Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
19
Aðeins tvö met á
unglingamóti FRÍ
UNGLINGAKEPPNI FRÍ fór fram á Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Keppt var í þremur
aldursflokkum stráka og þremur aldursflokkum stúikna. Besta afrekið má segja að Þorsteinn
Þórsson hafi unnið, er hann setti nýtt íslenskt drengjamet í stangarstökki, 3,90 metra. Var það einnig
metjöfnun í unglingaflokki. Sigríður Kjartansdóttir komst einnig á metaskrána í 100 metra hlaupi
stúlkna hún hljóp á 12,1 sek. Önnur úrslit urður þessii
400 m hiaup stúlkna ok meyja.
SÍKríöur Kjartansdóttir KA 57.5 sek.
1500 m hlaup stúlkna og meyjai
Sigurborg Karlsdóttir UMSE 5«03,3 m
Hástökk stúlkna og meyja«
íris Grönfelt UMSB 32,76 m
100 m grind stúlkna og meyjai
bórdís Gísladóttir ÍR 15,4 sek.
800 m hlaup stúlkna og meyja.
Sigurbors Karlsdóttir UMSE 2.22,4 m
Langstökk stúlkna og meyja.
Ásta B. GunnlauKsdóttir UBK 5,37 m
Kúluvarp stúlkna og meyja.
íris Grönfeldt UMSB 9,92 m
Spjótkast stúlkna og meyja.
íris Grönfeldt UMSB 34,24 m
200 m hlaup stúlkna og meyja.
SÍRrídur Kjartansdóttir KA 26,2 sek.
100 m hlaup tclpna. Rut Ólafsdóttir FH 12,7 sek.
400 m hlaup telpna. Rut Ólafsdóttir FH 60,3 sk.
Hástökk telpna. Bryndís Hóim ÍR 1,50 m
Kringlukast telpna. Hanna Lára Hauksdóttir 22,72 m
200 m hlaup telpna. Aðalheiður Ásmundsdóttir ÍR 27,4 sek.
800 m hlaup telpna. Thelma Björnsdóttir UBK 2.22,3 mín.
LanKstökk telpna. Bryndís Hólm ÍR 5,11 m
Kúluvarp telpna. Fjóla Lýðsdóttir HSS 7,92 m
Spjótkast telpna. Birgitta Gudjónsdóttir HSK 29,74 m
100 m hlaup drengja. borsteinn Þórsson UMSS 11,8 sek.
400 m hlaup drengja. Þorsteinn Þórsson UMSS 55,1 sek.
1500 m hlaup drengja. Magnús Haraldsson FH 4.28,4 mfn.
Langstökk drcnKja. Kári Jónsson HSK 6,28 m
Stangarstökk drengja. Þorsteinn Þórsson UMSS 3,90 m
Kúluvarp drenKja. Óskar Reykdalsson HSK 15,81 m
Spjótkast drengja. Einar Vilhjáimsson UMSB 64,40 m
200 m hlaup drengja. Guðmundur Nikulásson HSK 24,3 sek.
800 m hlaup drengja. Lúðvík Björgvinsson UBK 2.07,3 mfn.
110 m ^rind drengja. Þorsteinn Þórsson UMSS 15,9 sek.
Hástökk drengja. Þorsteinn G. Aðalsteinsson FII 1,89 m
Þrfstökk drengja. Kári Jónsson HSK 13,51 m
KringlukastdrenKja. Vésteinn Hafsteinsson HSK 48,30 m
Sleggjukast drengja. óskar Reykdalsson HSK 27,04 m
100 m hlaup sveina. Guðni Tómasson Árm. 11,5 sek.
400 m hlaup sveina. Guðni Sijíurjónsson UBK 56,7 sek.
1500 m hlaup sveina. Jóhann Sveinsson UBK 4.27,5 mín.
Langstökk sveina. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 6,49 m
Kúluvarp sveina.
Sigurður Einarsson HSK 14,72 m
Spjótkast sveina.
Sigurður Einarsson HSK 53,29 mr
200 m hlaup sveina.
Guðni Tómasson Árm. 24,0 sek.
800 m hlaup sveina.
Jóhann Sveinsson UBK 2.09,6 mín.
100 m grind sveina.
Stefán Þ. Stefánsson ÍR 15.1 sek.
Hástökk sveina.
Stefán Þ. Stefánsson ÍR 1,89 m
Þrístökk sveina.
Stefán Þ. Stefánsson ÍR 11,93 m
Kringlukast sveina.
Magnús óttarsson UMSB 30,56 m
100 m hlaup pilta.
Sigsteinn Sigurðsson UDN 12,2 sek.
400 m hlaup pilta.
Sigsteinn Sigurðsson UDN 59,1 sek.
- Langstökk pilta.
Jón B. ólafsson HSK 5,83 m
Kúluvarp pilta.
Guðmundur Karlsson FH 13,41 m
Spjótkast pilta.
Guðmundur Karlsson FH 49,30 m
200 m hlaup pilta.
Hafliði Maggason L 29.0 sek.
800 m hlaup pilta.
Hafsteinn Þórisson UMSB 2.22,8 mín.
100 m grind pilta.
Ilafliði Maggason L 16,9 sek.
Hástökk pilta.
Hafliði Maggason L 1,60 m
Kringlukast pilta.
Guðmundur Karlsson FH 41,14 m
Kristján
Völsungur
til Belgíu
KRISTJÁN Olgeirsson
frá Húsavík og fyrrum
fyrirliði unglingalands-
liðsins heldur til Belgíu í
byrjun næsta mánaðar.
