Morgunblaðið - 06.09.1978, Page 27

Morgunblaðið - 06.09.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 Kolbrjálaðir kórfélagar (The Choirboys) Don Stroud, Burt Young. Sýnd kl. 9. 3ÆJARHP ' Sími 50184 í nautsmerkinu Sprenghlasgileg og sérstaklega djörf, ný dönsk kvikmynd, sem slegiö hefur algjört met í aðsókn á Norðurlöndum. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Skuldabréf fasteignatryggð og spariskírteini til sölu. Miöstöö veröbréfa- viöskipta er hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og veröbréfasala Vesturgötu 17 sími 16223. Þorleifur Guömundsson heimasími 12469. 27 „Hugsa og grki á íslenzku ” - segir v-íslenzki blaðamað- urinn Marlin J. G. Magnússon — Ástæðan eða öllu heldur kveikjan að bók minni, sem væntanlega kemur út hér á landi seinna í haust, var 1100 ára afmæli íslandsbyggðar og 100 ára búsetuafmæli Is- lendinga í Vesturheimi, þótt ýmsar persónulegar ástæður hafi valdið því, að ekki hefur tekizt að ljúka bókinni fyrr. Einnig langaði mig til að láta á þrykk út ganga eitthvað eftir mig á íslenzku, því að ég hef alltaf litið fyrst og fremst á mig sem íslending, sagði Marlin J.G. Magnússon, vestur-íslenzkur blaðamaður, í stuttu spjalli við Mbl. á dögunum. Hann hefur dvalizt hér síðastliðinn hálfan mánuð ásamt konu sinni Hermínu, sem er af tékkneskum ættum, við að ganga endanlega frá bók sinni, „Nýjar rúnir“, til prentunar og svo hefur hann notað tækifærið til að heim- sækja ættingja hér. Bókin verður prentuð í Bókaforlagi Björns Jónssonar á Akureyri, en Skjaldborg sér um að dreifa henni. Þau hjónin hafa komið til Islands einu sinni áður, það var árið 1973. — Faðir minn, Gísli P. Magnússon, fluttist vestur um haf með foreldrum sínum árið 1883, en móðir mín, Þórdís Anna Rafnsdóttir, var fædd í Kanada. Ég fæddist árið 1911 í Gimli, þar sem foreldrar mínir bjuggu þá. Þar hafði faðir minn prent- smiðju og gaf út blaðið Gimlung. Það má því segja, að ég hafi alizt upp í prentsmiðju og raunin varð sú, að ég fékk ungur áhuga á blaðamennsku og við hana hef ég starfað mestan part úr ævi minni. Ég vinn núna við prentsmiðju blaðaútgáfufyr- irtækisins Pacific Press í Vancouver, þar sem starf mitt er prófarkalestur og auglýsinga- gerð og reyndar annað sem til fellur. Eigendurnir hafa gefið mér leyfi til að starfa svo lengi sem ég tel mér það fært og er ánægður með það; mér fannst Marlin J. G. Magnússon blaðamennskan orðin of stremb- in fyrir mig þetta fullorðinn. — Það eru ýms málefni, sem mér hafa lengi verið hugleikin og ég tel að eigi nokkurt erindi til Islendinga, sagði Marlin er við spurðum hann hvað hann fjallaði helzt um í bók sinni. Þar eru meðal annars hug- leiðingar um Norðurlandakyn- stofninn, vangaveltur um tímann og'hugleiðing út af vísu Steingríms Thorsteinssonar — „Trúðu á tvennt í heimi / tign sem hæsta ber“. Ég hef alla tíð haft mikið dálæti á kveðskap Steingríms og ekki sízt þessu erindi hans. — Ég hef unnið mikið þennan tíma, sem ég hef verið hérna. Mestur tíminn hefur farið í prófarkalestur og að ganga endanlega frá bókinni til prentunar. Ég fór snemma á fætur og vann oft lengi fram á nótt og þess vegna hef ég ekki haft tækifæri til