Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
17
i stað pess að sauðfé hefur legið við afréttargirðingar er því nú hleypt inn á uppgróin svæði innan afréttargirðinganna. Hér sést er fjárhópur hleypur inn fyrir giröinguna
við Haf.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri;
„Erum í sókn í
baráttunni við
uppblásturinn ”
Mál og myndir: ANDERS HANSEN
Hér á pessu svæði, svo kölluðu Hafi í Þjórsárdal,
var fyrst sáö í örfoka land árið 1973. Þar hefur
sauðfé verið beitt undanfarin ár, og nú eru par
til dæmis milli tvö og prjú púsund fjár á pessu
svæði. Hér skoðar Ólafur Dýrmundsson, land-
nýtingarráðunautur, grassvörðinn, sem viröist
vera orðinn vel péttur.
Talsmenn Landgræðslu ríkisins telja ekki nóg að
friöa örfoka land, gróður nái sér ekki upp meö
pví einu. Því til stuðnings var okkur til dæmis
bent á petta svæði, en pað hefur verið friðað frá
pví árið 1938. Enn er parna gróðurlaust, nema
hvað stöku geldingafífill hefur náö að festa rætur,
eins og sá sem Stefán Sigfússon, landgræðslu-
fulltrúi, bendir hér á.
Islendingar eru í sókn í
viðureigninni við eyðingar- og
uppblástraröflin sem lengi
hafa eytt gróöri landsins og
jafnvel komið heilu sveitunum
í eyði, samkvæmt upplýsingum
er komu meðal annars fram á
fundi sem Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri, efndi til með
blaðamönnum austur í Þjórsár-
dal nú fyrr í vikunni. Sagði
Sveinn, að nú væru græddir
upp rösklega 5000 hektarar
lands á ári, og gerði það mun
meira en að halda í við það sem
fyki upp.
Undanfarin ár hefur Land-
græðsla ríkisins farið út á þá
braut í auknum mæli, að taka til
uppgræðslu örfoka land við
afréttargirðingar, til þess að
létta álagi af afréttarlöndum
síðari hluta sumars og fyrri
hluta hausts. Þá er því fé sem
leitar til byggða og hímir við
afréttargirðingarnar vísað inn á
uppgrædd landsvæði, í stað þess
að setja það í heimahaga eða
láta það léttast og tapa holdum
á því að híma við girðingarnar.
Með þessu vinnst tvennt, að
sögn landgræðslustjóra; grætt
er upp örfoka land, og jafnframt
er beitarálagi létt af gróður-
svæðum afréttarlandanna.
Eitt af þessum svæðum sem á
þennan hátt hafa verið grædd
upp á undanförnum árum er
svokallað Haf í Þjórsárdal,
norðan Búrfells. Þar var byrjað
að sá í örfoka land árið 1973, og
síðastliðin þrjú ár hefur fé svo
verið beitt á landið. Nú eru þar
á milli tvö og þrjú þúsund fjár,
sem telja má víst að væri á
þröngum afréttarlöndum rétt
ofan afréttargirðinganna í
Gnúpverjahreppi. Hefur þessi
uppgræðsla verið gerð með
náinni samvinnu bænda í Gnúp-
verjahreppi og Landgræðslunn-
ar.
Svipaðar framkvæmdir hafa
verið í gangi hjá flestum sveit-
arfélögum á Suðurlandi, en
sveitarfélögin hafa kostað helm-
ing framkvæmdanna, en Land-
græðslan hefur fengið fjármagn
til að standa straum af kostnað-
arhliðinni sem að þeim snýr
með framlögum úr „þjóðargjöf-
inni“, en 15% hennar áttu að
renna til sérstakra landgræðslu-
aðgerða í þessum dúr sem
framkvæmdar yrðu í samráði
við bændur.
Uppgræðsla af þessu. tagi
hefur farið fram víða um land
undanfarin ár, aðallega á Suður-
landi, og einnig í Bárðardal og
víðar í Suður-Þing.
Sem fyrr segir eru einkum
tekin fyrir landsvæði á mörkum
byggða og afréttar, í flestum
tilvikum samfelld ógróin svæði.
Yfirleitt eru þessi svæði ekki
afgrit, heldur er sáð og borið á
ógirt afréttarsvæði. Sums stað-
ar háttar þó þannig til, að
uppgræðslusvæðin eru afgirt frá
náttúrunnar hendi, eins og er á
„Hafi“. Þar er hið uppgrædda
svæði umlukið af Þjórsá, skóg-
ræktargirðingu og afréttargirð-
ingu. Þar var sauðfé því ekki
hleypt inn á svæðið fyrr en
nokkru eftir að uppgræðslan
hófst. En ástæða þess, að
yfirleitt er ekki farið út í að
græða þessi svæði upp innan
verndargirðinga, er fyrst og
fremst sú, að gífurlega kostnað-
arsamt er að koma upp girðing-
um á afréttarlöndum, og þá ekki
síður kostnaðarsamt að halda
þeim við. Láta mun nærri að
einn km af girðingu á afréttar-
svæði kosti um eina milljón
króna, að sögn Sveins Runólfs-
sonar, landgræðslustjóra.