Þar verður hann hjá
stórliðinu Antwerpen í
a.m.k. einn mánuð tii
æfinga og reynslu. Ef
forystumönnum belgíska
félagsins líst á Kristján
skrifar hann væntanlega
undir samning við
félagið. Harry Game,
þjálfari Völsungs í
sumar, var á sínum tíma
þjálfari hjá Antwerpen
og gerði þar góða hluti á
árunum frá 1955 til 1963
þó svo að hann státi ekki
af miklum sigrum með
Völsungi í sumar. BA/-áij
0 íþró ii iií a
Sjá einnig bls. 30-31
„Hver er taugaveiklaður?"
Athugasemd frá Sigurði Haraldssyni
vegna ummæla landsliðsþjálfarans
SIGURÐUR Haraldsson,
markvörður Valsliðsins í
knattspyrnu, kom að máli við
Morgunblaðið í gær og bað
fyrir eftirfarandi athugasemd.
Er hún til orðin vegna um-
mæla landsliðsþjálfarans
Youri Ilytchev, sem birt voru
í Morgunblaðinu í gær.
Athugasemd Sigurðar fer hér
á eftiri
„Vegna ummæla landsliðs-
þjálfarans Youri Ilytchev, sem
birtust í Morgunblaðinu í gær,
um ástæðuna fyrir því að ég
væri ekki valinn í laridsliðshóp-
inn vil ég koma eftirfarandi
athugasemd á framfæri:
Þegar menn hafa nefnt það
við mig, að ég væri líklegur til
að hljóta landsliðssæti, hef ég
alltaf getað sagt með vissu, að
það væri ekki nokkur möguleiki
að hr. Youri veldi mig í
landsliðshópinn.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
við erum persónulegir óvinir í
þess orðs fyllstu merkingu.
Ástæðurnar fyrir óvinskap
okkar eru þær, að hr. Youri
hefur alla tíð verið hinn mesti
„kafbátur" í öllum samskiptum
sínum við suma leikmenn
þeirra liða, sem hann þjálfar,
og eins og hann sagði höfum við
þekkst vel frá 1973 og hef ég
margoft sagt honum, að mér
líki ekki þess konar framkoma.
í fyrra, þegar ég lék með IBV,
sauð upp úr í samskiptum
okkar Youri með atviki, sem ég
vil ekki gera að blaðamáli.
En ég þekki hr. Youri það vel
eftir 5 ára kynni, að það er
honum lífsins ómögulegt að
velja mig í sitt lið og sú ástæða,
sem hann gefur upp við spurn-
ingu blaðamanns, lýsir honum
vel þar sem hann reynir að
réttlæta ákvörðun sína með
taugaveiklun minni. En það get
ég sagt, að þegar ég lék undir
stjórn hr. Youri hafði hann
sérstakt lag á að gera leikmenn
sína taugaveiklaða og gilti það
jafnt um* mig sem aðra leik-
menn Vals. Nú hef ég ekki
leikið undir stjórn hr. Youri
síðan 1974 og náð mér af allri
taugaveiklun sem einkenndi
leik reynslulausra manna, sem
eiga yfir höfði sér skammir
skapheits þjálfara.
En það sem mér finnst
alvarlegast við ummæli hr
Youri er, að sú tilraun hans til
að réttlæta ákvarðanir sínar
um að velja mig ekki í lands-
liðshópinn, sem sé að ég sé
taugaveiklaður og eigi þar ekki
heima, minnir mig helzt á
„ofsóknaraðferðir" Kreml-
höfðingjanna (æðstu yfir-
boðara hr. Youri) gegn óvinin-
um.
Sigurður Haraldsson.“
rsIinw^^fBTSnd
-áð vinna. Youri var spurður
lað því á fundinum hvers vegna
lSigurður Haraldsson væri ekki í
llandsliðshópnum, en hann hefði
[staðið sig frábærlega með Val í
Isumar. Svaraði Youri því til að
lef Valsvörnin léki vel þá léki
ISigurður sömuleiðis vel. Ef hins
Ivegar á móti blési væru taugar
'Sigurðar ekki nægilega sterkar
L og hann hefði slæm áhrif á
Ivarnarmennina fyrir framan
[ sig. Hann hefði þekkt Sigurð
Ifrá 1973 og viðurkenndi hann
Isem góðan markvörð, en teldi
|sig hins vegar hafa aðra
[ sterkari í landsliðsmarkið.
nattspvrnusan
Þú mokar yfir frárennslislögnina og
vonar svo að hún endist um aldur og
ævi.
Aidrei þurfir þú að brjóta upp gólf og
grafa í grunninn undir húsinu. Aldrei
að rífa upp gróður og gangstéttir.
Hafir þú notað PVC grunnaplaströrin
frá Hampiðjunni og fylgt leiðbein-
ingum uppiýsingabæklings okkar
þá eru allar líkur á að von þín rætist.
Rörin þola öll þau efni (sýrur og
basa), sem eru í jarðvegi.
Samsetningin (með gúmmíhring) er
einföld, fljótunnin og algjörlega þétt.
Margar lengdir, allt að 5 m.
Slétt yfirborð innan í rörunum veldur
litlu rennslisviðnámi.
Rörin eru létt og auðveld í meðförum.
PVC grunnaplastið endist og endist.
Það fæst í byggingavöruverslunum
um land allt.