að ferðast eins mikið og ég hefði kosið. — Jú, ég hef alltaf talað íslenzku og lít fyrst og fremst á mig sem Islending. Gamla fólk- ið, sem ég ólst upp með, talaði og hélt við íslenzkukunnáttu sinni og af því lærði ég að bera virðingu fyrir móðurmálinu. Ég hugsa alltaf á íslenzku og yrki meira að segja á íslenzku. Ég hef lítið fyrir því; þetta kemur einhvern veginn af sjálfu sér og ég yrki alltaf rímað. Ég á nú orðið handrit að heilli ljóðabók og það er aldrei að vita nema ég gefi þau einhvern tímann út, sagði Marlin J. G. Magnússon að lokum. G. Br.: Tímamót í skaft- Keldunúpur á Síöu, — vesturbærinn. fetlskri œttarsÖgu Þann 10. des. s.l. andaðist í Landspítalanum í Reykjavík Jón Bjarnason fyrrverandi bóndi að Keldunúpi og síðar á Mosum á Síðu. Þótt þetta langt sé liðið frá andláti hans, vil ég ekki láta frekar fyrnast yfir minninguna um hann í huga mínum án þess að geta hans fáeinum orðum og þakka honum margra ára góða viðkynningu og samveru austur á Síðu. Mosar á Síðu. Geirlandsárbrú til hægri. Líklega er ekkert hérað betur á vegi statt heldur en Vestur-Skaftafellssýsla í aðgengi- legum fróðleik um íbúa sína, ættir þeirra, afkomendur, búsetu o.fl. Fyrir því hefur séð próf. sr. Björn Magnússon frá Prestbakka með risa-ritverkum sínum: Ættum Síðupresta og Vestur-Skaft- fellingar 1703—1966. En því er þessa látið getið hér í minningargrein um Jón Bjarna- son, að þar er að finna allar upplýsingar um ætt hans og æviferil. En til þess að réttlæta undirfyrisögnina á þessum orðum, þ.e.a.s., að nú séu tímamót í skaftfellskri ættarsögu, skal þess strax getið, að Jón Bjarnason lifði lengst hinna mörgu barna þeirra Bjarna hreppstjóra Bjarnasonar í Hörgsdal og Helgu dóttur Páls pófasts Pálssonar. Alls voru þau Hörgsdalssystkin 15 að tölu, fædd á árunum 1870—1889. (Auk þess átti Bjarni 5 börn frá fyrra hjónabandi). Af alsystkinunum komust 10 til fullorðinsára. Sjö þeirra hófu búskap eystra í heimabyggð sinni og bjuggu þar flest langa ævi. Eignuðust sum þeirra fjölda barna, svo að Hörgs- dalsættin var mikið fjölmenn í þessum sveitum meðan sá hópur var að vaxa upp og setti ríkan svip á sveit og samfélag. - • - Jón Bjarnason var næst yngstur sinna mörgu systkina, fæddur í Hörgsdal 14. apríl 1887. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, var síðan hjá Bjarna bróður sínum unz hann sumarið 1908 giftist frænku sinni Önnu Kristófersdóttur frá Breiðabólsstað. Hún var þá 17 ára. Ekki fengu þau sjálfstætt jarð- næði. Þá voru landþrengsli þar eystra eins og raunar víðast í sveitum á þeim árum. Fyrstu tvo áratugina voru þau til húsa í Hörgsdal. Aflaði Jón heyja handa skepn- um sínum þar sem slægjur var að fá í nágrenninu og stundum langt að. Var það reytingssamur heyskapur og erfiður en vannst með kappi og forsjá. Það var loks árið 1927, sem þau Anna og Jón fengu jörð til ábúðar — vestur- bæinn á Keldunúpi. Það er lítil flutningsjörð en hæg og farsæl til ábúðar. Þar var kristsbú í kaþólsku. Sólar nýtur þar vel í skjólríkum hvamminum við brekkurætur milli Núpsins og Steðjans. Þar grænkar jafnan fyrst á vorin og þar byrjaði Jón oft slátt á, undan öðrum, fékk góða snemmslegna töðu, sem verkaðist