Morgunblaðið - 06.09.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 06.09.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 31 Þjálfari Víkings mætturí slaginn VÍKINGAR hafa nú fengið til. starfa hjá félaginu pólskan þjálf- ara í handknattleik, Bodan Kowalzcky að nafni. Ilann er 32 ára gamall og margreyndur landsliðsmaður. Bodan hefur þjálfað Slask Wroclav undanfar in sex ár og á þessu tímabili heur félagið sex sinnum orðið pólskur meistari. Auk þjálfarastarfanna hefur hann staðið í marki hjá félagi sínu með frábærum árangri, en síðastliðin þrjú ár hefur hann ekki gefið kost á sér í landsliðsmarkið vegna þjálfun- arinnar. Ekki er áformað að Pólverjinn leiki í marki með Víkingum, en hann lék ckki með Slask síðasta keppnistímabil. Víkingar eru hcldur alls ekki á flæðiskeri staddir í markvarðarmálum, þar sem þeir hafa landsliðsmarkvörð- inn Kristján Sigmundsson í sín- um hópi. Fyrsta æfing Pólverjans með Víkingana^ var fyrirhuguð í gærkvöldi, en íslandsmótið hefst scinni hluta októbcrmánaðar. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Víkingar misst nokkra leikmenn og er þar fyrst að nefna Björgvin Björgvinsson og Þorberg Aðalsteinsson, en einnig hafa þeir Magnús Guð- mundsson og Jón G. Sigurðsson horíið á braut. Nú er útlit fyrir að Víkingum bætist góður liðs- auki þar sem er Einar Magnús- son. Hann hefur orðið að hætta að leika með sínu þýzka félagi vegna þrálátra meðsla í hné. Einar er vamtanlegur heim á næstunni og vcrður þá gengið frá félagsskipt- unum yfir í Víking að nýju. Spurningin er svo hvort og hvenær í vetur Einar getur leikið með Víkingi. FH ingar eiga einnig von á pólskum þjálfara, en hann átti að vera kominn til landsins fyrir nokkru. Hvort snuðra heíur hlaupið á þráðinn er ekki vitað, en mál FIFinga ættu að skýrast á næstunni, því í dag eru væntanlegir til landsins fulltrúar Póllands á Alþjóðaþingi hand- knattleiksmanna, þeirra á meðal Brekula og Janus Cerwinsky. - áij • Einar Magnússon er á heimleið vegna mciðsla í hné, en getur væntanlega leikið eitthvað með Víkingi í vetur. ENNÞA ER ALLT Á FULLU Á I DAG OG A MORGUN SEM HELDUR AFRAM í ÖLLUM y, VERZLUNUM //J OKKAR (LJ SAMTÍMIS. afsláttur. i er um aö 9er* góö innkaup aöi Allt Hækkar □ Föt meö vesti □ Stakir Blazer jakkar □ Stakar Terylene buxur □ Gallabuxur Flauelsbuxur Kakhibuxur □ Herrapeysur Dömupeysur □ Skyrtur Skyrtur □ Kjólar, Pils Kápur o.mfl 24.900 15.900 4.900 5.900 5.900 5.900 2.900 2.900 1.990 2.900 50% afsláttur Gefum 10% afslátt af nýjum vörum sem ekki eru á útsölunni meðan áútsölunni stendur. A Mikiö úrval af kvenskóm í litum og stórum númerum Kúrekastígvél aðeins kr. ^ STORKOSTLEGT ÚRVAL AF HLJÓMPLÖTUM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.