Morgunblaðið - 11.10.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
Kjameðlisfræð-
ingur rekinn
frá Rússlandi
Carter og Owen
fúlsa við Smith
Sergei Polikanov kemur til Kaupmannahafnar ásamt
konu sinni og dóttur í gærdag.
kuupmannahöfn. 10. okt. AP.
SOVÉZKUR kjarneðlisfræðing-
ur. Sersei Polikanov. hefur verið
rekinn í útlegð frá Sovétríkjun-
um (>K kom hann til Kaupmanna-
hafnar 1 dau. ásamt konu sinni og
dóttur. Hann sajíðist ekki líta á
það sem refsinjíu að vera rekinn
úr landi þar sem ómöjíuleKt væri
að starfa ojí lifa frjálsu einkalífi.
Hann sajjði að þrátt fyrir erfitt
sumar hefðu andófsmenn í Sovét-
ríkjunum sýnt. að ofsóknir KGB
yrðu aðeins til að þjappa þeim
hetur saman. um leið oj; hann
kvað líkur á því að KGB mundi á
næstunni skipta um aðferðir í
baráttunni jíejjn andófsmönnum.
reyna framvejjis að spilla á milli
þeirra ojí eyðilejfjcja hrcyfinjíu
þeirra innan frá.
Enn er ekki afráðið hvar Poli-
kanov sezt að, en Niels Bohr-stofn-
unin í Höfn hefur sýnt áhuga á að
fá hann til starfa. Nokkrir banda-
rískir háskólar hafa sótzt eftir
Borgar-
stjórinn
sviptur
embætti
Pokinu — 10. október — Reuter.
WU TEH, borgarstjóri í Pek-
ing, sem bendlaður hefur verið
við ekkju Maós og þorparaklíku
hennar, hefur verið sviptur
embætti sínu, en áreiðanlegar
heimildir herma að hann haldi
þó enn sæti sínu í stjórnmála-
nefnd miðstjórnar kínverska
kommúnistaflokksins. Olíklegt
er að þessi ráðstöfun eigi eftir
að hafa í för með sér víðtækar
breytingar á valdakerfinu, en
síðustu tvö árin hefur Wu Teh
' margsinnis verið skammaður á
veggspjöldum í Peking.
Iran:
Tohoran. 10. októhcr. Router.
SEX vopnaðir og grímuklæddir
menn gerðu aðför að ræðismanns-
skrifstofu íraks í Khorramshahr
í suð-vestur íran í dag. í heiftar
legum skotbardaga við hervörð
féll einn hermaður. Árásarmenn-
irnir lögðu á flótta áður en þeim
tókst að bera eld að skrifstofu-
hyggingunni og skildu þeir eftir
talsvert magn aí benzíni og
sprengiefni.
Ekki er vitað með vissu um
tilgang árásarmannanna, en líkur
benda til að hér hafi átt að hefna
brottreksturs íranska múhameðs-
honum, en Polikanov er þekktur
vísindamaður og hefur áður starf-
að erlendis.
Það var fyrst í vor, sem
Polikanov fór að skipta sér
opinberlega af málum sovézkra
andófsmanna, en hann var meðal
þeirra, sem mótmæltu harðlega
réttarhöldum og dómum yfir Orlov
og Ginzburg. Hann sagði í viðtali
við blaðamenn við komuna til
Kastrup í dag, að ekki væri hægt
að jafna andstöðu sinni við stefnu
sovézkra stjórnvalda við frammi-
stöðu Sakharovs eða annarra
leiðtoga andófsmanna. Polikanov
sagði að síðustu mánuðina, sem
hann var í Sovétríkjunum, hefðu
yfirvöld gert sér lífið nánast
óbærilegt. Æðsta ráðið hefði til
dæmis svipt sig öllum vegtyllum
og heiðursmerkjum, og hafnar
hefðu verið aðgerðir til að vísa
honum úr sovézku vísindaakadem-
íunni. Hann kvaðst hafa hitt
Andrei Sakharov að máli fyrir tíu
dögum, og hefði Nóbelsverðlauna-
hafinn þá sagt að hvað sem KGB
tæki til bragðs yrði ekkert lát á
baráttu andófsmanna fyrir því að
sovézk yfirvöld virtu ákvæði Hel-
sinki-sáttmálans.
Washington — Lundúnum — Salisbury
10. október — Rcutor — AP.
CARTER Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir í kvöld. að hann
sæi enga ástæðu til að hitta Ian
Smith forsætisráðherra bráða-
birgðastjórnarinnar í Rhodesíu
að máli, en Smith hafði áður
sagt. að þar sem viðræður hans
og Vance utanríkisráðherra
hefðu engan árangur borið
hefði hann hug á að ræða við
trúarleiðtogans Khomaini frá írak
á dögunum. Khomaini er mikill
strangtrúarmaður og er einn
þeirra sem krefjast þess að
Iranskeisari láti af völdum, og að
umbótaáform keisarans, sem með-
al annars fela í sér skiptingu
landareigna, verði að engu gerð.
