnar, sem um
þetta fjallar, segir síðan: „50% af
því, sem kemur í gengismunarsjóð
af andvirði þeirra afurða, sem
taldar eru undir A-lið þessarar
greinar svo og öllu því, sem kemur
af andvirði annarra sjávarafurða
skal varið a) 50% til að greiða
fyrir hagræðingu í fiskiðnaði og b)
50% til að létta stofnfjárkostnað-
arbyrði eigenda fiskiskipa, sem
orðið hafa fyrir gengistapi vegna
erlendra og gengistryggðra skulda,
og að hluta til að auðvelda
útvegsmönnum að hætta rekstri
úreltra fiskiskipa, hvort tveggja
eftir þeim reglum og með skilyrð-
um sem ríkisstjórnin setur.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu fyrir nokkrum
dögum er gengismunurinn vegna
sölu sjávarafurða á bilinu U/2 til
5 milljarðar króna.
i
i
Mótmælum forseta
borgarstjórn-
ar vísaðábug
SIGURJÓN Pétursson, forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur,
hefur í samtali við dagblaðið
Vísi og í Þjóðviljanum í gær
haldið því fram að frásögn
Morgunblaðsins af launakröf-
um hans sem forseta borgar
stjórnar og af skrifstofuað-
stöðu fyrir hann á borgarskrif-
stofunum, sé uppspuni frá
rótum.
Fljótlega eftir að meirihluti
vinstri flokkanna í borgarstjórn
var myndaður fór Sigurjón
Pétursson að ræða um það, að
hann þyrfti að fá hærri laun og
starfsaðstöðu á borgarskrifstof-
unum vegna aukinna starfa.
Björgvin Guðmundsson og
Kristján Benediktsson munu
hafa komið í veg fyrir að
Sigurjón fengi einkaskrifstofu
til afnota og frekari umræður
um launakjör forseta borgar-
stjórnar hafa ekki komizt á
dagskrá. Frétt Morgunblaðsins
á sunnucjag er þvi rétt og
mótmælum forseta borgar-
stjórnar vísað á bug. Þá skal
þess getið að í viðtali .Sigurjóns
Péturssonar. við dagblaðið Vísi,
sem birtist 21. júlí, segir:
„Hvað snerti forseta borgar-
stjórnar sérstaklega sagði Sig-
urjón að ekki hefði verið afráðið
endanlega, hvernig starfi hans
yrði háttað og hvort hann kæmi
til með að verða launaður
umfram það sem verið hefur.
Forseti borgarstjórnar hefur
haft um 20 þús. krónur á mánuði
umfram laun borgarfulltrúa.
„Það er ljóst, að starfið hefur
aukizt mjög með því fyrirkomu-
lagi, sem haft verður, en sjálfur
er ég nú aðeins í litlu hlutastarfi
hjá Trésmiðafélaginu," sagði
Sigurjón."
Um skrifstofuaðstöðuna í Vís-
issamtalinu segir Sigurjón
Pétursson: „Ég hef ekki farið
dult með, að það væri til mikils
hagræðis ef flokkarnir gætu
fengið einhverja aðstöðu hér á
borgarskrifstofunum. Það yrði
til mikils hagræðis fyrir borgar-
fulltrúa í sambandi við aðgang
að ýmsum skjölum, sem hafa
þarf vi höndina í starfinu,"
sagði Sigurjón. Hins vegar sagði
hann ekkert hafa verið ákveðið
um þessi mál ennþá, en húsnæð-
ismál borgarinnar væru í athug-
un og ekki vitað fyrir víst, hver
þörfin yrði á hverjum stað.“
Vill endurskoða öll
bifreiðafríðindin
„Ég ætla að beita mér fyrir því að
tollfríðindi ráðherra vegna bif-
reiðakaupa verði afnumin,“ sagði
Tómas Árnason fjármálaráð-
herra í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Sagði Tómas að ef sú regla
yrði afnumin, sem nú væri í
íögum varðandi stjórnarráðið,
teldi hann eðlilegt að sama regla
yrði afnumin hvað varðar bif-
reiðakaup bankastjóra, fram-
kvæmdastjóra Framkvæmda-
stofnunar ríkisins og Þjóðhags-
stofnunar.
Hann kvað hlunnindi í tveimur
síðastnefndu stofnununum hafa
verið af % hlutum, en-hann kvað
vandaverk að ákveða þessa hluti.
Menn, sem væru ráðherrar og í
svo þýðingarmiklum störfum sem
þessir menn væru, þyrftu að hafa
einhverja bifreiðaþjónustu. Hins
vegar kvað hann þær reglur, sem
settar hefðu verið um þessi
bifreiðakaup, hafa afskræmzt í
þeirri óðaverðbólgu, sem verið
hefði í þjóðfélaginu undanfarin ár
og því væru nú allir sammála um
að endurskoða ætti þær.
Colgate MFP fluor tannkrem herðir
tennurnar og ver þær skemmdum.
Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið
á markaðnum.
Þúsundir barna um viða veröld hafa um árabil verið
Þáttakendur i vísindalegri Colgate-prófun og hefur hún
ótvírætt sannað að Colgate MFP fluor tann-
krem herðir glerung tannanna við hverja
burstun. þannig að tennurnar verða sifellt
sterkari og skemmast siður.
Þess vegna velja milljónir foreldra um heim
allan Colgate MFP fluor tannkrem handa
börnum sínum.
Ofí
1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn
og herðir hann.
2 Þess vegna verður glerungurinn sterkari.
y^röirinn^
Og börnunum likar bragðiö.
I