Túnvingull og vallarsveifgras
af dönsku og kanadísku bergi
brotin eru þau grös sem mest
eru notuð í þessari uppgræðslu,
og hafa þau gefist vel, að sögn
landgræðslumanna. Eru þessar
tegundir einkum mikilvægar
þegar verið er að taka ný örfoka
landsvæði til ræktunar, þó síðar
geti annar gróður komið í
kjölfarið. Þessar erlendu teg-
undir virðast þurfa nokkra
áburðargjöf, en láta undan síga
ef áburðardreifingu er hætt. Má
raunar greiuiiega sjá það á
hinum uppgræddu landsvæðum,
hvar áburði hefur verið dreift í
ár, og undanfarin ár, og hvaða
svæði hafa ekki fengið neinn
áburð. Grasið er grænna og
gróskumeira eftir áburðargjöf.
A fyrsta ári án hennar verður
gróðurinn svo hvítieitari, og líði
lengri tími er áberandi hve súra
fer að koma upp, og kenna
landgræðslumenn fosfórskorti
þar um.
Sem fyrr segir eru það all-
mörg svæði sem grædd hafa
verið upp á liðnum árum, á
svipaðan hátt og gert er á
afréttarlöndum Gnúpverja.
Hefur verið unnið við upp-
græðslu flestra þessara svæða
undanfarin ár, og búist við því
að svo verði áfram.
Hin helstu þessara svæða eru:
Landsvæði vestur af Sandskeiði,
um 55 til 60 ha að stærð. Þetta
svæði er ekki afgirt, heldur er
áburði og fræi dreift á afréttinn.
Þessar framkvæmdir eru kost-
aðar af fjáreigendum r Reykja-
vík og Kópavogi, og bæjar-
stjórnum á sömu stöðum, á móti
Landgræðslunni.
Þá má nefna svæði á Biskups-
tungnaafrétti, sem er um 300 ha
að stærð, en þar var græðsla
hafin árið 1971.
Eitt svæðið er norður af
Gullfossi, við Hvítá í Hruna-
mannahreppi, og annað er á
Flóa- og Skeiðamannaafrétti, en
á því síðarnefnda er dreift
áburði á um 120 ha árlega.
Þá má nefna svæði. á Holta-
mannnaafrétti, á Landmannaaf-
rétti, Rangárvallaafrétti, og á
Markarfljótsaurum í Fljótshlíð-
arhreppi, og á afrétti Skaftár-
tungnamanna.
Fyrir norðan má svo nefna
svæði þar sem borið hefur verið
á algróið land, svo sem í
Skútustaðahreppi, Tjörnes-
hreppi, Aðaldælahreppi og
Reykjahreppi.
Varðandi þá gagnrýni sem
fram hefur komið á áburðar-
dreifingu á algróið land, þá
sögðu langræðslumenn, að
vissulega breyttist gróðurinn
við það, en þeir teldu þó
tvímælalaust að þar væri verið
að bæta landið. — Þau svæði
væru svo einnig til, þar sem ekki
ætti að dreifa áburði, svo sem á
kjarrlendi. Þar ætti það ekki
við.
Að lokum sögðu þeir land-
græðslumenn, að ofbeit væri
ekki mjög alvarlegt vandamál
hér á landi, þó vissulega væri
hún fyrir hendi á nokkrum
svæðum. Það færi einnig eftir
árferði hverju sinni hvort um
ofbeit væri að ræða, og einnig
ættu menn að taka meira mið af
skemmdum af völdum eldgosa
og öskufalls hér á landi þegar
rætt væri um uppblástur og
landeyðingu, en gert hefur verið.
Núverandi framkvæmdir við
uppgræðslu lands til beitar
væru ekki til þess gerðar, að
unnt yrði að fjölga sauðfé,
heldur til þess að létta álagi á
afréttarlöndum, og gefa bænd-
um kóst á því að hafa féð lengur
á beit á haustin en annars væri
unnt. — AII
Þeir sýndu blaðamönnum landgræösluna í Gnúpverjahreppi: Taliö frá vinstri: Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri, Hjalti Gestsson, ráðunautur, Stefán Sigfússon, landgræðslufulltrúi, Ólafur
Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur, og Sveinn Eiríksson, bóndi í Steinsholti.
Arlega er grætt upp meira land en blæs upp