Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
vlfP
M0BödK/-"v
MrtlNti S ”
Þetta verður þér ekki eríitt,
maður minn, þegar þú hefur
vanið þig af kvenfólki og
brennivíni!
Tækniva'ðingin lætur ekki að
sér hæða!
Ég vona að þetta dugi og
höfuðkvölunum linni nú!
Mega lögreglu-
þjónar aka á
ólöglegum hraða?
BRIDGE
Umsjón: PiH Bergsson
Við umræður eftir spil er oft
auðvelt að komast að niðurstöðu.
Ef þú gerir þetta þá geri ég hitt
eða ef þú gerir hitt þá geri ég
þetta. Bridge er samvinna tveggja
aðila og því eðlilegt að farið sé í
saumana á hverju atriði, sem
betur mátti fara.
Spilið hér að neðan er eitt af
þeim, sem ekki var neinu við að
bæta. Annað parið orðlaust en
hinir litu ánægðir hvor á annan.
Austur gaf, austur-vestur á hættu.
Norður
S. KD9
H. ÁD752
T. ÁD8
L. 63
Vestur
S. -
H. G964
T. 642
L. KDG985
Austur
S. ÁG87543
H. 103
T. 75
L. Á10
Tjalda hér á blettinum. það megið þið strákar mínir.
„Einn af uppáhaldsstöðum lög-
reglunnar til að kæra menn fyrir
of hraðan akstur er Kleppsvegur-
inn. Þar eru ein beztu akstursskil-
yrði á landinu, raunverulega tvær
götur, sem hvorri um sig er skipt
í tvær akreinar og hvergi þarf að
stoppa við gatnamót vegna um-
ferðarljósa eða af öðrum ástæðum.
Einhverra hluta vegna, líklega af
tækniástæðum, er lögreglan þarna
svo til eingöngu með radarinn,
þegar veður er bjart og þurrt og
akstursskilyrði hin beztu og
hættuminnstu. Við slíkar aðstæð-
ur er auðvitað líklegt, að einhverj-
um verði á að aka fremur greitt og
þá veiðist vel hjá löggunni.
Lögreglan kvartar undan því að
hún sé fáliðuð og yfirvinnugreiðsl-
ur til lögreglumanna eru sagðar
miklar. Því vaknar sú spurning
hvort það sé virkilega brýnasta
verkefni lögreglunnar að liggja að
staðaldri á því greni sem Klepps-
vegurinn er og sambærilegar
götur, í því skyni að veiða einn og
einn ökumann, sem fer nokkrum
km of greitt við beztu aðstæður.
Manni gæti t.d. dottið í hug að
fremur bæri að vakta fræga slysa-
og árekstrastaði. í tæpan áratug
hef ég horft á fleiri árekstra og
slys út um gluggann hjá mér en ég
get rifjað upp, þ.á m. eitt banaslys,
en lögregluvakt fyrir slys hef ég
aldrei séð á þeim gatnamótum.
Tilefni þessara skrifa er það, að
s.l. laugardag 2. sept. kl. 8.55 ók ég
eftir Kleppsveginum í austurátt. Á
móts við Kassagerðina ók fram úr
mér bíll á miklum hraða. Var það
lögreglubifreið, hvítur fólksbíll,
nr. 20006(?) Einn lögregluþjónn
var í bílnum og þrátt fyrir þennan
mikla hraða hafði hann hvorki
sírenu í gangi né rauð ljós á
bílnum. Nú fara lögregluþjónar
yfirleitt tveir í útköll og nota
varúðarmerki þegar þeir í krafti
neyðarréttar þurfa að aka á
miklum hraða. Þótti mér því þetta
ferðalag lögregluþjónsins forvitni-
legt og þar sem ég var að fara í
sömu átt ákvað ég að fylgjast með
því, sem um væri að vera.
Skemmst er frá því að segja, að
lögregluþjónninn ók beina braut
og breiða sem leið lá upp í
Breiðholt. Aldrei fór hann niður
fyrir 80—90 km hraða og hlýtur að
hafa komizt upp í 100 km því ég
dróst töluvert aftur úr honum og
fór þá upp í 90 km á kafla. Raunar
var ég orðinn smeykur um, að
lögregluþjónninn tæki eftir mér og
kærði mig fyrir ólöglegan hraða!
Lögregluþjónninn ók næst í neðra
Breiðholtið og var nú mjög farinn
að róast. Fór hann með skikkan-
legum hraða um götur Breiðholts-
ins þar til komið var að fjölbýlis-
húsi við Arnarbakka eða Maríu-
bakka. Ók hann þar eftir stóru
bílastæði og staðnæmdist á innsta
stæðinu. Ekkert aðhafðist hann
Suður
S. 1062
H. K8
T. KG1093
L. 742
Suður varð sagnhafi í óska-
samningi.