vel á löngum björtum dögum upp úr Jónsmessu. Á Keldunúpi búnaðist Jóni vel, þrátt fyrir mikla ómegð. Hann var einkanlega natinn búmaður, ræktaði jörð sína af iðjusemi og gætti gripa sinna af alúð og umhyggju. Hann hafði þessa gömlu reglu, að vísu óskráða, í dagbók sinni: Árla í rekkju árla upp rís, en hann lifði eftir henni vetur, sumar, vor og haust og honum gekk aldrei verk hendi firr. Húsfreyjan var sparsöm og nýtin, börnin dugleg og kappsöm og komu fljótt til starfa bæði heima og heiman. Gekk því vel búskapur- inn og afkoman batnandi eftir því sem stærö jarðarinnar leyfði. Fór þessu fram unz eigendur jarðar- innar þurftu á henni að halda til eigin þarfa. Það var vorið 1942. Jón og Anna með 7 yngstu börnin. hennar. Og enn var það svo, að ekkert jarðnæði var til í Hörgslands- hreppi fyrir þennan búhyggna mann. Nú lá leiðin út yfir Geirlandsá — að Mosum. Það var gamalt býli, hluti af stórbýlinu og landnáms- jörðinni Geirlandi. Á Mosum hafði ekki verið búið síðan um aldamót þegar Jón fékk leigðan þennan jarðarpart og byggði þar upp. I höndum þeirra Önnu og Jóns, með hjálp sinna dugmiklu barna, varð Mosajörðin á fáum árum hið snotrasta býli óg notadrjúgt. Þar var byggt yfir fólk og fénað og mosinn var fljótur að hverfa úr grasgefnu landinu og túngrösin fljót að ná yfirráðum þegar mannshöndin hjálpaði til. Bæði Keldunúpur og Mosar stóðu við þjóðveginn um Síðu, áður en hann var fluttur niður á Stjórnarsand. Þar bar því marga gesti að garði, bara til að „líta inn“. Þess minnist sá, er þetta ritar, hve ánægjulegt var að koma þar og — Við hlið Önnu er Rannveig móðír rabba við hinn fróða óg viðræðu- góða húsbónda og þiggja góðgerðir hjá húsfreyjunni. Þá bar margt á góma, bæði úr fortíð og um daginn og veginn. Alls eignuðust þau hjón 15 börn, fædd á árunum 1908-1929. Eru þau talin í fyrrnefndum ættar- og manntalsbókum sr. Bj. M. Öll éru þau systkin á lífi nema systurnar Kristjana eldri, sem dó um ferm- ingaraldur og Sigrún húsfreyja í Prestbakkakoti, d. 1973. Þegar þau Anna og Jón höfðu búið á Mosun- um í tæpa tvo áratugi voru börn þeirra flest flutt hingað í þéttbýlið við Faxaflóa. Jón var þá kominn á áttræðisaldur og þótt Anna væri nokkru yngri var hún slitin eftir langt dagsverk á sínu barnmarga heimili. Þá brugðu þau á það ráð að flytjast til Kópavogs þar sem Jón fékk starf hjá Kópavogsbæ og sinnti því lengi þrátt fyrir sinn haá aldur. Anna andaðist árið 1967,- Osjaldan er svo að orði komist, að aldamótakynslóðin hafi gegnt verulegu hlutverki í þjóðarsög- unni. Hún hafi í rauninni verið fylkingarbrjóst þeirra, sem sótti fram til fulls þjóðfrelsis og framfara s.a.s. á öllum sviðum. Hinn fjölmenni systkinahópur frá Hörgsdal tilheyrði þessari kynslóð, ekki í foringjaliði eða franiniámanna, heldur sem trúir liðsmenn í annríki daganna við búskap og barnauppeldi. Þau skiluðu miklu dagsverki af dugn- aði og þrautseigju, sparsemi og sjálfsafneitun. Þau voru „hetjur hversdagslífsins“ eins og einn rithöfundur nefndi aldamótakyn- slóðina. Þessa skal minnst við þau tímamót sem urðu í sögu Hörgs- dalsættarinnar við lát Jóns Bjarnasonar. G.Br.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.