Khomaini stýrði til skamms tíma
áróðursherferð á hendur keisaran-
um frá írak, en stjórnin þar vísaði
honum úr landi í síðustu viku og
kvaðst ekki lengur geta fóstrað
hann þar sem hann misnotaði
aðstöðu sína þar til að grafa undan
löglegum yfirvöldum í nágranna-
ríki.
forsetann. I>á lét David Owen
utanríkisráðherra Breta svo
um madt í Lundúnum í kvöld.að
heimsókn Smith til Bretlands
yrði ta>plega til þess að stuðla
að lausn Rhodesíu deilunnar, og
gæti brezka stjórnin ekki
ábyrgzt að Smith yrði ekki
lögsóttur ef hann kæmi til
Bretlands. Brezk stjórnvöld
eiga óuppgerðar sakir við
Smith frá því að hann lýsti
einhliða yfir sjálfstæði
Rhodesíu fyrir 13 árum.
Carter forseti skýrði afstöðu
sína til málsins meðal annars
með þeim orðum, að í samvinnu
við brezku stjórnina vildi stjórn
hans reyna að búa svo um
hnútana í Rhodesíu, að blóðbað-
ið þar tæki enda, en til þess að
svo mætti verða væri nauðsyn-
legt að allir aðilar deilunnar
settust í einu að samningaborði,
einnig þjóðernissinnaðir skæru-
liðar, sem hafnað hafa bráða-
birgðastjórn Smiths sem nauð-
syn til að koma á meirihluta-
stjórn í landinu. Carter sagði
ennfremur, að ef allir deiluaðilar
gætu fallizt á aðra leið til
lausnar deilunni en að koma á
slíkri ráðstefnu þá mundu
stjórnir Bandaríkjanna og Bret-
lands ekki standa í vegi fyrir því.
Viðbrögð við formlegri yfirlýs-
ingu bráðabirgðastjórnar
Smiths í dag um að kynþátta-
misréttið í landinu væri úr
sögunni hafa orðið misjöfn. I
Bretlandi fékk málið almennt
góðar undirtektir, í Washington
hafa fulltrúar stjórnarinnar
látið í ljós efasemdir um að þessi
yfirlýsing ætti eftir að ná
tilgangi sínum, en í nágranna-
ríkjum Rhodesíu hafa menn
yfirleitt sagzt taka lítið mark á
henni, og Zambíustjórn segir að
hér sé aðeins um að ræða
áróðursbragð af hálfu Smiths og
stuðningsmanna hans.
Beirút — 10. október — AP.
HVAÐ EFTIR annað kom til
skotbardaga í Beirút í dag þrátt
fyrir vopnahléið, en í kvöld virtist
þó allt með kyrrum kjöruni.
Fregnir um að Sovétstjórnin hafi
kallað heim alla sovézka borgara
frá Beirút hafa verið bornar til
baka, enda hafa starfsmenn sendi-
ráðsins verið á sínum stað í dag,
en ótti greip um sig í borginni
vegna sögusagna urn að brott-
kvaðning Sovétmannanna væri
undanfari loftárása Sýrlendinga á
Rauðu her-
deildirnar
myrða dóm-
ara í Róm
Róm — 10. október. AP.
RAUÐU herdeildirnar hafa
gengizt við morðinu á hæstarétt-
ardómaranum Girolamo Tartagli-
one, sem skotinn var niður í
íbúðarhúsi sínu í Róm í dag.
Tartaglione var virtur lögfræðing-
ur, og hefur meðal annars veitt
forstöðu þeirri deild dómsmála-
ráðuneytis Italíu, sem fjallar um
refsidóma.
Dómarinn var á leið til vinnu
þegar atburðurinn átti sér stað, og
gat sjónarvottur lýst morðingjan-
um, sem komst undan í svörtum
bíl. Tartaglione var sautjánda
fórnarlamb Rauðu herdeildanna á
þessu ári.
Selveiði-
menn
björguðu
Greenpeaee
mönnum
Orkneyjum — 10. október — Reuter.
NORSKIR selveiðimenn
björguðu í dag tveimur
Greenpeace-mönnum af
Rainbow Warrior og banda-
rískum blaðamanni, en menn-
irnir voru á gúmmíbát og
hugðust koma í veg fyrir
selveiðar við Orkneyjar.
Hvolfdi gúmmíbátnum þegar
mótmælamennirnir gerðust
of ákafir í eltingaleik sínum
við veiðimennina, sem síðan
komu þeim til bjargar. .
Norsku selveiðimennirnir
eru í þjónustu brezku stjórn-
arinnar, sem telur að selur á
þessum slóðum sé of gráðugur
í fisk. Er í ráði að sálga 900
selum og 4000 kópum á
næstunni, en Green-
peace-menn telja ekki full-
sannað, að selurinn eyðileggi
fiskimiðin á svæðinu og vilja
því að honum verði þyrmt.
hana. Að mati fréttaritara á
staðnum bendir ekkert til þess að
meiriháttar árásir Sýrlendinga
séu yfirvofandi, og stjórnmála-
skýrendur telja ólíklegt að til
nýrra stórtíðinda dragi meðan
stjórnir Líbanons og Sýrlands eru
að leitast við að finna máiamiðlun-
arleið í samráði við stjórnir
annarra Arabaríkja.
Mikill fólksfjöldi er á leið frá
borginni norður og vestur á
bóginn, og greinilegt er að íbúar
Beirút treysta því varlega að
vopnahléið standi til lengdar.
Arás á ræðismanns-
skrifstofu íraks
Otryggt vopna-
hlé í Líbanon