Austur Suöur Vestur Norður
1 S P 1 G Dobl
2 S 3 T allir pass.
Vestur spilaði út laufkóng.
Austur tók staginn með ás og tók
á spaðaás. Vestur fann þá
skemmtilega upplýsandi afkast
þegar hann lét laufgosann. En þá
vissi austur að lauftían var
mikilvægt spil.
Hann spilaði spaðaþristi og bað
með því um lauf til baka. Vestur
trompaði og spilaði laufi eins og
um var beðið. Jafnframt því að
verða fjórði slagur varnarinnar
var lauftían innkoma á hendi
austurs til að geta spilað spaða,
sem vestur trompaði. Einn niður.
Og ekki hafa varnarspilararnir
þurft að ræða mikið um þetta spil
— nema að óska hvor öðrum til
hamingju auðvitað.
Kirsuber í nóvember
58
Framhaldssaga eflir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaói
kinnum hennar voru rauðir
dílar — var líka rciður yfir því.
— Hafði hann þjáðzt lengi af
hjartveiki?
— Já árum saman. Ilann
hafði fyrr fengið minni háttar
áföll og hafði verið á sterkum
hjartalyfjum í mörg ár. Hann
varð engu að síður áttræður og
sjö mánuðum betur.
— Getur hjartadauði hjá
slikum sjúklingi ekki kallast
fram af hræðslu.
— Ekki gct ég ímyndað mér
það hafi verið auðvclt verk að
hræða Zacharias. En hann var
reyndar ekki sérstaklcga gæt-
inn mcð sig. Hann var hér hjá
mér í sólarhring áður cn hann
dó og þá sagði ég honum
hreinskilningslega að hann
yrði að ga-ta sín í hvívetna ef
hann langaði til að lifa ögn
lcngur. Hann túlkaði orð mín
sýnilega svo að hann veitti sér
hcrlcgan vcitingahússmiddag
mcð brennivíni og hvers konar
borðvínum og endaði með
koníak. Á sunnudagsmorgun-
inn var hann kominn snemma
á fa-tur heima á Móhökkum og
fékk sér kaffi og hlustaði á
útvarpið og þá heyrði hann að
Gustaf fimmti hafði vcrið að
gcfa upp öndina. Þá arkaði sá
gamli út í rigninguna og rokið
og bjástraði við að draga upp
fánann í hálfa stöng. Svona
mikið mark tók hann nú á
orðum minum eins og þú hefur
heyrt. En þar með var hann
líka búinn að vera. Og getur í
raun og veru alls ekki kennt
neinum um það nema einvörð-
ungu sjálfum sér. Það er ekki
nokkur minnsta ástæða til að
gcra því skóna að einhver hcfði
átt að koma og hra-ða hann svo
að hann hryndi niður. Hann
ofhauð sér fullkomlega. Og
hvcrs vcgna hcfði hann líka átt
að gera það.
— Til að ná í peningana í
veskinu hans. Segðu frá Nanna
Kasja.
— Ó, sagði hún og greip
andann á lofti. — Veskið hans
var bókstaflega úttroðið með
stórum seðlum, þegar hann
kom til mín laugardeginum
áður.
— Ilm, sagði Daniel. — Já.
hann bar jafnan á sér býsna
mikla peninga, það vantaði
ekki ...
— Ekki þegar hann dó.
sagði frú Ivarsen með erfiðis-
munum. — Ég á við ...
peningarnir fundust hvergi
þegar við skoðuðum fötin hans.
Allir seðlarnir voru á hak og
hurt. Og Ivarsen var alvcg
trylltur.
— Og það skil ég eiginlega
fullvel, sagði (’hrister. — Ef
hann hcfði gctað lagt saman
tvo og tvo og fengið út fjóra
hefði niðurstaðan ekki orðið
neitt undursamleg.
— Hvað ... hvaða niður-
staða?
— Þú sást peningana í vesk-
inu þennan laugardag. sagði
lögregluforinginn. — Og Matti
Sandor sá þá væntanlega Ifka
geri ég ráð fyrir? Ég býst ekki
við að þú herir á móti því?
Ilún horfði á hann þögul og
döpur.
— Ja. þú þarft ckki að svara
mér í þctta sinn, sagði hann.
— Það er meira um vert að
þú svarir annarri spurningu
sem ég a-tla að bera upp.
Læknirinn hallaði sér fram
eins og hann ætlaði að reyna að
stöðva hann, en þá hafði hann
þegar mótað áka-runai
— Varst það þú eða Matti
sem ókst upp að Móbökkum
daginn cftir? TIL AÐ RÆNA
ZACHARIAS LÁTINN?
15. KAFLI
Leiftur frá
fortíðinni
I fyrstu virtist hún ekki hafa
skynjað þá meiningu sem lá í
orðum Christers.